Morgunblaðið - 27.06.2000, Side 4

Morgunblaðið - 27.06.2000, Side 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Markaveisla hjá Leiftursmönnum LEIFTURSMENN frá Ólafsfirði náðu þeim frábæra árangri að slá Luzern frá Sviss út í 1. umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu á laugardaginn með því að gera jafntefli, 4:4, í síðari leik liðanna sem fram fór í Luzern. Það var Örlygur Helgason sem kom Ólafs- firðingum áfram með jöfnunarmarki tveimur mínútum fyrir leikslok. Fyrri leikurinn á Ólafsfirði endaði 2:2 og Leiftur fer því áfram á fleiri mörkum á útivelli og mætir Sedan frá Frakklandi í 2. umferð. Eg er uppi í skýjunum með þessi úrslit, þetta var ótrúlegur leik- ur og maður uppliíir ekki marga svona á ferlinum, en samt var þetta langt Y!?'r . frá því að vera skrífar heppmssigur hja okkur. Við vorum sterkari aðilinn ef eitthvað var, en það sem ég tel að hafi gert útslagið var að okkar lið er mun reyndara en það svissneska. Þeir gerðu sig seka um mistök sem við refsuðum þeim fyrir. Luzem var með mun sterkara lið en í leiknum á Ólafsfirði því þeir tefldu fram nokkrum erlendum leik- mönnum sem ekki spiluðu fyrri leik- inn þar sem þeir fengu ekki áritun í tæka tíð. Leikurinn sýnir að við erum á réttri leið, Leiftur hefur byggt á vamarleik undanfarin ár en því erum við að breyta og það tekur tíma og þolinmæði en mun skila sér að lok- um,“ sagði Jens Martin Knudsen, þjálfari og markvörður Leifturs, við Morgunblaðið eftir heimkomuna. Leiftur skoraði eina mark íyrri hálfleiks, þegar sjö mínútur lifðu af honum, og þar var Páll V. Gíslason að verki eftir góða sókn og fyrirgjöf frá vinstri. Á lokamínútu hálfleiksins fékk heimamaðurinn Thomas Wyss að líta rauða spjaldið þegar hann sparkaði í John Petersen, sóknar- mann Leifturs, sem lá á vellinum. Tíu leikmenn Luzern komu þó tví- efldir til síðari hálfleiks og skomðu þrjú mörk á aðeins sex mínútna kafla. Þriðja markið kom á 57. mín- útu með glæsilegu langskoti. Leift- ursmenn lögðu ekki árar í bát, breyttu leikaðferð sinni úr 4-4-2 í 3- 4-3 með þeim árangri að þeir jöfnuðu metin með tveimur mörkum. Á 65. mínútu fékk Alexandre San- tos stungusendingu fi-á Sámal Joen- sen, lék á markvörð Luzern og sendi á Petersen sem renndi boltanum í tómt markið. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka lék Hlynur Birgisson á þrjá leikmenn Luzem og þrumaði boltanum í netið frá vítateig, 3:3. Christophe Ohrel virtist hafa tryggt Luzem sigurinn með marki fjórum mínútum fyrir leikslok en Ör- lygur jafnaði metin á síðustu stundu - fékk boltann eftir stangarskot Al- exandre Da Silva og renndi honum í netið, 4:4. Eftir að Leift- ur hafði misst niður tveggja marka forskot í fyrri leiknum á heimavelli virt- ust möguleikar liðsins á að kom- ast áfram ekki vera miklir. Ólafsfirðingar vom á öðru máli og í annað skipti tókst þeim að skora fjögur mörk í útileik í þessari keppni. Það gerðu þeir einnig árið 1997 þegar þeir sigr- uðu OB í Dan- mörku, 4:3. Ekk- ert íslenskt félag hefur unnið það afrek að skora fjórum sinnum á útivelli í hinum hefðbundnu Evrópumótum félagsliða og það hefur aðeins einu sinni gerst á heimavelli; þegar IA vann Omonia frá Kýpur 4:0 árið 1975. Árangur Leifturs þýðir aukið álag á leikmenn liðsins næstu vikur, því til viðbótar leikjunum gegn Sedan mun deildaleikir liðsins færast til og Leift- ur mun spila mjög þétt á næstunni. „Þessir leikir koma okkur til góða í deildakeppninni. Við erum með breiðan hóp og nýtum alla leikmenn vel. Helsta hættan eftir leik eins og þennan er að liðið detti niður í næsta deildaleik á eftir en það verðum við að reyna að forðast," sagði Jens Martin Knudsen. Fjórir leikir ; Leifturs á ellefu dögum ÓVÆNTUR árangur Leiftursmanna í Inter- toto-keppninni eykur álagið á þeim á íslands- mótinu í knattspyrnu. Vegna leikjanna við Sedan leika þeir ekki í deildarkeppninni fyrr en 13. júh' og spila þá fjóra leiki á 11 dögum. Leik þeirra við Fram, sem tilheyrði umferð- inni í gær, var frestað til 13. júlí og þá hefur ieiknum við Keflavík í 9. umferð verið frestað frá 10. til 20. júlí. Að auki leikur Leiftur við ÍA 16. júlí og við Fylki 23. júlí. Þá hefur leik Leifturs við Stjörnuna, sem fram átti að fara næsta fimmtudag, verið frestað fram í ágúst. Haldi Ólafsfirðingar sigurgöngunni áfram og slái út lið Sedan þarf væntanlega einnig að fresta leikjum þeirra við Fram, ÍA og Fylki. Sá möguleiki er því fyrir hendi að þeir spili helming leikja sinna á Islandsmótinu í ágúst og september. Síðan gætu KR-ingar raskað niðurröðun íslandsmótsins enn frekar ef þeir leggja Birkirkara frá Möltu að velli í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Morgunblaðið/Sverrir Jens Martin Knudsen, þjálfari og markvörður Leifturs, var mjög ánægður eftir vel heppnaða ferð til Sviss. fURO 2000 i “ u vertu meö EUFhC*i&foOO Bvröpuk eppnín í knattspymu er i aiiri sinni dýrð á mam msrjmbUs Evrópuk&ppnin í knnttspyrnu or i alfri sinni dýrö á - Leikmenn • Liðin • Riðlar • Leikir • Úrslit • Staðan • Fréttir • Myndir L?' > sr t»ú getur sigrað með Prlngl&s í tengslum viö keppnina efna mbl.is og Pringles til getraunaleiks á mbl.is. Taktu þátt! leiknum og skjóttu á úrslitin. - ií*& MAh EVRÓPUKEPPNIN í KNATTSPYRNU A mbl.is Leiftur mætir franska liðinu Sedan LEIFTUR mætir Sedan frá Frakk- landi í 2. umferð Intertoto- keppninnar og fer fyrri leikurinn fram í Frakklandi næsta laugar- dagskvöld, 1. júlí, kl. 20 að staðar- tíma og sá síðari verður á Ólafs- firði laugardaginn 8. júlí kl. 16. Takist Leiftur aftur að koma á óvart og leggja Frakkana að velli mæta Olafsfírðingar Eyjólfí Sverrissyni og félögum í Herthu Berlín í 3. umferðinni en þýska lið- ið situr hjá í tveimur fyrstu um- ferðunum. Sedan kemur frá litlum sam- nefndum iðnaðarbæ við landa- mæri Frakklands og Belgíu en þar búa aðeins 20 þúsund manns. Þrátt fyrir það er félagið með nokkra hefð á bakvið sig, varð bikarmeistari 1956 og 1961 og komstíbikarúrslitin 1965. Alls hefur það leikið 18 tímabil í efstu deild í Frakklandi, en komst þang- að á ný fyrir sfðasta tímabil í fyrsta skipti í 25 ár og kom mjög á óvart með því að enda í 7. sætinu. Sedan fór beint upp um tvær deildir á jafnmörgum árum eftir að hafa fallið úr 2. deild 1995. Fulltrúi Sedan á EM í Hollandi og Belgfu var Djoni Novak, miðju- maður eða varnarmaður frá Sló- veníu og franska liðið er með þijá aðra leikmenn sem hafa spilað fyr- ir hönd þjóða sinnar. Pius N-Diefi, sóknarmann frá Kamerún, Geir Frigard, sóknarmann frá Noregi, og Billal Dziri, miðjumann frá Al- sír. Þá eru í liðinu varnarmenn frá Brasiliu og Senegal, sem báðir eru orðnir franskir ríkisborgarar. Sól og Sumarliði í Víkinni ÚlafurBjarki Ágústsson skrifar Vfldngar unnu dýrmætan sigur á Þrótti í hinni hörðu keppni 1. deildar. Sumarliði Árnason var sannarlega á skot- skónum í þessum leik og gerði öll mörk Víkinga i 4:2- sigri, sem fram fór við bestu aðstæður í Víkinni á laug- ardag. Sigurinn heldur voninni meðal Víkinga um að þeir blandi sér í toppbaráttuna. Þróttara virðist hins vegar bíða erfitt sumar neðan við miðja deild. Þeir sýndu þó margt gott í þessum leik og lengi vel virtist sem þeir myndu alla vega ekki tapa. Víkingar höfðu það sem til þurfti og þá fyrst og fremst Sumarliða markaskorara og traust leikskipu- lag sem gekk upp að lokum. Um tíma hrikti reyndar í því eftir að Lúkas Kostic þurfti að gera breyt- ingar er Stefán Þórðarson fór meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik. Þróttarar voru fyrri til að skora og var Björgvin Takefusa þar að verki á 11. mínútu, Sumarliði svar- aði á 18. og 31. mínútu en Björgvin var ekki hættur og jafnaði á 57. mínútu. Sumarliði kom Víkingi aft- ur yfir á 71. mínútu og innsiglaði sigurinn úr vítaspyrnu á 85. mínútu eftir að brotið hafði verið á honum sjálfum. Lárus Huldarsson og Sigurður Sighvatsson voru drjúgir í Víkings- liðinu. Markaskorararnir Björgvin og Sumarliði voru þó mest áberandi í leiknum. Maður leiksins: Sumarliði Árna- son, Víkingi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.