Morgunblaðið - 05.08.2000, Page 4

Morgunblaðið - 05.08.2000, Page 4
Eftir Skúla Unnar Sveinsson Það er nú orðið svolítil langt síð- an ég var á ervrópsku móta- röðinni og það er varla hægt að segja að ég spili golf lengur. Ég fer þó nokkrum sinnum á ári með vinum og kunningjum en ann- ars vinn ég hjá sænska golfsam- bandinu og hef verið aðstoðarmað- ur yfirþjálfara þess undanfarin ár. Hann er í fríi núna þannig að þetta er í fyrsta sinn sem ég er einn með liðið,“ sagði Sunesson í samtali við Morgunblaðið á Norðurlandamót- inu í Eyjum. Markmiðið að sigra Laneog Sjöland á Islandi Atvinnukylfingarnir Patrick Sjö- land frá Svíþjóð og Englend- ingurinn Barry Lane munu leika á golfmóti sem haldið verður á Keilis- velli í Hafnarfirði á frídegi verslun- armanna, mánudaginn 7. ágúst. Á mótinu verða leiknar 18 holur og hefst það kl. 14.00 og munu fjölmarg- ir af bestu kylfingum landsins, ásamt íslenskum atvinnumönnum og golf- kennurum, taka þátt. Barry Lane hefur áður komið til íslands er hann lék á golfmóti í Leirunni sem áhuga- maður árið 1979 og hefur Lane verið atvinnumaður í 18 ár. Englendingur- inn, sem fæddur er árið 1960, var í Ryder-liði Evrópu árið 1993 og er nú í 116. sæti á lista yfir atvinnukylfinga í Evrópu, Order of Merit. Patrick Sjöland er í 20. sæti á lista atvinnu- kylfinga Evrópu og hóf feril sinn sem atvinnumaður fyrir fimm árum. „Markmið okkar var auðvitað að sigra og við erum í sjöunda himni með að það tókst en það var erfitt því flest liðin hér eru með góða leikmenn. Það eru fjórir leikmenn heima sem hefðu verið hér en þeir taka þátt í Eisenhower-keppninni eftir hálfan mánuð og eru á Opna skandinavíska mótinu í næstu viku þannig að það var of mikið fyrir þá að koma og taka þátt hér líka. Við erum með mjög fjölmennan hóp góðra kylfinga í Svíþjóð þannig að þó við séum ekki með okkar allra sterkasta lið þá eru þessir strákar ekkert langt undan. Mér líst mjög vel á þetta leikfyr- irkomulag, það skapar liðsheild og góðan anda og krakkarnir kynnast betur. Aðstæður hér eru í einu orði sagt frábærar. Veðrið var gott, völlurinn eins góður og hann getur orðið og mjög vel hirtur og um- hverfið hér er auðvitað einstakt - alveg rosalega fallegt og ég hef aldrei séð golfvöll í eins fögru um- hverfi. Menn hafa verið að tala um að flatirnar hér séu hægari en víða í Evrópu og það er rétt en til að grasið þoli veðráttuna hér og selt- una þarf ákveðna tegund af grasi og það er ekki hægt að ná mikið meiri hraða á flatirnar með þessu grasi. Þetta gengur jafnt yfir alla keppendur og menn verða að læra að aðlaga sig misjöfnum aðstæðum. Vallarstjórinn hefur unnið frábært verk með þennan völl,“ sagði Sun- esson. Fyrsta skipti á íslandi Hefur þú spilað hér á landi? „Nei, ég hef aldrei gert það og þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað. Ég kom ekki einu sinni með settið með mér en mig hefði langað til að prófa völlinn. Eg hef einu sinni tekið þátt í Norðurlanda- móti, það var í Norðurlandamóti unglinga í Svíþjóð, ég held það hafi verið 1988. Vá, er svona rosalega langt síðan,“ sagði Sunesson og hló. Morgunblaðið/Sigfus G. Guðmundss Norðurlandameistarar Svía ásamt Magnus Sunesson, liðsstjóra sínum. „VIÐ erum auðvitað í sjöunda himni með sigurinn enda er þetta í fyrsta sinn sem við verðum Norðurlandameistarar,“sagði Peter Nichols iiðsstjóri norska kvennalandsliðsins eftir að Ijóst var að þær höfðu sigrað íslensku sveitina með einu höggi. ð erum með sterkt kvennalið og það hafa verið framfarir í golf- inu hjá okkur undanfarin ár, það hefur verið unnið skipulega að und- anförnu og ég tel að það sé að skila sér núna. Við erum með sterkasta liðið okkar og héðan fara þær til Póllands á Evrópumeistaramótið og síðan heimsmeistaramótið. Ég átti von á að stelpurnar lékju heldur betur en þær gerðu en fyrst leikur þeirra dugði til sigurs er ég nokkuð ánægður með þær,“ sagði Nichols. Hann var mjög hrifinn af vellin- um í Eyjum, lék sjálfur seinni níu holurnar og hreifst mjög af um- hverfinu og gæðum vallarins. „Ég hélt fund með stelpunum eftir fyrri æfingadaginn og þegar ég dró upp minnisblokkina mína þar sem ég skrái venjulega allt um völlinn og ætlaði að fara yfir hvernig þær ættu að spila hann kom í ljós að ég hafði ekkert skrifað um hann. Ástæðan er sú að umhverfið hreif mig svo að það sem ég hafði skrifað var aðeins lýsing á umhverfinu og hversu stórfenglegt það var. Aðstæður hér eru miklu betri en við áttum von á og þá sérstaklega veðrið því það hefur leikið við okkur og við erum mjög ánægð með allt og alla. Móttökurnar hafa verið frá- bærar og skipulagið var mjög gott,“ sagði Nichols. Hann sagði mikla sprengingu hafa orðið í golfi í Noregi síðustu árin og nú væri svo komið að það vantaði fleiri velli til að anna öllu því fólki sem vildi komast í golf, en í Noregi eru um 60 vellir og taldi Nichols að það þyrfti að fjölga þeim um helming á næstu árum ef vel ætti að vera. Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundss Peter Nichols, liðsstjóri norsku kvennasveitarinnar ásamt Suzann Pettersen, einum fremsta kvenkylfingi Evrópu. Breytingar á Norður- landamóti | FORSETAR golfsambanda | Norðurlandanna samþykktu á fúndi sínum í Eyjum um Ihelgina að breyta fyrirkomu- laginu á Norðurlandamótinu í golfi. Breytingarnar eru fyrst og fremst þær að nú verða Norðurlandamót unglinga og fullorðinna sameinuð og leik- ið verður annað hvert ár. Þetta þýðir að Norður- landamót unglinga, sem vera átti hér á landi á næsta ári verður ekki. Þess í stað verð- ur hið nýja Norðurlandamót haldið í Finnlandi á næsta ári og síðan annað hvert ár frá því. Vegna breytinganna verð- ur bætt við einum titli, Besta golfþjóðin, og er það fyrir sameiginlegan árangur ungl- inganna og þeirra fullorðnu. ™-—womI'3 Erum í sjö- unda himni Magnus Sunesson, liðsstjóri sænska karlalandsliðsins á NM í Eyjum Aldrei séð golfvöll í eins fögru umhverfi MARGIR kylfingar kannast við nafnið Magnus Sunesson. Kappinn sá er frá Svíþjóð og lék lengi á evrópsku mótaröðinni og varð meðal annars í 12. sæti á Opna breska meistaramótinu árið 1992. Magnus er nú liðs- stjóri sænska karlaliðsins og var með því á Norðurlandamót- inu í Eyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.