Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 4
4 C LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000
SKÓGRÆKTARFÉLAG ÍSLANDS 70 ÁRA
MORGUNBLAÐIÐ
Aldamótaskógar
Síðastliðið haust ákvað stjórn
Skógræktarfélags íslands að 70 ára
afmælis félagsins skyldi minnst
með verðugum hætti. Félagið hefur
um nokkurt skeið markað stór-
afmæli sín og má í því sambandi
nefna Ár trésins 1980 og síðast
1990 þegar Átak um landgræðslu-
skóga hófst.
Fljótlega var horft til tveggja
meginviðburða sem kæmu til með
að rísa hæst á afmælisárinu að
þessu sinni fyrir utan hefðbunda við-
burði eins og t.d. aðalfund félags-
ins. i fyrsta lagi hátíðarsamkomu á
Þingvöllum á afmælisdegi félags-
ins, 27. júní, þar sem öllum for-
mönnum aðildarfélaganna var sér-
staklega boðið ásamt velunnurum
Skógræktarfélags íslands. Hátíðin
tókst með miklum ágætum og bár-
ust félaginu viö þetta tækifæri stór-
gjafir sem styrkja hag þess til
muna.
í öðru lagi Aldamótaskógar sem
er táknræn gjöf til íslensku þjóðar-
innar en jafnframt minnisvarði um
mikilvægt starf fórnfúsra handa.
Aldamótaskógarhugmyndin (ein
gróðursett planta fyrir hvert manns-
barn á íslandi) fékk byr undir báða
vængi þegar Búnaðarbankinn ákvað
að styrkja verkefnið með framlagi
sem gerði Skógræktarfélagi íslands
kleift að kaupa tilsettan fjölda trjá-
plantna.
Rausnarlegt framlag frá
umhverfissjóði versiunarinnar hefur
einnig styrkt verkefnið.
Þá hefur Landgræðsla ríkisins
kostað kortavinnu vegna skipulagn-
ingar og Vegagerð ríkisins hefur
kostað girðingar og friðun þeirra
svæða þar sem nauðsyn bartil.
Fyrirtækin SS og Egill
Skallagrímsson bjóða öllum þeim
sem koma og taka þátt i verkefninu
upp á veitingar, pylsur og drykki.
Með ræktun Aldamótaskóga er
hugmyndin að almenningi verði gef-
inn kostur á að taka þátt í ræktun
skóga á fimm stöðum á landinu sem
í framtíðinni verði útivistarsvæði
sem öllum verði opin. Gróðursetn-
ingin verður unnin af sjálfboðalið-
um. Á hverju svæði verður úthlutað
sérstökum spildum og fólki sem
kemur leiðbeint um gróðursetningu.
Aldamótaskógar hafa verið
ákveðnir á eftirtöldum svæðum:
1) Vestfirðir - Baröaströnd vest-
an Kleifarheiðar. Land Holts, Fitja,
Skriðnafells og Hreggstaða.
2) Austfirðir - Land úr Heydölum í
Breiðdal
3) Vesturland - Reykholt í Borg-
arfirði
4) Suðurland - Gaddstaðir við
Hellu í Rangárvallasýslu
5) Norðurland - Steinsstaðir í
Skagafirði
í framtiðinni er svo markmiðið að
þessi fimm svæði verði þekkt sem
útivistarsvæði almennings og verð-
ur unniö í samstarfi við styrktar-
aðila að merkingu og kynningu
þeirra þegar skógurinn vex.
Stærsti aldamóta-
skógurinn
Veitir
þéttbýlinu
á Hellu
skjól
Á Suðurlandi hefur aldamótaskógin-
um verið fundinn staður á um 150-200
hekturum í landi Gaddstaða rétt aust-
an við Helluþorp og munu um tveir
þriðju hlutar hans verða sunnan þjóð-
vegar nr. 1 en einn þriðji hluti norðan
vegarins. Að sögn Markúsar Runólfs-
sonar formanns Skógræktarfélags
Rangæinga er svæðið mjög viðkvæmt
og uppblásið. „Um 1960 var þetta
svæði, eins og svo mörg önnur hér um
slóðir, gróðurlaus eyðimörk. Það hef-
ur verið reynt að sá í það lúpínu, mel-
gresi, grasfræi og dreifa í það mold en
ekki í nægilega stórum stíl til þess að
það hafi dugað. Það þarf stórvirkar
aðgerðir til að ná árangri á svo erfiðu
og sendnu svæði. Á liðnum öldum
hafa mörg býli upp um alla Rangár-
velli farið í eyði af völdum eldgosa og
uppblásturs í kjölfar þeirra en mikið
starf hefin- reyndar verið unnið af
Landgræðslunni og fleiri aðilum en
því verki verður seint lokið.“ Markús
bendir á að skógur á þessu svæði sé
afar vel staðsettur og hagkvæmur
kostur að ýmsu leyti. „Fyrir byggðina
á Hellu kemur skógurinn til með að
stoppa skafrenning úr austri og veita
skjól fyrir vindum, auk þess sem svo
stór skógur ætti að geta tekið við
ösku- og vikurfalli í eldgosum. Vikur-
inn stoppar á skógarbotninum og
kemur síðan til með að nýtast þar sem
áburður. Það væri hagkvæmt að
koma upp fleiri slíkum skógum víðar
með tilliti til eldgosa í framtíðinni. Á
litlum hluta svæðisins norðan þjóð-
vegarins hafa nemendur í Helluskóla
þegar gróðursett talsvert magn af
trjáplöntum og verður það hluti alda-
mótaskógarins."
Skógræktarfélag Islands stendur
að verkefni þessu ásamt hinum fjöl-
mörgu félögum um allt land, en að
gróðursetningunni í Suðurlandsfjórð-
ungi koma um 15 félög frá skóg-
ræktarfélögum allt frá Hvalfirði í
vestri að Skeiðarársandi í austri og
munu félagsmenn þeirra vera um
nokkur þúsund manns. „Við leitum til
félaga okkai- og almennings um
stuðning við þetta stóra verkefni. Við
eigum von á sjálfboðaliðum frá hveiju
félagi og vitum af öflugu liði frá stóru
félögunum á höfuðborgarsvæðinu
sem ætlar að fjölmenna til gróðurs-
etningarinnar, en það verður stikað
út ákveðið svæði fyrir hvert félag til
að vinna í. Við vonumst auðvitað eftfr
því að Rangæingar komi og leggi okk-
ur lið við þeirra eigin skóg,“ sagði
Markús.
130 þúsund trjáplöntur gróður-
settar á einni helgi á Suðurlandi
Gróðursetning í aldamótaskóg
Suðurlands hefst föstudaginn 18.
ágúst kl. 14, en þá verða gróðursettar
70 stórar tijáplöntur í svæðið á Gadd-
stöðum í tilefni 70 ára afmælis Skó-
Vesturland
Reykholt
hentugur
staður
„Við fengum ágætt land í Reyk-
holti sem hentar vel til skógræktar
og útivistar og er vel staðsett. Þar
nutum við velvilja sóknarprestsins,
sr. Geirs Waage, og hjá prest-
setrasjóði og teljum gott að setja
aldamótaskóg niður á þessum
fornfræga stað,“ sagði Guðmundur
Þorsteinsson, formaður
Skógræktarfélags Borgarfjarðar,
þegar hann er beðinn að lýsa verk-
efninu á sínu svæði. Hann telur
það ekki síst mikilvægt að landið
er í umsjá opinberra aðila.
„Þar með er það hafið yfir
hugsanlegar þrætur þegar til
áframhaldandi landbóta kemur og
arðs af landinu enda á þetta að
vera til almannanota," segir Guð-
mundur enn fremur.
Aldamótaskógar í Reykholti
verða á 150 til 170 hektara svæði
og segir Guðmundur að í fyrstunni
verði plantað 10 þúsund trjám.
Næstu árin verði haldið áfram að
planta þegar frekara skipulag
landsins liggur fyrir. En hvemig
verður verkefnið unnið? „Við njót-
um liðsinnis félaga í öllum skóg-
ræktarfélögum á Vesturlandi sem
ná allt frá Hvalfirði og vestur í
Dali,“ segir Guðmundur og áætlar
að fjöldi félaga í þessum félögum
geti verið nærri eitt þúsund. „Þar
að auki væntum við þátttöku
margra annarra félagasamtaka og
einstaklinga.“
Ákveðið hefur verið að plantað
verði 19. ágúst og á að hefja verkið
klukkan 10.
Klukkan 14 verður dagskrá í tali
og tónum og plantað með sérstakri
viðhöfn 70 trjám, einu fyrir hvert
ár sem Skógræktarfélag íslands
hefur starfað. í lok dagskrárinnar
verður síðan efnt til grillveislu.
Guðmundur telur aðspurður að
skógræktaráhugi sé að aukast með
þjóðinni.
„Mér finnst áhuginn fara vax-
andi og tel það eiga við Vesturland
sem og aðra landsluta. Hefur orðið
mikil vakning á þessu sviði á síð-
ustu 10 til 15 árum. Menn sjá að
skógur getur vaxið og dafnað til
yndis og útivistar og veitt marg-
háttuð önnur hlunnindi fyrir utan
að vera atvinnuskapandi.“
í lokin er Guðmundur spurður
um Reykholt og í huga hans er
enginn vafi á að það sé rétti stað-
urinn fyrir þetta verkefni: „Reyk-
holt er góður staður og vel í sveit
settur. Hér stendur yfir mikil upp-
bygging eftir að héraðsskólinn var
lagður niður en nú er hann bók-
hlaða og ráðstefnuaðsetur. Hér er
ný kirkja, Snorrastofa, hótel og
fleira.
Undanfarin ár hefur verið unnið
að fornleifarannsóknum og margt
merkilegt fundist. Það hefur því
marga kosti að setja aldamótaskóg
niður í Reykholti þar sem margir
munu njóta hans.“
SJÁNÆSTUOPNU ►
Aldamótaskógar
Markús Runólfsson formaður Skóg-
ræktarfélags Rangæinga.
græktarfélags íslands. Að sögn Mar-
kúsar verða síðan um helgina
gróðursettar 130 þúsund plöntur, sem
kemur til með að nægja í um fjórðung
svæðisins. „Við vonumst auðvitað eft-
ir því að geta lokið þessum áfanga um
helgina, en í afgang svæðisins verður
trúlega lokið við að gróðursetja á
næstu árum.“
Mannhæðarhá tró á tíu áram
Skógræktarfélag Rangæinga hefur
áralanga reynslu af uppgræðslu og
ræktun skóga í sýslunni undir ör-
uggri forystu formanns þess, Mar-
kúsar Runólfssonar. Má þar nefna
landsvæði í Bolholti á Rangárvöllum,
sem svipar að mörgu leyti til svæðis-
ins á Gaddstöðum. Þegar hafist var
Guömundur Þorsteinsson formaður Skógræktarfélags Borgarfjarðar.
handa við gróðursetningu í landi Bol-
holts fyrir um tíu árum hafði Land-
græðsla ríkisins þegar unnið að upp-
græðslu svæðisins í um 30 ár, þannig
að þar var melgresi og veruleg
gróðurþekja. I dag eru þar mannhæð-
arhá tré og allt öðruvísi umhorfs.
Þegar fréttaritari heilsaði upp á
vinnuflokk Markúsar var verið að
vinna með hinum nýja Markúsarplógi
sem formaðurinn sjálfur hefur þróað
að starfinu í áranna rás. Verið var að
planta sitkagreni og ösp í landi
Varmadals skammt frá Gaddstöðum,
en ábúendur í Varmadal eru þátttak-
endur í svokölluðum Suðurlandsskóg-
um.
Það er óhætt að fullyrða að skógar
eins og aldamótaskógamir komi til
með að verða afar þýðingarmiklir fyr-
ir íbúa, gesti og aðra sem leið eiga um
þá. Skógarnir reynast mannfólkinu
hollur og góður kostur til afþreyingar,
jafnt að sumri sem vetri. í honum er
skjólgott til útivistar, göngu-, hjól-
reiða- og útreiðartúra, þar dafnar
fjörugt fuglalíf og í skóginn má sækja
margs konar efnivið, lauf, ber og jafn-
vel sveppi. Það er því fyllsta ástæða
fyrir Ma héraðsins að vera með í
þessu merkilega framtaki
skógræktarfélaganna og gefa sér
tíma til að koma á sitt svæði og taka
þátt í gróðursetningunni. Þeir hinir
sömu geta með stolti minnst þess í
ellinni, þegar bömin og bamabömin
njóta skógarins, að hafa lagt gjörva
hönd á plóg.
C5”
Heydalur
í Breiðdal
Birki 140.000 50% tZ 1
Rússalerki 45.000 16% I I
Sitkagrení 35.000 12% □ 1 ^ilWffllll | iimhim, -- i , 1
Stafafura 25.000 9% I |
Sitkaelri 15.000 5% □
Alaskaösp 10.000 4% I I C " . >
Blágreni 5.000 2% □ Plöntur til
Hvítgreni 5.000 2% □
Hafþyrnir 1.000 0,4% D gróðursetingar
Samtals 281.000 100% í Aldamótaskógum
Barðaströnd
austan Kleifaheiðar
Gaddstaðaflatir
við Hellu
Reykholt í Borgarfirði
Gaddstaðir við Hellu