Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 C 9
SKÓGRÆKTARFÉLAG ÍSLANDS 70 ÁRA
Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga hefur ræktað vöxtulegan skóg á jördinni Gunnfríðarstöðum. Skógurinn þar er gott dæmi um gódan árangur skógræktarstarfs undanfarinna ára.
Styrkir Umhverfissjóðs
verslunarinnar til skóg-
ræktarfélaga 1996-2000
6,6 milijónir kr.
‘96 ‘97 ‘98 ‘99 2000
AF
HVERJU
AÐ GANGA
í SKÓG-
RÆKTAR-
FÉLAG?
SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN eru nú
60 talsins með liðlega 7.000 félags-
mönnum. Með því að gerast félagi í
skógræktarfélagi leggur þú mál-
efninu lið og styður um leið starf
félagsins í þinni heimabyggð. Fé-
lagsaðild hefur einnig ýmsan bein-
an hag í för með sér fyrir fólk. Hún
opnar leiðir til þátttöku í þrótt-
miklu starfi, aðgang að þekkingu
og ræktunarhefð undanfarinna 70
ára. Fundir og fræðslukvöld, skóg-
argöngur og aðrir viðburðir eru
m.a. á dagskrá innan flestra félaga.
Slíkir viðburðir eru kynntir í sér-
stökum bæklingi sem félagsmenn
fá senda í byrjun árs. Sum félög
bjóða landlausum eða landlitlum
félagsmönnum möguleika á að ann-
ast svonefndar landnemaspildur.
Félagsmenn njóta einnig margvís-
legra annarra beinna hlunninda.
Þeir fá félagsskírteini með veruleg-
um afsláttarkjörum valinna aðila,
sem selja vörur fyrir ræktunarfólk,
s.s. plöntur og verkfæri. Frétta-
blaðið Laufblaðið og fræðsluritið
Frækornið eru einnig innifalin í fé-
lagsaðild og send öllum félögum
reglulega.
Ert þú félagi?
Kjarnaskógur er vinsælt útivistarsvæði, ræktað og rekið af Skógræktarfélagi Eyfirðinga,
UPP-
GRÆÐSLA
OG SKÓG-
RÆKT
Skógræktarfélögin voru stofnuð til
þess að hvetja til ræktunar landsins -c
og ekki veitir af. Skógar og kjarr
þekja einungis 1,2-1,4% landsins og
alvarlegt jarðvegsrof er talið eiga
sér stað á um 40% þess. Gróður- og
jarðvegseyðing eru eitt alvarlegasta
umhverfisvandamál sem að okkur
íslendingum snýr á heimavelli. Þó að
margt hafi áunnist að undanförnu er
enn langt í land með að ástand lands-
ins sé viðunandi. Öflug fjöldahreyf-
ing áhugafólks um ræktun landsins
hefur því sjaldan verið mikilvægari
en einmitt nú. Til viðbótar vinnu
stofnana og einstaldinga að friðun,
skógræktoguppgræðsluerunniðað '
umfangsmikilli ræktun á vegum skó-
græktai-félaganna. Friðuð ræktun-
arsvæði félaganna eru liðlega 200
talsins og eru að flatarmáli um 20
þúsund hektarar. Öll eru þessi svæði
opin almenningi til útivistar.
Velkomin í útivistar-
Á Melgerdismelum í Eyjafirði er eitt landgræðsluskógasvæðanna. Þar er að vaxa úr grasi fallegur lerkiskógur. Og þjóðskóga félaganna!