Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 6
6 Ð FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ undurinn BÍÓBLAÐIÐ Frumsýning Stjörnubíófrumsýnirgamanmyndina Heilla- Frumsýning Háskólabíó sýnir Woody Sean Penn og Uma Thurman. Ailen djassar__ meoPenn Handritshöfundurinn Steven Phill- ips (Albert Brooks) er heiðraður kvöld eitt í Hollywood fyrir fram- lag sitt til kvikmyndanna. A meðal viðstaddra eru kona hans (Andie ^MacDowell) og dætur. En Adam var ekki lengi í paradís. Daginn eftir hringir yfirmaður kvikmynda- versins sem Steven starfar hjá og segir honum að hann hafi misst skáldagáfuna og segir samningi þeirra upp. Steven missir skiljan- lega allt sjálfstraust, hann vill vinna en hvernig á hann að fara að því ef það fréttist að hann sé búinn að vera sem listamaður? Hann heimsækir vin sinn Jack Warrick (Jeff Bridges), sem einnig er handritshöfundur, og hann segir honum frá þessari mögnuðu konu, sannkallaðri heilladís (Sharon Stone), sem hjálpaði honum ákaf- lega þegar hann sjálfur missti sjálfstrausið. Steven fer á fund þessarar konu og brátt taka að gerast undarlegir atburðir. Þannig er söguþráðurinn í nýj- ustu gamanmynd Albert Brooks, Heilladísinni eða The JVÍuse, en Brooks skrifar bæði handritið, leikstýrir og fer með eitt aðal- hlutverkanna. Myndin er frum- sýnd í Stjörnubíói og fara með helstu hlutverk Sharon Stone, Andie MacDowell og Jeff Bridges en fjöldi þekktra manna úr .draumaverksmiðjunni birtist í myndinni eins og Martin Scors- ese, James Cameron og Rob Rein- er. Þegar hann hafði lokið við hand- rit Heilladísarinnar ásamt sam- starfskonu sinni til margra ára, Monica Johnson, tók Albert Brooks að leita að aðalleikkonu myndarinnar. Ein leikkona kom fram í huga hans á undan öllum öðrum og það var Sharon Stone. „Eg sagðist vilja fá Stone í mynd- ina“ er haft eftir Brooks, „en fólk sagði við mig: Hún hefur aldrei leikið í gamanmynd áður.“ Það er reyndar ekki rétt því Stone lék á árum áður í gamanstykki sem hét Irreconcilable Differences og hún Heiliadísina hafði beðið eftir að leika í annarri gamanmynd allar götur síðan. Albert Brooks hringdi í leikkon- una. „Hann byrjaði að segja mér frá myndinni og ég bjóst við því að hann vildi aðeins fá mig til þess að sýna mig í myndinni. Eftir því sem leið á samtalið kom annað í ljós.“ Brooks segir: Þegar ég hafði lýst fyrir henni efni myndarinnar spurði ég hana að því hvort hún gæti hugsað sér að fara með aðal- hlutverkið. Það kom svona fimm sekúndna þögn í símann en svo sagði hún: Ég skal vera heilladísin þín.“ Sfone samþykkti að leika í myndinni án þess að lesa handritið fyrst. Eitt símtal dugði. Brooks notaði sömu aðferð þeg- ar hann fékk Andie McDowell í myndina, hann hrindi í hana, og hann hringdi einnig í Jeff Bridges. Og það gekk eftir. í lok símtalsins var hann búinn að samþykkja að leika í myndinni." Albert Brooks, Sharon Stone, Andie McDowell og Jeff Brid- ges. Leikstjóri: Albert Brooks Real Life, Modern Romance, Mot- her, Lost in America, Defending YourLife Leikarar: Albert Brooks er höfundur, leik- stjóri og leikari í Heilladísinni. Emmet Ray (Sean Penn) er þekktur djassgítaristi á þriðja áratugnum, djassöldinni. Hann er allt í öllu, elsk- aður og dáður, þekkir gangsterana og tónlistarmennina en stendur áv- allt í skugga hetju sinnar, Django Reinhardts. I þessari mynd, Sweef and Lowdown, sem frumsýnd er í Há- skólabíói, tekur Woody Allen fyrir djassskeiðið á þriðja áratugnum í Bandaríkjunum og lýsir því með augum Emmet Rays. Sean Penn leikur aðalsöguhetjuna en með önn- ur hlutverk fara Anthony LaPaglia, Samantha Morton, Uma Thurman og John Waters. Það er Woody sem leikstýrir og skrifar handritið en gömlu félagarnir hans í framleiðsl- unni, Jack Rollins og Charles H. Joffe, standa að baki myndarinnar. Allen er þekktur fyrir að safna að sér stórum hópi þekktra leikara og það hefur hann gert í Sweet and Lowdown. „Ég hafði mikia ánægju af því að leika með hverjum og ein- um í þessum hópi,“ er haft eftir hon- um, „og við skemmtum okkur vel við tökurnar á myndinni. Ég er hreyk- inn af því að hafa fengið að starfa með Sean Penn, sem er frábær leik- ari. Samantha Morton var líka frá- bær og það sama er að segja um Uma Thurman. Mér fannst mjög gaman að vinna með leikhópnum og gerð myndarinnar var góð reynsla fyrir mig.“ Djassinn hefur alltaf leikið stórt hlutverk í myndum Woody Allens. Aðalpersónan í Sweet and Lowdown, Emmet Ray, er uppdiktuð en hún byggist á mörgum þeim skrautlegu persónuleikum sem djassöldin ól af sér og Allen þekkir sem djassari. Penn hafði aldrei snert á gítar áð- ur en hann tók að sér hlutverkið en lærði fingrafimina fyrir einhver 30 djasslög sem leikin eru í myndinni. „Ég hefði ekki fengið betri leikara í hlutverkið," er haft eftir Woody All- en. Penn hefur leikið fyrir marga fremstu leikstjóra Bandaríkjanna en þetta er í fyrsta skipti sem hann er í Allen-tnynd. Penn er einn af fremstu leikurum Bandaríkjanna og hann hefur einnig Bandaríska leikkonan Uma Thur- man í hlutverki sínu í myndinni. Sweef and Lowdown Leikarar:______________________ Sean Penn, Samantha Morton, Uma Thurman, James Urb- aniak. Leikstjóri:____________________ WoodyAllen Take the Mortey and Run, Bananas, Sleeper, Love and Death, Annie Haii, tnteriors, Manhattan, Zelig, Broadway Danny Rose, Hannah and her Sisters og margar, margar fleiri. fengist við leikstjórn. Hann stýrði vini sínum Jack Nicholson í The Crossing Guard en þar á undan gerði hann myndina The Indian Runner. I hjarta myndarinnar er ástar- ævintýri Emmet Rays og Hattie, sem Allen fékk bresku leikkonuna Samantha Morton til þess að leika. Morton á að baki nokkuð fjölbreyti- legan feril bæði í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún lék m.a. í sjón- varpsþáttunum Cracker en hún hef- ur leikið í myndunum Jesus’ Son og Dreaming of Joseph Lees á móti Rupert Graves. Frumsýning Regnboginn, Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka, Nýja bíó Keflavík og Borgarbíó Akureyri sýna nýjustu mynd Jim Carreys, Ég, um mig, frá mértil írenu. ank og^Charlie Charlie Baileygates (Jim Carrey) hefur í sautján ár starfað við lög- regluna á Rhode Island í Bandaríkj- unum. Charlie er hvers manns hug- ljúfi, iðjusamur vel og hjálplegur hveijum sem á þarf að halda. Hann er einnig ástríkur faðir þriggja sona. Því miður þjáist Charlie af per- sónuleikaklofningi og ef hann tekur ekki lyfin sín kemur annar og ólíkur maður í Ijós. Hann heitir Hank Baileygates (Jim Carrey) og er sóðakjaftur, drekkur eins og svamp- ■*r, er sífellt að leita uppi vandræði og er dónalegur og klámfenginn. Þeir Charlie og Hank eiga ekkert sameiginlegt nema Irenu Waters (Renée Zellweger), fallega vinkonu á flótta. Því miður falla þeir báðir fyrir henni og það veit ekki á gott. Þannig er söguþráðurinn í nýj- ustu mynd þeirra Farrelly-bræðra, Ég, um mig, frá mér til Irenu sem frumsýnd er í dag í fimm kvik- myndahúsum; Regnboganum, Laugarásbíói, Sambíóunum Álfa- bakka, Nýja bíói Keflavík og Borg- arbíói Akureyri. Leikstjórar eru þeir Peter og Bobby Farrclly en með aðalhlutverkin fara Jim Carrey, Renée Zellweger, Robert Forster, Richard Jenkins og Chris Cooper. „Ég held ekki að fólk noti oft orðið þroskaðir þegar það talar um mynd- irnar okkar,“ er haft eftir Bobby Farrelly. „En hvort sem þið trúið því eða ekki eru það persónurnar í myndunum okkar sem við hugsum fyrst og fremst um en ekki brandar- amir.“ Bobby og bróðir hans, Peter, eiga að baki gamanmyndir eins og Heimskur, heimskari, Kingpin og There’s Something About Mary, sem notið hafa mikilla vinsælda hér á landi. Gamansemi þeirra hefur hneykslað marga en þeir gefa ekki mikið út á það. „Við erum bara að reyna að fá fólk til þess að hlæja,“ heldur Bobby áfram. „Það er erfitt að ná þeim árangri í dag án þess að fara yfir strikið. Maður verður alltaf að ganga lengra eða gera eitthvað sem er gersamlega óvænt. Ég vona Eg, um mig, frá mér tii írenu. Leikarar:_______________________ Jim Carrey, Renée Zellweger, Robert Forster, Richard Jenkins og Chris Cooper. Leikstjórar:____________________ Peter og Bobby Farrelly Dumb and Dumber, Kingpin, There’s Something About Mary að okkur auðnist að gera það og að við séum fremstir í þess konar gamansemi." „Auðvitað móðgum við sumt fólk,“ segir bróðir hans, Peter. „En grundvallarreglan er sú að ef það eru fleiri sem móðgast en móðgast ekki þá klippum við brandarann út. Við komumst að því á prufusýning- um mynda okkar að fólk hlær ekki ef því er verulega misboðið." Handritið að myndinni er gamalt, var upprunalega samið árið 1990 en þeir bræður tóku það upp úr skúff- unni þegar There’s Something About Mary náði feiknavinsældum. Þeir ætluðu fyrst að gera myndina Stuck On You, sem verður þeirra næsta mynd, en þegar Jim Carrey sýndi áhuga á að fara með aðalhlut- verkið í írenu settu þeir allt í gang. *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.