Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Meidd- istí sturtu STURTUSLYS kom í veg fyrir að enski dómarinn Wendy Toms, dæmdi leik Kína og Nígeríu á Bruce Stadium í dag. Toms slasaðist á ökkla í baðherbergi á hótelherbergi sínu og eftir að hafa gengið í gegnum próf hjá lækni Alþjóða knattspyrnu- sambandsins, Bert Mandelbaum, var hún dæmd úr leik. Óhappið í sturtunni mun þó ekki algjörlega koma í veg fyrir þátttöku Toms á Ólympíuleikunum, þar sem talið er að hún muni jafna sig áður en leikunum lýkur og mun henni verða úthlutað verkefnum síðar á leikun- um. Þær fjórar borgir sem hófu Ól- ympíuleikana óformlega í gær, Can- jjerra, Melbourne, Brisbane og ♦Adelaide, settu á svið glæsilegar sýningar á knattspyrnuvöllum sín- um. A hverjum stað var sett upp sýn- ing með þátttöku fjölda barna og ful- lorðinna þar sem hver og ein borg fagnaði Ólympíuleikunum á sinn hátt. Guðrún Arnardóttir flettir hér áströlsku dagblaði í gær, þar sem stund var á milli stríða við æfing- ar. Með henni er þjálfari hannar, Paul Doyle. ham Gísli gripinn með byssu í ólympíuþorpinu ÞAÐ varð uppi fótur og fit hjá vopnaeftirlitsmönnum í ólympíuþorpi íþróttamanna á dögunum þegar í Ijós kom að Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars Magnússonar, var með byssu í tösku sinni þeg- ar hann kom þangað í heimsókn á dögunum. gg er alltaf með startbyssu í töskuimi minni, það er einn af nauðsynlegum hlutum sem þjálfari verður að vera með,“ sagði Gísli þegar hann var spurður um atvikið sem varð til þess að ■ honum var meinaður aðgangur að þorpinu um tíma á meðan yfrrmað- ur eftirlitsins var kallaður á vett- vang. IvarBene- diktsson skrífar frá Sydney „Þegar ég fór í heimsókn í þorpið á dögunum gleymdi ég að taka startbyssuna úr töskunni og skilja hana eftir á öruggum stað í Woll- ongong. Síðan varð allt vitlaust í vopnaeftirlitinu þegar starfsmenn sáu hana í töskunni minni er hún var skoðuð áður en ég fór inn í þorpið. Ég neitaði í fyrstu enda hafði ég gleymt því að byssan var með í för. Síðan varð ég að játa á mig sakir þegar mér var sýndur gripurinn. Þá útskýrði ég ástæður þess að ég var með byssuna og það var allt tekið gott og gilt að öðru leyti en því að byssan var gerð upp- tæk þar sem ég hafði ekkert leyfi fyrir henni, en slíkt er víst nauð- synlegt. En á meðan eftirlitsmenn- irnir biðu eftir yfirmanni sínum í um stundarfjórðung voru þeir með hönd á eigin byssu, stóðu gleiðir og voru tilbúnir í allt á meðan ég sat og beið eftir úrskurði um hvað gera skyldi og hvort ég fengi að halda áfram ferð minni inn í þorpið, að sjálfsögðu byssulaus. Síðan kom yf- irmaður vopnaeftirlitsins og hann var hinn almennilegasti eftir að hafa fengið skýringu hjá mér á því hvernig stæði á startbyssunni í bakpokanum mínum. Ég hef ferðast með þessa byssu út um allan heim og aldrei hefur orðið neitt mál út af henni fyrr en nú. Hins vegar var mér það ljóst þegar ég lagði af stað með hana frá Islandi að það myndi ekki þýða að taka hana með inn í ólympíuþorpið, en það var hreinn og klár klaufa- skapur af minni hálfu að taka hana ekki upp úr áður en ég fór í þessa heimsókn. Það er hið versta mál fyrir mig að tapa byssunni, nú verð ég að kaupa mér nýja þegar heim verður komið,“ sagði Gísli. TVEIR ísienskir fijálsíþrótta- menn, Magnús Aron Hallgrimsson og Vala Flosadóttir, voru kölluð í lyfjapróf hjá Alþjóða frjáisíþrótta- sambandinu tveimur dögum eftir að þau komu í æfingabúðir til Ástralíu í byrjun þessa mánaðar. Þar var á ferðinni hefðbundið lyfjapróf, þ.e. tekin voru þvagsýni. Enginn ísiensku frjálsíþrótta- mannanna hefur hins vegar kailað- ur í nýju lyfjaprófin sem tekin voru upp á dögunum þar sem blóðsýni eru tekin vegna rannsókna á svok- ölluðu EPO-efni sem grunur leikur á að íþróttamenn í ýmsum út- haldsgreinum hafi notað víðsvegar í heiminum undanfarin ár. Guðrún í hnapp- helduna GUÐRIJN Arnardóttir hefur í mörg horn að líta um þessar mundir vegna Ólympíuleikanna og strax að þeim loknum tekur við undirbúningur annars verk- efnis, þ.e. eigin brúðkaups. Hún ætlar að ganga upp að altarinu í Digrancskirkju 21. október og ganga þar að eiga kærasta sinn, sleggjukastarann Jay Harvard. Harvard er fæddur og uppalinn í Georgíuríki í Banda- ríkjunum en þar hefur Guðrún dvalið við æfingar og nám und- anfarin ár. Hugs- aði sig ekki um tvisvar „ÞETTA er í mínum aug- um mikil virðingarstaða og mér þótti verulega vænt um að vera boðið að vera fánaberi Islands við Isetningarathöfinina, al- gjör draumastaða," sagði Guðrún Arnardóttir, en hún verður fánaberi ís- lensku íþróttamannana við setningarathöfn Ól- ympi'uleikanna á föstu- dag. „Ég þurfti ekki að hugsa mig um þegar farið J var þess á leit við mig að Itaka að mér þetta virð- ingarstarf, ég gaf hik- laust jákvætt svar um hæl,“ sagði Guðrún enn- ||l fremur, en hún er fyrsta konan sem er fánaberi ís- lands á Ólympi'uleikum, en þetta er í 22. sinn sem ísland sendir lið til keppni á leikunum. Þeir eru hins vegar haldnir í 27. sinn að þessu sinni. Vala er fimmtug- asti ólympíufarinn VALA Flosadóttir stangarstökkv- ari er fimmtugasti frjálsíþrótta- maðurinn sem tekur þátt í Olymp- íuleikum fyrir íslands hönd. Þegar hafa 49 keppt í frjálsíþrótt- um í það 21 skipti sem Island hef- ur tekið þátt í leiknum, þar af 43 karlar og 6 konur. Vala varð fyrst þeirra fjögurra nýliða sem nú skipa íslenska frjálsíþróttahópinn til þess að ná lágmarki og fær þvi þann heiður að vera 50. frjálsíþróttamaðurinn. Hinir nýliðarnir eru Martha Ernstsdóttir, Þórey Edda Elís- dóttir og Magnús Aron Hall- grímsson. Ljóst er að hlutur kvenna skánar nokkuð með Syndeyleikunum því að þeim loknum hafa 9 konur og 44 karla verið á keppnislista íslands frá upphafi. Að þessu sinni skipa konur meirihluta frjálsíþróttaliðs ís- lands á Ólympíuleikum, þær eru fjórar en karlarnir tveir. Fyrsta kona sem keppti fyrir Island í frjálsíþróttum á Ólympíuleikum var Lára Sveinsdóttir. Lára keppti í hástökki á leikunum í Miinchen 1972. Fyrstu kvenmenn- irnir sem íslands sendi til leiks á Ólympíuleika tóku þátt í sund- keppninni á leikunum 1948, það voru Anna Ólafsdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir og Þórdís Árnadóttir. Tveir í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.