Morgunblaðið - 15.09.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.09.2000, Qupperneq 1
FÖSTUDAGUR15. SEPTEMBER 2000 Á FÖSTUDÖGUM Listin að vera ósýnilegur mmmmÉm UM næstu helgi verður frumsýnd hérlendis nýjasta mynd leikstjórans Pauls Verhoeven, HollowMan eða Huldu- maðurinn og fjallar um vísindamann sem tekst að gera sjálfan sig ósýnilegan með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hlutverk hans leikur bandaríski leikarinn Kevin Bacon og þurfti hann að ganga í gegnum miklar tæknibrelluhremmingar til að sjást ekki! Bacon hefur skrifað skemmtilega dag- bók um reynslu sína af þessari óvenjulegu kvikmyndagerð og birtir Bíóblaðið í dag valin brot úr henni. 1 gegnum miklar 4/1 i i i i ■ i i i i i i i i i i i i i i i oiðiðkvl Stjörnufans í óbyggðum ÞAÐ er í nógu að snúast fyrir starfsfólk íslenska kvikmyndaiðnaðarins þessa dagana. Stórmynd- in Tom Raider með Angelina Jolie er nú tekin að hluta austur í Hornafirði og suður með sjó og víðar hefur Hal Hartley verið að taka Monster með ýmsum kunnum leikurum. Hér á síðunni kemur fram að samningar eru nú frágengnir milli Islensku kvikmyndasamsteypunnar og Zoetr- ope, fyrirtækis Francis Coppola, um gerð síðamefndu myndarinnar, og að senn er von á vestur- íslenska leikstjóranum Sturlu Gunnarssyni sem hyggst taka hér Bjólfskviðu, svo að- eins handhægustu dæmin séu nefnd. Nýleg lagabreyting mun eflaust ýta enn frekar undir þessa þróun, sem Arnaldur Indriðason gerir að umfjöllunarefni í Sjónarhorni. Nyt'I' f BÍÓ CusackI High Fidelity • Bíóhöllln, Kringlubíó og Bíóborgin frumsýna nýjustu myndina með John Cusack sem heitir High Fidelity og er byggð á samnefndri bók eftir Nick Hornby. Leikstjóri er Stephen Frears en myndin segirfrá eiganda plötu- búðarogvinum hans sem allirvita allt um tónlist. Kærasta Cusacks segir honum upp og hann tekur að skoöa líf sitt í nýju Ijósi. Furðulegt ferðalag 0Krlnglubíó, Laug- arásbíó, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Kefíavík frumsýna banda- rísku gamanmynd- ina Road Trip. Hún er með Breckin Meyrer, Seann William Scott og AmySmart i aðalhlutverkum en hún segirfrá þvt þegar nokkrirfélagar halda þvert yfir Bandaríkin til þess að bjarga ástarsambandi eins þeirra. Leikstjóri er Todd Phillips. Travolta í framtíðinni e í dag verðurgeimtryllirinn Battie- field Earth með John Travolta í aöal- hlutverki frumsýndurí Stjörnubíói og Háskólabíói. Myndin er byggö á sögu vísindaskáldskaparhöfundarins og stofnanda vísindakirkjunnar L. Ron Hubbards og segirfrá því þegar stór- vaxnargeimverurmeð Travoltaí broddi fýlkingar ætla að leggja jörð- ina í eyöi en lítill hópur upp- reisnarmanna veitir viðspyrnu. Titan A.E. e Regnboginn, Sambíóin Álfabakka og Borgarbíó Afcureyrf frumsýna í dag bandarísku teiknimyndina Titan A. E. eftir Don Bluth og Gary Oldrnan. Hún segir af hópi jarðarbúa sem lifa af eyöingu jarðarinnar og ferðast um geiminn að Títan - vélinni sem end- urskapað getur jörðina. Myndin er sýnd með fslensku og ensku tali og fara Hilmir Snær Guðnason, Pálmi Gestsson og Þórunn Lárusdóttir með helstu hlutverkin í íslensku tal- setningunni. New York Times hrífst af Englum alheimsins Morgunblaðið/Halldór Kolbeins SAMNINGUR milli íslensku kvik- myndasamsteypunnar og Zoetrope, fyrirtækis Francis Ford Coppola, um samframleiðslu bíómyndar Hals Hartleys Monster var undirritaður um síðustu helgi. Fleiri fyrirtæki í Bandaríkjunum og Evrópu leggja fé í myndina, sem kosta á rúmlega 600 milljónir króna, en hlutur Zoetrope er langstærstur. Þróun verkefnisins og undirbúningur fyrir tökur, sem nú standa yfir, hafa verið á vegum Islensku kvikmyndasamsteypunnar. Að sögn Friðriks Þórs Friðriksson- ar er hlutur hvers og eins í mynd- inni trúnaðarmál, samkvæmt samn- ingnum. „Þessi samningur er stór áfangi fyrir íslenska kvikmynda- gerð,“ segir hann. „Við erum hér komin inn á nýtt vinnusvæði, þar sem er alþjóðleg kvikmyndagerð, og myndinni er tryggð dreifing um heim allan. Hún er 90% tekin hér- lendis og tugir íslendinga hafa at- vinnu af henni.“ Tökur standa nú yfir á Reykja- nesi og víðar og á tökutímabilinu að ljúka í New York undir lok október. Aðalhlutverkin í Monster leika Englarnir á tjöld í vestri og austri Kvikmynd Frlðriks Þórs, Englar alheimsins, er sýnd á kvikmyndahá- tíðinni í Toronto, sem nú stendur yf- ir. Hún er fyrsta mynd af alls 300, sem þar eru sýndar, sem gagnrýn- andi The New York Times nefnir í grein frá hátíðinni í vikunni og hælir í hástert. Myndin er sögð snjöil og rík af andrúmslofti, frásögnin af þráhyggju, missi og hugarheimi þjáðrar aðalpersónu titrandi af innri spennu. Gagnrýnandinn minnist sérstaklega á tónlistamotkunina, ekki síst „dásamlega og þyngdar- lausa tóna íslensku poppsveitarinn- ar Sigur Rós“. Að lokum er myndin kölluð „dýrleg fúga“. Englar alheimsins er að fara í bíó- dreifingu í Hollandi, þar sem hún tekur nú um helgina þátt í keppni mynda sem byggðar eru á bók- menntaverkum. Sýningar hefjast í haust í Danmörku og Finnlandi, í Þýskalandi í janúar og Svíþjóð næsta vor. 4 Robert Burke, Baltasar Kormákur Sarah Polley, Helen Mirren og Julie Chrlstle. Morgunblaðiö/Jðn E. Gústafsson Sturla Gunnarsson: Veggspjaldið fyrir aftan hann sýnir næstu mynd hans á undan Scorn, Such a Long Journey, sem margverðlaunuð er í Kanada og víðar. Sturla gestur á kvikmynda- Vestur-íslenski leikstjórinn Sturla Gunnarsson hefur bæst í hóp gesta Kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem hefst 29. september. Sturla mun m.a. sýna nýjustu bíómynd sína, Scorn, sem fjallar um ungan mann sem ger- ist móðurmorðingi og er byggð á sönnum atburðum. Þá hyggst Sturla Gunnarsson kanna jarðveg hérlend- is fyrir tökur á Bjólfskviðu, sem er eitt af framtíðarverkefnum hans. Huldtimaðurinn fer víða Bandaríska spennumyndin Huldu- maðurinn eða Hollow Man verður frumsýnd í Sambíóunum Álfabakka og Nýja bíói Keflavík, auk Stjörnu- bíós, Laugarásbíós og Borgarbíós á Akureyri hinn 22. september, en tvö fyrstnefndu bíóin vantaði í frétt í síð- asta Bíóblaði. Með aðalhlutverkið fer Kevln Bacon, sem leikur vísinda- mann er getur gert sig ósýnilegan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.