Morgunblaðið - 30.09.2000, Page 1

Morgunblaðið - 30.09.2000, Page 1
fMtogtnilMfaMfr SEPTEMBER 2000 Auðlindanefnd ÁLITSGERÐ EFNISYFIRLIT 1. Skipun nefndarinnar, störf og efnisöflun 1.1 Verkefni og starfsvið 1.2 Samantekt 1.3 Fjrirvarar einstakra nefndarmanna 2. Almenn stjórn auðlinda, álit og tillögur 2.1 Náttúruauðlindir fslendinga 2.2 Markmið auðlindastjórnunar 2.3 Leiðir til auðlindastjómunar, hagræn stjórntæki 2.4 Auðlindarenta og tekjur af henni 2.5 Eignarhald á náttúruauðlindum 2.6 Um samræmda stjórn á nýtingu náttúruauðlinda 2.7 Náttúruauðlindir í þjóðareign, aftiotaréttur og gjaldtaka 3. Stjörn fiskveiða, greinargerð og tillögur 3.1 Fiskveiðistjórnunin 3.2 Eignarhald á nytjastofnum á fslandsmiðum 3.3 Um gjaldtöku og varanleik aflaheimilda 41 3.4 Gjaldtökuieiðir, tölulegur samanburður 3.5 Aðrir þættir stjórnkerfis fiskveiða 4. Nýting vatnsorku, greinargerð og tifiögur 4.1 Sögulegt yfirlit 4.2 Eignarhald 4.3 íslenski raforkumarkaðurinn 4.4 Auðiindarenta í vatnsaflsvirkjunum 4.5 Sérstakt gjald að norskri fyrirmynd 4.6 Niðurstöður og tillögur 5. Rafsegulbylgjur til fjarskipta 5.1 Inngangur 5.2 Úthlutun leyfa 5.3 Uppboðsleiðin 5.4 Samanburðarleiðin (fegurðarsamkeppni") 5.5 Blandaða leiðin 5.6 Niðurstöður og tillögur 6. Umhverfisgæði 6.1 GUdi umhverfisgæða 6.2 Nýting umhverfisgæða 6.3 Skynsamleg skipan á nýtingu umhverfisgæða 6.4 Niðurstöður 1. Skipun nefndarinnar, störf og efnisöflun Auðlindanefnd var kosin á Alþingi í kjölfar samþykktar á þingsályktun í júní árið 1998. Ályktunin hljóðar svo: Alþingi ályktarað kjósa níu manna nefnd sem hafi það hlutverk aðfialla um auðlindirsem eru eða kunna að verða þjóðareign, m.a. öll verðmœti í sjó og á hafsbotni innan efnahagslögsögu, svo og í álmenningum, afréttum ogöðrum óbyggðum löndum utan heimalanda, námur í jörð, orku í rennandi vatni ogjarðhita. Nefndin skil- greini þessar auðlindir á skýran hátt og hvernigskuli með þcerfarið. Nefndin kanni einnig hvemigstaðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot afauðlindum í sameign þjóðar- innar, með hliðsjón afþeim gjöldum semfyrireru. Nefndin kanni möguleika á að nota auðlindagjald til að tryggja að afrakstur sameiginlegra auðlinda skili sérá réttmætan hátt til þeirra sem hagsmuna hafa að gæta. Um verði að ræða hóflegtgjald sem varið verði til að standa undir rannsóknum og til að stuðla að vernd og sjálfbærri nýtingu auðlindanna ogréttlátri skiptingu af- rakstursins, m.a. til að styrkja byggð í landinu. Samkvæmt kosningu Alþingis eiga þessir sæti í nefndinni: Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, Eiríkur Tóm- asson, prófessor, Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður, Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður, Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, Ragnar Árnason, prófessor, Svan- fríður Jónasdóttir, aJþingismaður, Styrmir Gunnarsson, rit- stjóri. Nefndin kaus Jóhannes Nordal formann nefndarinnar og Eirík Tómasson varaformann. Forsætisráðherra kallaði nefndina saman til fyrsta fundar 24. júní 1998. Hún hefur haft starfsaðstöðu á vegum for- sætisráðuneytisins og ritari hennar ffá upphafl verið Skarp- héðinn Berg Steinarsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyt- inu. Síðar hafa einnig komið til starfa fyrir nefndina Geir Oddsson, forstöðumaður Umhverfisstofnunar Háskóia ís- lands og Sveinn Agnarsson, hagfræðingur hjá Hagfræði- stofnun Háskóla fslands. Reglulegir vinnufundir nefndarinnar hófust síðla sumars 1998 og var almenn gagnasöfnun aðalverkefni hennar fyrstu mánuðina en mjög mikið fræðilegt efni liggur fyrir um auð- lindamál bæði hér á landi og erlendis. Auk þess ræddi nefnd- in við ýmsa sérfræðinga og fulltrúa stofnana og óskaði eftir greinargerðum um mikilvæga þætti málsins. Þegar dró að þinglausnum í mars 1999 og ljóst var að þess væri alllangt að bíða að nefndin gæti lokið störfum og sent frá sér tillögur, var ákveðið að skila forsætisráðherra áfanga- skýrslu um störf nefndarinnar. Var það gert með bréfi dag- settu 25. febrúar 1999 þar sem gerð var grein fyrir stöfum hennar fram að þeim tíma og hvernig hún hefði skilgreint viðfangsefni sitt. Með bréfinu fylgdu nokkrar veigamiklar skýrslur sem samdar höfðu verið fyrir nefndina og hún áleit að gætu orðið gagnlegar fyrir almennar umræður um auð- lindamál þótt álit og tillögur nefhdarinnar lægju enn ekki fyr- ir. Voru þessi gögn gefin út af forsætisráðuneytinu sem sér- stakt rit í mars 1999. Að svo búnu var ákveðið að frekari störfum nefndarinnar yrði frestað fram yfir alþingiskosning- ar sem þá fóru í hönd og hæfust ekki að nýju fýrr en að lokn- um sumarleyfum. Næsti fundur nefndarinnar var haldinn um miðjan ágúst 1999 en síðan má segja að hún hafi starfað með litlum hléum og eru reglulegir nefndarfúndir frá upphafi nú orðnir 65 að tölu. I áfangaskýrslu Auðlindanefndar var gerð grein fyrir gagnaöflun nefndarinnar fram að þeim tíma og viðræðum nefndarmanna við ýmsa sérfræðinga og stofnanir. Auk þeirra aðila sem þar eru nefndir og áfram hafa verið nefndinni til ráðuneytis er þess sérstaklega að geta að Rögnvaldur Hann- esson, prófessor við viðskiptaháskólann í Bergen, og Martin Weitzman, prófessor við Harvard, komu til landsins á vegum nefndarinnar, ræddu við nefndarmenn og veittu mikilvæga ráðgjöf. Meðal þeirra sem aðstoðað hafa nefndina við gagna- öflun má nefna Andra Ottesen, sérfræðing í fjármálaráðu- neytinu, sem tók saman gögn um kostnað og gjöld ríkisins vegna auðlinda, Birgi Þór Runólfsson, sem gerði skýrslu um dreifingu aflaheimilda, bæði eftir byggðum og eignarhaldi fyrirtækja, og GústavArnar, forstjóra Póst- og fjarskiptastofn- unar sem tók saman gögn um rafseguibylgjur til fjarskipta. Margir aðrir sem hér verða ekki upp taldir hafa veitt nefnd- inni aðstoð og upplýsingar. 1.1 Verkefni og starfsvið Samkvæmt umboði nefndarinnar eins og það er skilgreint í þingsályktun á starf hennar fyrst og fremst að beinast að tveimur viðfangsefnum: 1. Nýtingu auðlinda sem eru eða kunna að verða þjóðar- eign, skilgreiningu þessara auðiinda og hvernig með þær skuli farið. 2. Gjaldtöku af þessum auðlindum til þess að standa undir rannsóknum á þeim og stuðla að vernd og sjálfbærri nýtingu þeirra, svo og til að tryggja að afrakstur sameig- inlegra auðlinda skili sér á réttmætan hátt til þeirra sem hagsmuna hafa að gæta. Þótt af þessu sé ljóst að meðferð þeirra auðlinda sem tald- ar eru í þjóðareign, svo sem fiskistofna og orkulinda, eigi að sitja í fýrirrúmi í athugunum og tillögugerð nefndarinnar verður ekki um þær fjallað á viðunandi hátt nema í samhengi við stefnumótun auðlindamála í heild, enda ná afskipti ríkis- ins til margra annarra auðlinda en þeirra sem taldar eru beinlínis f þjóðareign. Þannig hefur samfélagið tekið á sig að stuðla að verndun mikilvægra þátta umhverfisins, svo sem hreinleika andrúmsloftsins, og sett reglur um nýtingu dýr- astofna og annarra þátta lífríkisins án tillits til eignarhaids. Sama gildir um nýtingu orkulinda og jarðefna sem ýmist eru eign opinberra eða einkaaðila. Hins vegar skal tekið fram að þegar rætt er um auðlindir f þessari skýrslu er eingöngu átt við náttúruauðlindir. Þannig hefur nefndin ekki fjallað um mannauð, þekkingarkerfi, gagnagrunna eða önnur hliðstæð verðmæti sem menn hafa skapað þótt orðið auðlind sé oft notað um þau í almennri umræðu. Annað meginverkefni nefndarinnar er að fjalla um gjald- töku af sameiginlegum auðlindum. f samræmi við það hefur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.