Morgunblaðið - 15.09.2000, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 15.09.2000, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR15. SEPTEMBER 2000 G 3 BÍÓBLAÐIÐ William Goldman: Lífið í Hollywood er enginn dans á rósum. Kvikmyndabækur Sæbjöm Valdimarsson Which Lies Did I Tell? Eftir Willmm Goldman Pnntheon Books. New York, 2000. 486 bls. EFTIR sautján ár kemur handritsskáldið og rithöfundurinn William Goldman, með framhald Adventures in the Screen Trade, einhverrar skemmtilegustu, best skrifuðu, heiðarlegustu og fróðlegustu innsýn sem óinnvígðir geta vænst frá Draumaborg- inni. Nýja bókin er á sömu nótum. Eini gallinn sá að hún er svipuð í upp- byggingu en á móti kem- ur að margt hefur gerst á tæpum tveimur áratugum. Sem fyrr fer Goldman á kostum í oft háðskri umfjöllun um viðskipti sín við kerfið, fróðleik um menn og málefni. Ekki síst um handrits- gerð, hvernig handrit verða til, frá hugmynd að veruleika, sem oft á tíðum er mikilfenglegt ferli skiptra skoðana höfundar og leikstjóra, leikara og framleiðenda. Allir vilja láta ljós sitt skína. Þrátt fyrir mikla velgengni, tvenn Óskarsverðlaun, góða hæfi- leika, magnað skopskyn og örugg- lega umtalsverða persónutöfra, hefur líf Goldmans ekki verið dans á rósum. Á fimm ára kafla, frá 1980-85, gekk hann atvinnulaus og lýsir þeim tíma (tíma „holdsveiki- sjúklingsins", eins og hann kýs að nefna hann), og ástæðunum fyrir þeim, á sinn einstaka hátt. Hægt og bítandi fór frægðarsólin hækk- andi og í dag er Goldman mikils- virtur og upptekinn handritshöf- undur. Aukinheldur er ósjaldan kallað í hann ef kollegar í hand- ritshöfundastétt eru komnir í vond mál og oftar en ekki nær hann að koma skikk á klúðrið. Goldman, John Sayles, og örfáir til viðbótar, eru taldir færustu handritalæknar Hollywoodborgar. Þessu og ótal margt öðru lýsir Goldman á sinn bráðskemmtilega hátt fyrir les- andanum. Maður veit aldrei hvað tekur við á næstu síðu, sem er einn af mörgum kostum sagnamanns- ins. Fer með okkur á ólíklegustu staði, kynnir okkur fyrir óvænt- ustu hlutum. I einum kaflanum tekur hann t.d. fyrir ljóðlistina og útskýrir fyrir lesandanum snilli- gáfu jafn frábrugðinna skálda og og Ogden Nash, E.A. Robinson og Dorothy Parker. Því næst verðum við vitni að ósæmilegri hegðun Bandaríkjaforseta í Absolute Power, eða hrifningu Goldmans af leikstjóranum, leikaranum og manninum Clint Eastwood, sem hann lýsir á þann veg að allir væru fullsæmdir af. Tekur fyrir valda kafla úr nokkrum snjöllum hand- ritum annarra höfunda og útskýrir hvað það er sem hrífur hann t.d. af rennilásatriðinu í There’s Some- thing About Mary og skákinni við Dauðann í Sjöunda innsigli Bergmans. Goldman er einstak- lega laginn við að flétta saman fróðleik og skemmtun og skop- skynið nýtur sín jafnan ríkulega. Gömul mál skjóta upp kollinum þótt hann fáist fyrst og fremst við samtíðina. Hér er t.d. að finna eitt frægasta atriði kvikmyndanna, ná- kvæmlega eftir bókinni; Heljar- stökkið af gljúfurbarminum í ána í Butch Cassidy and the Sundance Kid, ein af bestu smíðum höfund- Eastwood og Gene Hackman í Absolute Power: Hrifning. frumsamið handrit sjón- varpsmyndar. Goldman hvetur lesandann til að skoða það af nákvæmni; reyna að gera sér grein fyrir kostum þess og göll- um. Hvaða atriði virki, o.s.frv. Að því loknu er að finna skoðanir valinkunnra handritshöfunda á borð við Tony Gilroy (The Devil’s Advocate) og Farrelly- bræðra. Bókin líður einsog bestu myndir Goldmans; maður veit ekki fyrri til en henni er lokið og tjaldið fellur. Goldman hefur engu gleymt á þeim tæpu tveim- ur áratugum sem liðnir eru frá Adventures Vonandi þurfum við ekki að bíða jafnlengi þeirrar næstu. ar. I lok 'Which Lies Did I Tell?, er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.