Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 B 3 Ósigraðir nýliðar Fylkis á toppnum Ólafur Öm var ósáttur GRINDVÍKINGAR sóttu hart að Fylkismarkinu allan leikinn og Ólafur Örn Bjarnason var að vonum ósáttur með upp- skeruna. „Þetta var víst einn af þessum dögum þar sem ekkert dettur inn hjá okkur. Fylkisliðið var að skora mörk sem koma kannski einu sinni á sumri á meðan við erum að skapa okkur fullt af færum en náum ekki að nýta þau. í seinni hálfleiknum bökkuðu þeir mikið og við hefðum átt að geta gert betur en raun bar vitni. Við fórum að reyna langa bolta á Sinisa Kekic en það hentar honum betur að fá boltann í fæturna eins og hann sýndi margoft í leiknum." ÞEIR báru höfuðið hátt, þessir í svörtu og appelsínugulu úlp- unum þegar þeiryfirgáfu Fylk- isvöll og héldu til síns heima í Árbænum laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Stuðningsmenn Fylkis hafa gengið í gegnum kvöl og pínu þessi þrjú tímabil sem liðið þeirra hefur áður leikið í efstu deild íslands- mótsins í knattspyrnu. Liðið hefur ávallt fallið að hausti, sama hversu góðu það hefur lofað. En nú eru aðrir tímar í Árbænum. Fylkisstrákarnir stóðust nýtt próf í gærkvöld - þeir áttu þess kost að komast á topp deildarinnar í fyrsta skipti og það gerðu þeir með því að leggja Grindavík, annað félag á nýjum slóðum, 2:0. Þetta var hreint uppgjör tveggja taplausra liða um hvort þeirra myndi velta meisturum KR úr efsta sætinu og það kom í hlut nýliðanna úr Árbæ. Fylkir er kominn með 16 stig eft- -ir átta umferðir en í þessi þrjú skipti sem liðið hefur fallið hefur það fengið 17, 18 og víðlr 19 stig. Falldraugur- Sigurðsson inn er að kveðja - skrifar ekki það að þetta Fylkislið þurfi að óttast hann. Árbæingamir virðast eiga fullt erindi í baráttuna í efri hluta deildarinnar og þó fullsnemmt sé að kveða upp úr með að þeir verði í slagnum um meistaratitilinn þá er það einföld staðreynd að í dag eru þeir efstir - og eiga að njóta þess. Grindvíkingar gátu komist í sömu stöðu og um þá eins og Fylkismenn má segja að þeir eru á nýjum slóð- um og virðast eiga fyllilega heima þar. Liðin tvö sýndu í gærkvöld að þau eru á þessari stundu í hópi sterkustu liða landsins, hvort sem þau svo hafa úthald til að halda sér þar. Bæði eru með marga vel spil- andi leikmenn í sínum röðum og fær um að leika góða og árangursríka knattspymu. Frammistaða beggja er velkomið krydd í tímabil sem að öðm leyti hefur einkennst af von- brigðum með spilamennsku „stóm“ liðanna. Eftir jafnar upphafsmínútur vom það Fylkismenn sem náðu undirtök- unum. Helgi Valur Daníelsson skor- aði fallegt mark eftir 11 mínútur og Kristinn Tómasson enn glæsilegra mark á 25. mínútu. Tveimur mínút- um áður höfðu Fylkismenn fengið vítaspyrnu þegar Sævar Þór Gísla- son var felldur en Albert Sævarsson varði lausa spyrnu Sverris Sverris- sonar. Albert varði líka frá Gylfa Einarssyni sem komst í dauðafæri einn gegn honum þegar staðan var 1:0. Grindvíkingar fengu líka sín færi í líflegum fyrri hálfleik, Goran Lukic átti tvö hættuleg skot á íyrsta korterinu og Ólafur Örn Bjarnason átti hörkuskalla í stöng sjö mínútum fyrir leikhlé. Fylkismenn vom sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en frá fyrstu mínútu í þeim síðari vom það Grindvíkingar sem réðu ferðinni og þrýstu Fylkis- mönnum aftur undir eigin vítateig langtímum saman. Ólafur Öm Bjarnason gaf tóninn strax í byrjun með hörkuskoti rétt fram hjá. Kjartan Sturluson varði síðan í tví- gang á glæsilegan hátt frá besta útispilara vallarins, Sinisa Kekic. Pressa Grindavíkur var það þung að hún bauð upp á hættulegar skyndi- sóknir Fylkismanna og þeir vom nálægt því að skora þriðja markið sex mínútum fyrir leikslok þegar Albert varði frá Gylfa úr góðu færi. Rétt á eftir lék Kekic vamarmenn Fylkis grátt rétt eina ferðina og lagði upp dauðafæri fyrir Óla Stef- án Flóventsson sem skaut hátt yfir. Stóðumst prófraunina Bjarni Jóhannsson þjálfari Fylkismanna var að vonum kátur eftir sigur á heimavelli. „Ég er mjög ánægður Eftir Sigurð raeð leik rainna Etvar manna hér í kvöld. Þórótfsson yið lékum sérlega vel í fyrri hálfleik og skoruðum stórglæsileg mörk en bökkuðum of mikið er líða tók á leikinn. Það var ekki ætlunin að hleypa Grindvík- ingum svona mikið inn í leikinn en við skiluðum varnarhlutverkum okkar með sóma. Það er nýtt fyrir strákana að geta komist á topp deildarinnar með sigri í svona hörkuleik og þeir stóðust svo sann- arlega prófraunina. Nú koma bæði mörk liðsins eftir föst leikatriði. Leggið þið meiri áherslu á að skora úr slíkum fær- um en önnur lið gera? Nei, það held ég ekki, en þessi hluti leiksins hefur óneitanlega nýst okkur vel og við höfum skorað 6 mörk úr föstum leikatriðum til þessa. Við eigum góða skotmenn sem geta gert góða hluti úr slíkum atriðum og við nýtum okkur það. Er Fylkisliðið að koma sjálfum þér á óvart? Að mínu mati erum við búnir að spila vonum framar. Við erum með tiltölulega ungt lið og ef við göng- um út frá stöðunni eins og hún er í dag þá finnst mér við hafa haldið bærilega á spilunum og haldið haus eins og sagt er.“ Morgunblaðið/Arnaldur Fylkismenn halda áfram að fagna. Hér fagna þeir marki sem Helgi V. Daníelsson skoraði, síðan fögnuðu þeir sigri á Grinda- vík, 2:0, og að vera komnir í efsta sæti - upp fyrir meistara KR. Leikskipulag: 4-3-3 Kjartan Sturluson mm Helgi Valur Daníelsson Jþ Ómar Valdimarsson JB Þórhallur Dan Jóhannss. JB Gunnar Þór Pétursson Hrafnkell Helgason Sverrir Sverrisson Gylfi Einarsson ______m Sævar Þór Gíslason m (Sturla Guðlaugsson 82.) Kristinn Tómasson (Finnur Kolbeinsson 75.) Theodór Óskarsson (Ólafur Stígsson 87.) 1:0 (11.) Gunnar Þór Pétursson tók hornspyrnu frá hægri og kom vörn Grindavíkur í opna skjöldu með því að senda boltann út á víta- teigshornið nær þar sem Helgi Valur Daníelsson kom á ferðinni og skoraði með þrumuskoti í markhornið nær. 2:0 (25.) Fylkir fékk aukaspyrnu 30 metra frá marki Grindavíkur. Gunnar Þór ýtti boltanum til hliðar á Kristin Tómasson sem skoraði með stórglæsilegu hörkuskoti efst í markhornið hægra megin. Gul spjöld: Zoran Djuric, Grindavík, (24.) fyrir brot. Paul McShane, Grindavík, (88.), fyrir mótmæli. Rauð spjöld: Engin. fslandsmótið í knattspyrnu Landssímadeildin, 8. umf. Fylkisvöllur mánudaginn 26. júní 2000 Aðstæður: Suðaustan gola, skýjað, 11 stiga hiti. Völlurinn þokkalegur. Áhorfendur: 1.022. Dómari: Pjetur Sigurðsson Fram, 5. Aðstoðardómarar: Erlendur Eiríksson og Guðmundur Jónsson. Skot á mark: 10-12 Hornspyrnur: 2-7 Rangstöður: 4-6 Leikskipulag: 4-4-2 Albert Sævarsson mm Ray Anthony Jðnsson Guðjón Ásmundsson JIS Zoran Djuric Óli Stefán Flóventsson Paul McShane ____________m Ólafur Örn Bjarnason ?H Goran Lukic_________ Sverrir Þór Sverrisson______ (Róbert Sigurðsson 68.) Scott Ramsey_____________ JB Sinisa Kekic JHJH

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.