Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 1
FIATPUNTO SPORTING REYNSL UEKIÐ -ISLENSKAR JEPPABREYTINGAR ÍNOREGI - NÝ OPEL CORSA FRUM- KYNNT íEVRÓPU - ZAFIRA EFNARAFALABÍLL ÍSIDNEY Opel Corsa - Fullvaxinn smábíll ÞRIÐJA kynslóð af Opel Corsa var kynnt í Hollandi fyrir skömmu. For- verar þessa bfls hafa átt mikilli vel- gengni að fagna en þessi nýi bfll hefur fengið mikla andlitslyftingu. Aðal hans eru Iaglegt útlit, hagkvœmni, aukið innra rými og ríkulegur öryggis- og mengunarbúnaður. Hann er væntan- legur til landsins fyrripart næsta árs. 2000 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER BLAÐ Subaru ST/X SUBARU í Bandaríkjunum hefur ákveðið að hefja framleiðslu á ST/X bflnum sem sýndur var sem hug- myndabfll á bflasýningunni í Los Ang- eles í janúar á þessu ári. Framleiðslan hefst um mitt ár 2002 og býst Subaru við að selja allt að 24 þúsund bfla á ári, eingöngu í Bandaríkjunum og Kanada. ST/X er byggður á Subaru Legacy en er með pall aftan við fernra dyra farþegarýmið. Hægt er að opna afturgluggann og fella aftursætin fram og stækka þann- ig paliinn til muna. Fjallað um vetnis- tilraunir í Detroit News MIKIL umfjöllun var í rafrænni út- gáfu Detroit News á dögunum um vetnistilraunina á íslandi. Þar segir að Island búi sig nú undir að nota vatn til að breyta reykspúandi strætisvögnum, fólksbílum, flutningabílum og skipum í vetnisknúin farartæki 21. aldarinnar. Tilraumn gæti haft grundvallarbreyt- ingar í íor með sér fyrir bflaiðnaðinn og skapað forsendur fyrir hreinasta og umhverfisvænasta tæki jarðar. í greininni er fjallað um viðhorf ís- lendinga til tækninnar og rætt m.a. við Gunnar Egilsson torfærukappa og Egil Jóhannsson, framkvæmdastjóra Brim- borgar, sem segja ekkert því til fyrir- stöðu að knýja bfla áfram með efna- rafolum svo lengi sem þeir skila sömu orku og sprengihreyflar og eru jafn- þægilegir í notkun, bjóða upp á sama ökudrægi og orkan á svipuðu verðL Sagt er frá samstarfi DaimlerChrysl- Þreyta mikill hættuvaldur NÝLEGAR rannsóknir benda til þess að þreyttum ökumönnum sé hættara við að lenda í umferðar- slysum en þeim sem hafa fengið sér neðan í því. Frá þessu er greint í breska dagblaðinu Guard- ian. Rannsóknin fólst í að mæla viðbrögð 39 sjálfboðaliða sem ým- ist höfðu fengið ónógan svefn eða drukkið áfengi. Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós að 17-19 klukkustunda akstur hefði svipuð áhrif á viðbrögð ökumanns, sam- hæfingu og athyglisgáfu og tveir tvöfaldir áfengisskammtar. Vefsíðan þar sem fjallað er um vetnistilraunir á íslandi. er, Norsk Hydi'o AS, Royal Dutch Shell og Nýorku sem saman vinna að því að gera ísland að fyrsta vetnissamfélagi heimsins. Rætt er við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Islands, sem segir að Islendingar séu opnir fyrir tækni- nýjungum og bendir á að almenn tölvu- og farsímavæðing landsmanna hafi verið að þeirra eigin frumkvæði en ekki stjómvalda. Fjallað er um hvemig Islendingar hófu að virkja fallvötn og jarðvarma eftir seinni heimsstyijöld og að þeir séu í einstakri stöðu þar sem endumýjanleg orka sé um 65% orku- þarfar landsmanna. Rætt er við Jón Bjöm Skúlason, framkvæmdastjóra Nýorku, sem segir að til þess að fram- leiða vetni fyrir öll farartæki og skip á íslandi þyrfti að nýta 8-9% allrar end- umýjanlegrar orku sem hagkvæmt er að framleiða á íslandi. Árið 2002 er búist við því að þrír Mercedes-Benz Citaro efnarafala- strætisvagnar verði komnir á götur Reykjavíkur. í framhaldi af því, segir Detroit News, verður hrundið af stað upplýsingaherferð um kostí þessarar tækni, auk fyrstu tilrauna með efna- rafal um borð í íslensku fiskiskipi. Sá galli sé þó enn á gjöf Njarðar að hver efnarafalastrætó frá Mercedes-Benz kostar 1.250.000 dollara, sem sam- svarar rúmlega 105 milljónum króna. Listi um eldsneytis- notkun gefinn út árlega Morgunblaðið/Kristinn Til stendur að upplýsingar um eldsneytisnotkun og mengun frá bíl- um verði á skiltum hjá bflasölum á næsta ári. TILSKIPUN Evrópusambandsins um aðgengi almennings að upp- lýsingum um eldsneytisnotkun og magn koltvísýrings í útblæstri tekur gildi 18. janúar á næsta ári og er við það miðað að tilskipunin taki gildi á sama tíma á evrópska efnahagssvæðinu, þ.e. á Islandi og í Noregi. Karl Ragnars, forstjóri Skráningarstofunnar hf., segir að til þess að tilskipunin taki gildi hér á landi þurfi íslensk stjórn- völd að samþykkja hana. „Sam- kvæmt EES-samningnum á þetta ferli að vera þannig að tilskipanir taka gildi á sama tíma á öllu svæð- inu. En það vill verða misbrestur á þessu. Málið er í deiglunni hjá um- hverfisráðuneytinu og það er stefnt að því að tilskipunin taki gildi hér á þessum tíma,“ segir Karl Ragnars. Markmið tilskipunarinnar er að minnka koltvísýringsmengun frá fólksbflum með því að hvetja til kaupa á spameytnum bflum. Tal- ið er að áberandi upplýsingar á sölustöðum nýrra og notaðra bfla hafi áhrif til minni eldsneytisnotk- unar, ekki síst vegna þess að fólk sem kaupir nýja bfla telur þá selj- anlegri ef þeir eru sparneytnir. Samkvæmt tilskipuninni er gert ráð fyrir að aðildarlöndin tryggi að gefinn verði út listi yfir eldsneytisnotkun allra tegunda og undirtegunda fólksbfla sem birtur verði almenningi a.m.k. árlega. LDk, lok Dg IdddjÍÍÍ AVITA L_ CLIFFORD Umboðs- og þjónustuaðilar fyrir öryggis- og þjófavarnarbúnað frá Clifford og Avital. IUESRADIO Síðumúla 19 • Simi 581 1118 • Fax 581 1854 1 y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.