Morgunblaðið - 01.07.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 01.07.2000, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 JtiórgnnMa&iít ■ LAUGARDAGUR1. JÚLÍ BLAÐ Birkirkara styrkir sig BIRKIRKARA, meistaralið Möltu í knatt- spyrnu, hefur styrkt sig enn frekar fyrir slag- inn gegn KR í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Adrian Popescu, sóknartengiliður frá Rúmeníu, er genginn til liðs við félagið en hann skoraði 19 mörk í 21 leik fyrir UT Arad í næst- efstu deildinni í Rúmeníu í vetur. Birkirkara verður því með fimm erlenda leikmenn gegn KR, þrjá Júgóslava, Rúmenann og að sjálfsögðu Saadi Gaddafi, son Líbýuforseta. Liðin mætast á Möltu 12. júlí og á Laugardalsvellinum 19. jú- lí. Birkirkara hefur boðið stuðningsmönnum sínum um 100 sæti í leiguflugi til Islands og reiknað er með að þau seljist öll. Glæsimark Steinars Þórs Kristján Finnbogason, markvörður KR, átti ekki möguleika á að verja þrumufleyg Steinars Þórs Guðgeirssonar, eins og sést hér á myndinni. Steinar (6), sem hefur áður hrellt KR-inga með þrumuskotum, horfir hér á eftir knettinum hafna upp í þaknet- inu ásamt samherja sínum Ronny Petersen (25) og KR-ingun- um David Winnie (5) og Einari Þór Daníelssyni (8). Groningen vill fá Peterson Hollenska 1. deildarliðið Groning- en vill fá Danann Ronny Peterson til liðs við sig. Danski framherj- inn er samningsbundinn Fram út september en hann gekk í raðir Safamýrarliðsins í byrjun júní. Eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum hafa menn frá hollenska liðinu fylgst með leik- mönnum hér á landi og hrifust þeir af frammistöðu Danans knáa. Hafnar eru viðræður á milli Groningen og Fram um félaga- skiptin. Spumingin er sú hvort Peterson fari stax til Groningen eða hvort hollenska liðið bíði þar til samningi hans við Fram lýkur í septemberlok. Ólafur Garðarsson umboðsmað- ur Peterson staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær þessa frétt og bætti því við að viðræður á milli félaganna væru á viðkvæmu stigi. Peterson hefur hleypt miklu lífi í leik Framara og hefur skorað 3 mörk í þeim fjórum leikjum sem hann hefur leikið með liðinu. Sex sundmenn reyna við ÓL-lág- mörk í Helsinki SEX sundmenn, sem taka þátt á Evrópumeistaramótinu í sundi, sem hefst á mánudag- inn í Helsinki í Finniandi, reyndu við Ólympíulágmörk. Það eru Elín Sigurðardóttir, Eydís Konráðsdóttir, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, Lára Hrund Bjargardóttir, Ríkharður Rík- harðsson og Hjalti Guðmunds- son. Tveir sundmenn sem þegar hafa tryggt sér rétt til að keppa á Olympíuleikunum í Sydney, þeir Örn Arnarson og Jakob Jóhann Sveinsson, taka einnig þátt í EM í Helsinki. Elín Sigucðardóttir keppir í tveimur greinum en hún leggur áherslu á að ná Ólympíulágmarki í 50 m skriðsundi sem er 26,62 sek. (Elín á best 26,93). Eydís Konráðsdóttir keppir í fjórum greinum en hún mun leggja áherslu að ná lágmarki í 100 m flugsundi, sem er 1.02,23 (Eydís á best 1.02,93).. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir keppir í þremur greinum og mun leggja áherslu að ná lágmarki í 50 m skriðsundi sem er 26,62 (Kol- brún Ýr á best 26,93). Lára Hrund Bjargardóttir keppir í þremur greinum og mun leggja áherslu á að ná lágmarki í 200 m skriðsundi, sem er 2.04,05 (Lára Hrund á best 2.04,96). Hjalti Guðmundsson keppir í þremur greinum og mun leggja áherslu að ná lágmarki í 100 m bringusundi, sem er 1.04,07 (Hjalti á best 1.04,57). Ríkharður Ríkharðsson keppir í fjórum greinum og mun leggja áherslu að ná lágmarki i 100 m skriðsundi sem er 51,34 ( Rík- harður á best 53,00). Örn Arnarson keppir í sex greinum og Jakob Jóhann Sveinsson í tveimur greinum. HEPPNIN FYLGDITOLDO, MARKVERÐI ÍTALÍU / B4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.