Morgunblaðið - 24.09.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 24.09.2000, Síða 2
2 D SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 BÍLAR MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ BÍLAR SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 Heimsókn til Arctíc Trucks í Prammen í Noregi íslenskt hugvit í víking Fyrirtækið Arctic Trucks, sem var stofnað hér á landi 1997 og er í eigu P. Samúelsson- ar hf., færði út kvíarnar til Noregs fyrir ári og hóf rekstur þar með góðum árangri. Fyrirtækið hyggur á enn frekari landvinn- inga í framtíðinni og hefur þegar hafíð und- irbúning við að koma breyttum fjórhjóla- drifsbílum inn á Svíþjóðarmarkað. Valur B. Jónatansson heimsótti fyrirtækið í Nor- egi, prófaði bílana og komst að því að þar eru stórhugamenn við stjórnvölinn. ÞAÐ ER fyrir tilstuðlan íslenska fyrirtækisins Arctic Trucks Norge AS, sem er í eigu Arctic Trucks á íslandi, að bílaáhugamenn þar í landi geta nú keypt breyttan bíl í fyrsta skipti af bflaumboði sam- þykktan af yfirvöldum. Nýlega gerði fyrirtækið samninga við umboðsað- ila Ford og Mitsubishi í Noregi um breytingar á þeirra bflum, en fram að þessu hefur fyrirtækið eingöngu fengist við breytingar á Toyota, þ.e. Landcrusier og Hilux Double Cab. Fyrirtækið hefur nú breytt 70 bílum í Noregi frá því það hóf starfsemi sína fyrir ári. Verkstæði Arctic Trucks er í Drammen og það hentar vel því aðalinnflutningshöfn bfla í Noregi er einmitt þar. Fyrsta skrefið til Noregs Emil Grímsson, framkvæmda- stjóri Toyota á íslandi sem er aðal- eigandi Arctic Trucks, segir að ís- lenski markaðurinn sé takmarkaður og því hafí verið ákveðið að sækja á önnur mið. Það þótti við hæfi að taka fyrsta skrefið til Noregs þar sem markaðurinn er ekki of stór. Þar eru líka gerðar svipaðar kröfur um ör- yggi bfla og hér á landi. Hann sagði að undirbúningurinn hefði þó tekið hartnær tvö ár, enda þurfti norska bifreiðaeftirlitið að framkvæma mörg próf á bílunum áður en það gaf grænt ljós. Tekið opnum örmum „Við ákváðum í fyrstu að fara mjög stutt í breytingar á bflunum í Noregi miðað við það sem við höfum verið að gera heima. Við lögðum áherslu á að ná þannig hagræðingu. Fyrirtækið í Noregi hefur náð að skapa sér ákveðna vinnuhagræð- ingu, sem við heima þekktum ekki áður en getum nýtt okkur núna,“ sagði Emil. „Við höfum fengið mjög góða kynningu í Noregi og okkur hefur verið tekið opnum örmum. Þetta hefur smitað út frá sér til Svíþjóðar og við erum þegar komnir af stað með prófun á bflum þar. Við höfum einnig hug á því að fara meira út fyr- ir Toyota-línuna, á stærri rnarkað." Komitir ó kortið Hann segir fyrirspurnir um breytta jeppa hafa komið frá öðrum löndum, eins og Bandaríkjunum og Kanada. „Arctic Trucks er orðið nokkuð þekkt merki. Við erum virki- lega komnir á kortið meðal þeirra sem eru í framleiðslu á aukahlutum í jeppa. Það er sama hvert við höfum farið á sýningar, að um leið og nafn- ið Arctic Trucks heyrist þá snýr fólk sér við og fer að spyrja. Stærsti markaðurinn fyrir svona er á suð- lægari slóðum, en við viljum sérhæfa okkur hér á norðurslóðum til að byrja með, enda þekkjum við þær aðstæður best,“ sagði Emil. Vænleg fjórfesting Framkvæmdastjórinn segir að fyrirtækið í Noregi verði væntan- lega aðskilið frá Toyota á Islandi í framtíðinni og eflaust verða nýir fjárfestar teknir inn í það. „Við vilj- um koma þessu fyrirtæki á meira framleiðsluplan, skilgreina það mjög vel og jafnvel hafa það sem fyrir- mynd og fá aðila í öðrum löndum til að breyta fyrir okkur, eftir okkar stöðlum. Fyrirtækið hefur kostað okkur meira en áætlað var og einnig hefur það tekið lengri tíma að koma því af stað en við gerðum ráð fyrir í upphafi. Við höfum lært mikið á þessu og ég held að þetta sé góð fjárfesting sem muni gefa góðan arð. Það eru allar forsendur fyrir því,“ sagði Emil. Breyttu 70 bílum ó fyrsta starfsóri í Noregi Orn Thomsen, framkvæmdastjóri fyrirtækisins í Noregi, sem fagnaði eins árs afmæli fyrirtækisins 14. september sl., sagðist mjög ánægð- ur með hvernig til hefði tekist með að markaðssetja fyrirtækið í Noregi. Það hafi tekið nokkuð langan tíma Ljósmynd/Valur B. Jönatansson Hiluxinn hentar vel í torfærum í norskum skógum. Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson Forsvarsmenn Arctic Trucks í Noregi. Frá vinstri: Eiríkur T. Magnússon, yfirmaður verkstæðisins í Drammen, Örn Thomsen, framkvæmdastjdri Arctic Trucks Norge, Björn Víglundsson, framkvæmdasljdri markaðs- sviðs Toyota, og Emil Grímsson, framkvæmdastjóri Toyota á Islandi. að útvega öll leyfi og fá bílana sam- þykkta af norska bifreiðaeftirlitinu, en eftir að það fékkst hefur fyrir- tækið varla haft undan. Búið er að breyta um 70 Toyota-bílum á fyrsta starfsári fyrirtækisins og gert er ráð fyrir að það aukist nokkuð á næsta ári. 65 umboðsmenn Samningur er við Toyota í Noregi um að umboðsmenn þess annist sölu og kynningu á Arctic Trucks. Örn segir þetta mjög mikilvægan hlekk í markaðssetningu fyrirtækisins því umboðsmenn Toyota eru um 65 tals- ins og eru með 112 sölustaði víðsveg- ar um landið. Þegar þeir bjóða fyrr- greindar bílategundir til sölu, bjóða þeir einnig upp á þann möguleika að breyta bílum hjá Arctic Trucks. Þeir eru með allar upplýsingar og myndir á boðstólum. Þriggja ára ábyrgð „Þegar beiðni um breytingu kem- ur þá tökum við bílinn á hafnarbakk- anum sem er steinsnar frá verk- stæðinu okkar í Drammen og skilum honum síðan þangað aftur eftir breytinguna. Umboðsmenn Toyota í Noregi sjá síðan um að afhenda bíl- inn með sömu ábyrgð og þjónustu og óbreyttur nýr bíll. Þeir gera síðan upp við okkur,“ sagði Örn. Verðið á breytingum í Noregi eru frá 70 þús- und norskum (630 þúsund ísl. kr.) og upp í 103 þúsund norskar (930 þús.). Mikil eftirspurn Fyrirtækið fæst aðeins við minni breytingar, þ.e. fyrir 33 og 35 tommu dekk og hafa þær verið sam- þykktar af norskum yfirvöldum. Örn segir að möguleikar fyrir breytta bíla séu minni í Noregi en á íslandi því þar er bannað að keyra utan veg- ar, hvort heldur á sumri eða vetri. En þrátt fyrir það er eftirspurnin mikil og hafa þeir varla haft undan að breyta bflum síðan þeir hófu starfsemi. Helstu viðskiptavinir fyr- irtækisins eru ungir menn sem þyk- ir flott að eiga breytta jeppa í Nor- egi. Þeir kaupa aðallega Hilux-jeppa því hann hentar vel í norska tolla- kerfinu. Nú eru samningaviðræður við Svía um breytingar komnar á loka- stig. Það stendur fyrst og fremst út af borðinu að fá breytingarnar sam- þykktar af skráningarskoðunni þar. „Við erum mjög bjartsýnir á að það takist en við þekkjum af reynslu að svona hlutir taka tíma,“ sagði Emil. Örn segir að svipað dreifikerfi verði í Svíþjóð, að Toyota-umboðið Ljósmynd/Valur B. Jónatansson Starfsmennirnir fengu afhent íslenskt lýsi í tilefni eins árs afmælisins. Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson Miklar breytingar eru gerðar í kringum hjölabúnaðinn á Hilux-bflnum. Skipt er m.a. um dempara, gorma og sundursláttarpúða auk þess sem sett er nýtt sportlaga bretti. Þá er bfllinn upphækkaður að framan og aftan. þar sjái um að selja breytingarnar. Bílarnir verða sóttir til Gautaborgar og breytt síðan í Drammen. Hann segir að það taki nokkra daga að breyta hverjum bíl, enda vinnu- brögðin orðin mjög stöðluð og því vinnist þetta hratt. Komnir til að vera „Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg. Norðmenn líta á okkur sem bræður enda hafa þeir góða reynslu af íslensku vinnuafli. yið er- um komnir til að vera,“ sagði Örn. Hjá fyrirtækinu í Noregi vinna fimm manns, fjórir íslendingar og einn Norðmaður. Hægt er að taka inn tvo bíla á lyftu í einu, en húsnæð- ið gefur möguleika á að breyta fimm bílum samtímis. Hann segir að aukin verkefni kalli á fleira starfsfólk og reiknar hann með að það verði fjölg- að um tvo til þrjá starfsmenn mjög fljótlega. Opel Corsa - Hefur slitið barnsskónum Ný og endurbætt útfærsla af Opel Corsa, var kynnt fjölmiðlafólki fyrir skömmu. Þessi snyrtilegi smábíll er væntanlegur á íslenskan markað næsta vor. Guðlaug Sigurðardóttir tók forskot á sæluna og fékk að reyna gripinn í Hollandi. Morgunblaðið/Guðlaug Sigurðardóttir Þessi bfll reyndist vel á sveitavegunum en hefði gjarna mátt hafa meira afl í hraðbrautarakstri. í baksýn eru tvö dnotuð hestöfl, sem gjarna hefðu mátt vera til staðar í þessum bfl. Morgunblaðið/GuðlaugSigurðardóttir Einfaldleiki og léttleiki einkenna Opel Corsa en sterk Opel-einkenni hafi verið Iátin halda sér. Morgunblaðið/Guðlaug Sigurðardóttir Hönnuðir Corsa segja mikla vinnu hafa verið lagða í útlitið. Takið eftir háu bremsuljdsunum að aftan, en afturendinn er notaður sem vörumerki þessa bfls í kynningum. Morgunblaðið/Guðlaug Sigurðardóttir Fimm dyra bfll. Háu brcmsuljósin setja sterkan svip á báðar gerðir. CHATEAU St. Gerlach er nafn á til- komumiklu óðalssetri í nágrenni Maastricht í Hollandi. Fyrir þremur árum vorum það rústir einar en auð- kýfingur nokkur tók sig til og bjargaði þessum menningarverðmætum og endurbyggði kastalann. Hann þjónar nú hlutverki hótels og veitingastaðar í hæsta gæðaflokki og er vel í sveit sett- ur til að þjóna alþjóðlegri kynningar- starfsemi og ráðstefnuhaldi. Þangað höfðu forsvarsmenn Opel stefnt fjöl- miðlafólki fyrir nokkru, í því skyni að kynna þriðju kynslóð af smábílnum Opel Corsa. Mikill metnaðúr hafði verið lagður í að gera umgjörð þessar- ar kynningar sem glæsilegasta og skapa Opel Corsa umhverfi sem hæfði virðingu og velgengni forvera hans. Lýtaiaus hönnun? Hönnuðir þessarar nýju Corsu eru nokkuð stoltir af afurð sinni og fóru ekki dult með það. Þeir sögðu að þó sterk Opel-einkenni hefðu verið í há- vegum höfð og allir sem á annað borð þekktu Opel á götu sæju strax að þessi nýja Corsa tilheyrði Opel-fjöl- skyldunni, þá hefðu dramatískar breytingar átt sér stað. Var þá aðal- lega átt við tæknihliðina, öryggisbún- að og aukið innra rými. Hiedo Kodama, aðalútlitshönnuður Corsa, sagði að mikil vinna hefði verið lögð í ytra útlit bflsins og tók svo djúpt í ár- inni að segja að hönnunin væri án mis- taka og því lýtalaus. Á þessari kynningu kom einnig fram að þó aðalmarkhópurinn væri konur, þá höfðaði þessi bíll til allra aldurshópa. Reynslan sýndi að mark- aðurinn gerði kröfu um bíla sem væru hagkvæmir í rekstri og státuðu af miklum og vönduðum öryggisbúnaði. Þessar kröfur uppfyllti Opel Corsa með glæsibrag. Margar útfærslur Á þessari kynningu stóð frétta- mönnum til boða að prófa ýmsar út- færslur af Opel Corsa. Til að mæta breytilegum þörfum viðskiptavinarins er Corsan fáanleg með fernskonar bensínvélum, 1.0, 1.2, 1.4, og 1.8 lítra og 1.7 lítra díselvél, með eða án for- þjöppu. Allar vélarnar sem verða í boði hér eru 16 ventla með tveimur yfirliggj- andi kambásum, beinni innspýtingu og mengunarvarnarbúnaði sem verð- ur skyldubúnaður árið 2005. Hægt verður að velja beinskipta, sjálfskipta eða hálfsjálfskipta bfla, „Easytronic". Opel leggur einna mesta áherslu á sparneytni og hefur þróað vélar sem þeir kalla ECOTEC til að undirstrika þá eiginleika. í Evrópu-stöðluðu eyðsluprófi er díselvélin sögð eyða 4,7 lítrum á hundraðið og 1,2 lítra bensín- vélin 6.2 lítrum. Nýi bfllinn verður 8 cm breiðari að innan en forveri hans, og að sögn Opel með lengsta hjólhafið í sínum flokki, eða 2.491 mm. Það hef- ur áhrif á stöðugleika bflsins í saman- burði við aðra. Ingvar Helgason mun væntanlega leggja mesta áherslu á 1-2 lítra bflinn, með 75 hestafla vél, en verið er að athuga hvernig verðið þróast og gæti það haft áhrif á áhersl- urnar. Aukið innra rými Það kom skemmtilega á óvart hversu rúmgóð og lipur Corsan var. 1.2 lítra vélin var svo þýð að nánast ekkert heyrðist í henni inni í bflnum á lágum snúningi, og ekki varð heldur vart við vind- eða vegahljóð, enda var sérstakt teymi hjá Opel kynnt til sög- unnar sem hafði þann eina starfa að koma í veg fyrir slíka hávaðamengun. Ekki er þó hægt að segja að Corsan í þessari útfærslu hafi verið mjög spræk, en þó mátti ná fram þokka- legri vinnslu með því að þenja hana svolítið í gírunum. Þá gafst einnig kostur á að prófa díselbílinn sem búinn er 1.7 lítra túrbó-díselvél og beinni innspýtingu. Eins og búast mátti við þá var hún töluvert háværari en bensínvélin, og nokkuð gróft díselhljóðið var skrifara til ama. Þó svo þessir tveir bflar væru sagðir skila jafnmörgum hestöflum, þá virtust þau skila sér mun betur í díselbflnum. Díselvélin þurfti svolít- inn tíma til að hugsa sig um áður en hún tók við sér, en þegar hún var byrj- uð að snúast þá virkuðu þessi 75 hest- öfl kraftmeiri en í bensínbílnum og hann togaði mun betur í gírunum. Töluvert lengri rúntur var farinn á 1,8 lítra bílnum. Sá var í sportlegri út- færslu og er varla raunhæft að bera saman við 1.2 lítra bílinn, svo ólfldr karakterar sem þeir eru. Þessi bíll var afslappaður á hraðbrautunum og átti nóg inni í hverjum gír meðan sá litli útheimti stöðugar gírskiptingar til að tuðast áfram. Engin ástæða er að ætla annað en þessi snyrtilegi smábíll geti veitt öðr- um bílum í svipuðum flokki hai-ða samkeppni hér á íslandi. Opel Corsa er þó ekki eini bfllinn á markaðnum sem á að vera veskisvænn í rekstri, þannig að líklega mun verðið á honum ráða úrslitum um velgengi hans hér á landi. Væntanlegir kaupendur geta þó beðið með að bjóða hann velkominn því hann kemur ekki til landsins fyrr en fyrripart næsta árs. Þá gefst vænt- anlega kostur á að reynsluaka honum við íslenskar aðstæður og bera hann betur saman við þá bíla sem verða í boði þá. 180 nestaf la Skoda 0«tavia ó SKODA verksmiðjurnar í Tékklandi eru í mikilli uppsveiflu og salan aldrei verið meiri. Fæstir hafa hing- að til sett samasemmerki milli hrað- skreiðra bíla og Skoda en nú þurfa þeir að endurskoða málið. Skoda ætlar nefnilega að setja á markað innan tíðar 180 hestafla Octavia hlaðbak og 150 hestafla fjórhjóla- drifinn langbak. Bílarnir bera heitið RS og eru hraðskreiðustu, fjölda- framleiddu Skoda-bflar sem sögur Jarðgas og í TILEFNI af grein í síðasta bíla- blaði, þar sem fjallað var um rann- sóknh' bandarískra vísindamanna þar sem fram kom að útblástur frá bílum sem knúnir eru með jarðgasi sé hættulegri en áður var talið, er rétt að taka fram að þarna var ekki fjallað um hreinsað hauggas. Sam- kvæmt upplýsingum frá Kristjáni Kristinssyni, deildarstjóra hjá Olíu- félaginu hf., er jarðgas efnablanda þar sem metan er milli 80 og 90% af gasinu en einnig er í blöndunni etan, markað * fara af. Vélin er 1,8 lítra með for- þjöppu, sú sama og í Audi TT. Meðal staðalbúnaðar í RS er lægri fjöðrun og kældir hemladiskar með græn- máluðum bremsuklemmum sem eru sýnilegar gegnum 16 tomma álfelg- ur. Vindskeiðar eru að framan og aft: an og keppnissæti eru í bflunum. í langbaknum er sama vél en öllu afl- minni þó og sama drifkerfi og í VW Golf 4Motion. ---------------------»: metangas própan og fleiri kolvetnissambönd, auk köfnunarefnis, koldíoxíðs og brennisteinssambanda svo að eitt- hvað sé nefnt. Hann segir að sam- setning jarðgass sé misjöfn eftir því af hvaða vinnslusvæðum það kemur. Það gas sem sé notað hér sé hreinsað hauggas þannig að það sem fer inn á bflana sé 98% hreint metan. Myndin með ^greininni, sem sýndi metangaskút í VW-bifreið, var því ekki í fullkomnu samræmi við text- ann. Beðist er velvirðingar á því. Opel Zafira, HydroGenl, efnarafalabfllinn. HydroGen 1 leiðir maraþonið OPEL-bflaframleiðandinn verður sýnilegur þegar maraþonhlaup karla og kvenna á Ólympíuleikun- um í Sydney verður þreytt í dag og 1. október nk. Undanfari hlaupsins verður Opel Zafira HydroGenl, sem er vetnisknúinn tilraunabfll Opel. Hann er með efnarafal sem breytir vetni í straum sem samsvar- ar 75 hestöflum og knýr rafmótor bflsins. Hestöfl út í hjól eru mæld um 109. Bfllinn er mengunarlaus með öllu. HydroGenl er hluti af 3.500 bflum sem Holden, sem eins og Opel er hluti af GM, Ieggur fram til Ólympíuleikanna. HydroGenl er fimm sæta, í aft- asta rými þar sem í hefðbundinni Zafira eru tvö aukasæti, er efnaraf-<~ ailinn. Bfllinn nær 140 km há- markshraða og getur ekið um 400 km á 75 lítra tankfylli af vetni. TILBOÐ ÓSKAST í Toyota Síenna LE árgerð 2000 (ekinn 5.000 mílur) m/vél V6 3000, 24 ventla, Mercury Mystique árgerð ‘95 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 26. september kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.