Morgunblaðið - 15.09.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.09.2000, Qupperneq 2
2 C FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIB BÍÓBLAÐIÐ Siguröur Sverrir Pálsson Út úr myrkrinu Selma heitir aðalkarakterinn í „Dancer in the Dark" og ein- hvers staðar mun nafnið þýða „falleg sjón " sem vísar til að- aldramans í myndinni, blind- unnar, sem ógnar Selmu og syni hennar. Það var þó ekki falleg sjón sem blasti við les- endum dagblaðanna sl. föstu- dagsmorgun, daginn sem kvikmyndin var frumsýnd í dönskum kvikmyndahúsum. Oróleg myndavélahreyfing erorðin að klisju, sag- an er nánasttilfinninga- klám og poppstjaman Björk sýgurtil sín allan kraftfrá meðleikurum sínum," segir gagnrýnandi Berlingske Tidende og í Politiken er vísað í D-dag Tríers. „ Trierer í þetta skipti kominn út í öfgar, sem meira að segja hann getur ekki fengið til aö hanga saman, og „Dancerin the Dark“ er þar meö sú mynd hans sem valdiö hefur mestum vonbrigðum fram til þessa." Gagnrýnendur þessara tveggja stærstu blaöa eru sammála um margt, t.d. að Björk sé bæði styrkur myndarinnar og veikleiki í senn, myndin sé of löng og fyrstu 45 mínúturnar séu sér- staklega þunglamalegar. Þeir eru líka sammála um aö tónlist- aratriðin standi uppúr-sem er styrkleiki Bjarkar, en báðir segja að Björk leiki sjálfa sig í drama- tísku atriðunum - en ekki pers- ónuna Selmu - og í því felist vandamál myndarinnar. Politiken gefur þrjár stjömur af 6, en síðdegisblaðið BT bara 2 og er harðorðast: „Myndin er móðgun við hugsandi manneskj- urogsaurgartilfinningalíf manns." Gagnrýnandi Jyllands- posten gefur 4 stjörnur af 6 og ermunjákvæðari: „Björker auðvitaö frábær og aðrir með- leikarar sérstaklega sannfær- andi.“ Þetta minnir á þær mót- tökur sem „Gertrud“ Carís Dreyer fékk á sínum tíma, hún var rökkuð niður innanlands en fékk síðar góðar móttökur í öðr- um löndum, ekki hvað síst í Frakklandi. ítilefni affrumsýn- ingu myndarinnarvarendurút- gefin bókin um Lars von Trier eftir PeterSchepelern, sem fýrst kom út eftirfrumsýningu „Breakingthe Waves". Nú er búið að bæta í bókina frásögn- um af þremur síðustu myndum hans, „Idioterne", „D-dag" og „Dancerin the Dark". Og hvað er „D-dag"? D-dag varnefnilega í reynd D-dagur Dogmareglunnar. Þetta geröist sl. gamlárskvöld, þegar 4 dogma-reglubræöur voru með beina útsendingu samtímis á nær öllum helstu sjónvarpsstöðvum f Danmörku, þar sem hver bróðir fjarstýrði í beinni útsendingu sinni sögu og leikurum úti í bæ, og síöan varð hver áhorfandi að gerast klippari og búa til sína eigin sögu með því að nota fjarstýringuna. Vandamálið var bara það að eng- inn vissi hver sagan var eða hvaö var klippt í burtu. Það kem- ur nú fram í bókinni að Lars vill ekki eiga þetta vandræöabarn og kemur því yfir á Thomas Vint- erberg og telur þátttöku sína byggða á misskilningi. Trier gerirsérvel Ijóst mikilvægi þess að leiðrétta söguna fyrir framtíðina. Baltimore - sögur Barrys Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn ogframleiðandinn Barry Levinson er frá borginni Baltimore og hefur notað hana sem sögu- sviö í tveimur myndum sínum. Dinerfrá 1982 var myndin sem fýrstvakti at- hygli á leikstjór- anum ungum en hún fjallaöi um nokkra vini sem voru aðfull- orónast og hitt- ust reglulega á matsölustað í borginni. Avalon frá 1990 var af allt öðrum toga og sagði frá örlögum inn- flytjendafjölskyldu í borginni. Núna er Levinson að vinna við þriðju Balti- more-myndina sína en hún heitir Lib- erty Hights og mun verða frumsýnd síðará árinu. Hún segirafgyðinga- fjölskyldu og fara Ben Foster, Bebe Neuwirth og Joe Mantegna með að- alhlutverkin ásamt Adrien Brody, sem einhverjir muna kannski eftir úr The Thin Red Line. Allen, Murray og Weaver Athyglisverður leikarahópur kemur saman í myndinni CompanyMan sem búist er við að verði frumsýnd í byrjun næsta árs. Meö helstu hlutverkin í henni fara Woody Allen, sem ekki er þekkturfýrirað leika í annarra manna mynd- um, BillMurray, Denis Leary, John Turturro, Sigoumey Weaver og Ryan Phillippe. Sá síðastnefndi mun fara með hlutverk ballett- dansarans Rud- olph Nureyevs. Sagan er einnig nokkuð forvitnileg en myndin segirfrá klaufalegum mennta- Allen: Kássast upp á annarra manna jússur. skólakennara sem leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, ræðurtil þess að ráða Fidel Castro af dögum. Með hlut- verk Castros fer Anthony LaPaglia. Bale i fram- tíðartrylli Breski leikarinn Christian Bale hef- ur vakið verðskuldaöa athygli að und- anförnu en hann lék m.a. fjöldamorö- ingjann f American Psycho með eftirminnilegum hætti. Hann leikur núna fýrir John Maddení myndinni Captain Correll's Mandolin á grísku eyjunum en næsta mynd hans verður framtíöartryllirsem heitir Librium. Aðr- ir leikarar í myndinni eru Taye Diggs og Emily Watson úr Brimbroti og fleiri góðum myndum. Bale mun leika lög- reglumann í framtíðarheimi þar sem tilfinningareru bannaðarfekki ókunn- ugt efni í framtíðartryllum) en tökur eiga að hefjast í Evrópu í næsta mán- uði. Leikstjóri er Kurt Wimmerog er þetta fýrsta mynd hans. Hann hefur hins vegar skrifað kvikmyndahandrit m.a. að Sphere áriö 1998, byggt á sögu Michael Crichtons. Billy Bob skrifar handrit Leikarinn og kvikmyndagerðarmaö- urinn Billy Bob Thomton er efnilegur handritshöfundur eins og Slingblade ber með sér. Hann hefur verið upp- tekinn af þvf að leikaí hverri stór- myndinni á fætur annarri að undan- förnu en sest niðurámilli og skrifar kvik- myndahandrit. Það nýjasta heitir The Gifteöa Hæfileikinn en hann byggir það aö einhverju leyti á sögum af móður sinni og miöilshæfi- leikum hennar. SamRaimi kvikmynd- ar handritið sem segir frá því þegar kona með miöilshæfileika hjálpar lög- reglunni að hafa upp á konu sem horf- ið hefur með dularfullum hætti. Með aðalhlutverkin fara Cate Blanchett, Keanu Reeves, Giovanni Ribisi og HilarySwank. Thornton: Löggumiðill. • arhorn Kvikmynda- veriö ísland Eftir flrnald Indriðason Mikill hópur fólks frá Paramount - kvikmyndaver- __________ inu hefur verið hér á landi að undanförnu svo sem kunnugt er að kvikmynda nokkrar mínútur í nýjan spennutrylli sem byggður er á tölvuleiknum Tomb Raider. Vekurathygli að aðalleikkonan í myndinni ermeð kvikmyndatökuliðinu en hún heitir Angelina Jolie og er dóttir leikarans Jon Voight (Voight kom hingað til lands fyrir nokkrum ár- um og hitti m.a. Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi forseta íslands, lét vel afdvöl sinni og hefur ugglaustgetað sagt dóttursinni frá landi og þjóð). Er það nokkuö merkilegt (og ánægjulegt) að Jolie skuli koma til lands- ins því hingað hafa komið miklir kvikmyndahópar áður og myndað stykki í stórmyndir sínar en stjarnan setið heima. Þannigvar Roger Moore klippt- ur inn í mikla jöklasenu sem tekin var hérá landi ígamalli Bond-mynd og var óþarflega klaufalegt að sjá. ísland hefur löngum þótt hafa eitthvert annarlegt og eyðilegt landslag og birtu sem hæfirtryllum, eins furðulegt og það nú annars er; bandarískir geimfarar eins og Neil Armstrong hafa lesið úrlandinu tungl og stjörnur. Atriði úrJudge Dredd, einhverri verstu mynd SylvesterStallones (ogeraf mörgu að taka), voru tekin hérogeins var spennumynd úrgeimnum, En- emy Mine, tekin hér að mjög litlum hluta. Eða stóð það bara til og var hætt við allt saman?Það átti íþað minnsta að taka Leitina að eldinum eftir Annaud hérá landi og vakti mikla athygli en ekkert varð úr. Gabriel Axel kom hingaö upp oggerði Rauðu skikkjuna, nokkurt furðuverk, á sjöunda áratugnum. Ognúer Hal Hartley kominn hingað til lands að kvikmynda Skrímslið. Það er mynd sem manni skilst að Friðrik Þór og félagar eigi allan heiður- inn að en með Hartley koma sjálfsagt frægir leikarar og enn er vakin at- hygli á íslandi sem ákjósanlegu kvikmyndaveri. Hins vegarkom enginn hingað til lands þegar Leyndardómar Snæfells- jökuls var kvikmynduö árið 1959meóJames Mason teymandi á eftirsér asna upp hóla og hæðir. Ogeins varskáldað stórkostlega í eyðurnar þeg- arstórmyndin lceland með Sonja Henie vargerð að öllu leyti vesturí Holly- wood en Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur lýsirþvímjög skemmti- lega í doðrantinum Heimi kvikmyndanna. Þaðviðhorf, aðísiandségóðurvettvangurkvikmyndagerðar, hefur lengi verið við lýði eða allt frá dögum þögla skeiðsins. Lítil sem engin inn- lend kvikmyndagerð var til á þeim árum en erlendir aðilargerðu myndir hérí samvinnu við íslendinga búsetta erlendis og hingað kom breskur kvikmyndahópur 1924 aðgera bíómynd. ÞegarSalka Valka vargerð afSvíum að frumkvæði íslendinga voru úti- senurnar teknar hér á landi og eitt afþví sem islensku gagnrýnendurnir töluðu um varhversu ákjósanlegt það væri að kvikmynda iíslenska lands- laginu og að það ætti eflaust eftirað draga að kvikmyndahópa erlendis frá. Mjög hefursú spá ræst. Við eigum að sjálfsögðu að taka kvikmyndahópum hvers konar fagn- andi oggera þeim til hæfis eins ogkosturer. Þeirlífga upp á íslenska kvik- myndagerð, veita ófá störf (eitthvað um 100 íslendingar vinna við tökurn- ará Tomb Raiderheyrði maðurí fréttum), koma með ómælt fé inn í landið og síðast en ekki síst er alltafgaman að sjá eldgömlu ísafold gera sig breiða á hvíta tjaldinu. Hún erstjarnan sem sóst ereftir. I_____________________________________________________________________I Norrænir sagnameistarar Inga Björk Sóines er 38 ára gömul. Hún er B.A. í stjórnmálafræði, en gerðist fljótlega eftir nám- ið framkvæmdastjóri Listahátíöar í Reykjavík, því næst starfaði hún f tvö árhjá Filmkontakt Nord, upplýsingamiðstöö fýrir norrænar stutt- og heimildarmyndir í Kaup- mannahöfn, var síðan starfsmaöur hjá íslensku kvikmyndasamsteypunni til ársins 1998, þá vann hún um skeiö með Bööv- ari Bjarka Péturssyni við Kvikmyndaskóla íslands og er nú skrifstofustjóri Kvikmyndasjóðs íslands. Kvikmyndin og ég Eftir Pái Kristin Pálsson INGA Björk Sólnes heillaðist fyrst barnung í bíó af sænsku myndunum um Línu langsokk og hún sá Tóna- flóð með Julie Andrews átta sinnum. En hún ákvað þó ekki sjö ára að fara út í kvikmyndagerð. „Nei, ég flæktist inn í þennan bransa af tilviljun," segir Inga Björk. „Eg var að vinna fyrir Listahátíð í Reykjavík, sem hélt líka á þeim tíma Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Þetta var árið 1989 og í framhaldi af þvi starfí fór kvikmyndin að höfða mjög til mín umfram aðrar listgreinar. Kvikmyndaformið hefur svo gríðar- lega mikla möguleika. Ég hef alltaf lesið mikið, og eiginlega bara fagur- bókmenntir, og þegar ég horfi á kvikmyndir finnst mér skemmtileg- ast að skoða hvernig þær eru byggð- ar upp, þ.e. handritið. Það er semsé sagan sem heillar mig mest, mér finnst hún eigi að snerta mann til- finningalega og þegar vel tekst til er varla hægt að gera það betur en í kvikmynd. Ég er því ein af þeim sem tárast gjarnan í bíó.“ Inga Björk segir norræna kvik- myndagerð höfða mjög til sín. „Það er stundum talað um „nordisk vemod“ og það er eitthvað sem er mjög sterkt í okkar menningu og ég kann vel við mig í norrænu sam- hengi. Myndir eins og Pelle Erobr- eren eftir Bille August, Babettes Gæstebud eftir Gabriel Axel og Fanny og Alexander eftir Ingmar Bergman - það er ekki hægt að gera hlutina mikið betur. Það eru líka góðar skáldsögur á bakvið þær tvær fyrstnefndu, eftir sagnameistarana Martin Andersen Nexö og Karen Blixen, og Ingmar Bergman er mikill sögumaður í sinni kvikmyndagerð. Og þar sem ég er svona veik fyrir stórum epískum myndum er ég hrif- in af verkum leikstjóra á borð við David Lean og Godfather-trílógían eftir Francis Ford Coppola er líka í uppáhaldi. Svo þykja mér gömlu amerísku vestrarnir dýrðlegir margir hverjir og af nýrri myndum mætti nefna Unforgiven eftir Clint Eastwood, þar sem allt gengur ein- hvern veginn upp og er svo feikilega vel gert.“ Þar sem Inga Björk var fram- kvæmdastjóri Bíódaga, Á köldum klaka og Djöflaeyjunnar er hún ekki alveg hlutlaus hvað varðar íslenska kvikmyndagerð. „En það getur auð- vitað enginn neitað því að Friðrik Þór er mjög fær kvikmyndagerðarmað- ur. Eg er ekki í vafa um að hann á eftir að gera fjöldann allan af bíó- myndum og verða sennilega alltaf betri og betri. En án þess að hallað sé á nokkurn annan þá finnst mér seinni helmingur myndarinnar Börn náttúrunnar það allra besta sem ég hef séð í íslenskri kvikmyndagerð. Englar alheimsins er einnig mjög vel heppnuð og kannski jafnari mynd en Börnin, en hún fer ekki í eins miklar hæðir. Annars er íslensk kvikmyndagerð almennt alveg ótrú- leg. Ég held að almenningur geri sér ekki grein fyrir hvað hér hafa verið búnar til fínar myndir miðað við það sem gerist og gengur í öðrum lönd- um. Það er t.d. sagt að ef gerðar eru 100 myndir í Bretlandi þyki gott ef 10 eru í lagi. Hér hefur verið mikil breidd, íslenskir kvikmyndagerðar- menn hafa spreytt sig á flestöllum tegundum mynda og innan um eru finar lókalmyndir eins og Með allt á hreinu, Lífskómedíur Þráins Bert- elssonar, Karlakórinn Hekla, Sód- óma Reykjavík og nú síðast íslenski draumurinn. Ég held að íslenski draumurinn geti átt eftir að ganga prýðilega af því hún er svo vel skil- greind af þeim sem að henni standa, hún er ekki mjög dýr í framleiðslu, er gerð fyrir íslenskan markað og ákveðinn markhóp. Það er nefnilega ekki hægt að gera kvikmyndir í ein- hverju tómaními. Það verður að hugsa um áhorfendur.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.