Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ V eruleg umskipti í rekstri Tæknivals m Tæknival hf. Úr milliuppgjöri móðurfélags Rekstrarreikningur jan.-júní 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 2.071,0 2.068,8 +0,1% Rekstrargjöld 1.985,3 2.210,0 -10,2% Afskriftir 19,7 21,8 -9,6% Rekstrarhagn. fyrir fjármagnsliði 85,7 -141,2 Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -25,1 -10,5 +139,0% Tekju- og eignarskattur -15,8 7,5 Hagnaður (tap) tímabilsins 44,7 -144,3 Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 1.796,4 1.947,3 -7,7% Eigið fé 335,4 316,8 +5,9% Skuldir 1.461,0 1.630,5 -10,4% Skuldir og eigið fé samtals 1.796,4 1.947,3 -7,7% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Arðsemi eigin fjár 13,34% 9,30% Eiginfjárhlutfall 18,67% 16,30% Veltufjárhlutfall 1,37 1,26 Veltufé frá (til) rekstrar Milljónir kr. 52.1 -146,4 VERULEGUR viðsnúningur varð á rekstri Tæknivals á fyrri helmingi ársins. Hagnaður móð- urfélagsins fyrir fjármagnsliði nam tæpum 86 milljónum króna en á sama tíma í fyrra var 141 milljónar króna tap af rekstrin- um og hefur afkoma Tæknivals fyrir fjármagnsliði batnað um 227 milljónir króna milli tíma- bila. Hagnaður eftir fjármagns- liði og skatta nam 44,7 milljónum króna á móti 144 milljóna króna tapi á sama tímabili í fyrra. Af- koma Tæknivals nú er besta af- koma félagsins frá stofnun þess. Velta Tæknivals var nær óbreytt á milli ára eða tæplega 2,1 milljarður króna og tók Árni Sigfússon framkvæmdastjóri fram að ekki væri stefnt að mik- illi aukningu í veltu á árinu. Velta félagsins hefði aukist mjög hratt á undanförnum árum og það hefði ekki endilega skilað sér í góðri afkomu. Menn ein- beittu sér því nú að því að ná betri tökum á rekstrinum sjálf- um, s.s. birgðamálum og öðrum kostnaðarliðum, með það að markmiði að skila meiri framlegð og arðsemi. Sem dæmi mætti nefna að nýjar birgðir félagsins hefðu lækkað um 100 milljónir króna á milli tímabila. Pá væri Tæknival að breyta öllu birgða- haldi og bæta aðstöðu auk þess sem bráðlega yrði tekið í notkun nýtt birgðahaldskerfi. Velta á hvern starfsmann mun meiri Arni sagði að afkoman nú staðfesti að menn væru á réttri braut og auk þess mætti nefna að velta á hvern starfsmann hefði aukist verulega milli tíma- bila eða úr 6,2 milljónum króna í 9 milljónir. Starfsmenn Tækni- vals eru nú 230 en voru 330 á sama tíma í fyrra og jókst vöru- salan um 7,4% þrátt fyrir fækk- un starfsfólks. Sala á þjónustu dróst saman við sölu Tæknivals á hugbúnaðardeild sinni sl. haust til AX-hugbúnaðarhúss en þá fluttust 60 starfsmenn Tæknivals þannig að segja má að starfs- mönnum félagsins hafi raunveru- lega fækkað um 40. Launa- og starfsmannakostnaður Tækni- vals lækkaði úr 543 milljónum í fyrra í 407 milljónir í ár og ann- ar rekstrarkostnaður lækkaði um 35 milljónir króna. Stefnt er að því að hagnaður af rekstri Tæknivals án söluhagnaðar verði 100 milljónir króna á árinu öllu. Fjármagnsliðir mun óhagstæðari Fjármagnsliðir hjá Tæknivali eru nokkru óhagstæðari en á sama tíma í fyrra. Hrein fjár- magnsgjöld námu alls 25,4 millj- ónum króna á móti 10,5 milljón- um króna á sama tímabili í fyrra. Munurinn er aðallega fólginn í auknu gengistapi en það nam 15 milljónum króna á móti 1,3 mil- ljónum í fyrra. Vaxtagjöld fé- lagsins minnkuðu um fimm millj- ónir á tímabilinu en hagnaður af sölu áhættufjármuna, sem nú flokkast undir fjármagnstekjur, námu 31,6 milljónum króna og segir í greiningu Kaupþings að um helminginn af hagnaði ársins megi rekja til söluhagnaðar vegna Ax-hugbúnaðarhússins en nú hafi allur sá hagnaður verið tekjufærður. Þá segir og í grein- ingu Kaupþings að handbært fé félagsins sé neikvætt um 68 milljónir og valdi það nokkrum áhyggjum þar sem næsta árs af- borgun af langtímaskuld sé 218 milljónir. Á móti komi að stjórn- endur félagsins hafi unnið mark- visst að endurskipulagningu á rekstrinum og vöruflæði innan fyrirtækisins og virðist sem það sé farið að skila árangri. Stefnt að fjölgun BT-verslana Arðsemi eigin fjár var 13,34% á tímabilinu. Veltufé frá rekstri jókst til mikilla muna og var nú jákvætt um 52,1 milljón en var neikvætt um 146,4 milljónir í fyrra. Tæknival selur vörur sínar og þjónustu á tveimur mörkuðum, fyrirtækjamarkaði og heimilis- markaði, en um tveir þriðju hlut- ar af tekjum félagsins koma af sölu á fyrirtækjamarkjaði og sagði Árni að þar væru mörg spennandi tækifæri til sóknar. Þá rekur Tæknival fimm BT- verslanir og er stefnt að því að fjölga þeim um þrjár á næstu mánuðum. Hagnaður Skýrr hf. 117 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins 86 milljóna söluhagnaður eftir skatta SkySThf Úr milliu ippgjö ri 2000 | Rekstrarreikningur jan. -júni 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Tekju- og eignarskattur 814 576 48 -12 61 623 522 47 -10 13 +31% +10% +2% +20% +369% Hagnaður tímabilsins 117 31 +277% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir krána 1.321 957 +38% Eigið fé 442 344 +29% Skuldir 879 613 +43% Skuldir og eigið fé samtals 1.321 957 +38% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Arðsemi eigin fjár 68,7% 25,9% Eiginfjárhlutfall Veltufjárfilutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 33% 0,99 111 33% 1,30 92 +21% j HAGNAÐUR Skýrr hf. á fyrri i hluta ársins var 117 milljónir í króna en var í fyrra 31 milljón. ; Þessi hagnaður er að hluta til söluhagnaður, bæði vegna sölu á j örbylgjubúnaði félagsins fyrr á ■ þessu ári og vegna sölu á Agr- ; esso starfsemi félagsins á síðasta j ári til hugbúnaðarhússins Ax, * sem tekjufærist að hluta í ár. j Fyrir sama tíma í fyrra vár eng- I inn söluhagnaður og rekstrar- J tekjur án söluhagnaðar hafa j þannig vaxið um 10,8% á meðan í rekstrargjöld hafa vaxið um I 10,3%. | Laun og launatengd gjöld ! standa nánast í stað hjá félaginu ; þrátt fyrir launahækkanir síð- f asta árs, en það á sér þær skýr- ingar að tíu stöðugildi fóru frá ; félaginu við söluna á Agresso og að minni yfirvinna hefur verið í ár en í fyrra, vegna 2000 vand- ans sem þá vofði yfir. Besta afkoma frá upphafi í samtali við Morgunblaðið sagðist Hreinn Jakobsson, for- i stjóri Skýrr hf., vera mjög ánægður með afkomu félagsins, enda væri þetta besta afkoma þess frá upphafi. Hann benti jafnframt á að hagnaður tíma- bilsins eftir skatta skiptist þann- ig að 67 milljónir króna væru til komnar vegna hefðbundinnar starfsemi Skýrr, 86 milljónir króna væru söluhagnaður en hlutdeild í afkomu dótturfélaga væri neikvæð um 36 milljónir króna og það væri það sem mest- um vonbrigðum ylli. Að sögn forsvarsmanna Skýrr er verkefnastaða þess góð og á árinu mun hafa verið gengið frá nokkrum nýjum hugbúnaðar- samningum. Eitt af því sem Skýrr hefur tekið upp er það sem félagið kallar Kerfisleiguna, en við það eru bundnar miklar vonir. Þar er um að ræða að fyr- irtæki láta Skýrr sjá um tölvu- vinnslu fyrir sig í stað þess að hafa hana sjálf innan fyrirtækis- ins. Eitt af þessu er launakerfi, en Skýrr hefur t.d. tekið að sér umsjón með launabókhaldi fyrir Varnarliðið, sem greiðir Skýrr fast verð á hvern launþega en þarf í staðinn ekki að sjá um þennan þátt sjálft. Höfum verið of bjartsýn á vöxt rekstrartekna „Á heildina litið er uppgjör Skýrr ágætt,“ sagði Þórður Páls- son, deildarstjóri greiningar- deildar Kaupþings. „Rekstrar- tekjur aukast um rétt tæp 11%, sem er nokkru minna en við höfðum gert okkur vonir um. En í ljósi þeirra milliuppgjöra sem fyrirtæki í upplýsingatækni hafa nú birt verður að viðurkennast að við í greiningardeild Kaup- þings höfum verið fullbjartsýn á vöxt rekstrartekna í greininni og munum á næstunni endurmeta afstöðu okkar til þessara félaga, sérstaklega með tilliti til vaxtar- möguleika þeirra. Það sem er jákvætt í uppgjöri Skýrr er að sjá hversu vel rekst- urinn gengur. Það sem hefur valdið okkur mestum áhyggjum er mikil aukning í launakostnaði fyrirtækja í upplýsingatækni og hörð samkeppni um starfsfólk en launakostnaður Skýrr stendur nánast í stað frá sama tíma í fyrra og lækkar sem hlutfall af tekjum. Þessi hagræðing er enn meiri þegar haft er í huga að með sölunni á Agresso fækkaði stöðugildum hjá Skýrr um tíu. Þrátt fyrir að aðrir kostnaðarlið- ir hækki nokkuð eykst rekstrar- hagnaður fyrir afskriftir um tæp 13%. Með öðrum orðum er fram- legðin að aukast. Það sem skiptir síðan ekki síður máli er að hand- bært fé frá rekstri er 133 millj- ónir króna en var 66 milljónir á sama tíma í fyrra, sem segir okkur aðfyrirtækið getur í raun ráðstafað hagnaðinum sem í því myndast en þarf ekki að verja honum til að fjármagna veltu- aukningu," sagði Þórður. Burnhammeð 85,6 milljóna hagnað • HAGNAÐUR Burnham International á íslandi hf. á fyrri hluta ársins 2000 var 85,6 milljónir króna. Sem kunnugt er tók Burnham International yfir veröbréfafyrir- tækið Handsal h.f. um mitt ár 1999 en á sama tíma í fyrra var tap þess upp á 32,3 milljónir króna sem að nær öllu leyti má rekja til þess tíma áður en Burnham keypti Handsal. Hér er því um að ræða viösnúning upp á tæpar 118 milljónir króna. í fréttatilkynningu kemur fram að eigið fé Burnham International var 177 milljónir króna, en eignir og skuldir námu samtals 461 milljón króna. Eiginfjárhlutfall félags- ins var því 16,7%. Ávöxtun eigin fjár fyrstu sex mánuði ársins nam tæpum 50%. Burnham International á íslandi er lögg- I ilt veröbréfafyrirtæki sem þjónustar ein- staklinga, en þó fyrst og fremst stofnana- og fagfjárfesta á sviði eignaumsýslu og miölunar á innlendum og erlendum verð- bréfum. Einnig er fyrirtækiö með fyrir- tækjaþjónustu sem hefur séð um hluta- fjárútboð hjá innlendum fyrirtækjum. Þrýstingur á Hyundai í Suð- ur-Kóreu • LÁNARDROTTNAR Hyundai-samsteypunn- ar í Suður-Kóreu hafa gefið stjórnendum hennarfresttil 19. ágúst næstkomandi til að leggja fram áætlanir um umbætur í rekstrinum. Reiknað hafði veriö með slíkum áætlunum um síðustu helgi en þær létu á sérstanda. Byggingarstarfsemi samsteyp- unnar er sögð á barmi gjaldþrots. Hyundai bifreiðaframleiðslan gengur hins vegar betur en nokkru sinni og hefur salan aukist mikið. Hagnaður bifreiðaframleiðslu samsteypunn- ar á fyrri helmingi þessa árs var nærri þrefalt meiri en á sama tíma á síðasta ári. Ýmsir sérfræðingar segja þó að reikna megi með samdrætti í sölu Hyundai-bifreiða í Suöur- Kóreu því erlendir bifreiðaframleiðendur muni í auknum mæli snúa sér að því að koma bifreiöum sínum á framfæri þar. Á fréttavef BBC kemur fram að stjórnvöld í Suöur-Kóreu hafa þrýst á stofnanda Hyund- ai-samsteypunnar að minnka hlutdeild sína í bifreiöaeiningu hennar úr 9,1% í 3%. Þá hafa sumir af lánardrottnum samsteypunnar látiö í Ijós þá skoöun að fjölskylda stofnandans ætti aö leggjafram hluta af fjölskylduauðn- um til að draga úrfjárhagserfiðleikum sam- steypunnar. Meginlánardrottinn samsteyp- unnar, Viöskiptabanki Kóreu, hefur krafist þess að fjölskylda stofnandans vfki úr stjórn- unarstööum. Vandamálin sem blasa við Hyundai- samsteypunni eru ekkert frábrugðin þeim vanda sem mörg stórfýrirtæki í Suöur-Kóreu standa frammi fyrir,en bankar hafa lánað þeim fáu samsteypum, sem standa undir efnahag landsins, ótæpilega. NIÐUR 'W' HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI/SÍÐASTA VIKA • Heildarviöskipti á Veröbréfaþingi ís- lands í seinustu viku voru 782 milljónir króna í 548 viöskiptum. Gengi hlutabréfa í 15 félögum á VÞÍ hækkaði en lækkaði í 20 félögum. Gengi hlutabréfa 12 félaga stóð í stað, en þar af voru engin viðskipti með 7 félög. 4*UPP Fyrtrtakl Hmti/laciti virð Whk. vfc. F)6WI. (þút.ki) vlhk. Breytlng Skeljungur 8,55/8,27 27.487 6 5,6% Delta 22,50/20,00 3.537 9 4,8% Olíufélagið 11,30/10,80 13.586 13 4,6% Fytfrtakl Vthk.yfc. F)6M Breyth« »irð (þte.kr) vlð»k. Sjóvá-Almennar 39,50/37,10 6.190 3 -7,3% Bakkavör Group 5,60/5,20 2.984 6 -6,3% SR-Mjöl 2,95/2.66 7.024 8 -3,4% UPP NIÐUR 'W- GENGIGJALDMIÐLA ♦ UPP 02.08.2000 09.08.2000 ♦/-% Japansktjen 0,7229 0,744 +2,92 Sterllngspund 117,42 120,54 +2,66 Bandaríkjadalur 78,9 80,33 +1,81 m Svissneskur franki 46,76 46,64 -0,26 Dönsk króna 9,68 9,661 -0,20 Evra 72,22 72,09 -0,18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.