Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 B §
VIÐSKIPTI
Kaupréttarsamningar ryðja sér til rúms í kjölfar nýrra laga sem taka á skattlagningu þeirra
SÉRFRÆÐINGAR í fyrirtækjarekstri og
starfsmannamálum telja að kaupréttur
starfsmanna á hlutabréfum í þeim fyrii-tækj-
um sem þeir starfa hjá sé að verða algengur
liður í kjörum starfsmanna hér á landi. Tölu-
verður skriður hafi komist á þessi mál í fram-
haldi af breytingu á lögum um tekju- og
eignaskatt, sem Alþingi samþykkti síðastliðið
vor, þar sem tekið er á því hvernig kauprétt-
ur á hlutabréfum er skattlagður.
Nokkur fyrirtæki hér á landi hafa greint
frá kaupréttarsamningum sem þau hafa gert
eða hyggjast gera við starfsmenn sína um
kaup þeirra á hlutabréfum í fyrirtækjunum.
Nýjasta dæmið þar um er Landsbanki ís-
lands. í síðasta mánuði gerðu bankaráð
Landsbankans og stjórn Félags starfsmanna
bankans samkomulag um kauprétt allra
starfsmanna bankans og starfsmanna félaga
innan sömu félagasamstæðu á hlutabréfum í
bankanum samkvæmt sérstökum kaupréttar-
samningi. Af því tilefni var þess sérstaklega
getið að farið yrði eftir ákvæðum nýrra laga
um kauprétt starfsmanna á hlutabréfum og
skattahagræði sem þeim kaupum getur fylgt.
Ánægja með lög um
skattlagningu kaupréttar
Guðjón Rúnarsson, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Verslunarráðs íslands, segir að ráð-
gjafarfyrirtæki sinni í auknum mæli ráðgjöf
sem snýr sérstaklega að kaupréttarsamning-
um fyrir fyrirtæki hér á landi. Hann segir að
ljóst sé að töluvert af fyrirtækjum sjái sér nú
hag í að gera slíka samninga við starfsmenn.
Guðjón stýrði hópi á vegum verslunarráðs-
ins sem á síðasta ári fór yfir ýmis skattaleg
atriði er snúa að atvinnulífinu. Hópurinn
beindi því til fjármálaráðherra að skattalög-
um yrði breytt þannig að þau hvettu til gerð-
ar kaupréttarsamninga og eyddu jafnframt
þeirri óvissu sem var í þessum málum. Guð-
jón segir að vinna hópsins hafi skilað því að
fjármálaráðherra hafi lagt fyrir Alþingi
frumvarp til laga um breytingu á lögum um
tekju- og eignaskatt, sem samþykkt var síð-
astliðið vor, en þar er
m.a. að finna ákvæði
um skattlagningu
kaupréttarsamninga.
Að sögn Guðjóns
kom skattahópur
verslunarráðsins sam-
an fyrir nokkru og fór
yfir þær breytingar
sem gerðar voru á lög-
unum varðandi tekju-
og eignaskatt, sérstak-
lega hvað varðar
skattlagningu kaup-
réttarsamninga. „Við
hjá verslunarráðinu
erum mjög ánægð með
að þessi breyting hafi
náðst fram, teljum
hana mikið til bóta og
að mestu í samræmi
við það sem ráðið lagði
til,“ segir Guðjón. „Nú
er komin í lög megin-
regla um hvernig með-
höndla á kaupréttar-
samninga almennt.
Síðan er viðbótarregla
sem segir að ef
ákveðnum skilyrðum
er fullnægt sé kaup-
réttur skattlagður sem
fjármagnstekjur en
ekki launatekjur, eins
og meginreglan segir
til um. Eitt af þeim
skilyrðum sem upp-
fylla þarf tO að kaup-
rétturinn verði skatt-
lagður sem
fjármagnstekjur er varðandi fjárhæðarmörk.
Þau segja til um hámark kaupréttar hvers
starfsmanns, sem gerir kaupréttarsamning
við það fyrirtæki sem hann starfar hjá, og
það er samkvæmt lögunum 600 þúsund krón-
ur á ári. Segja má að fjárhæðarmörkin séu
það eina sem verslunarráðið vildi breyta.
Mörkin mættu vera hærri.“
Guðjón segir að reglumar um skattlagn-
ingu kaupréttar séu í heildina í takt við það
sem þekkist í þeim löndum sem eru komin
lengst í þessum efnum, svo sem í Banda-
ríkjunum og Bretlandi, og að ísland sé komið
fram úr hinum Norðurlöndunum hvað þetta
varðar. Það sé helst að skattlagning kaup-
réttar í Danmörku líkist þeim reglum sem
gilda nú hér á landi. Verslunarráðið sé því í
megindráttum ánægt með þær reglur sem
settar hafa verið hér á landi.
Lögin mismuna fyrirtækjum
Friðgeir Sigurðsson, lögfræðingur hjá
PriceWaterhouse Coopers, segir að eftir því
Henta nýjum
fyrirtækjum
sérstaklega vel
Kaupréttur starfsmanna á hlutabréfum í þeim fyrir-
tækjum sem þeir starfa hjá verður frekar regla en und-
antekning er fram líða stundir að mati sérfræðinga í
fyrirtækjarekstri og starfsmannamálum. Ráðgjafarfyr-
irtæki sinna í auknum mæli ráðgjöf sem snýr sérstak-
lega að kaupréttarsamningum fyrir fyrirtæki. Tölur
um fjölda fyrirtækja sem bjóða upp á slíka samninga
liggja þó ekki fyrir. Ný lög sem Alþingi samþykkti síð-
astliðið vor, þar sem tekið er á skattlagningu kauprétt-
arsamninga, eru líkleg til að auka gerð kaupréttar-
samninga á næstunni. Þau nýtast nýjum fyrirtækjum
betur en fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði og er talið
að stór hluti nýrra fyrirtækja, sérstaklega á tæknisviði,
bjóði að minnsta kosti hluta starfsmanna nú þegar upp
á kaupréttarsamninga.
Tölur um fjölda fyrirtækja sem bjóða starfsmönnum sínum upp á kaupróttarsamninga liggja ekki fyrir. Sérfræðingar sem þekkja til þessara
mála telja Ifldegt að kaupréttur verði algengur þáttur í kjörum starfsmanna margra fyrirtækja er fram líða stundir.
sem hann viti best sé hvergi að finna upp-
lýsingar um fjölda þeirra fyrirtækja sem gert
hafa kaupréttarsamninga við starfsmennn
sína. Hann segir að þau lög sem samþykkt
voru á Alþingi síðastliðið vor um skattalega
meðferð kaupréttarsamninga gagnist nýjum
fyrirtækjum en ekki gamalgrónum fyrirtækj-
um. Fjárhæðarmörkin séu hins vegar of lág.
„Ef við hugsum um kaupréttarsamninga
sem kerfi til að virkja hinn almenna starfs-
mann sem launauppbót og koma að hluta til í
stað launa held ég að fjárhæðarmörkin í lög-
unum séu nokkuð viðunandi," segir Friðrik.
„Þá er einnig hægt að kaupa nokkuð drjúgan
hlut í nýjum fyrirtækjum fyrir það verð sem
ákvarðast af fjárhæðarmörkunum, þar sem
gengið er oftast lágt í byrjun í slíkum fyrir-
tækjum. A móti kemur hins vegar að verið er
að mismuna fyrirtækjum, því ekki er víst að
það sé hægt að nota kaupréttarsamninga í
eins ríkum mæli hjá gamalgrónum fyrirtækj-
um, þar sem verðið á hlutabréfunum er
hærra.“
Ný fyrirtæki sem ekki eru með
kauprétt fylgjast ekki með
Að sögn Árna Harðarsonar, lögfræðings
hjá Deloitte & Touch, er erfitt að áætla hve
mörg fyrirtæki hér á landi hafa tekið upp
kaupréttarsamninga við starfsmenn. Tölur
þar um liggi ekki á lausu. Hins vegar sé víst
að þetta sé mjög útbreitt í nýjum fyrirtækj-
um, sérstaklega í tæknigeiranum. Hann segir
að Deloitte & Touch hafi kynnt þetta fyrir-
komulag fyrir stjórnendum fjölmargra fyrir:
tækja og mikill áhugi sé á þessu hér á landi. I
mörgum tilvikum sé fyrirtækjum ekki endi-
lega ráðlagt að fara út í ákveðið kaupréttar-
kerfi þótt þau geri kaupréttarsamninga við
einstaka starfsmenn. Hann segir að það henti
alls ekki öllum fyrh-tækjum að taka upp slíkt
kerfi.
„Þau nýju fyrirtæki sem eru ekki með
kaupréttarsamninga fylgjast einfaldlega ekki
með,“ segir Árni „Skattamódelið passar lang-
best fyrir nýju fyrirtækin. Sem dæmi má
nefna að ef rótgróið fyrirtæki ætlar að fara út
í einhverja nýja starfsemi er ekki sniðugt að
stofna nýja deild og gera kaupréttarsamn-
inga við nýju starfsmennina. Miklu betra er
að stofna nýtt fyrirtæki. Til að fá nýja starfs-
menn inn í slíkt nýtt fyrirtæki er hægt að
gera það með því að bjóða þeim lægri laun en
að þeir fái hins vegar hlutdeild í hagnaðinum
með kaupréttarsamningum, sem ekki væri
hægt að gera á sama hátt með kaupréttar-
samningum við rótgróið fyrirtæki. Þetta
byggir á því að nýju fyrirtækin eiga frekar
möguleika á að margfaldast í verði og hagn-
aður starfsmannanna sem eru með kauprétt-
arsamninga þar með. Ég held að þetta eigi
eftir að aukast og fyrirtækjum verði frekar
skipt upp.“
Ámi segist telja að velflest fyrirtæki á
Verðbréfaþingi Islands séu með kaupréttar-
samninga við einhverja starfsmenn, án þess
þó að vera með ákveðið kerfi í gangi. Næsta
víst sé hins vegar að kaupréttarkerfi verði,
með einum eða öðrum hætti, algengari hér á
landi á næstunni.
Fyrirtæki sem byggja á hugviti
verða öll með kaupréttarsamninga
Sigurður Guðjónsson, lögfræðingur á fyrir-
tækjasviði Kaupþings, segir að mörg fyrir-
tæki séu að huga að því að koma upp ákveðnu
kaupréttarkerfi fyrir starfsmenn sína eftir að
lög um skattalega meðferð kaupréttarsamn-
inga voru samþykkt á Alþingi síðastliðið vor.
Hann telur að flest fyrirtæki verði komin
með kaupréttarsamninga af einu eða öðru
tagi áður en langt um líður. „Þetta hentar
hins vegar misvel hjá fyrirtækjum," segir
Sigurður. „Best hentar þetta í þeim fyrir-
tækjum þar sem gengið getur tekið miklum
breytingum, eins og hjá fyrirtækjum í hug-
búnaðargeiranum. Þetta á hins vegar síður
við hjá fyrirtækjum þai- sem flestir starfs-
menn eru þess eðlis að þeir geta ekki haft
áhrif á afkomu félagsins. í fyrirtækjum þar
sem kannski helmingurinn af starfsmönnun-
um eða þaðan af fleiri vinnur vinnu sem getur
skapað mikil verð-
mæti er ljóst að slíkir
starfsmenn munu ekki
sætta sig við annað en
að fá kaupréttarsamn-
inga í félaginu. Og ég
held að nánast öll fyr-
irtæki hér á landi sem
byggja á slíku hugviti
séu annað hvort kom-
in með slíkt kerfi eða
séu að koma því upp.“
Sigurður segh- að
starfsmannamarkað-
urinn hafi þróast
þannig að tiltölulega
erfitt sé að nálgast vel
menntað starfsfólk en
tilgangurinn með
kaupréttarkerfi sé
einmitt annars vegar
sá að laða að gott
starfsfólk og hins veg-
ar, sem ekki sé síður
mikilvægt, að halda í
gott starfsfólk. Starfs-
fólk sé því farið að
gera kröfur um kaup-
réttarsamninga.
„Reyndar er einn
galli á nýju skattalög-
unum um kaupréttar-
samningana. Þau mis-
muna félögum, annars
vegar skráðum félög-
um og hins vegar
óskráðum félögum. í
skráðu félögunum má
í kau pré ttarsam ni ng-í
um ekki taka mið af
en markaðsverð en í
Morgunblaðið/Golli
gengi sem er lægra
óskráðu félögunum er alltaf auðvelt að miða
við lágt gengi. Menn geta því í þeim tilvikum
nýtt sér mjög háar fjárhæðir ef vel gengur,
sem myndu falla undir fjármagnstekjuskatt
en ekki launaskatt. Hins vegar má hafa í
huga að skattlagning er til að mynda mun
óhagkvæmari í flestum öðrum ríkjum á Norð-
urlöndunum en hún er hér. Þar er tekju-
skattur miklu hærri prósenta en hér á landi.
Svo erum við oft borin saman við Bandaríkin,
en þar greiða menn, að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum, fjármagnstekjuskatt af kaupréttj
arsamningum. Fjármagnstekjuskatturinn þar
er hins vegar miklu hærri en hér og þar er
minni munur á fjármagnstekjuskatti og
tekjuskatti."
Sigurður segir að stjórnendur fyrirtækja
hafí haldið að sér höndum áður en lögin um
skattlagningu kaupréttarsamninga voru sett
hér á landi en nú sé eins og menn séu að taka
ákvörðun, ef þeir á annað borð hafa haft
áhuga á slíku.