Morgunblaðið - 30.08.2000, Page 1
Danfoss hf.
SKÚTUVOGI 6 SÍMI 5104100
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST2000
BLAÐ
| Mikil aukning
skulda í
sjávarútvegi
(| Aflayfirlit og
staðsetning
fiskiskipanna
Vlðtal
| Grímur Valdimars-
son f orstöðu-
maður fiskiðn-
aðarsviðs FAO
Markaðsmál
|A Mikil aukning í
laxeldinu
FALLEG FLYÐRA
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
• ÞESSI fallega lúða veiddist uin
borð í Klakk SH frá Grundarfirði
þegar skipið var að veiðum í Rósa-
garðinum á dögunum. Lúðan vó
i-úmlega 100 kíió en alls veiddust
fjórar slíkar í veiðifcrðinni. Þær
voru síðan seldar á fiskmarkaðnum í
Bremerhaven / Þýskalandi og feng-
ust tæpar 500 krónur fyrir kílóið.
Þeir voru því að vonum kampakátir
með fenginn, þeir Þorvarður Jóns-
son og Tryggvi Svansson, skipveijar
á Klakki. Lúður geta orðið risavaxn-
ar og cr kunnugt um lúðu sem vó
266 kíló sem veiddist við norðanvert
landið sumarið 1935.
Þorskafli sóknardagabáta
orðinn meiri en í fyrra
ÞORSKAFLI króka-
báta í sóknardagakerfi
á fiskveiðiárinu sem nú
er að ljúka hefur aukist
um rúm 800 tonn frá
Ekki útlit fyrir að margir
dagar brenni inni
fiskveiðiárinu 1998/99. Ekki er útlit fyrir að margir sóknardagar falli niður
ónýttir á fiskveiðiárinu. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda
segist bjartsýnn á að gerðar verði breytingar á skilgreiningu sóknardags á
næsta fiskveiðiári.
Alls hafa 206 krókabátar í sóknar-
dagakerfi landað afla á þessu fisk-
veiðiári en hver um sig fékk úthlutað
23 sóknardögum á árinu. I gær var
búið að nýta 80% af útgefnum dögum
en þar af eru 2/3 bátanna búnir að
nýta yfír 20 daga. Því má búast við að
þeir bátar nái að klára sína daga. Þar
að auki er fjöldi báta nú þegar búinn
að nýta alla sína sóknardaga.
Þorskafli sóknardagabátanna var í
gær kominn í 6.437 tonn, tæpt 31
tonn á bát að meðaltali eða um 1,6
tonn á dag. Það er nokkuð meiri afli
en á fiskveiðiárinu þar á undan en
þorskafli krókabátanna var þá 5.575
tonn og heildarafli bátanna um 5.800
tonn.
Góð nýting
sóknardaga
Að mati Amar Pálssonar, fram-
kvæmdastjóra Landssambands smá-
bátaeigenda, er nýting sóknardag-
anna vel viðunandi, en bagalegt að
ekki skuli vera svigrúm til að auð-
velda nýtingu daganna. Hann efnir
sem dæmi að trillukarlar á Patreks-
firði hafi nýverið lent í vandræðum
þegar fiskvinnslu á staðnum var lok-
að vegna kampýlóbakter-sýkingar í
neysluvatni. „Þetta kerfi er tauga-
strekkjandi því menn vilja ekki fara á
sjó nema vera vissir um að ná sólar-
hrings róðri. Það urðu mönnum mikil
vonbrigði að ekki tókst að breyta
skilgreiningunni á sóknardegi fyrir
þetta fiskveiðiár en farið var fram á
að sóknardagurinn yrði mældur í
klukkustundum. Þá er hægt að nota
sjálfvirkan tilkynningaskyldubúnað,
sem nú er í öllum bátunum, til að
mæla sóknina. Þó að þessi tillaga hafi
ekki komist í gegnum Alþingi var fyr-
ir henni góður hljógrunnur og ég er
vongóður um að þessi breyting verði
að veruleika á næsta fískveiðiári.“
Sóknardagabátarnir fá úthlutað 23
sóknardögum á næsta fiskveiðiári en
gildistöku laga um veiðikerfi króka-
báta hefur verið frestað fram til fisk-
veiðiáramótanna 2001/2002. Hefði
lögunum ekki verið frestað hefðu
sóknardagar á næsta fiskveiðiári orð-
ið 21 talsins.
Fréttir Markaðir
Kaupa netagerð
í Kanada
• Hampiðjan og Netagerð
Vestfjaða hafa stofnað
eignarhaldsfélagið Kandís
ehf., sem hefur keypt meiri-
hluta hlutafjár í fyrirtækinu
Rope, Net & Twine Ltd. í St.
John’s á Nýfundnalandi í Kan-
ada. R, N & T er gamalgróið
fyrirtæki sem hefur verið í
veiðarfæraþjónustu lengi og er
virt á Nýfundnalandi. Eigend-
ur þess voru bræðurnir David
og Poul Crosbie, vel þekktir
menn i viðskiptalífi landsins./2
Tregt á
túnfískinum
• FIMMjapönsktúnfiskveiði-
skip eru nú við veiðar innan
fiskveiðilandhelgi Islands og
hefur veiðin verið heldur treg
síðustu vikur. Droplaug Ólafs-
dóttir, sérfræðingur á Haf-
rannsóknastofnun, er um borð í
japanska túnfiskveiðiskipinu
Houken Maru en skipið var í
gær að veiðum um 150 sjómflur
suður af landinu en skipin hafa
verið á því svæði siðan 10.
ágúst sl../4
Hátt verð á
Suðureyri
• FISKMARKAÐUR Suður-
nesja á Suðureyri hefur tekið í
notkun nýtt ískrapakerfi frá
Ice-Tech í Garðabæ, en kerfið
býr til krapa úr hefðbundnum
ís. Krapinn eykur til muna
gæði fisksins og hefur fengist
allt að 10 krónum hærra með-
alverð fyrir fisk af markaðn-
um á Suðureyri en af öðrum
mörkuðum á Vestfjörðum./12
Afli íslenskra skipa
eftir skipaflokkum
sept. 1999 til júlí 2000
Þúsund tonna
Skuttogarar
Smábátar
með aflamark
Aukinn
heildarafli
• ÞEGAR einn mánuður var
eftir af yfirstandandi fiskveiði-
ári var heildarafii fiski-
skipaflotans orðinn samtals
1.596.141 tonneða 138.485
tonnum meiri afli en á sama
timabili síðasta fiskveiðiárs.
Þar af höfðu aflamarksskipin
borið mestan afla á land eða
1.082.917 tonn og munar þar
mestu um góðan loðnu- og kol-
munnaafia. Þorskafli afla-
marksskipanna var alls 96.729
tonn. Fiskafli togaranna var á
tímabilinu 441.769 tonn. Þar af
var þorskaflinn 94.104 tonn
sem er svipað og á sama tíma-
bili fiskveiðiársins 1998/99.
Afli krókabátanna var að lokn-
um 11 mánuðum fiskveiðiárs-
ins sem nú er að ljúka samtals
um 53.495 tonn sem er 5.662
tonnum meiri afli en á sama
tímabili fiskveiðiársins á und-
an. Þar af var þorskafli króka-
bátanna 36.706 tonn sem er
um 8% aukning. Ýsuafli króka-
bátanna var alls 7.555 tonn,
jókst um 906 tonn/6
Isuzu Crew Cab
Lipur og kraftmikill
109 hestöfl 3.1 Itr dísil
Túrbó - Beinskiptur 5 gíra
litvarp/segulband
Vökvastýri - Litað gler
Samlæsingar
Bílheimar ehf.
Sœvarhöfða 2a Símf: S25 9000
www.bilheimar.is