Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 2
2 D FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BÍOBLAÐIÐ
Davíðsdóttir
Myndir
ogbíó
ÞAÐ skiptir ekki aðeins máli að
kvikmyndimar séu góðar. Kvik-
myndahúsin þurfa líka að vera
skemmtileg og Kaupmanna-
höfn býður upp á nokkur ágæt
bíó, segirSigrún Davíösdóttlr.
Hvernig á bíó helst aö
vera? Þaö þarf í tyrsta
lagi aö bjóöa upp á
góöar og áhugaveröar
myndir - algjört lágmarks-
skilyrði. Af einhverjum ástæö-
um er þaö svo aö þaö eru allt-
af sömu bíóin sem freista mín,
meöan ég fer aldrei í önnur.
Hér í Höfn ertil eitt risabíó
meö tjaldi sem viröist jafn stórt
og heill fótboltavöllur eöa alla
vega hálfur völlur. Þaö er Imp-
erial, þar sem stórmyndir eru
frumsýndar.
Þar sem minn smekkur lýtur
síst aö stórmyndum þá er Imp-
erial alveg fýrir utan minn
sjóndeildarhring. Ég man ekki
einu sinni eftir aó líta í auglýs-
ingarnar þaðan. Nei, ekki stór-
myndir og stórbíó, heldur lítil
bíó og áhugaverðar myndir,
sem aldrei ná stórbíóunum.
Uppáhaldsbíóiö mitt er
Grand, bæöi af því aó þaö býö-
ur upp á margar myndir hverju
sinni, þaö er á góðum staö rétt
viö Ráöhústorgiö og Strikiö og
af því þaö er notalegt aó heim-
sækja. Mér finnst aö þaö eigi
aö vera kaffihús í bíóum og
auövitaö er kaffihús í Grand..
En fyrst fariö er aö velta bíó-
menningu fyrir sér er ekki hægt
aö komast hjá aö nefna hléin,
öllu heldur hléleysið. Auövitaö
er ekkert hlé í bíóum hér.
Kvikmyndireru ekki ætlaöar
til aö rjúfa í miöjum klíðum svo
hægt sé aö kaupa kók og
popp. Bíómynd, kók og popp er
engin heilög þrenning í dönsk-
um bíóum. Reyndar er mér til
efs aö þessi þrenning þekkist
öllu víöar en á íslandi, þar sem
ekki er hægt aö sjá myndir
ööruvísi en viö þennan ömur-
lega undirleik sem poppátiö er,
aö feitibrækjunni ónefndri. Og
svo á ég heldur ekki orö yfir aö
þurfa í sífellu aö vaöa popp og
pappaglös f ökkla til aö kom-
ast í sætiö mitt í íslensku bíó-
húsi.
[ kringum Ráöhústorgiö eru
einnig önnur skemmtileg bíó,
til dæmis Gloria og Dagmar.
En fyrir utan miöbæjarbíóin eru
reglulega skemmtileg bíó í öör-
um hverfum. Úti á Vesturbrú er
Vester vov vov, þeir sýna góöar
myndir, stundum líka eldri
myndir og úti á Austurbrú er
Park bio, sem sýnir bæöi am-
rískar glansmyndir og góöar
myndir sem láta lítiö yfir sér.
Salurinn er einkar góöur. Og
þeir sem vilja kynna sér eldri
myndir, sjá til dæmis Berg-
man-myndir næstu vikurnar,
fara í Filmhuset á Gothers-
gade.
í heild má segja aö bíómenn-
ingin í Kaupmannahöfn sé ekki
sem slökust og þar eru sumsé
einstaklega notaleg og
skemmtileg bíó þegar betur er
aö gáö. En þaö besta er aö
þaö er heilmikiö af áhugaveró-
um myndum sem hingað koma
og svo eru Danir sjálfir nokkuö
slyngir í kvikmyndageró.
Fáir eru skráðir í kvikmyndasöguna meö feitara letri en meistari Chaplln.
Úr Einræðisherranum- The Great Dictator.
ás 1
í mánuðinum hófst þáttaröðin Að
baki hvíta tjaldsins á Rás 1, í um-
sjón Björns Þórs Vllhjálmssonar.
Þættirnir fjalla um bandaríska
kvikmyndasögu frá upphafi til
dagsins í dag.
Ahersla er lögð á menningarlegt
og sögulegt umhverfí kvikmynda-
iðnaðarins hverju sinni. T.d. eru
teknir fyrir hagsmunaárekstrar
líkt og afskipti kaþólsku kirkjunn-
ar af kvikmyndaiðnaðinum á vest-
urströndinni.
Þau komu kom gleggst fram í
þrúgandi ritskoðun sem stóð fram
á sjöunda áratuginn og setti mark
sitt á framleiðsluna. Þá mun Björn
þræða merkilegar og lítt kunnar
hliðargötur sem þekktari breið-
stræti sögunnar.
Leyndardómar
joKulsms
Snæfellsjökull hefur orðið mönnum Ásgeir Hvítaskáld hefur búið á
að vinsælu yrkisefni í gegnum ald-
irnar. Allt frá sagnamanninum sem
dró Bárðarsögu Snæfellsáss á
skinn til kvikmyndagerðarmanna
samtímans.
Einn sá síðasti í hópnum er Ás-
geir Þórhallsson, rithöfundur og
kvikmyndagerðarmaður, kallaður
Hvítaskáld.
Norðurlöndunum um árabil og
skoðar því jökulinn úr nokkurri
fjarlægð í mynd sinni, sem sýnd
verður í Sjónvarpinu 4. júlí. Það
verður forvitnilegt að sjá hvernig
og í hvaða ljósi hann skoðar jökla-
sjólann á nesinu. Sjónarhornið
verður vonandi nýstárlegra en við
eigum að venjast.
Á hverfanda
Eftir Sæbjörn Valdimarsson Með hverjum deginum skreppurjarð-
kringlan okkar saman fyrir tilstuðlan síauk-
innar tækni, ekki síst hraðrar þróunar á Netinu og hátækni í sam-
skiptabúnaði. Afleiðingarnar eru flestar ófyrirsjáanlegar. Við erum komin
á það stig að fara marga kapítula fram úr 1984 Orwells á hverjum degi.
Ein afógnum framtíðarinnar hjá kvikmyndafíklinum erþróun kvik-
myndasýninga. Við upphafþess vísindalega heljarstökks sem við erum
ekki komin niður úr enn og hófst fyrir svosem tuttugu árum sáu menn
fyrirsér heimabíó með öllum hugsanlegum þægindum og tæknibúnaði,
stóru tjaldi eða skjá ogöndvegis hljómburði. Spáin hefurgengið eftirog
þessi útbúnaður er fyrir löngu til staðar.
Þrátt fyrir allt, og til allrar blessunar, hafa breytingarnar hvað snertir
bíóferðirnar og bíómenninguna verið hverfandi. Það er komið í Ijós að öll
heimsins tækni kemurseint í staðinn fyrir bíóferðina sjálfa. Hitta mann
ogannan, tjáskiptin á vettvangi, poppið, kókið, að ekkisé talað um eftir-
væntinguna. Dulmögnaða spennuna og eftirvæntinguna sem myndast í
bíósalnum þegarljósin dofna færmaðuraldrei úti íbúð. Við þráum þetta
litla ævintýri ööru fremur og viljum upplifa það í sem mestum mikilleik.
Bíóferðin er og verður lífsins elixír við gráma hversdagsleikans.
Sjálfsagt eru ekki allir á sama máli. T.d. á góðkunningi minn tækja-
búnað til heimabíósýninga upp á einhver hundruð þúsunda. Prísaði
hann þessa miklu fjárfestingu upp íhástert fyrstu mánuöina. Nú erég
farinn að sjá honum bregöa fyrir eins og eldingu á fyrstu sýningum for-
vitnilegra mynda. Allt er eins og vant er. Einu breytingarnar eru að hann
fer með veggjum þegar hann sér mig og ég fer að dútla við að pússa
gleraugun, dusta afmér ímyndaö ryk eða hefja einhverjar aðrar ámóta
gæfulegar aðgerðir til að láta sem ég sjái hann ekki. Vonandi vöxum við
fljótlega upp úrþessum vandræðagangi.
Síðastliðinn vetur vargerð skoðanakönnun um álit kvikmyndahúss-
gesta á hléunum margumtöluðu. Þar kom í Ijós, svart á hvítu, að það er
aðeins háværminnihluti sem vill afnema þennan vissulega oft hvim-
leiða fýlgifisk bíóferða. Meirihlutinn var ótrúlega stór. Aðeins 13% vildu
bannfæra hléin en afgangurinn var frekarjákvæðurgagnvart þeim og
vildi ðbreytt ástand. Niðurstaðan sannar að bíóþjóðin vill sín hlé, með
þeirra kostum oggöllum - þau eru órjúfanlegur partur af heildarmynd-
inni. Aukinheldurgera þau það að verkum að hérertiltölulega ódýrt að
fara í kvikmyndahús og við, þessar örfáu hræður, búum yfir höfuð við
mun ákjósanlegra kvikmyndaval, tækjabúnað og allan aöbúnað en ger-
ist í kringum okkur. Unga fólkið tekur við afþví eldra að flykkjast á kvik-
myndir í meiri mæli en annars staðar í heiminum, það sýnir best aföllu
að breytinga er ekki þön. Reynum þess í stað að halda fast í þessi fáu
sérkenni í stað þess að kokgleypa steingelda Evrópustaðla. Þeir verða
öruggiega ekkijafn langlífir og íslensk bíómenning.
Ungfrúin góða og húsið hefur fengið góða dóma víöa í
Evrópu að undanförnu en auk þess að fylgja henni á
ferðalögum er leikstjórinn Guðný Halldórsdóttir að undir-
búa framhald Stellu í orlofi og heimildarmynd um íslensku
sauðkindina. Páll Kristinn Pálsson ræddi viö Guðnýju.
„JÁ, Ungfrúin hefur verið á ferðalögum út um all-
ar trissur, á kvikmyndahátíðir og íslandskynn-
ingar og samkvæmt nýjustu upplýsingum frá
Kvikmyndasjóði er hún á leiðinni til Kanada,
Tyrklands, Noregs og fleiri landa,“ segir Guðný
nýkomin frá Kvikmyndahátíðinni í La Rochelle í
Frakklandi þar sem Ungfrúnni var vel tekið. Og
rifja má upp að í síðustu viku bárust þær fréttir
frá alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Soehi í Rúss-
landi að Tinna Gunnlaugsdóttirhefði hlotið þar
verðlaun sem önnur af bestu leikkonum ársins
fyrir frammistöðu sína í myndinni. „Dreifingar-
aðilar okkar, Nordisk Film í Danmörku, hafa tjáð
okkur að búið sé að selja myndina í sjónvarp víða
um lönd. Það verður samt ekki fyrr en hún er
búin að ganga sinn eðlilega hring í bíóhúsum, því
þótt ekki sé eins mikið upp úr því að hafa að sýna
íslenska mynd í bíóhúsum og í sjónvarpi í út-
löndum, þá er myndin gerð fyrir tjald og mann
langar til að hún sé sýnd á tjaldi fyrir þá sem hafa
áhuga á að sjá hana.“ Guðný getur því ekki verið
annað en hæstánægð með viðtökurnar. „Mér sýn-
ist við uppskera eins og til var sáð,“ segir hún,
„enda vönduðum við okkur meira en nokkurn
tíma við gerð einnar myndar. Við fengum líka
talsvert erlent fjármagn í hana en það sýnist mér
því miður vera á miklu undanhaldi um þessar
mundir. Eg var úti í Frakklandi um daginn og tal-
aði við fólk úr öllum heiminum, s.s. Austurríki,
Brasilíu, Frakklandi og Danmörku, og þar skynj-
aði ég mjög sterkt hvernig við erum alveg á jaðr-
inum að tapa fyrir enskri tungu, hvað það er erfitt
núna og verður sjálfsagt næstu árin að fá fjár-
magn í aðrar myndir en þær sem eru á ensku.
Evrópuþjóðir eru að bregðast við þessu með því
að skera niður úthlutanir til annarra en eigin
mynda og það á eftir að bitna á okkur sem erum
eina þjóðin sem gerir nær eingöngu út á sam-
vinnuverkefni, það er að ná í erlent fjármagn til
að standa undir kvikmyndaframleiðslu okkar.
Þessi þróun mun ýta okkur enn frekar út í að gera
myndir á ensku og henni verður að snúa við.“
Eitt af því sem Guðný telur geta orðið íslenskri
kvikmyndagerð til bjargar er að stíla meira upp á
heimamarkaðinn og næsta verkefni hennar mið-
ast við það. „Okkur finnst vanta fleiri hressilegar
gamanmyndir sem laða alla fjölskylduna í bíó. Við
erum þess vegna núna að vinna í handriti að nýrri
mynd um hana Stellu vinkonu okkar - Stella í
framboði mun hún heita - en hvenær myndin
verður gerð getum við ekkert sagt um sem stend-
ur, það er þeirra sem úthluta fjármagninu að
ákveða það,“ segir Guðný og telur sig þurfa 80-90
milljónir til verksins sem raunhæft er að áætla að
skiii sér aftur inn um innlendar miðalúgur. „Ann-
ars er það helst á döfinni hjá okkur Umba að hefja
tökur á „djúsí“ feitri heimildamynd fyrir sjónvarp
um íslensku sauðkindina. Já, þótt blessuð rollan
sé hallærisleg að sumra mati er ljóst að þjóðin
stendur í mikilli þakkarskuld við hana og okkur
Iangar til að hefja hana til virðingar á ný, bæði
með því að taka fyrir alvöruna í sauðfjárbúska-
pnum og svo allar íyndnu rollusögurnar. Þessi
mynd ætti að verða tilbúin eftir svona tvö ár.“
GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR
GUÐNÝHALLDÓRSDÓTTIR Á OG REK-
UR MEÐ MANNI SÍNUM, HALLDÓRI
ÞORGEIRSSYNI, KVIKMYNDAFYRIR-
TÆKIÐ UMBA, EN ÞAÐ VAR STOFNAÐ
SKÖMMU EFTIR AÐ HÚN KOM HEIM FRÁ
NÁMI VIÐ LONDON INTERNATIONAL
FILM SCHOOLÁRIÐ 1982. FRÁ UMBA
HAFA KOMIÐ BÍÓMYNDIRNAR SKiLABOÐ
TIL SÖNDRU (1983), STELLA íORLOFI
(1986), KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI
(1989), KARLAKÓRINN HEKLA (1992) OG
UNGFRÚIN GÓÐA OG HÚSIÐ (1999). GUÐ-
NÝHEFUR EINNIG UNNIÐ VIÐ MARGAR
AÐRAR BÍÓ-, HEIMILDAR- OG SJÓN-
VARPSMYNDIR OG M.A. ÁTTÞÁTT í AÐ
SEMJA OG LEIKSTÝRT NOKKRUM ÁRA-
MÓTASKAUPUM. UPPÁHALDSMYND
HENNAR FRÁ SÍÐUSTU MISSERUM ER
LÍFIÐ ER DÁSAMLEGT.