Morgunblaðið - 27.06.2000, Page 2

Morgunblaðið - 27.06.2000, Page 2
1 B ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA 1D Morgunblaðið/Golli Bjarki Pétursson sækir að marki Stjörnumanna. Ólafur Gunnarsson, Zoran Stojadinovic og Friðrik Ómarsson eru til varnar. Stjömumenn lögðu Blika að velli í Garðabæ inginn Veigar Páll Gunnarsson var hetja Stjörnumanna, en hann skoraði bæði mörk þeirra í 2:1 sigri gegn Breiðabliki, það Inaibiöra fyrra eftir frábært Hinríksdóttir einstaklingsframtak skrifar og það síðara úr víta- spyrnu. Og hann var kátur að leikslokum. „Þetta var frábært. Við erum bún- ir að vera óheppnir í sumar og það hlaut að koma að þessu. Ég er mjög ánægður með þetta. Við erum búnir að vera mjög ákveðnir í að bæta markaskorunina okkar og það tókst í þessum leik. Við ætlum að halda svona áfram og taka næstu leiki. Við erum búnir að vinna tvo leiki í röð, í bikarnum og í deildinni og það er engin ástæða að hætta núna. Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum ennþá á hættusvæðinu í deildinni en ég vona bara að við séum búnir að opna markareikning okkar upp á gátt og að sigurleikir fylgi í kjölfarið,“ sagði Veigar Páll. Klárum ekki færin okkar Atli Knútsson, markvörður Breiðabliks, var allt annað en sáttur í leikslok. Hann varði á tíðum ágæt- lega en tókst ekki að koma í veg fyr- ir tvö mörk Stjömumanna. „Það hefur loðað svolítið við okkur í sumar að við erum ekki að klára færin okkar og við verðum að fara að fá færri mörk á okkur og skora fleiri ef við ætlum að hífa okkur upp af botninum og það hlýtur að vera markmiðið. Þessi leikur var eríiður. Stjörnumenn komu grimmir til leiks, þeir voru að fara meira í tækl- ingarnar og unnu vinnuna sina betur en við og þess vegna unnu þeir. Svo einfalt er það,“ sagði Atli Knútsson. STJÖRNUMENN höfðu þrefalda ástæðu til að fagna eftir 2:1 sig- ur á Breiðabliki í gær. Þetta var fyrsti sigur Garðabæjarliðsins í sumar, það komst upp úr neðsta sætinu og skoraði helmingi fleiri mörk en í leikjunum sex þar á undan. Fyrri hálfleikurinn var mjög lífleg- ur og oft á tíðum brá fyrir góð- um tilþrifum hjá leikmönnum beggja liða. Garðar Jó- hannsson, sóknar- maður Stjömunnar, gaf tóninn strax á sjöundu mínútu en þrumuskot hans hafnaði í utanverðri markstöng Blikamarksins. Tveimur mínútum síðar átti Bjarki Pétursson gott skot að marki Stjömunnar en boltinn fór í slána og þaðan útaf. Á eftir þessum skotum fylgdu aðrir álíka þmmufleygar en markverðir liðanna vora vel á verði og björguðu meistaralega. Kjartan Einarsson og Hreiðar Bjamason vora báðir nálægt því að skora með skoti af löngu færi en Stjörnumenn áttu hættulegri færi. Boban Ristic skaut yfir úr úrvalsfæri á 10. mínútu og rétt undir lok hálf- leiksins brenndi Ásgeir Ásgeirsson Stjömumaður af úr opnu færi. Veigar Páll Gunnarsson nýtti aftur á móti marktækifæri sitt sem hann bjó til upp á eigin spýtur er hann lék Blikavörnina grátt og skoraði glæsimark. Stjörnumenn fóra því inn í síðari hálfleikinn með sanngjama forystu en liðið var mun beittara í aðgerðum sínum og náði oft góðum samleiksköflum. Blikar komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og pressuðu stíft á Stjörnuvörnina. Heimamenn færðu sig aftar á völlinn og við það náðu Blikar betri tökum á miðsvæðinu. Jöfnunarmark Blika virtist liggja í loftinu og hefði átt að koma á 67. mín- útu. Zoran Stjojadinovic, markvörð- ur Stjömunnar, sá hins vegar til þess að svo yrði ekki þvi hann varði í tví- gang meistaralega vel, fyrst skot frá Robert Russell og síðan frá ívari Sig- urjónssyni en þriðja skotið í þessari stórsókn Blika átti Hreiðar Bjama- son sem skaut yfir opið markið. Þarna fóra Blikar svo sannarlega illa að ráði sínu og aðeins mínútu síðar var þeim refsað grimmilega. Víta- spyma var þá dæmd á Sigurð þjálf- ara Grétarsson og úr spyrnunni skor- aði Veigar Páll af öryggi. Það sem eftir lifði leiks sóttu Blikar af miklum móð. Varamaðurinn Þorsteinn Sveinsson náði að minnka muninn skömmu fyrir leikslok en nær kom- ust Blikarnir ekki og urðu þar með að játa sig sigraða í fyrsta sinn á Stjörnuvelli í efstu deild. Stjörnumenn voru vel að sigrinum komnir. Þeir börðust hart fyrir hon- um enda hefði ósigur í þessum leik komið liðinu í mjög slæma stöðu. Sig- urinn hlýtur að færa leikmönnum Garðabæjarliðsins sjálfstraustið að nýju og ef sú verður raunin getur Stjarnan unnið hvaða lið sem er í deildinni. Ragnar Amason tók stöðu hins sterka Vladimirs Sandulovioc sem var í banni og skilaði henni . hreint frábærlega vel. Ragnar stöðv- aði ófáar sóknir Blikanna og kom oft til bjargar á síðustu stundu. Mark- vörðurinn Zoran Stojadinovic átti einnig frábæran leik en hann sýndi frábær tilþrif á milli stanganna. Þá var Veigar Páll Gunnarsson sprækur í framlínunni og gerði marga góða hluti. Liðsheildin var annars sterk hjá Stjörnunni og með sama áfram- haldi á liðið eftir að sanka að sér fleiri stigum í deildinni. Blikar náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á ÍBV á dögunum og þessi óstöðugleiki hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Kópavogsliðið. Blikar hefðu kannski átt skilið annað stigið en einhvem veginn fannst manni vanta meiri neista í liðið. Lyk- ilmenn á borð við Kjartan Einarsson og Hreiðar Bjarnason náðu sér aldrei almennilega á strik og við því mega Blikamir alls ekki, síst þegar margir menn era frá vegna meiðsla. Banda- ríkjamaðurinn Robert Russell lék best í liði Breiðabliks ásamt Atla Knútssyni markverði og þá kom ívar Sigurjónsson frískur inn á í síðari hálfleik. ^ Stjarnan 2:1 Breiðablik Jl ii Leikskipulag: 3-5-2 Zoran Stojadinovic JHjD fslandsmótið í knattspyrnu Landssímadeildin, 8. umf. Leikskipulag: 4-4-2 Atli Knútsson JJI Stjörnuvöllur mánudaginn 26. júní 2000 Aðstæður: Suðaustan 6 m/s, skýjað og 12 stiga hiti Völlurinn góður. Áhorfendur: 280. Friðrik Ómarsson Ragnar Árnason fttfH Ólafur Gunnarsson fB Birgir Sigfússon Valdimar Kristófersson Hjalti Kristjánsson fd Sigurður Grétarsson Guðm. Örn Guðmundsson (Þorsteinn Sveinsson 55.) Hákon Sverrisson Zoran Stocic Dómari: Ólafur Ragnarsson, Björn Jakobsson Boban Ristic (ívar Sigurjónsson 65.) jR (Baldur Bjarnason 73.) Hamar, 4. Robert Russell Jfl Ásgeir Ásgeirsson |B Aðstoðardómarar: Haukur I. Jónsson Eyjólfur M. Kristinsson Kjartan Einarsson (Björn Másson 69.) Árni K. Gunnarsson Garðar Jóhannsson Skot á mark: 12-19 Hreiðar Bjarnason (Ingólfur Ingólfsson 56.) Hornspyrnur: 1 - 9 Bjarki Pétursson Veigar P. Gunnarsson jffi Rangstöður: 0 - 2 1:0 (31.) Veigar Páll Gunnarsson lék varnarmenn Breiðabliks sundur og saman í vítateig Breiðabliks og skoraði með föstu skoti neðst í hornið úr markteignum. 2:0 (69.) Veigar Páll Gunnarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem dæmd var á Sigurð Grétarsson fyrir að fella Ásgeir Ásgeirsson innan vítateigs. 2:1 (90.) Þorsteinn Sveinsson skallaði knöttinn í mark úr markteignum eftir hornspyrnu frá Kjartani Einarssyni. Gul spjöld: Þorsteinn Sveinsson, Breiðabliki (60.) fyrir brot Sigurður Grétarsson, Breiðabliki (69.) fýrir brot, l’var Sigurjónsson, Breiðabliki, (87.), fyrir leikaraskap Bjarki Pétursson, Breiðabliki, (87.), fyrir mótmæli. Rauð spjöld: Engin. Maéstro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.