Morgunblaðið - 21.05.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 21.05.2000, Síða 4
4 C SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hvert ertu að fara? I kórferð til Ungverjalands Dagrún Hjartardóttir, söngkennari og kór- stjóri Samkórs Kópa- vogs, stundaði nám við Franz Liszt-tónlistar- akademíuna í Búdapest í Ungverjalandi. Kórinn heldurítónleikaferö þangað ogtil Austurrík- is í næsta mánuði. Hvert ertu að fara? Til Ungverjalands, Austurríkis og It- alíu. Hvers vegna? Samkór Kópavogs ætlar í söngferö, sem ertilkomin vegna sambanda vió fyrrverandi kennara mína í Ungverjalandi. Vildirðu vera að fara eitthvert annað? Tilhögunin væri öðruvtsi ef égværi ekki meö hóp með méren égvilfara til Ungverjalands eins oft og égget. Hvernig skipulagðir þú ferðina? í Samkór Kópavogs er magnaöur hópur. Stjórn, feröanefnd ogfjáröflun- arnefnd kórsins lagði á ráðin, ásamt starfsfólki ferðaskrifstofu og kunningjum mínum í Ungverjalandi og Austurríki. Þetta varð niðurstaö- an, þ.e. söngur í Dómkirkjunni í Salzburg, þrennir stórirtónleikar í Ung- verjalandi auk messusöngs í Matthíasarkirkjunni á Kastalahæöinni í Búdapest. Hvernig ferðatösku áttu? Allar stæröir og gerðir, fagurker (beauty box) þar á meöal. Hver er fyrsti hluturinn sem þú pakkar niður? Ætli það sé ekki tónkvíslin. Hvaða fatnað er nauðsynlegt að taka með í ferðina? Kórfötin og sundþol fyrir hin ýmsustu böö Búdaþest. Tekurðu einhverjar bækur með þér? Nei, kannski hefti um áfallahjálþ fyrir fararstjóra. Ef þú gætir hlustað á geisladisk, hvaða disk myndirðu hlusta á? Sinfóníu Funebre et Triumph eftir H. Berlioz. Áttu einhvern uppáhaldsveitingastað þar sem þú verður? Já, Finom Falatok í Búdapest. En þaö er reyndar búið að leggja hann niður. Hvert er skemmtilegasta frí sem þú hefur farið í? Það er „dinner-danspartí" í New Haven í Bandaríkjunum sem ég skrapp íyfireina helgi. Áttu góð ráð handa ferðalöngum? Að njóta hvers lands eins og það kemur fyrir og ekki bera það stöðugt saman viðísland. Þýskaland verð frá 21.900.- Ekki innifalið: Föst aukagjöld - fullorðnir 2.115 kr., börn 1.430 kr. með LTU LTU er flugfélag fjölskyldunnar 50% Böm 2-11 ára greiða 50% Ungl. 12-21 áre greiða 75% Flugáætlun Dusseldorf 3 f viku 04.06-10.09 Hamborg 1 f viku 22.06-31.08 Munchen 2fviku 11.06-10.09 Geriðverðsamanburð, það margborgar sig! 20.930,- Flug og bíll frá 20Æ30kt* Innífalið: Flug og bíll í A-flokki í eina viku m.v. hjón með 2 börn 2-11 ára. Ekki innifalið: Föst aukagjöld fullorðnir 2.115 kr„ böm 1.430 kr. LTU er annað steersta flugfélag Þýskalands, þekkt fyrir gæði og góða þjónustu. Upplýsingar og bókanir Stangarltyl 3A ■ 110 Rcykjavik hjá næstu ferðaskrifstofu Simi: 587 1919 ■ Fax: 587 0036 eða LTU á Islandi (5871919) terranova.is ■ info@tenanova.is FERÐALÖG Ferðalagið um ísland skipulagt ó Netinu Upplýsingar um bókanir breytast jafnóðum. MARKAÐSFYRIRTÆKIÐ Farm Inn mun í lok maí opna vefsetur á Netinu www.farminn.com þar sem hægt verður að panta og greiða flug, gistingu, bílaleigubíl og af- þreyingu hér á landi auk úrvals af vörum fyrir ferðamenn. Fólk mun geta keypt rútuferðir, hópferðir, óvissuferðir, leigu á hestum, hvala- skoðun, jöklaferðir sem og afþrey- ingu tengda menningu og útivist. Markhópur Farm Inn er m.a. inn- lendir og erlendir ferðamenn, sum- arhúsaeigendur og fyrirtæki sem bjóða ferðamönnum þjónustu sína. „Ferðamenn munu geta skipu- lagt ferðalag sitt sjálfir á Netinu án milliliða," segir Sigurþór Gunnars- son, framkvæmdastjóri Farm Inn. „Ferðamenn fá allar nauðsynlegar upplýsingar og staðfestingar í gegnum vefsetur fyrirtækisins auk þess sem þeir fá bókunarnúmer á flugi, bílaleigubíl, gistingu, afþrey- ingu og öðru sem þeir óska að fá í hendur áður en lagt er af stað í ferðalagið. Ferðamenn fá yfirsýn yfir land og þjóð á vefsetrinu auk upplýsinga um helstu þéttbýlis- kjarna og um hvað landið hefur upp á að bjóða.“ Aðstoð við heimasíðusmiði „Gistihúsaeigendum mun standa til boða heildarþjónusta með að- gangi að auglýsingamiðli, sem verð- ur í helstu gagnabönkum Netsins. Þeir fá einnig aðgang að bókunar- forriti sem má nota til arðsemis- útreikninga auk bókana,“ segir Sig- urþór. Farm Inn aðstoðar þá sem bjóða ferðamönnum þjónustu sína að setja upp heimasíður og að tengjast sameiginlegum innkaupum Farm Inn með tilheyrandi magnafslætti. Upplýsingar á vefnum verða á ís- lensku, ensku, dönsku, þýsku og frönsku til að byrja með. ÞÝSKALAND fSLENDiMGAR í AUKNUM MÆU T1L ÞÝSKALANÐS ÁRIÐ 1999 jókstferöamanna- straumur íslendinga til borgarinnar Munchen í Þýskalandi um 20%. íslendingar eru farnir að heimsækja aðra staði í Þýskalandi en áður og er S-Þýskaland vinsælt. íslendingar heimsækja nú frekar Bæheim, SvartaskógogRínardalinn. Þá hafa Beriín, Dusseldorf og Köln einnig fundiö fyrir auknum ferða- mannastraumi milli ára. NEW YORK JAMES BEARD- VERB- LAUNIN AFHENT í SÍÐUSTU viku voru James Beard- verðlaunin í New York veitt í tíunda sinn. Alls voru veitt 68 verðlaun á há- tíöinni þar sem meira en sexhundruð matar- og drykkjarsérfræöingargáfu atkvæði en hátíðin, er haldin í minn- ingu James Beard. David Bouley varvalinn besti kokkur- inn, en hann rekurveitingahúsakeöj- una Danube og Bouley Bakery í New York. Besta veitingahúsiö var síðan valiö Charliés Trotters í Chigago og besti nýi veitingastaðurinn var valinn Gary Danko í San Francisco. ítalinn Marcella Hazan fékk verölaun fyrirframlag sitttil matreiðslu, en hún skrifaöi meöal annars mat- reiðslubók um grundvallaratriði í klassískum ítölskum mat („Essent- ials of Classic Italian Cooking"). The Washington Post EVRÓPA GO KÆRIR SAS BRESKA flugfélagiö Go ætlar að kæra SAS til samkeppnisyfirvalda ESB fyrirundirboð. Þetta kemurfram í Jyllands-Posten og jafnframt aö markmiö SAS, samkvæmt Go, sé að þvinga Go út af markaðnum, en SAS býður nú lægra veró en Go tii Lond- on. Talsmaöur Go í Danmörku segir aö kostnaður SAS sé meiri en svo aö flugfélagið geti boðið þessi lágu far- gjöld án þess að borga meö þeim. Þá segir hann aö Lufthansa hafi gert þetta sama á leiðinni Munchen - London en þegar Go ákvaö að hætta áætlunarflugi þangað hækkaði Luft- hansa fargjöldin á ný. Jyllands-Posten ÍSLAND FJÖLSKYLDUFJÖR FJÖLSKYLDUFJÖR er nýjung hjá Rad- isson SAS-hótelunum bæöi hér heima og erlendis. Um er að ræða sérstakttilboð á sumrin þarsem ýmislegt er gert til aö gera dvöl barnanna sem skemmtileg- asta. Settur er t.d. upp pallur sem auðveldar börnum að fylgjast meö öllu sem ferfram í móttökunni og þannig geta þau verið með for- eldrum sínum aö skrá sig inn og út af hótelunum. Á Radisson SAS-hótelunum víös veg- ar um heim er reynt aö vera meö sér- stök leikherbergi fyrir börnin og nú er búiö aö hanna lítið hús í samstarfi viö Lego fyrir börnin sem passar inn í móttökuanddyri allra hótela þar sem börnin geta teiknað, kubbaö og svo framvegis. Þá eru sérstöktilboö á gistingu í Fjölskyldufjöri. Þess má geta aö á flestum hótelum er frítt fyrir 12 ára og yngri í herbergi með foreldrum en hjá Radisson SAS- hótelunum er frftt fyrir 17 ára og yngri. ÚRVAL-ÚTSÝN Sími 585 400 Gönguferð lil Toscana sló í gegn í fyrra Fáein sæti laus 3. —10. júní 10, —17. júní NASHVILLE KÁNTRÍHÁTÍÐ HINN 11. til 18. júní verður farin ferö tii Nashville á eina stærstu kántríhá- tíö sem fram fer í heiminum ár hvert. í fréttatil- kynningu frá Sam- vinnuferð- um Landsýn segir aö þarna komi fram öll stærstu nöfn kántr- ísins sem muni halda uppi fjörinu í fimm daga. Gist er á fjögurra stjarna hóteli T Nashville og fararstjóri er Jóhann Örn Ólafsson hjá Danssmiöjunni. Á heimleiðinni ergisteina nóttí Minneapolis. Nánari upplýsingar um kántríhátíð- ina er aö finna á heimasíöunni www.countrycool.com/fanfair/ FRAKKLAND TÍSKANÍ PARÍS PARÍS er eins og allir vita fræg fyrir aö vera borgtískunnar. Nú er komin út bók, A Shopper’s Guide to Paris Fashion, þar sem er að finna hagnýt- ar leiðbeiningar um hvar tískuvörurn- ar fást, allt frá fatnaði fyrir barnshaf- andi konurtil klassískra Channel-dragta og hátískuspjara. Höfundurinn, Alicia Drace, ereinn af ráðgefandi ritstjórum hjá tímaritinu Vouge. I bókinni er einnig sagt frá því hvar í París fyrirsætur ogtískuhönn- uöir boröa, sofa og kaupa bækurnar sínar og blómvendina. The Sunday Times Travel BERLÍN, PRAG OG KRAKOW FERÐ UM AU STU R-EVRÓPU HINN 12. til 26. ágúst veröur farin ferð um Austur-Evrópu þar sem farið verður á áhugaverðar slóðir sögu og menningar. Ferðin erfarin á vegum Úrvals-Útsýnar en fararstjóri er Þor- leifur Friðriksson. (fréttatilkynningu kemurfram aó byrjað veröi að heimsækja Berlín þar sem meðal annars veröur skoöunar- ferð um borgina. Síðan er haldið til Dredsen og Meisen. Frá Meisen er fariö til Prag þar sem stoppað er í nokkra daga. Þaöan er síöan haldið til Póllands og borgin Krakow meðal annars heimsótt ogfariö í skoöunar- ferðirútfrá henni. Verö á mann í tvíbýli ertæplega 130.000 krónur, en innifaliö erflug, flugvallaskattar, gisting meó morg- unveröi í 14 nætur, einn kvöldverður ogíslenskfararstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.