Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bragðefnin fá góðar viðtökur NORÐURIS, sem framleiðir bragð- efni úr sjávarfangi, er nú að hefja sér- stakt markaðsátak bæði hér á landi og erlendis. Fyrirtækið hefur sett þrjár bragðtegundir á markað og hafa við- tökur verið góðar, meðal annars í Danmörku. Fyrirtækið selur bragðefnin til mötuneyta og veitingahúsa, en ekki í matvöruverzlunum. Norðurís hefur markaðsátak Bragðefnin eru framleidd í gömlu mjólkurstöðinni á Homafirði og segir Halldór Ámason, framkvæmdastjóri Norðuríss, að þar séu allar aðstæður mjög góðar. „Við erum nú að iikra okkur út á markaðinn bæði hérlendis og erlendis og höíúm vegna þess auglýst eftir starfsfólki til markaðsátaks hér heima. Að því loknu verður svo metið hvenig verður staðið að málum er- lendis. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð hjá matreiðslumönnum bæði hér heima og erlendis, en við leggjum áherzlu á sölu til veitinga- húsa, mötuneyta og matvælafram- leiðenda," segir Halldór. Norðurís framleiðir nú þrjár teg- undir bragðefna, rækjubragð, humar- bragð og ufsabragð, og er þetta þykkni unnið úr úrvalshráefni að sögn Halldórs, sjófrystri rækju, humri og ufsaflökum. Engin aukaefni eru í þykkninu, sem er hrein náttúruafurð. Hann segir að ekki sé á dagskrá að fjölga bragðtegundum i fyrstu, en það sé ætlunin að vinna væntanlegt fram- hald með matvælaframleiðendum. Fiskistofnar lengi að jafna sig ^■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■^^■■1 Vistfræðingurinn Kanadískur vistfræðing- skrifaði grein í nýjasta ur ritar grein í Nature ífipbSS S," stofna. Hann segir í grein sinni að ofveiði og hrun fiskistofna hafi vakið at- hygli manna á getu fiskistofna til að ná sér að nýju eftir hrun og hversu langt sé hægt að ganga án þess að útrýma stofni. Þrátt fyrir að möguleg uppbygging fiskistofna hafi verið metin í gegnum tíðina hafa ekki verið gerðar rann- sóknir á því hvernig fjöldi fiska breytist eftir hrun stofns. Hutchings telur að það séu fá gögn sem bendi til þess að fiskistofnar nái sér fljótt eftir að hafa átt undir högg að sækja í lengri tíma, en menn hafa talið í gegnum tíðina að fiskistofnar ættu heldur auðvelt með að jafna sig eftir mikla sókn. Hutchings segir að greining hans á 90 fiskistofnum, þar á meðal þorsks og lúðu, bendi til þess að stofnarnir hafi lítið sem ekkert stækkað á þeim 15 árum sem liðin eru frá því að hrygningarstofn þeirra minnkaði um 45-99%. Þrátt fyrir að yfirleitt sé hægt að bæta fyrir ofveiði á einni tegund telur Hutchings að sá tími geti verið verulega langur. Það er því álit Hutchings að það væri hættulegt að undanskilja fiskistofna frá þeim mæhkvarða sem notaður er til að meta hættu á útdauða og það væri ekki í samræmi við ábyrga fiskveiði- stjórnun og varðveislu lífmassans. Þola ekki þulinn BANDARÍSKIR fiskimenn hafa upp á síðkastið mátt hlusta á nýja rödd flytja veðurskeyti í útvarpinu. Nýi þulurinn, Sven að nafni, er tölvurödd sem hefur undanfarið leyst „gömlu“ þulina af hólmi við htla hrifningu sjó- mannanna og telja mætti líklegt að þeir hættu að hlusta á veðurfréttimar ef þær væru þeim ekki jafn mikilvæg- ar og raun ber vitni. „Þegar maður hlustar á veðurskeytin undir hávað- anum frá vélinni hljómar þetta eins og plata sem er spiluð aftur á bak. Eg þoli það ekki,“ segir Arthur Pierce frá Maine. Næstavor reiknarbandaríska veðurstofan með því að Sven leysi alla þula af hólmi en þá gefst veðurfræð- ingum betri tími til að útbúa spár sín- ar auk þess sem spámar verða fljótari að fara í loftið. A1 Wheeler, yfirmaður veðurstofunnar, skilur kvartanir sjó- manna vel þar sem hann hefur játað það opinberlega að rödd Svens fari verulega í taugamar á sér. Það era þó aðrir sem taka þessa breytingu ekki eins alvarlega og finnst þetta umtal fyndið. „Mér er svo sem alveg sama hvort þulurinn hljóm- ar eins og Amold Schwarzenegger eða Maria Shriver svo lengi sem veð- urspáin er rétt,“ segir Dave Cousens sjómaður. GDÆLUR Öflugur valkostur r útgerð vinnslu Orugg þjónusta við w sjávarútveginn v Sími 568 1044 Öflugt og vel opið dæluhjól með karbítnnífum VönduS kapalþélting Yfirhitovörn Níðsterkur rafmótor 3x380 volt 3x220 volt LANDAÐ Á NORÐURFIRÐI MorgunblaðifVJón G, Guðjónsaon Hvorki meira né minna en 26 bátar komu inn á Norðurfjörð í brælu fyrir skömmu og lönduðu 35 til 40 tonnum af handfærafíski. Kandís hf. kaupir netagerð í Kanada Hampiðjan og tt • =s • \t j. a Netagerð Vest- Hampiðjan og Netagerð fjarða hafa stofn- Vestfjarða helztu eigendur Sagieðigna£Ss' ehf., sem hefur keypt meirihluta hlutafjár í fyrirtækinu Rope, Net & Twine Ltd. í St. John’s á Nýfundnalandi í Kanada. R, N & T er gamalgróið fyrirtæki sem hefur verið í veiðarfæraþjónustu lengi og er virt á Nýfundnalandi. Eig- endur þess vora bræðurnir David og Poul Crosbie, vel þekktir menn í við- skiptalífi landsins. Kandís keypti 80% hlutafjár í fyrir- tækinu og eiga bræðurnir 20% á móti félaginu. R, N & T er þekkt fyrir fram- leiðslu sína á rækjutrollum fyrir strandveiðiflota Nýfundnalands og hefur fyrirtækinu verið stjórnað af Bob Kelly í St. John’s. Hann er þekktur fyrir hönnun sína og fram- leiðslu á togveiðarfærum fyrir 15-25 metra báta þeirra heimamanna. Áð- ur fyrr var fyrirtækið í samvinnu við Cosalt í Bretlandi, en svo vill til að Cosalt er umboðsaðili Hampiðjunnar í Bretlandi. Síðar tengdust ísfell hf. og R, N &T og stóð sú samvinna í nokkur ár. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins verður David Kelly, neta- gerðarmaður og viðskiptafræðingur. Markaðsstjóri fyrir erlend veiðiskip verður Rafn Svan Svansson, fyrrver- andi skipstjóri. Nýtt hús keypt í framhaldi af kaupum Kandís á R, N &T var keypt 800 fermetra hús í bænum Spaniards Bay, sem liggur á milli Harbour Grace og Bay Roberts, helstu löndunarhafna rækjutoga- ranna sem stunda veiðar á Flæmska hattinum. Með opnun netaverkstæð- is þar er stefnt að því að auka þjón- ustu við þá 100 togara frá fjölda landa, sem veiða á Flæmska hattin- um, og auka samband við útgerðir frá Labrador og Nova Scotia. Húsnæðið í Spaniards Bay hefur nú allt verið endurnýjað að innan og hófst starfsemi þar í lok júnímánað- ar. Þar er til húsa netaverkstæði með uppsetningu nýrra trolla, góðri að- stöðu til viðgerða og geymslu á eldri trollum og alhliða þjónustumiðstöð fyrir flotann, þ.m.t. sala á hleram, lásum, víram, hreinsiefnum, umbúð- um og fatnaði og öðram þeim hlut- um, sem flotinn hefur þörf fyrir. Rope, Net & Twine mun halda áfram rekstri netaverkstæðis í St. John’s og þar verður einkum þjón- usta fyrir strandveiðiflotann. Alls vinna núna 12 manns hjá R, N &T, þar af að jafnaði tveir íslenzkir neta- gerðarmeistarar, sem leiða vinnuna, stjórna kynningu á nýrri tækni í veiðarfæragerð og annast kynningu á nýjum efnum til notkunar í togveið- arfæri. „Miklir möguleikar era til staðar fyrir fyrirtæki í veiðarfæraþjónustu á Nýfundnalandi," segir Órn Þor- láksson, sölustjóri hjá Hampiðjunni, í samtali við Verið. „Tæknin sem þar er notuð er 10 til 15 áram á eftir því sem gerist hér á landi og eins er brýnt að unnið verði að kynningu á betri meðferð afla og virðingu fyrir verðmætum. Það má segja að sjávarútvegurinn skili sínu á Nýfundnalandi. Þegar þorskveiðar hrandu fyrir 10 áram blasti við afar alvarlegt ástand og mörg byggðalög fóra illa út úr því ástandi efnahagslega. Nú er svo komið að útflutningsverðmæti rækju, krabba o.fl. tegunda vegur hátt í verðmæti þess sjávarfangs sem áður var flutt út svo umskiptin hafa verið mikil á síðustu áram, en færri hendur koma að verki. Því er enn þá mikið atvinnuleysi á Nýfundnalandi og ástandið víða slæmt,“ segir Örn. Valgerður Sverrisdóttir klippir á borðann í lok september mun íslenzk sendinefnd á vegum viðskiptaráðu- neytisins undir forystu Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, halda til Nýfundnalands og Nova Scotia. Þá munu verða haldnar kaupstefnur í St. John’s og Halifax og munu um 30 íslenzk fyrirtæki taka þátt í henni á báðum stöðum. I tengslum við kaupstefnuna mun R, N & T opna formlega starfsemi sína í Spaniards Bay þ. 26. september og mun viðskiptaráðherra Islands, Val- gerður Sverrisdóttir, klippa á borð- ann. Þangað mun verða boðið helztu tengiliðum í sjávarútvegi á Nýfundna landi og fleiri greinum og íslenzkur iðnaður kynntur. Nokkur íslenzk fyrirtæki hafa þeegar opnað söluskrifstofur á þessum slóðum auk Hampiðjunnar og má þar nefna Eimskip, Nasco, Icedan, Útflutn- ingsráð Islands, Icetech, 3X, Canlce o.fl. Gengið frá kaupum á Rope, net & twine. Frá vinstri: Michel Crosbie, lögfræðingur, Öm Þorláksson, Hampiðjunni, og meðeigendurnir David Crosbie og Poul Crosbie. Unnið að endurbótum á húsnæði netagerðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.