Morgunblaðið - 15.09.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.09.2000, Qupperneq 4
4 C FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ .Gleðijjfí, raunir nurduleikarans Um næstu helgi veröurfrumsýnd hér á landi nýjasta kvikmynd leikstjórans Paul Verhoven, Huldumaöurinn (The Hollow Man). Kevin Bacon fer meö aðalhlut- verkið, vísindamanninn Sebastian, sem finnur upp aöferö til aö gera sjálfan sig ósýnilegan og breytist við það í skrímsli. Ljóst var áöur en tökur hófust aö þetta yröi einhver óvenjulegasta mynd sem Kevirt Bacon heföi unnið við og honum var ráðlegt aö halda dagbók til aö varö- veita þessa sérstöku reynslu. Bíóblaö- inu bauðst aö glugga í hana. Með leikstjóranum: Verhoeven útskýrirsýn sína á Huldumanninn. **COLR* Sem sagt, þetta byrjaði allt saman er ég hitti Paul Verhoven á hóteli í New York. Þegar ég rifja upp þann fund geri ég mér grein fyrir að hann var á sinn kurteislega máta að reyna að segja mér að yrði ég valinn í hlutverk- ið ætti ég í vændum upplifun sem væri ólík öllu öðru sem ég hefði geng- ið í gegnum á mínum rúmlega tuttugu ára leikferli. Núna eru tvær til þrjár vikur uns tökur hefjast og spámann- sleg orð hans hafa þegar reynst rétt Ég hafði aldrei hitt Paul áður en þekkti myndirnar hans og hlakkaði til fundarins. Ég hafði lesið handritið og var spenntur yfir að fá tækifæri til að vinna með honum og leika þennan óvenjulega karakter. Ég meina, hversu oft býðst manni að verða ósýnilegur? En það sem meira var um vert þá var það nýlunda fyrir mig að breytast úr manneskju í skrímsli. Vissulega hef ég leikið marga óþokka um dagana en það voru allt dauðlegir menn með sínar hversdagslegu takm- arkanir. Þessi óþokki hafði hins veg- ar, eins og Paul sagði, „sérgáfu". Á fundinum reyndi Kevin að sann- færa Paul um að hann væri fær um að taka að sér hlutverkið og vísaði til margra mynda sem hefðu verið erfíð- ar í vinnslu, s.s. Murder in the First, Apollo 13 og Rivér Wild. Verhoven virtist ekki uppveðraður yfír fyrri af- rekum Kevins og talaði um að þetta yrði miklu erfíðara, margar óþægileg- ar senur ísérstökum búningum, lang- ur tökutími og tæknilega afar krefj- andi. Nokkrir mánuðir liðu áður en Kevin heyrði aftur í Paul, hann notaði tímann við upptöku annarrar breið- skífu með bróðursínum, sem vargott, en hafði áhyggjur af hlutverkinu sem Robert Downey jr. var einnig sterk- lega orðaður við sem var miður - en svo er hann skyndilega beðinn um að mæta til Los Angeles að hitta bún- • Með Elizabeth Shue: Leikari breytist í huldumann. ingahönnuði og tölvusérfræðinga. í flugvélinni las ég nýjustu útgáfu handritsins og fór að hugsa um hvernig yrði að leika þennan náunga. Ég verð ósýnilegur tvo þriðju hluta myndarinnar. Og ég hugsa: Hey, þetta eru fljótteknir peningar. Það er nóg að hljóðrita rödd mína og svo get ég bara farið heim að spila á gítarinn. Nei, segir Paul. Þótt þú sjáist ekki verðurðu að vera á staðnum. Þetta byggist allt á tæknibrellum. Fyrst fór ég til sjóntækjafræðings að máta linsur. Af hverju þarf ég lins- ur? Ég kemst að því síðar. Veggir skrifstofunnar eru þaktir myndum af kvikmyndastjörnum sem hafa þurft að nota linsur í myndum sínum. I öll- um mögulegum greinum er að finna í Los Angeles fyrirtæki sem sérhæfa sig í þjónustu við stjömurnar. Hársn- yrting fyrii- stjörnurnar, pípulagnir fyrir stjörnunar, lögfræðiþjónusta fyrir stjörnurnar... Linsurnar sem ég máta eru mjúkar og eins stórar og kóktappar. Þær þekja allt augað og verða litaðar bláar eða grænar eða svartar - seinna fæ ég að vita af hverju... Þetta tók ekki nema hálftíma og næst liggur leiðin til Amalgamated Dynamics þar sem Tom Woodruff jr. og Alec Gillis ráða ríkjum. Þeir eru í tæknibrellunum. Þeir smíða vélmenni og skrímsli, hættuleg dýr og hvað- eina. Þeir kynna mig fyrir mönnum sem eiga að búa til afsteypu af mér ... Ég er látinn klæðast svörtum leikfim- isamfestingi, stillt upp milli tveggja stólpa sem ég gríp um með útréttum höndum. Svo byrja þeir að maka va- selíni á samfelluna, ofan frá og niður. Þegar kemur að kynfærunum spyr annar þeirra háttvís hvort ég vilji smyrja þau sjálfur. Ég segist treysta því að hann sé fagmaður, haltu bara áfram. í því hringir gemsinn, það er konan mín að spyrja hvernig gangi. „Nú,“ segi ég. „Ég stend hér í svört- um ballettbúningi, fyrir framan mig krýpur maður og hann er að maka va- selíni á jafnaldrann minn.“ Hún virð- ist ekkert hissa. Svo er blautum gifsrenningum skellt á bolinn en við afsteypu tanna, hand- og fótleggja er ekki notað gifs heldur svokölluð algablanda, duft sem verður að gúmmífrauði er það vöknar og þornar aftur... Það versta kemur síðast. Það hafa áður verið gerðar afsteypur af höfði mínu. Það er aldrei gaman. Ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að nota sömu afsteypuna aftur og aftur. Hefur hausinn á mér breyst svona rosalega mikið? Skallahetta yfir hár- ið, ruslapoki límdur á brjóst og axlir. Vaselín á augnabrúnir og augnahár- svo þau rifni ekki af þegar mótið verður fjarlægt. Algablandan yfir allt höfuðið og inn í eyrun, ég heyri minna og minna. Aðeins nasirnar sleppa, svo ég geti andað. Öðru lagi er dembt á og ég sé ekki neitt og heyri mjög illa. Nú er um að gera að hugsa eitthvað fallegt. Ég fæ snert af innilokunarkennd og þarf að taka á honum stóra mínum til að fríka ekki út. Ef ég geri það þarf bara að endurtaka allt. Þeir höfðu sagt mér að Jack Nicholson notaði alltaf af- steypuna sem gerð var af höfði hans fyrir Wolf og að Sylvester Stallone sendi alltaf tvífara sinn í þetta - og þegar þeir bæta nú við enn einu lagi, úr gifsi, og þyngslin á hálsi og öxlum eru að sliga mig og ég sé ekki neitt og heyri ekki neitt læðist að mér í myrkrinu þessar hugsanir: „Hvern djöfulinn er ég að gera hérna? Hvað ef þessir gaurar eru geggjaðir? Ég þekki þá ekki neitt, þeir gætu verið að spá í að drepa mig!“ Þetta virðist taka marga klukkutíma en þegar þeir losa höfuðið úr prísundinni voru það bará tuttugu mínútur. Ég býst til að fara heim á hótel en þá segjast þeir þurfa að gera smá- vægilega húðprufu á mér. Einhver makar blárri málningu á handarbak mitt og reynir síðan að fjarlægja hana með bamaolíu. Eitthvert óljóst tal um málun líkamans og hvernig síðan á að hreinsa hana af og mér skilst að ég verði heilmikið málaður í þessari mynd. Hvers vegna málning og af hverju allar þessar afsteypur hafa verið gerðar af mér - ég hef enn enga hugmynd um það. Um kvöldið ætlar Paul Verhoven að snæða með mér á hótelinu. í ljós kemur að við eigum ekki pantað borð og skellum okkur í staðinn á barinn, förum að ræða um myndina af miklu kappi. Ég er að springa úr spenningi og spurningum. Þetta er annar fundur okkar og allt öðruvísi en sá fyrri. Við eram að hefja sam- starfið. Tölum og tölum. En ég þarf að fara snemma á fætur daginn eftir - þá verð ég skannaður í þrívídd inn á tölvu, hvað sem það er! Næsti dagur hefst á því að ég er sendur í að máta föt hjá Ellen Miroj- nik og herra Ho, fatahönnuði stjarn- anna... Mér til mikillar furðu á ég að máta græn föt. Allt er grænt: höfuð- hetta, allur fatnaður, hanskar, sokk- ar, skór. Og allt níðþröngt. Mér er sagt að græni liturinn sé fyrir tölv- urnar þegar á að klippa mig út og setja inn nýjan bakgrunn. Eg verð ósýnilegur mestalla myndina og þarf því ýmist að klæðast grænum, blá- um eða svörtum fötum, allt eftir því hvað verður í umhverfinu ... Svo er ég mældur í bak og fyrir og teknar milljón polaroid-myndir... Þá er komið að tölvuskönnuninni. Hún fer fram með leysigeislum sem beint er að mér úr fjórum áttum samtímis, ofan frá og niður, og tekin þrívíð tölvumynd af öllum líkama mínum sem síðan er hægt að skoða MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUpAGUR 15. SEPTEMBER 2000 C 5 BÍÓBLAÐIÐ Frumsýning /Kringlubíó, Laugarásbíó, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna gamanmyndina Road Trip. Ferðaiag til bjargar ástinni Gamanmyndin Road Trip: Félagarnir fjórirsem halda þvert yfir Bandaríkin. frá öllum hliðum. Ég er nakinn á með- an og Fred Gaines, lögfræðingur minn, er ekki laus við áhyggjur. Ég segist vona að verði eitthvað ósiðlegt gert við þessa tölvumynd af mér muni þeir styrkja ákveðna þætti í líka- msbyggingu minni. Ég er þá að hugsa um Tommy Lee - ég myndi aldrei fara fram á að líkjast Dirk Digler í Boogie Nights. í skönnuninni má ekkert svart vera á líkamanum, tölvan getur ekki skráð slík svæði. Ég er því látinn setja upp hvíta skallahettu og augnabrúnirnar málaðar hvítar. Þegar leysigeislarnar hafa leikið um mig rétta þeir mér baðslopp og bjóða mér yfir að skjá að skoða útkomuna. Og þarna er ég! Frá öllum hliðum! En það vantar eitthvað heyrist mér á tölvusérfræðingunum sem hvíslast á og benda á milli fóta mér, tölvunni hefur ekki tekist að skrá nógu miklar upplýsingar frá þessu svæði. Niðurlægingin er algjör - ég stend þama allsber, að drepast úr kulda, með asnalega hettu á hausn- um, hvítmálaðar augnabrúnir og lík- ist helst statista í George Michael- myndbandi - og einhverjir tölvunörd- ar segja að það sé of lítið af upplýsingum milli fóta mér fyrir tölv- una! „Hvað var ég að hugsa árið 1971 þegar ég ákvað að helga líf mitt leikl- istinni?“ Þá kemur skýringin og mér léttir, ástæðan eru punghárin, þau eru of dökk fyrir tölvuna. Er þetta vandamál, strákar? spyr ég. Já, segja þeir. Og það er aðeins eitt til bjargar. Streaks & Tips. Það er eins mikilvægt á tökustað og myndvélar og hljóðupp- tökugræjur. Getur bjargað milljón og einum hlut. Ég hef þó aldrei séð það notað til að lita punghár hvít. Þeir rétta mér staukinn, ég hristi hann nokkrum sinnum hraustlega og kald- ur úðinn leikur um besta vininn. Eftir þetta sérstök höfuðskönnun, í annarri vél. Bara höfuð og andlit í smáatriðum, ég er beðinn um að sýna ýmis svipbrigði. Ótta. Reiði. Gleði ... Og gefa frá mér ýmis hljóð. Aaa. Eee. Ooo. Og ég er skyndilega gripinn þeirri andstyggilegu tilfinningu sem leikari fær annað slagið, að maður sé bara strengjabrúða, tæki - og stað- reyndin er því miður sú að innan nokkurra ára þurfa leikarar ekkert lengur að mæta á staðinn. Skönnuð- um í þrívídd verður þeim bara att hverjum gegn öðrum eins og í hverj- um öðrum tölvuleik. 11. apríl mætir Kevin aftur til LA, búinn að kveðja konuna og börnin tvö í New York, sex mánaða tökutímabil- ið að hefjast. Það reyndist hins vegar tæpir níu mánuðir áður en yfír lauk, tafir bæði vegna hversu tæknilega erfíð framkvæmdin var og svo varð tvisvar að gera hlé vegna þess að að- alleikkonan Elizabcth Shue slasaðist, í fyrra skiptið slitnaði hásin, í seinna skiptið fór hún úr axlarlið. Og Kevin Bacon þurfti að leika 2/3 myndarinn- ar í þessum sérstöku búningum svo hægt væri að stroka hann út úr atrið- unum eftir á, það var galdurinn við að ná fram viðbrögðum hinna leikaranna við Huldumanninum. Tilfínningar hans til þessa eru mjög blendnar, honum fínnst hann ekkert vera að leika en hrífst líka af útkomunni þeg- ar honum er sýnt hvemig tæknibrell- urnar virka í myndinni. 28. aiiril Vandamálið við alla þessa tækni er að það er eins og enginn gefi leiknum gaum eða persónunni; hvernig líður henni? Mér finnst það vera mitt hlut- verk að minna sjálfan mig og Paul á að án persónuleikans verða tækni- brellurnar bara brellur. I dag er ég Svarti maðurinn. Ég á að skvetta vatni framan í mig og af einhverjum ástæð- um vilja þeir frekar að ég sé svartur en grænn út af vatninu. Ég er allur svart- ur, fötin, húðin, tennurnar, augun. Þetta er einfalt en mjög áhrifaríkt at- riði. Dyrnar á baðherberginu opnast, ljósið kveikt, það er skrúfað frá kran- anum í vaskinum og vatnið streymir í hann. Ég bregð svörtum lófunum eins og bolla undir bununa, það mun líta út eins og vatnið safnist saman í lausu lofti - og þegar ég lyfti höndunum upp og skvetti framan í mig koma útlínur andlits Huldumannsins andartak í ljós. Eitt það erfiðasta fyrir Kevin er lat- exgríma sem unnin er eftir höfuðaf- steypunni þannig að hún líkist honum dálítið en hann getur ekki andað með nefínu, lyktin af grímunni er megn, minnir á úldið kjöt og þetta er honum uppálagt að bera 13 tíma á dag. En virðing hans fyrir Paul Verhoven er djúp og vex dag frá degi. 27. inai Það er merkilegt að fylgjast með því hvernig Paul vinnur. Hvert skot er fyrirfram ákveðið í minnstu smáatrið- um og hveraig það tengist því næsta. Það eru nánast engin aukaskot eins og í hefðbundnum tökum. Ekkert vítt, ekkert milli, ekkert nálægt. Klippa- rinn getur bara valið það besta úr ná- kvæmlega eins skotum. Paul hefur þaulskipulagt alla myndina í hugan- um, teiknað tökuhandrit og ef það virkar ekki hefur hann úr engu öðru að moða. En svona vinnur hann, við tök- um hvert atriði í smábitum, ein til tvær setningar í senn, stundum erum við fjóra daga að skjóta samtal upp á eina og hálfa blaðsíðu. Þannig líða dagarnir, vikurnar, mánuðirnir. Kevin fær að vísu frí inn á milli til að heimsækja fjölskylduna í New York en þegar tökum er um það bil að Ijúka er hann orðinn mjög þreyttur. Þetta er það erfíðasta sem hann hefur gert á ferlinum. Mun allt erfíðið bera tilætlaðan árangur? 16. deiictmber Mun einhver koma að sjá myndina? Ég vona það. Verður þetta góð mynd? Ég held það. Verð ég góður í henni? í hreinskilni sagt: ég veit það ekki. Ég hef tapað öllum áttum, veit ekkert lengur í minn haus en hvernig svo sem útkoman verður mun ég aldrei iðrast þess að hafa verið Huldumaðurinn ... i». Januar 2000 Það er yfirstaðið. í raun og veru. Síð- asta takan með mér var í sundlauginni að kyrkja William Devane. Þegar hún lá í kassanum kastaði Paul Verhoven sér í öllum fötunum út í til mín og faðmlag okkar var miklu innilegra en þetta dæmigerða „Hollywood-faðm- lag“. Ég kyssti allar stelpurnar bless, strákana líka, þvoði meikið af mér, hringdi í konuna mína og sagði: „Sæl elskan, gettu hver ég er ekki!“ - og hún sagði: „Hulduleikarinn." Og núna sit ég hér með dagbókina mína, kökk- ur í hálsi, rauðir hvarmar. Auðvitað bíður mín allt kynningarstarfið fyrir myndina en það kemur seinna. Núna líður mér eins og ég sé bara ég sjálfur. Mér líður eins og ég sé nýhættur með stelpu sem ég hef verið með allt of lengi. Ég ætla að bæta á mig nokkrum kílóum, fara á hestbak, kyssa börnin mín, spila á gítarinn og einhvern dag- inn fer ég aftur að vinna - en núna, einmitt núna, þetta er frábært. Það sem kom fyrir Josh (Breckin Meyer) var þetta: Hann hélt framhjá kærustunni sinni og atburðurinn var tekinn upp á myndband en fyrir slysni sendi einhver það til kærust- unnar hans. Þegar Josh kemst að mistökunum fær hann tvo vini sína í háskólanum í lið með sér og þriðja aðilann, sem er ekkert svo ferðaglaður en vill svo til að á fararskjótann, í 2.500 kílómetra ferðalag frá New York til Texas til þess að bjarga ástarsambandinu. Þannig er sagan í bandarísku gam- anmyndinni Road Tripeða Ferðalag- inu sem frumsýnd verður í fjórum kvikmyndahúsum í dag. Með aðal- hlutverkin fara Breckin Meyer, Sean William Scott, Amy Smart, Paulo Constanzo og Fred Ward. Leikstjóri er Todd PhiUips en einn af framleið- endum myndarinnar er Ivan Reit- man, sem áður framleiddi skólamynd allra skólamynda, National Lampoon’s Animal House. ,Allt frá því við gerðum Anirnal House,“ er haft eftir Reitman, „hefur mér fundist að hægt væri að gera fyndna mynd um einskonar skóla- ferðalag." Það var þó ekki fyrr en á kvikmyndahátíð Roberts Redfords í Sundance þegar Reitman sá heimild- armynd Todd Phillips, Frat House, sem hann fann rétta manninn til þess að láta hugmyndina verða að veru- leika. Leikstjórinn var reiðubúinn í verkefnið. „Ég hef alltaf litið svo á að myndin mín, Frat House, væri heimildamyndaútgáfa af Animal House,“segir hann. „Þegar ég hitti Reitman á Sundance-hátíðinni ræddi hann við mig um þessa hugmynd sem hann hafði og varð á endanum að Road Trip. Mér fannst þetta spenn- andi frá upphafi því ég ólst upp við gamanmyndir Reitmans og þær eru ennþá með mínum uppáhaldsmynd- um.“ Phillips skrifaði handritið ásamt Road Trip Lelkarar:_______________________ Breckin Meyer, Seann William Scott, Amy Smart, Paulo Constanzo og Fred Ward. Leikstjóri:_____________________ Todd Phillips (Frat Flouse). Scott Armstrong. „Það sem við hugsuðum okkur var að búa til nokkra skemmtilega karaktera og senda þá í ferðalag. Þegar við höfð- um fundið upp góða ástæðu fyrir þá að fara í ferðalagið gátum við eigin- lega gert það sem okkur sýndist. Það er óendanlega margt sem getur kom- ið fyrir á ferðalagi eins og þessu.“ Breckin Meyer fer með aðalhlut- verkið en hann hefur áður leikið í myndum eins og Go, Clueless og 54. Hann lítur á myndina sem þroska- sögu. „Josh er svona náungi sem hef- ur verið í öruggu sambandi síðan hann var fimm ára eða svo,“ segir leikarinn um persónu sína í mynd- inni. „Honum verður á að taka hlið- arspor og flýtir sér að reyna að bæta fyrir það en á leiðinni koma fyrir hlutir sem fá hann til þess að hugsa stöðu sína upp á nýtt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.