Morgunblaðið - 24.08.2000, Qupperneq 4
Sigurður Grétarsson velur 16 menn vegna undankeppni HM ungmennalaliða
■ ÞRETTÁN áhangendur Leeds
voru handteknir í Þýskalandi í
gærmorgun fyrir að kalla „heil
Hitler" og heilsa að nasistasið.
Áhangendurnir voru á aldrinum
19 til 44 ára og allir drukknir. Þeir
voru í Þýskalandi til að fylgjast
með leik Leeds og TSV 1860
Miinchen í gærkvöldi. Þeim var
ekki sleppt úr varðhaldi fyrr en
eftir leikinn.
■ STEVE McManaman var ekki
valinn í lið Real Madrid sem tekur
þátt í meistaraleik Evrópu á
morgun. Liðið mætir Galatasaray,
sigurvegurum í Evrópukeppni fé-
lagsliða sl. vor, í leik sem fram fer
í Mónakó. Þetta hefur enn aukið
vangavelturnar um að McMana-
man muni ekki verða í herbúðum
spænska liðsins í margar vikur til
viðbótar.
■ EMMANUEL Petit, fyrrverandi
félagi Patricks Viera hjá Arsenal,
segir að Viera verði fyrir barðinu
á kynþáttafordómum
leikmanna annarra liða í ensku úr-
valsdeildinni. Því eigi hann einskis
annars úrkosta en að koma sér til
félags annars staðar í Evrópu þar
sem minni fordómar ríkja.
„Við rennum nokkuð blint í sjóinn
hvað varðar styrkleika liðanna og
því verður hver leikur nokkurs kon-
ar próf á styrkleika okkar,“ sagði
Sigurður Grétarsson, þjálfari ís-
lenska liðsins. „Markmiðið verður
að fara í hvern leik til að vinna hann
og miðað við hvemig liðið lék á móti
Svíum þá treysti ég strákunum til
að standa sig í þessum verkefnum.
Tékkar og Danir verða eflaust
sterkastir en við spáum lítið í and-
stæðingana og ætlum okkur að
leggja okkur alla fram.“ Eru aðrar
áherslur hjá þér og U21-liðinu en
hjá Atla og A-landsliðinu? „Nei, við
Atli leggjum upp með svipað leik-
kerfi hjá báðum liðum og það er
gott fyrir strákana að geta farið úr
yngra liðinu og upp í A-liðið og
leika í svipuðu leikkerfi. Flestir þeir
. leikmenn sem leika í A-landsliði
hafa farið í gegnum yngri landsliðin
og þar hljóta þeir dýrmæta
reynslu." Er einhver markverð
breyting á þeim leikmönnum sem
leika í dag með liðinu en áður?
„Mesti munurinn er sá að það eru
fleiri íslenskir leikmenn að spila
með erlendum liðum en áður og það
sem skiptir mestu máli í þeim efn-
um er að flestir eru að leika með að-
alliðum sinna liða og eru þess vegna
í ágætri leikæfingu. Hér áður fyrr
voru íslenskir leikmenn á mála hjá
erlendum liðum en léku lítið með
aðalliðinu. Það er því mei'ri breidd í
íslenska hópnum að þessu sinni og
það sýnir sig kannski best í A-
landsliðinu, en þar er nú stór hópur
leikmanna sem berjast um flestar
stöðumar í liðinu,“ sagði Sigurður
að lokum.
SIGURÐUR Grétarsson, þjálf-
ari U21 -landsliðs karla í knatt-
spyrnu, hefur valið þá 16 leik-
menn sem skipa munu lið
íslands gegn Dönum í undan-
keppni EM. Sigurður valdi
sömu leikmenn og léku vin-
áttuleikinn gegn Svíþjóð í
Keflavík á dögunum en leikur-
inn við Dani fer f ram á Kapla-
krikaveilinum í Hafnarfirði
föstudaginn 1. september og
hefstkl. 18.
Hópurinn er skipaður eftirtöld-
um leikmönnum: Hjörvar
Hafliðason, Val, Ómar Jóhannsson,
Bunkeílo IF, Sví-
Eftjr þjóð, Bjarni Guð-
Sigurð Elvar jónsson, Stoke City,
Þóróifsson Englandi, Reynir
Leósson, ÍA, Jó-
hannes Karl Guðjónsson, RKC Wa-
alwijk, Hollandi, Indriði Sigurðs-
son, Lilleström, Noregi, Stefán
Gíslason, Strömsgodset, Noregi,
Marel J. Baldvinsson, Stabæk, Nor-
egi, Guðmundur Viðar Mete, Malmö
FF, Svíþjóð, Helgi Valur Daníels-
son, Fylki, Guðmundur Steinarsson,
Keflavík, Þórarinn B. Kristjánsson,
Keflavík, Veigar Páll Gunnarsson,
Stjörnunni, Árni Kristinn Gunnars-
son, Breiðabliki, Hjalti Jónsson,
ÍBV, Bjami Geir Viðarsson, ÍBV.
Islenska liðið er í riðli með sömu
þjóðum og em í HM riðli A-lands-
liðs karla en þau era Tékkland,
Danmörk, Búlgaría, Norður-írland
og Malta.
Hver leikur verður próf
á styrkleika okkar
Morgunblaðið/Ásdís
Jóhann Kristinsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, var að undirbúa miðasöluna á landsleik ís-
lands og Danmerkur í gær, m.a. var hann að prenta númer á aðgöngumiðana, en rúmlega 7.000
miðar verða í boði á leikinn. Miðasalan hefst á morgun.
Forsala aðgöngumiða á landsleik-
inn gegn Dönum, sem fram fer
laugardaginn 2. september, hefst
næstkomandi föstudag. Að þessu
sinni er eingöngu hægt að kaupa
miða í forsölu sem gildir á tvo heima-
leiki íslands í undankeppni heims-
meistaramótsins, gegn Dönum 2.
september og gegn Norður-íram
þann 11. október.
Ekki verða seldir nema rúmir
7.000 miðar og segist Eggert Magn-
ússon, formaður KSÍ, frekar eiga
færri fái miða en vilja enda mikill
áhugi fyrir leiknum. Forsalan fer
fram á þjónustustöðvum ESSO. Hún
hefst eins og áður segir á föstudags-
morgun og lýkur að kveldi föstu-
dagsins 1. september.
Miðarnir í forsölu eru ódýrari. í
sæti 1 kostar miðinn á leikina tvo
6.000 krónur en í forsölu 5.000 krón-
ur. í sæti 2 verða miðarnir seldir í
forsölu á 4.000 krónur og barnamið-
ar sem era fyrir 16 ára og yngri á
verða seldir á 800 krónur í forsölu í
stað 1.000.
Á leikdegi 2. september verður
miðasala á Laugardalsvelli frá
klukkan 9 og þá verða aðeins seldir
miðar á leikinn gegn Dönum sem
ekki seljast í forsölu. Miði í sæti 1
kostar 3.500 krónur, miði í sæti 2
kostar 3.000 og bamamiðinn 500
krónur.
KSÍ mun standa fyrir happdrætti
á heimaleikjum íslands í keppninni í
samstarfi við Heklu hf. Hver að-
göngumiði gildir sem happrættis-
miði á viðkomandi leik og í vinning í
hverjum leik er raftæki frá raftækja-
verslun Heklu hf.
| Hermann |
| fær lof J
HERMANN Hreiðarsson
. fær mjög góða dóma fyrir
frammistöðu sína með
i Ipswieh gegn meisturum
Manchester United í ensku
í úrvalsdeildinniíknatt-
spyrnu í fyrrakvöld en liðin
skildu jöfn í fyrsta leik
; Ipswich á heimavelli á leik-
tiðinni.
Hermann þótti leika lyk-
ilhlutverkið í vöm Ipswich
; og þess er sérstaklega get-
i ið að það gerist ekki oft að
i vamarmaður fái að glíma
í við fjóra af dýmstu og
i skæðustu framheijunum í
ensku úrvalsdeildinni. Alex
Ferguson, knattspyrnu-
sljóri United, lét þá Ole
Gunnar Solslqær, Dwight
Yorke, Teddy Sheringham
og Andy Cole alla glíma við
Hermann í leiknum en eng-
um þeirra tókst að slcora.
í grein enska netmiðils-
ins Soccernet í gær er farið
lofsamlegum orðum um
Hermann.
„Ef West Ham þarf að fá
ábendingar um hvemig
eigi að stöðva lið Manchest-
er United frá því að endur-
taka leikinn frá síðustu
| leiktíð þá ætti liðið að selja
sig í samband við Her-
mann,“ segir í Soccemet
en United sækir West Ham
heim á Upton Park á laug-
I- ardaginn.
George Burley,
knattspymusljóri Ipswich,
var ánægður með leik Her-
manns og sagði íslenska
Iandsliðsmanninn hafa
staðið undir þeim vænting-
um sem hann gerði til hans.
„Ég tel Hermann vera
íj einn af bestu vinstri fótar
vamarmönnunum í ensku
úrvalsdeildinni. Hann er
; fijótur, líkamlega sterkur
og hefur þá reynslu af því
að spila í úrvalsdeildinni
sem við þurftum í okkar
lið,“ sagði Burley.
Sjö þúsund miðar í boði
Rennt blint í sjóinn