Morgunblaðið - 30.08.2000, Side 10

Morgunblaðið - 30.08.2000, Side 10
10 C MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Um fiskmari<aðina þrjá hér syðra fóru alls 147,4 tonn af þorski í síðustu viku. Um Fiskmarkaðinn hf. í Hafnarfirði fóru 7 tonn og meðalverðið var 134,29 kr./kg., um Faxamarkað fóru 87 tonn á 107,82 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 53,2 tonn á 139,16 kr./kg. Af karfa voru seld 14,6 tonn. [ Hafnarfirði á 53,06 kr./kg. (230 kg), á Faxamarkaði á 59,35 kr/kg (5,81) og á Fiskmarkaði Suðurnesja á 65,78 kr./kg (8,51). Af ufsa voru seld 16,8 tonn. í Hafnarfirði á 36,95 krVkg (2,01), á Faxamarkaði á 43,67 kr./kg (2,51), en á 42,45 kr./kg (12,31) á Fiskmarkaði Suðurnesja. Af ýsu voru alls seld 46,9 tonn. Á Fiskmarkaðnum hf. í Hafnarfirði á 138,8 kr./kg (2,21), á Faxamarkaði á 103,48 kr./kg (14,11) og á 131,44 kr./kg (30,61) að meðaltali á Fiskmarkaði Suðurnesja. Ufsi 29.v| 30.v 31 .v 3» 33.v 34.v Karfi Kr./kg 80 .v 32.v 33.v 34.v Fiskverð ytra h Þorskur«"""» Karfi«"""» Ufsi»»m» ÝsaSkarkoii*"" Ekki bárust upplýsingar um fisksölu á markaði í Þýskalandi í 34. viku, en fyrstu tvo daga þessarar viku voru seld 56,7 tonn af karfa á fiskmarkaði í Bremerhafen á 93,89 kr./kg að meðaltali. Engar upplýsingar bárust um sölur í Bretlandi í 34 viku. Aukin framleiðsla hjá öllum helstu laxeldisþjóðunum LAXELDI hefur verið í gífur- legum vexti undanfarin ár en á síðasta ári voru framleidd 790.000 tonn á heimsvísu sem er 15% aukning frá árinu áður. Reiknað er með því að 865.000 tonn verði alin af Atlantshafslaxi í ár og er það 9% aukning frá 1999. Meiri vöxtur síðari hluta ársins Á tímabilinu 1998-1999 jókst fram- leiðsla eldislaxs um 15% og á sama tíma hélst verð nokkuð stöðugt á helstu mörkuðum. Þessi vöxtur og stöðuga verð gefa vísbendingu um 15% markaðsvöxt. Mat á framleiðslu eldislax í ár bendir til að framleiðslu- aukning verði minni en 10% milli 1999 og2000. Sökum þess að markaðsvöxt- urinn er um 15% en framleiðsluaukn- ingin aðeins 10% hefur verð á laxi hækkað það sem af er árinu. Stærsti markaðurinn, lönd Evrópusambands- ins, hafa keypt 60% af heimsfram- leiðslunni en verðið á eldislaxi er 20% hærra það sem af er þessu ári heldur en á fyrstu mánuðum þess síðasta. Reiknað er með því að minna magn Atlantshafslax verði flutt til Japans í ár en í fyrra sökum aukinnar sam- keppni frá silungi og coho. Hátt markaðsverð bæði í Bandaríkjunum sem og Evrópu gæti haft þau áhrif að enn minna magn af laxi verði flutt til Japan. Aukin framleiðsla síðari hluta árs Norðmenn höfðu framleitt 173.000 tonn í lok júní sem er 2.000 tonnum meira en á fyrra ári eða 1% meira. Fóðursala á sama tímabili heíúr hins vegar aukist um 8-9% milli ára og bendir það til þess að lífmassi sem enn er í ræktun hafi aukist h'tillega milli ára. Því er spáð að heildarfram- leiðsla Norðmanna á laxi í ár verði 445.000 tonn og ef þær tölur standast verður framleiðslan það sem af er ársins 272.000 tonn. Það er aukning um 13% frá íyrra ári en þá var fram- leiðslan á sama tíma 241.000 tonn. Þess ber þó að gæta að ef litið er á líf- massan sem enn er í ræktun, upp- skeruna fram að þessu og magn fóð- urs sem notað hefúr verið bendir það til þess að spámar hafi verið of háar. í lok maí höfðu 10.000 tonn verið al- in af laxi í Færeyjum og er það nokk- um vegin sama magn og árið á undan. Fóðumotkun var svipuð og árið á undan en seiðasleppingar gefa þó vís- bendingar um að uppskeran verði meiri á seinni hluta ársins ef miðað er við fyrra ár. Seiðum sem sleppt var haustið 1998 og vorið 1999 verður slátrað í haust en alls var 14,5 milljón- um seiða sleppt þá. í Bretlandi gefur aukin fóðursala til kynna að framleiðsluaukning sé um 13% á fyrri hluta ársins. Aðstæð- ur til eldis hafa verið góðar undan- fama mánuði og hefur fiskurinn verið stærri en venja er. Auk góðra að- stæðna hafa eldisbændur reynt að ala stærri fisk og hefur það skilað sér í aukinni framleiðslu án þess að fleiri seiðum hafi verið sleppt. Reiknað er með því að heildarfram- leiðslan á Irlandi aukist um 15-20% milli ára og verði þá 22.000 tonn. Eins og víða annars staðar er reiknað með því að meirihluti aukningarinnar verði síðari hluta ársins. í Kanada hefur framleiðsluaukningin frá jan- úar fram í apríl mælst 5-10% á milli ára og er það lægra heldur en reiknað var með. Útflutningstölur í lok apríl benda til þess að 30% framleiðslu- aukning sé á laxeldi í Chile miðað við fyrra ár en reiknað er með því að aukningin yfir árið verði um 25%. Evrópumarkaður styrkist Á tímabilinu frá maí og fram í júní styrktist evran verulega samanborið við Bandaríkjadal og japanska jenið og að sama skapi veiktist Bandaríkja- dalur samanborið við jenið. Þessar gengisbreytingar hafa það í för með sér að Evrópumarkaðurinn styrkist verulega samanborið við þann jap- anska og bandaríska. Meðalverð fyrir 3-4 kílóa lax á franska markaðnum í maí og júní 1999 var um 26 franskir frankar kílóið en á sama tíma í ár var verðið 35 franskir frankar kílóið. Munurinn samsvarar 35% hækkun. Verðið hef- ur þó lækkað h'tillega undanfamar vikur og stafar það af því að fiskur af 1999 kynslóðinni er að koma inn á markaðinn í auknum mæli. Meðalverð í maí og júní á banda- ríska markaðnum íyrir 3-4 kílóa lax var um 2,7$ pundið en 2,45$ á sama tíma í fyrra. I apríllok hafði framboð af laxi á Bandaríkjamarkaði aukist um 17% samanborið við sama tíma 1999, en svona mikil framboðsaukn- ing og hækkandi verð benda til auk- innar eftispumar. Á Tsukiji-markaðnum í Japan var meðalverðið fyrir 3-4 kílóa lax um 775 jen kílóið í maí og júní. Það er lækkun um 6% en á sama tíma í fyrra var verðið 825 jen og 1000 jen 1998. í lok maí hafði framboðið á Japansmarkaði dregist saman um 17% frá fyrra ári, fyrst og fremst vegna minni innflutn- ings frá Noregi. Framleiðsluspár benda til þess að helstu framleiðsluþjóðirnar séu að framleiða meira á síðari hluta ársins en þeim fyrri ef miðað er við árið 1999. Sérstaklega er reiknað með því að Noregur, Bretland, írland og Færeyjar auki við sig á síðari hluta ársins en allar flytja þessar þjóðir megnið af sinni framleiðslu til landa Evrópusambandsins en sá markaður hefur verið að styrkjast að undan- fömu. Eldi á Atlantshafslaxi: Framleiðslulönd Land 1998 þús. tonn 1999 þús. tonn Breyting 2000 þús. tonn Breyting Noregur 343 410 20% 445 8% Bretland 112 120 7% 120 0% Chíle 102 104 2% 130 25% Kanada 58 62 7% 68 10% Færeyjar 19 36 90% 40 11% Bandaríkin 21 23 10% 24 4% írland 17 19 12% 22 15% Ástralía 10 9 11% 9 10% fsland 5 4 - 4 0% Önnur ríki 4 5 25% 5 0% Samtals 691 792 15% 867 9% Markaðslönd 1998 Land þús. tonn 1999 þús. tonn Breyting 2000 þús. tonn Breyting ESB-ríki 405 451 11% 494 9% Bandaríkin 146 169 16% 196 16% Japan 40 63 56% 55 -12% Önnur lönd 97 109 14% 120 10% Samtals 688 792 15% 865 9% Veiðarfæri Afli íslenskra skipa eftir veiðarfæraflokkum íjúlí 2000 Veiðarfæri A línu og handfæri í net í togveiðarfæri í nót í önnur veiðarfæri Magn, tonn 9.798 799 77.636 90.254 9 SAMTALS 178.496 tonn Mun meiri kolmunni FISKISKIPAFLOTI landsmanna bar alls 178.496 tonna afla að landi í júlímánuði sl., en 129.274 tonn í sama mánuði si'ðasta árs. Mest vciddist í nót eða 90.254 tonn, nán- ast eingöngu loðna, sem er nærri 30 þúsund tonnum meiri nótaveiði en í júlí 1999. í togveiðarfæri veiddust alls 77.636 tonn, þar af 45.910 tonn af koimunna. I júlí í fyrra veiddust 56.839 tonn í togveiðarfæri, þar af tæp 22 þúsund tonn í kolmunna. Línu- og handfærabátar fengu alls 9.798 tonna afla í júlí, sem er nánast sama magn og í sama mánuði á síð- asta ári. Þá komu alls 799 tonn í netin í júlí, langmest þorskur eða 507 tonn, en netaflinn var 524 tonn í'júlímánuði á síðasta ári. Vinnslustig Afli íslenskra skipa eftir vinnslustigi við löndun ttjg f júli 2000 n£ awth Magn Landað óunnið 160.109 tonn Landað unnið 16.677 tonn Sett í gáma 1.710 tonn Sigling Otonn SAMTALS 178.496 tonn UM 90% af heildarfiskafla lands- manna í júlfmánuði var landað óunnum, eða samtals 160.109 tonn- um. Munar þar mestu um loðnu- og kolmunnaaflann sem fór til bræðslu. I sama mánuði si'ðasta árs fóru um 85% heildaraflans óunnin í land en þá var loðnu- og kolmunna- veiðin talsvert minni. Alls var land- að um 16.677 tonnum af unnum fiski í júlí sl., mest af úthafskarfa eða 6.285 tonnum en um 3.910 tonn- um af þorski og 2.375 af karfa. Þá voru um 1.710 tonn flutt út í gám- um, sem er 664 tonnum minna en í júlí í fyrra. Mest var flutt út af þorski og ýsu í gámum. Ekkert var um siglingar íslenskra fiskiskipa á erlenda markaði í júlímánuði, sam- kvæmt tölum Hagstofunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.