Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA < Kluivert gerði ekki | femu PATRICK Kluivert gerði þrjú mörk en ekki íjögur þegar Hollendingar sigr- » uðu Júgóslava 6:1 í átta liða úrslitum Evrópu- keppninnar á sunnudag- inn. Lengi vel var talið að kappinn hefði gert fjögur mörk og UEFA staðfesti það strax eftir leik, en dró það síðan til baka í gær. Kluivert sagði strax eftir Ieikinn að hann hefði ekki gert fjögur mörk. „í sann- leika sagt þá gerði ég ekki þriðja mark okkar, vamar- maðurinn var á undan mér að snerta boltann." Markið kom þegar hann og Dejan Govedarica áttust við í markteignum eftir fyrirgjöf frá vinstri. Knattspyrnusamband Evrópu úrskurðaði þó eftir leikinn að það hefði verið Kluivert sem gerði umrætt mark. Miðað við það var hann fyrstur til að skora ijögur mörk í einum og sama leiknum í úrslita- keppni EM, þrátt fyrir að vilja ekki kannast við að hafa gert þau öll. UEFA sá þó að sér og úrskurðaði markið sjálfsmark á mánu- daginn og þar með skráði | Kluivert ekki nafn sitt í sögubækuraar. Eftir stendur hins vegar að þetta er í fyrsta sinn sem lið skorar sex mörk í úrslita- § keppni Evrópukeppninnar. FOLK ■ VUJADIN Boskov, reyndasti þjálfari EM, viðurkenndi eftir leik- inn við Hollendinga að hann hefði gert mistök. „Auðvitað átti ég að láta einhvern sérstakan fylgja Bergkamp eftir. Ég gerði það ekki og hann átti frábæran leik,“ sagði Boskov. ■ BERGKAMP lék vel og naut þess að hafa frítt spil og hann átti stóran þátt í þremur af sex mörk- um Hollendinga. ■ DRAGAN Stojkovic, miðjumað- ur hjá júgóslavneska landsliðinu sagði eftir leikinn við Hollendinga að trúlega hefði þetta verið síðasti ■ landsleikur sinn, en hann er nú 35 ára gamall. ■ HANN leikur með Nagoya Grampus Eight í Japan en lék áð- ur með Marseille í Frakklandi. Hann sagði sigur Hollands sann- gjarnan enda hefði liðið leikið frá- bærlega. ■ JÚGÓSLA VAR léku vel í riðla- keppninni og fengu fjöldann allan af gulum og rauðum spjöldum. Á sunnudaginn fengu þeir ekki eitt einasta. ■ FRANSKI leikmaðurinn Christ- ophe Dugarry nefbrotnaði í leikn- um við Spánveija, en vonast til að vera tilbúinn gegn Portúgal á morgun. ■ FRAKKAR mæta Portúgölum í undanúrslitum. Árið 1984 þegar þeir urðu Evrópumeistarar með því að sigra Spán 2:0 mættu þeir Portúgölum í undanúrslitaleik og . sigruðu 3:2. Platini gerði sigur- markið rétt fyrir leikslok. Patrick Kluivert fagnar einu af þremur mörkum sínum gegn Júgóslavíu. Reuters Hollendingar sýndu listir sínar „ÞAÐ býr mikið í hollenska liðinu og ég hef beðið eftir því að allt myndi ganga upp hjá okkur. Það gerði það í dag. Þetta var frábær leikur hjá strákunum og ekki annað hægt en taka ofan fyrir þeim,“ sagði Frank Rijkaard, þjálfari hollenska liðsins, eftir að það burstaði Júgóslava 6:1 f átta liða úrslitum Evrópukeppninnar. Rijkaard sagði að liðið hefði leikið vel sem heild en hann hefði ekki verið viss í leikhléi hvort sigur væri í höfn. „Júgóslavar voru orðnir svekkt- ir og æstir og þegar þannig háttar má mótheijinn ekki gera ein mistök þá getur allt hrunið. En strákamir gerðu ekki þessi mistök og eftir að við gerð- um þriðja markið gat ég andað létt- ar,“ sagði hann. Hann lagði áherslu á að þetta væri sigur liðsheildar. „Pat- rick gerði þijú eða fjögur mörk, en hann hefði ekki gert eitt einasta ef samheijar hans hefðu ekki leikið eins vel og þeir gerðu,“ sagði Rijkaard. Vujadin Boskov, þjálfari Júgó- slava, var þokkalega sáttur við árang- ur liðsins í keppninni þótt hann væri ekki ánægður með úrslitin gegn Hol- lendingum. „Það er langt frá því að vera auðvelt að leika við Hollendinga á þeirra heimavelli fyrir framan áhorfendur þeirra." Patrick Kluivert kom heimamönn- um yfír á 24. mínútu og bætti öðru marki við sjö mínútum síðar og þar við sat fyrir hlé. í síðari hálfleik bætti hann við einu marki og hefur því gert 28 mök í 44 landsleikjum. Þriðja mark Hollendinga var sjálfsmark eins og Kluivert benti réttilega á strax eftir leik. Kluivert fór af velli á 60. mínútu en heimamenn voru hvergi nærri hættir því Marc Overmars gerði tvö síðustu mörk Hollendinga áður en Savo Milosevic bætti við fimmta marki sínu í keppninni. Hollendingar hafa nú leikið 13 leiki án þess að tapa og þetta var sjötti sig- urleikurinn í röð. Svo virðist sem liðið sé að blómstra á hárréttum tíma og eru menn famir að bera liðið saman við lið það sem Johan Cruyff fór fyrir á áttunda áratugnum, en Cruyff hef- ur verið duglegur við að gagnrýna lið- ið á undirbúningstímabilinu og þá sérstaklega miðvallarmenn þess - hefur sérstaklega gagnrýnt Edgar Davids fyrir að röfla stöðugt í dómur- unum og Davids svaraði því með að nota fætuma meira en munninn. Hollend- ingar skora mest BÚIÐ er að gera 79 mörk í þeim 28 leikjum í úrslitakeppni EM sem búnir em, eða 2,82 mörk að meðaltali í leik. Hol- lendingar em efstir á blaði með 13 mörk í fjórum leikjum sem gerir 3,25 mörk að meðaltali. Frakkar og Portúgalir em næstir með 2,25 mörk að með- altali og þar á eftir koma ítalir og Júgóslvar með 2,00 mörk að meðaltali. Norðmenn vora með bestu vörnina en liðið fékk aðeins á sig eitt mark í þremur leikjum, eða 0,33 mörk að meðaltali í leik. Þar á eftir em ítalir og Portúgalir með hálft mark að meðaltali í leik, Hollendingar hafa fengið á sig 0,75 mörk í leik. Gulldrengimir mæta Frökkum PORTÚGALAR munu leika í undanúrslitum EM í fyrsta sinn frá því 1984, liðið sigraði Týrki 2:0 á laugardaginn. Fögnuður hins unga liðs Portúgala var mikill en þeir ætla þó að geyma að fagna fyrir alvöru því liðið ætlar sér lengra. Til þess þurfa þeir að sigra Frakka á fimmtudaginn. Portúgal tapaði 3:2 fyrir Frökkum í und- anúrslitunum 1984 og nú á að breyta því. Hinn frábæri leikmaður Barcel- ona, Luis Figo, var allt í öllu hjá Portúgölum og lagði upp bæði mörkin fyrir sóknarmann Benfíca, Nuno Gomes. Figo var hins vegar rólegur i leikslok. „Auðvitað er þetta ákveðinn áfangi hjá okkur og sögulegur áfangi, en við fögnum ekki lengi því við emm komnir hingað til að leika til úrslita," sagði Figo. „Gullna kynslóðin" eins og liðið er gjaman kallað hefur staðið sig vel á mótinu og þykir leika einna skemmtilegustu knattspymuna. Þó svo Figo sé heilinn á bak við margar sóknir liðsins segir hann að það sé liðsheildin og þjálfarinn sem eigi heiðurinn. „Hreyfing leikmanna er lykillinn að velgengni okkar og þjálfarinn vill að við séum stöðugt á ferðinni til að ragla mótherjana og skapa okkur pláss,“ segir kappinn. Leikurinn hefði getað þróast með öðmm hætti en hann gerði því Tyrkir fengu vítaspymu á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks, vom þá marki undir og einum manni færri þar sem Alpay Ozalan hafði verið rekinn af velli. Vitor Baia, mark- vörður Portúgals, gerði sér lítið fyr- ir og varði fast skot Arifs Erdems. „Þetta var mjög mikilvægt. Það hefði verið slæmt að fara til bún- ingsherbergja með jafntefli, fá á sig mark undir lok hálfleiksins og vera manni fleiri,“ sagði Figo og þegar hann var spurður um einvígið fram- undan við Zidane sagði hann: „Hann er frábær leikmaður, en þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að þetta verður ekkert einvígi milli mín og hans. Þetta verður knatt- spyrnuleikur þar sem ellefu menn mæta jafnmörgum mótherjum." Portúgalir vora betri í leiknum á laugardaginn, en eftir að þeir vora komnir 2:0 yfir og vora manni fleiri hægðu þeir nokkuð á sóknaraðgerð- um sínum en hefðu þó hæglega get- að gert fleiri mörk. Rustu Recber, markvörður Tyrkja, átti mjög góð- an leik og kom í veg fyrir stærra tap. Leikurinn var nokkuð furðulegur því um tíma 1 fyrri hálfleik var hol- lenski dómarinn Dick Jol í aðalhlut- verki. Á tólf mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks sýndi hann fímm leik- mönnum gula spjaldið, sendi einn í sturtu og dæmdi eina vítaspyrnu. Humberto Coelho, þjálfari Port- úgals, var ánægður eftir leikinn. „Við lékum vel en ég vona að við getum enn bætt okkur og leikið ennþá betur á fimmtudaginn. Við hefðum átt að skora mun fleiri mörk í dag en fórum illa með færin,“ sagði hann. Tayfur Havutcu, þjálfari Tyrkja, hafði þetta að segja um leikinn: „Við hefðum getað gert betur en það var erfitt að vera einum færri. Ég held við getum verið ánægðir með árang- urinn í keppninni og tel að við höf- um tekið stórt skref fyrir tyrkneska knattspyrnu. Vonandi eigum við eft- ir að gera enn betur í framtíðinni."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.