Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
E-RIÐILL:
Hamburger SV - Juventus..........4:4
Tony Yeboah 17, Mehdi Mahdavikia 65,
Hans-Jörg Butt 72 víti, Niko Kovae 82 - Ig-
or Tudor 5, Filippo Inzaghi 36,53,88 víti
Panathinaikos - Deportivo Coruna.1:1
Krzyztof Warzycha 29 - Nourredine
Naybet 84 - 52,000
F-RIÐILL:
Helsingborg - Bayern Munehen....1:3
Bjöm Johansen 90 - Mehmet Scholl 7, Has-
an Salihamidzic 48, Carsten Jancker 54 -
12,623
Rosenborg - París SG............3:1
Örjan Berg 17, Frode Johnsen 62, Bent
Skammelsrud 90 víti - Christian 7 -13,921
G-RIÐILL
Manchester Utd. - Anderlecht....5:1
Andy Cole 15, 50, 72, Denis Irwin 29 víti,
Teddy Sheringham 42 - Jan Koller 55 -
62,749
PSV Eindhoven - Dynamo Kiev.....2:1
Theo Lucius 39, Amold Braggink 52 - Max-
im Shatskikh 6 - 28,000
H-RIÐILL
AC Milan - Besiktas.............4:1
Franceseo Coco 36, Oliver Bierhoff 44,
Andriy Shevchenko 45 víti, 77 - Havutcu
Tayfur 20víti.
Barcelona - Leeds...............4:0
Rivaido 8, Frank de Boer 18, Patrick Kui-
vert 74,84 - 90,000
England
1. deild:
QPR - Gillingham................2:2
Sheff. Wed. - Nott. Forest......0:1
2. deild:
Stoke - Oxford..................4:0
■ Walsall er með 16 stig, Cambridge 14,
Bury 14, Reading 13, Wigan 13, Wycombe
12 og Stoke 11. Wigan og Stoke era með
leik minna en hin liðin.
ÓL í Sydney
KARLAR
A-RIÐILL:
Ástralía - Ítalía...............0:1
■ Andrea Pirlo, leikmaður Inter, tryggði
ítölum sigur.
Nígería - Honduras..............3:3
C-RIÐILL:
Kamerún - Kúveit................3:2
Bandaríkin - Tékkiand.......-....2:2
KONUR
A-RIÐILL:
Svíþjóð - Brasilía..............0:2
Astralía - Þýskaland............0:3
■ Inka Grings, Bettina Wiegmann og
Renate Lingor skoraðu mörk þýska liðsins.
isisport.is
Jákvæð ferð,þjálfara
Salzburg til íslands
HANS Backe, þjálfari austurríska knattspyrnufélagsins Salz-
burg, virðist hafa verið ánægður með það sem hann sá til
Andra Sigþórssonar í leik KR gegn ÍBV síðasta sunnudag.
Forráðamenn Salzburg hafa þó ekki gert upp hug sinn um
hvort Andri sé sá leikmaður sem þeir eru að leita að.
Á heimasíðu Salzburg er sagt að ferð Backe til íslands hafí
verið mjög jákvæð. Hann sé þó enn með 2-3 aðra sóknarmenn
í sigtinu og gefí ekkert upp um hvern hann vilji fá fyrr en
hann liafí séð til þeirra allra. Skilaboð forseta félagsins, Giint-
ers Kronsteiners, eru sögð mjög skýr. Hann vill að sá sóknar-
maður sem verður keyptur sé maður sem fari beint í liðið og
leiki þar stórt hlutverk.
Eria í banni
en Rósa
kemur inn
Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í
kvennaknattspyrnu, valdi í gær
16 manna leikmannahóp sem fer til
Búkarest til að leika gegn Rúmeníu
þann 21. september. Leikið verður
síðan heima þann 30. september.
Leikirnir eru afar mikilvægir fyrir
ísland þar sem liðið þarf að sigra til
að halda sér í efsta styrkleikaflokki
Evrópu.
Erla Hendriksdóttir leikur ekki
með þar sem hún tekur út leikbann
en Rósa Júlía Steinþórsdóttir kemur
að nýju í hópinn en hún var í leik-
banni gegn Úkraínu í síðasta leik.
Erna B. Sigurðardóttir kemur einn-
ig inn í 16 manna hóp en hún hefur
ekki leikið A-landsleik þrátt fyrir að
hafa verið áður í leikmannahópi ís-
lands. Elín Jóna Þorsteinsdóttir sem
var í leikmannahópnum gegn Úkr-
aínu er ekki í hópnum að þessu sinni.
Sextán manna leikmannahópur er
þannig skipaður:
Knattspyrnuþjálfari óskast
Markverðir eru Þóra Helgadóttir,
Breiðabliki og María B. Ágústsdótt-
ir, Stjörnunni. Aðrir leikmenn eru
Erna B. Sigurðardóttir, Helga Ósk
Hannesdóttir, Laufey Ólafsdóttir,
Margrét Ólafsdóttir og Rakel Ög-
mundsdóttir úr Breiðabliki. íris Sæ-
mundsdóttir, ÍBV og Katrín Jóns-
dóttii-, Kolbotn. Ásthildur
Helgadóttir, Guðlaug Jónsdóttir,
Guðrún S. Gunnarsdóttir og Olga
Færseth úr KR og Ásgerður Ingi-
bergsdóttir, Rósa Júlía Steinþórs-
dóttir og Rakel Logadóttir úr Val.
Reuters
Marc Overmars, hollenski sóknarmaðurinn hjá Barcelona, í baráttu
við Gary Kelly, varnarmann Leeds, á Nou Camp í gærkvöld.
Tveir með þrennu
á markaregnskvöldi
HK óskar eftir yfirþjálfara fyrir yngri flokka
sína í knattspyrnu, sem jafnframt þjálfar tvo
eða fleiri flokka sjálfur. Hann þarf að geta haf-
ið störf 1. október.
Áhugasamir vinsamlegast hafi samband í síma
898 8009 eða á netfangið vs@mmedia.is. Allar
upplýsingar um félagið, starfsemi þess og upp-
byggingu er að finna á HK-vefnum, www.hk.is
Unglingaráð knattspyrnudeildar HK
HÓPA- 0G
FIRMAKEPPNI
f knattspyrnu verður haldin á vegum knd.
Aftureldingar laugardaginn 16. september.
Gefandi verðlauna er Flugfélagið Atlanta. Veitt verða
verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin. Aðalverðlaun
keppninnar eru 10 flugmiðar, farandbikar og bikar.
Vegleg verðlaun fyrir 2. og 3. sætið.
Verð 15.000 kr.
Keppni hefst kl. 10.00 og lýkur ca kl. 17.00.
Leikmönnum í úrvals- og fyrstu deild er ekki heimilað
að taka þátt f þessari keppni.
Skráning f sfmum 891 6320, Halldór, og 699 8633, Guðjón.
MANCHESTER United vann stórsigur á Anderlecht, 5:1, á Old Trafford í
fyrstu umferðriðlakeppni meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Andy Cole
skoraði þrennu fyrir United og varð þar með markahæsti leikmaður liðsins
frá upphafi í Evrópukeppni og sló þar með út gamalt met Denis Law. Ryan
Giggs var afgerandi á kantinum í fyrri hálfleik og fiskaði meðal annars
vítaspyrnu.
Belgarnir minnkuðu muninn í 4:1 og
þrátt fyrir að markið væri verð-
skuldað kveikti það ekki nægjanlega í
þeim og áður en yfir lauk juku Englend-
ingarnir muninn enn meir. „Andy Cole
er á svakalegu flugi þessa dagana. Ryan
Giggs var einnig afgerandi og varnar-
menn Anderlecht áttu engin svör við
leik hans,“ sagði Aiex Ferguson ánægð-
ur í leikslok.
Rivaldo gaf félögum sínum úr Barcel-
ona tóninn er hann skoraði glæsilegt
mark í byrjun leiks í 4:0 sigri á Leeds.
Leeds átti engin svör við Spánverjunum
sem léku á als oddi í sóknarleik sínum.
Patrick Kluivert gekk endanlega frá
Leeds með tveimur mörkum sem komu
um svipað leyti og Leeds gerði sig lík-
legt til að bíta frá sér fyrir framan
90.000 eldheita áhorfendur. Fjóra leik-
menn vantaði í byrjunarlið Leeds. „Eg
er ekki að reyna að afsaka mig en hefð-
um við haft alla bestu leikmennina okkar
gætum við hafa gert betur,“ sagði David
O’Leary knattspyrnustjóri Leeds.
Filippo Inzaghi skoraði þrennu, þar á
meðal úr vítaspyrnu, þegar tvær mínút-
ur voru eftir til að tryggja Juventus 4:4
jafntefli gegn Hamburger SV.
Hamburger, sem er aftur komið í keppni
þeirra bestu í Evrópu eftir 17 ára hlé,
sýndi snilldarleik eftir að lenda 3:1 und-
ir. Liðið gafst aldrei upp, skoraði þrjú
mörk í röð og komst yfir, 4:3, áður en
Hamburger náði að jafna eftir að
Inzaghi var felldur í teignum. „Pað er
ekki oft sem maður nær sér eftir að
lenda 3:1 undir gegn jafngóðu liði og
Juventus. Ég er fúll yfir vítinu í lokin.
Við vitum allir að Inzaghi dettur glæsi-
lega,“ sagði Frank Pagelsdorf, knatt-
spymustjóri Hamburger.
Panathinaikos, lið Helga Sigurðsson-
ar, gerði 1:1 jafntefli við Deportivo la
Coruna í Grikklandi. Grikkirnir komust
yfir í leiknum og hefðu auðveldlega get-
að gert út um leikinn þar sem þeir fengu
fjölda færa en nýttu ekki. Þeim var refs-
að rétt fyrír leikslok þegar Spánverjarn-
ir jöfnuðu. Helgi lék ekki með Pan-
athinaikos.
AC Mílan átti náðugan dag gegn Bes-
iktas og sigraði auðveldlega 4:1. Mílan
var betri aðilinn frá byrjun en Tyrkirnir
komust óvænt yfir með marki úr víta-
spyrnu. Mílan jafnaði stundarfjórðungi
síðar og tóku öll völd og var sigurinn
sanngjarn.
Ámi varði vel
útu, , komst Robert í galopið
færi við mark norska liðsins
en aftur var Árni vel á verði og
varði frábærlega. Eftir það
hafði hann ekki mikið að gera
því Rosenborg hafði umtals-
verða yfirburði í síðari hálf-
leiknum og bætti við tveimur
mörkum. I umsögn um leikinn
á heimasíðu Rosenborg segir
að þó útispilarar liðsins hafi
staðið sig mjög vel megi ekki
gleyma Arna sem hafi gripið
inn í leikinn á afgerandi hátt.
Stórsigur Stoke
STOKE burstaði Oxford 4:0 í ensku 2. deildinni í
knattspymu í gærkvöld og skoruðu Stefán Þór Þórð-
arson og Bjarni Guðjónsson tvö fyrstu mörkin. Stef-
án skoraði með góðu skoti á 22. minútu og Bjarni eft-
ir fyrirgjöf frá Tony Dorigo tíu mínútum síðar.
Marvin Robinson, sem Stoke fékk að láni frá Derby
fyrr í vikunni, lét síðan til sín taka því fyrst skaut
hann í slá og James O’Connor fylgdi eftir og skoraði
og siðan skoraði Robinson sjálfur ljórða markið með
skalla. Bjarni og Brynjar Björn Gunnarsson léku all-
an leikinn með Stoke en Stefán aðeins fyrri hálfleik-
inn. Stoke er komið í 7. sæti með 11 stig og á leik til
góða á liðin sem eru fyrir ofan á töflunni.
Arni Gautur Arason átti
mjög góðan leik í marki
Rosenborg, norsku meist-
aranna, þegar þeir unnu
glæsilegan sigur á Paris St.
Germain frá Frakklandi, 3:1, í
meistaradeild Evrópu en leik-
ið var í Þrándheimi.
Strax á 7. mínútu varði Árni
snilldarlega frá Nicolas An-
elka úr dauðafæri en Christian
fylgdi eftir og skoraði. Örjan
Berg jafnaði fyrir Rosenborg
skömmu síðar, 1:1. Á 35. mín-