Morgunblaðið - 30.08.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 C 11
FRÉTTIR
Evrópskt stefnumót
fyrirtækja í Grikklandi
EVRÓPSKT
fyrirtækjastefnumót
verður haldið í Grikkl-
andi 29. september
næstkomandi og er
ætlað fyrirtækjum í sjávarútvegi og fiskeldi. Mótið er haldið í tengslum við
sýninguna Aqua Partners 2000 - 2nd Intemational Exhibition on Fishing and
Aquaculture, sem stendur frá 28. september til l.október.
Ætlað fyrir fiskeldi
og sjávarútveginn
Góð afkoma
hjá Sealord
• HAGNAÐUR Sealord,
stærsta sjávarútvcgsfyrirtæki
Nýja-Sjálands, jókst um 40
milljónir daia á síðasta ári, úr
500 milljónum í 540 milljónir.
Phil Lough, stjórnandi l\já Sea-
Iord, segir að hagnaður af
reglubundinni starfsemi sé
40% hærri heldur en á fyrra
ári. Sealord hefur að mestu
byggt upp starfsemi sína á
Nýja-Sjálandi auk þess sem
fyrirtækið hefúr verið i sam-
starfi við fslenska aðila um út-
flutning á ferskum fiski á Bret-
landsmarkað.
Afkoma fyrirtækisins verða að
teljast góðar fréttir fyrir
Brierley Investment Qárfest-
ingarfyrirtækið en helmings-
hlutur þeirra í Sealord hefúr
verið til sölu undanfama mán-
uði. Hinn helmingur Sealord er
í eigu samtaka fiskimanna í
Waitangi en hingað til hefur
Brierley ekki tekið þeim tilboð-
um sem þeim hafa borist í hlut
sinn í Sealord. Fréttir herma
að verðið sem Brierley vill fá
fyrir eignarhlut sinn í Sealord
nemi 220 milljónum dala.
Fyrirtækjastefnumótið er haldið
til að hvetja til samstarfs milli
evrópskra fyrirtækja í fiskvinnslu,
fiskeldi og iðnaði tengdum sjávar-
útvegi. Gert er ráð fyrir að flest
þátttökufyrirtækin verði frá
Miðjarðarhafssvæðinu (Grikklandi,
Ítalíu, Frakklandi, Spáni og Portú-
gal) auk fyrirtækja frá norðlægari
slóðum eins og Noregi og írlandi.
Ekki er endanlega ljóst hversu
mörg fyrirtækin verða á
fyrirtækjastefnumótinu en meðal
sýnenda eru leiðandi aðilar í sjáv-
arútvegi og fiskeldi í Grikklandi.
Styrkir til fararinnar
hugsanlegir
Fyrirtækjastefnumót eru skipu-
lögð þannig að allir þátttakendur
skrifa stutta lýsingu á hvernig
samstarfi þau eru að leita að og á
grundvelli þessarra lýsinga getur
hver og einn bókað einkafund með
þeim fyrirtækjum sem þeir hafa
áhuga á að hitta. Reynslan sýnir
að í um helmingi tilvika er undir-
ritaður samstarfssamningur í
kjölfar þátttöku slíks móts.
Engin þátttökugjöld eru á fyrir-
tækjastefnumótið. Áhugasömum
er bent á að hafa samband við Em-
il B. Karlsson á Impru á Iðntækn-
istofnun sem mun verða íslenskum
fyrirtækjunum til aðstoðar við
undirbúning og þátttöku.
Hugsanlegt er að einstök fyrir-
tæki geti fengið styrk til fararinn-
ar.
Skipulag
Sýningunni verður skipt í eftir-
talda fjóra hluta: Framleiðslu og
markaðssetningu - kynningu og
verzlun; Hráefni - fiskveiðar og
framleiðslu í fiskeldi;
Vinnslu og Rannsóknir og þróun
- menntun og upplýsingar. Fyrir-
tækjastefnumótið er þannig upp-
byggt að skipulagðir eru fyrirfram
einkafundir milli fyrirtækja/stofn-
ana á grundvelli innsendra sam-
starfslýsinga þátttökuaðilanna.
Eftirtöld svið til samstarfs verða
rædd: Frekari rannsóknir og þró-
un; Samvinnuverkefni og samning-
ar; Samningar um leyfisveitingar,
Samkomulag um markaðssetningu;
Samkomulag um framleiðslu; Fjár-
mögnun og upplýsingamiðlun.
FEÐGAR I ÚTGERÐ
• ÞEIR feðgar, Karl og Arnar á
Grundarfírði, eru nýbúnir gera
upp trillu sína, Ingibjörgu SH 72.
Þessi mynd var tekin einn sól-
Morgunblaðið/KVM
skinsdag fyrir skömmu þegar
þeir höfðu sjósett bát sinn. Þeir
hyggjast fara út í Melrakkaey á
Ingibjörgu og veiða í soðið.
„Mikill áhugi meðal fjárfesta“
wmmmmmmmi^mmmmmmmmmmmmmmmmm fulltrúar
Burnham á íslandi stendur
fyrir kynningu á FIS
um á vegum fjárfestingarfyrirtækisins Burnham International og héldu
kynningarfundi fyrir fjárfesta. Bolli Héðinsson hjá Bumham segir að mikill
áhugi hafi verið meðal íslenskra fjárfesta á fyrirtækinu.
„Burnham á íslandi hélt kynning-
arfundi á dögunum með fulltrúum
FIS og íslenskum fjárfestum sem
stendur nú til boða að koma inn í
þetta fyrirtæki og taka þátt í
þeirri uppbyggingu sem framund-
an er hjá þeim. Það voru fyrst og
fremst fyrirtæki í sjávarútvegi
sem var boðið og er óhætt að segja
að það hafi verið mikill áhugi með-
al íslensku fjárfestanna.
Menn sjá framtíðarmöguleikana
í þessu fyrirtæki og hversu mikil-
vægt margt sem þetta fyrirtæki er
að vinna að á eftir að verða fyrir
sjávarútveginn í heild sinni í fram-
tíðinni. Þá mætti helst nefna staðl-
að gæðaeftirlit sem á eftir að auð-
velda viðskipti yfir Netið mjög
mikið.“ FIS hyggur á umtalsverða
hlutafjáraukningu á komandi miss-
erum vegna stóraukinna umsvifa
fyrirtækisins. Nú þegar rekur fyr-
irtækið öfluga vefþjónustu á þrem-
ur tungumálum þar sem hægt er
að nálgast nýjustu fréttir og
markaðsyfirlit sem tengjast sjáv-
arútvegi. Bolli segir að ýmsar nýj-
ungar séu framundan hjá fyrir-
tækinu sem bjóði upp á mikla
möguleika fyrir íslensk fyrirtæki,
jafnt fyrir þá sem eru að kaupa
hráefni og þá sem eru að selja það.
loFttjakkar-loftlokar
SENDRI
Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is
ATVINNA
Verkstjóri
Akureyri
Samherji hf. óskar að ráða verkstjóra
til starfa í rækjuvinnslu félagsins á
Akureyri.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu af
mannaforráðum, reynslu af vinnslu mat-
væla og/eða menntun sem hæfir starfinu.
Óskað er eftir duglegum og hressum
einstaklingi sem er reiðubúinn að takast
á við krefjandi og fjölbreytileg verkefni.
Upplýsingar um starfið eru veittar í síma
460 9060 á skrifstofutíma.
S
Sjávarútvegur
— Ráðningarstofa
Friðjón Vigfússon
Sími og fax: 552 9006, gsm. 861 3514.
Ráðningarþjónusta sjávarútvegsins
Menn strax!
Sérhæfð ráðningarþjónusta fyrir sjávarútveg-
inn. Útvegum gott starfsfólk til sjós og lands.
Sími 898 3518.
BÁTAR/SKIP
Fiskiskip til sölu
•j""
Eldborg HF 67 (áður Skutull ÍS 180)
sskrnr. 1383, er 71 m langur frystitogari, smíð-
aður í Póllandi 1974. Miklar endurþætur voru
framkvæmdar á skipinu árið 1999. Skipinu geta
fylgt aflahlutdeildir, um 450 tonn af þorski, um
615 tonn af úthafsrækju og um 1200 tonn af
rækju á Flæmingjagrunni.
Gunnar I. Hafsteinsson, hdl.,
Magnús Helgi Árnason, hdl.,
Hafnarhvoli v/Tryggvagötu,
sími 552 3340, Revkiavík.
Nú er rétti tíminn
til að leigja og laga stöðuna fyrir
mánaðamót.
Til sölu B-109
Smábátur með sókn-
ardaga. Brt. 2,9.
Tilboð óskast.
postur@kvot<ibankinn.is www.kvatabankinn.is textavarp 624
TIL SÖLU
Athugið
Önnumst sölu á öllum stærðum og teg-
undum fiskiskipa.
Einnig sölu og leigu á aflaheimildum.
Skipasalan Bátar og búnaður,
Barónsstíg,
sími 562 2554, fax 552 6726.
mbl.is