Morgunblaðið - 30.09.2000, Page 2

Morgunblaðið - 30.09.2000, Page 2
2 F LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 ALITSGERÐ AUÐLINDANEFNDAR MORGUNBLAÐIÐ nefndin kannað sérstaklega þá þróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi í auðlindastjórn og vaxandi hlutverk hagrænna stjórntækja, svo sem varanlegra afnotaréttinda (kvótakerfa) og Ieiðréttandi gjalda og skatta á þessu sviði. Tekið skal fram að í þessari skýrslu er gerður greinarmunur á hugtökunum „auðlindagjald“ og „auðlindaskattur". Með auðlindagjaldi er átt við endurgjald fyrir afnot eða hagnýt- ingu á eignum sem eru í eigu þjóðarinnar, en auðlindaskatt- ur tekur til skatts sem lagður er á nýtingu tiltekinna auðlinda, óháð eignarhaldi á þeim. Þá hefur verið fjallað sérstaklega um eignarhald auðlinda hér á landi og skilgreiningu þeirra auðlinda sem teljast vera í þjóðareign, en nefndin telur mikilvægt að skýra og samræma lagareglur sem gilda um þessar auðlindir og ráðstöfun á rétti til að nýta þær. Nefndin hefur talið hlutverk sitt felast fyrst og fremst í því að gera tillögur um samræmda meginstefnu í stjórn auðlinda með sérstakri áherslu á stjóm og nýtingu auðlinda í þjóðar- eign, en í samræmi við þingsályktun þá sem nefndin starfar eftir hefur hún gengið út frá því að þær eignir sem taldar eru upp í ályktuninni og nú eru í þjóðareign verði það áfram. Nefndin hefur hins vegar ekki talið það verkefni sitt að út- færa tillögur sínar í smáatriðum eða í formi fullbúinna frum- varpa. Með nefndarálitinu fylgja tvær skýrslur sem samdar hafa verið að beiðni Auðlindanefndar. Annars vegar skýrsla um náttúruauðlindir almennt eftir Geir Oddsson hefur samið og hins vegar skýrsla um stjórnun fiskveiða á Islandi eftir Svein Agnarsson. Enda þótt skýrslurnar séu samdar í nánu samráði við nefndina bera höfundar þeirra einir ábyrgð á efni þeirra, en hvorki einstakir nefndarmenn né nefndin í heild. 1.2 Samantekt Á undanförnum tveimur öldum hefur gífurleg aukning mannfjölda og framleiðslu orðið til þess að mjög hefur geng- ið á náttúruauðlindir heimsins. Af þessum sökum hafa ein- stakar þjóðir og alþjóðasamtök leitað nýrra leiða til þess að nýta auðlindir með sem hagkvæmustum hætti á grundvelli sjálfbærrar þróunar og með hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi. Nefndin telur brýnt að mótuð verði samræmd stefna og stjórn á nýtingu náttúruauðlinda á íslandi sem skapi heil- steyptan lagaramma um hlutverk og ábyrgð ríkisins á ráð- stöfun og nýtingu náttúruauðlinda. Reynt verði eftir föngum að beita hagrænum stjórntækjum á grundvelli vel skilgreinds eignar- eða afnotaréttar þar sem því verður við komið ásamt leiðréttandi sköttum og uppbótum þar sem það á við. Um náttúruauðlindir sem nú eru taldar í þjóðareign en þær eru nytjastofnar á íslandsmiðum, auðlindir á, í eða und- ir hafsbotninum utan netalaga og náttúruauðlindir í þjóð- lendum, gilda mismunandi lagaákvæði. Nefndin leggur til að eignarréttarleg staða þessara auðlinda verði samræmd með þeim hætti að tekið verði upp nýtt ákvæði í stjórnarskrá þar sem þessar náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign eftir því sem nánar verði ákveðið í lögum. Veita megi einstaklingum og lögaðilum heimild til afnota á þessum náttúruauðlindum gegn gjaldi að því tilskyldu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar væri ákveðið í lögum. Slík afnotaheimild njóti verndar sem óbein eignarréttindi. Með þessu er bæði stefnt að því að sömu reglur gildi um allar náttúruauðlindir sem lýstar eru þjóðareign á hverjum tíma og að hægt sé að veita notendum þeirra tryggan og lög- varinn afnotarétt. Vegna breytilegrar nýtingar og mikilvægis einstakra auðlinda er eðlilegt að löggjafinn ákveði hvaða náttúruauðlindir falli undir þetta ákvæði á hverjum tfma. Til dæmis komi til greina að ýmsar náttúruauðlindir sem nú eru ekki taldar undirorpnar eignarrétti, eins og t.d. rafsegulbylgj- ur til fjarskipta og vindorka, verði síðar meir skilgreindar sem þjóðareign. Nefndin telur gjaldtöku af nýtingu náttúruauðlinda hafa við þrenns konar rök að styðjast. í fyrsta lagi byggist hún á því að standa undir þeim kostnaði sem hið opinbera hefur af rannsóknum á og eftirliti með nýtingu auðlindanna. í öðru lagi sé henni ætlað að tryggja þjóðinni sýnilega hlutdeild í þeim umframarði (auðlindarentu) sem nýting auðlinda í þjóðareign skapar. í þriðja lagi er um að ræða leiðréttandi sícatta og uppbætur (svokallaða græna skatta) til að tryggja hagkvæma nýtingu auðlindanna. Mikill kostnaður leggst á rfldð vegna vöktunar íslenskra náttúruauðlinda, stjórnun og rannsókna og er aðeins hluti hans nú greiddur af viðkomandi atvinnugreinum. Úr þessu telur nefndin eigi að bæta þannig að allir sem nýta náttúru- auðlindir í arðbærum rekstri endurgreiði ríkinu slíkan kosm- að að fullu. Á þetta að sjálfsögðu jafnt við um allar náttúru- auðlindir, hvort sem þær eru í þjóðareign eða eign einstaklinga eða lögaðila. Þótt stefna beri að sem mestu jafnræði milli atvinnugreina hljóta mismunandi reglur að gilda um afnotarétt af náttúru- auðlindum í þjóðareign og greiðslu íýrir hann. Þegar um er að ræða auðlindir sem ekki hafa verði nýttar áður, t.d. nýjar námur eða vatnsaflsvirkjanir í óbeisluðum fallvötnum, telur nefndin rétt að selja nýtingarrétt til langs tíma á markaðs- verði eða á uppboði þar sem aðstæður leyfa. Þegar í hlut eiga náttúruauðlindir sem þegar eru nýttar verður jafnframt að taka tillit til afkomuskilyrða viðkomandi atvinnugreinar og áunninna atvinnuréttinda. í samræmi við þetta hefur nefnd- in m.a. lagt fram eftirfarandi hugmyndir um gjaldtöku vegna nýtingar einstakra auðlinda. Nytjastofnar á íslandsmiðum Nefndin hefur fjallað rækilega um fiskveiðar íslendinga og telur að byggja eigi stjórn þeirra áfram á núverandi grunni þótt hún telji ýmsar breytingar á núgildandi reglum í átt að auknu frjálsræði í meðferð og handhöfn aflaheimilda æski- legar. Nefndin er þeirrar skoðunar að greiðsla fyrir afnot af auðlindinni geti stuðlað að því að sátt geti tekist um stjórn fiskveiða, enda verði sú gjaldtaka ákveðin með hliðsjón af af- komuskilyrðum og uppbyggingu sjávarútvegsins og þeirri óvissu sem hann á við að búa, m.a. vegna ófýrirsjáanlegra breytinga á aflabrögðum og vegna alþjóðlegrar samkeppni, þ.á m. þau skilyrði sem sjávarútvegur annarra þjóða býr við. Til viðbótar slíkum rökum fyrir því að fara með gát í þessum efnum vísar nefndin til þess að í þingsályktun þeirri sem hún starfar eftir er beinlfnis tekið fram „að um verði að ræða hóf- legt gjald". Samhliða aukinni gjaldtöku af aflaheimildum eða öðrum verulegum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu er sann- gjarnt að núverandi handhöfum aflaheimilda verði veittur aðlögunartími, bæði vegna fþyngjandi breytinga og með til- vfsun til áunninna atvinnuréttinda. Lengd aðlögunartíma verður síðan að ákvarða með hliðsjón af því hvaða gjaldtöku- leið er valin, hvaða áhrif gjaldtakan hefur á tekjuskiptingu innan greinarinnar og hve mikil gjaldtakan verður. Varðandi greiðslu fyrir afnot af auðlindinni hefur nefndin tekið tvær meginleiðir til skoðunar. Fyrri leiðin, sem nefnd hefur verið Jyrningarleið, byggist á því að allar aflahlutdeildir verði skertar árlega um fastan hundraðshlua en síðan verði þær endurseldar á markaði eða með uppboði. Síðari leiðin, nefnd veiðigjaldsleið, felst hins vegar í beinni gjaldtöku ásamt ákvæðum um að breytingar á aflahlutdeildum krefjist ákveðins lágmarksaðdraganda. Einstakir nefndarmenn hafa mismunandi skoðanir á því hvora þessara leiða sé æskilegra að fara og nokkrir telja aðeins aðra þeirra ásættanlega. Einn- ig eru skiptar skoðanir um það hversu hátt veiðigjald eða fýrningarhlutfall skuli vera enda hljóti það að lokum að ráð- ast af stjórnmálalegu mati þar sem tekið verði tillit til af- komuskilyrða sjávarútvegsins. Enn fremur hefur nefndin fjallað um hvernig ráðstafa skuli tekjum af gjaldinu og telur að hluti þess eigi að renna til sjáv- arútvegsbyggða. Vatnsafl í samræmi við almenna stefnumótun nefndarinnar telur hún að tryggja þurfi að þjóðin njóti í framtíðinni eðlilegrar hlutdeildar í þeim umframarði sem nýting vatnsafls í eigu þjóðarinnar skapar. Því beri að selja nýtingarréttindi á því vatnsafli sem er í þjóðareign á uppboði ef nægjanleg sam- keppni er til staðar en ella með samningum. Á næstu árum má gera ráð fyrir að miklar breytingar verði á íslenska raf- orkumarkaðnum og að raforkufyrirtæki verði einkavædd. Með útboði hlutafjár ættu að skapast skilyrði til að núverandi eigendur fyrirtækjanna fengju greitt fullt markaðsverð fyrir þau vatnsréttindi sem fýrirtækin ráða yfir. Jarðhiti og námur Svipaðar lagareglur gilda um jarðhita og námuvinnslu á landi og um vatnsaflsvirkjanir. Gjaldtaka kemur því fyrst og fremst til greina vegna nýtingar á jarðhita á þjóðlendum eða jarðeignum ríkisins. Til að tryggja að auðlindarenta af slíkum rekstri falli til þjóðarinnar er heppilegast að ráðstafa jarð- hita- og námuréttindum með uppboðum þegar markaðsað- stæður leyfa en ella með samningum á grundvelli áætlaðrar auðlindarentu. Auðlindir á eða undir sjávarbotni Þar sem þessar náttúruauðlindir sem enn eru lítt kannaðar eru allar í þjóðareign ættu að gilda um afnot þeirra hliðstæð- ar reglur og þær auðlindir sem tilheyra þjóðlendum. Rétti til afnota ætti að ráðstafa á samkeppnisgrundvelli og þá fýrst og fremst með uppboðum. Rafsegulbylgjur til fjarskipta Úhlutanir á leyfum til nýrra farsímakerfa hafa annaðhvort verið í formi uppboða eða þá að hin svokallaða samanburð- arleið hefur verið farin, en í henni felst að aðrar ástæður en vilji til að greiða hæsta verð ráði hverjir fái úhlutað leyfum. Þótt rafsegulbylgjur til fjarskipta og tíðnisvið hafi ekki með formlegum hætti verið lýst eign þjóðarinnar þá hefur ríkis- valdið hér sem annars staðar tekið að sér stjórn á aðgengi að tíðnisviðinu, Nefndin telur að greiðsla skuli koma fyrir að- gang að tíðnisviðinu og að heppilegast sé að úthluta þessum nýju leyfum með uppboðum eða öðrum hlutlægum aðferð- um. IJrnh vetfisgœði íslendingar eiga aðgang að fjölbreyttu safni náttúruauð- linda sem kalla mætti einu nafni umhverfisgæði. Enda þótt stefna beri að sem frjálsustu aðgengi almennings að náttúru landins getur þurft að stýra nýtingu þessara náttúruaðulinda á sama hátt og öðrum takmörkuðum auðlindum. Nefndin telur að áherslu eigi að leggja á aukna notkun hagrænna stjórntækja á þessu sviði, svo sem eignarréttarskipunar þar sem henni verður við komið, eða leiðréttandi auðlindaskött- um þar sem þeir henta betur. Þá getur einnig komið til greina að semja við einstaka aðila um umsjón og rekstur ákveðinna svæða og jafnvel bjóða slíka samninga út þegar eftirspurn leyfir. Þjóðarsjóður Verði tekin upp gjöld af auðlindum í þjóðareign eins og hér hefur verið lagt til mun það geta gefið umtalsverðar tekjur. Margt mælir með því að hluti þeirra gangi til að mynda sjóð sem almenningur eigi aðild að og varið yrði til að efla þjóð- hagslegan spamað og uppbyggingu. 1.3 Fyrirvarar einstakra nefndarmanna Við undirritaðir nefndarmenn viljum taka fram að við get- um aðeins stutt veiðigjaldsleið til innheimtu á gjaldi vegna nýtingar fiskistofna, en ekki fyrningarleið, og að meginhluti þess taki mið af svokölluðu kostnaðargjaldi. Ari Edwald Guðjón Hjörleifsson Ég er andvígur þeim atriðum í annari málsgrein tillögu nefndarinnar að ákvæði í stjórnarskrá, sem lúta að því að náttúruauðlindir megi ekki selja eða láta af hendi til einstakl- inga eða lögaðila og þær verði þar með varanlega í ríkisforsjá. Ragnar Árnason 2. Almennstjórn auðlinda, álit og tillögur 2.1 Náttúruauðlindir Islendinga Vegna síbreytilegra lífshátta og tækni hafa kröfur efna- hagsstarfseminnar til náttúmnnar stöðugt verið að breytast. Segja má að allir þættir náttúrunnar, jörðin, lífríkið, vatn, loft og sólarljós, geti talist til náttúruauðlinda en þær verða því aðeins verðmætar í efnahagslegum skilningi að eftir þeim sé sóst og framboð á þeim sé takmarkað. í framleiðslustarfseminni gegnir náttúran tvíþættu hlut- verki. Annars vegar er hún uppspretta þeirra hráefna og orku sem til framleiðslunnar þarf en hins vegar verður hún að taka við þeim úrgangi sem framleiðslunni fylgir. f þessum víðtæka skilningi verða margir þættir umhverfisins sem áður virtust ótakmarkaðir, t.d. andrúmsloftið, að náttúruauðlind fyrir efnahagsstarfsemina. Náttúmauðlindir geta einnig verið beinn þáttur í neyslu. Á þetta t.a.m. við um hvers konar útivistarsvæði. Með þessari skilgreiningu fjölgar mjög þeim þáttum umhverfisins sem telja má til náttúruauðlinda. Þannig má segja að samfélagsþróunin hafi leitt til þess að margar náttúmauðlindir sem áður virtust ótakmarkaðar hafi hver af annarri orðið að takmörkuðum auðlindum en um leið og það gerist kemur upp sú hætta að frjáls aðgangur leiði til ofnýtingar og sóunar. Snemma á forsögulegum tíma fóru menn að bregðast við þessum vandamálum með því að tak- marka aðgang að auðlindum (sem þá voru fyrst og fremst veiðilönd og land til ræktunar) með skilgreindum eignarrétti eða reglum um nýtingu af hálfu samfélagsins. Það er ekki fyrr en aðgangur að náttúruauðlindum er takmarkaður með þessum hætti sem þær fá markaðsverð í nútímaskilningi þess orðs. Sú skipan sem nú ríkir varðandi eignarhald og reglur um nýtingu auðlinda er afleiðing sögulegrar þróunar þar sem saman hefúr farið að þeim náttúruauðlindum sem eru undirorpnar eignarrétti hefur farið fjölgandi, en samfé- lagið jafnframt haft margvísleg og vaxandi afskipti af hvers konar auðlindanýtingu. Sé litið til eignarhalds á náttúruauðlindum íslands nú má skipta þeim í eftirfarandi þrjá meginflokka. 1. Náttúruauðlindir háðar eignarrétti a. Náttúruauðlindir háðar einkaeignarrétti Með landnámi íslands varð allt byggilegt land að einka- eign og hefur sú skipan haldist í stórum dráttum til þessa dags. Þó er um tíundi hluti allra jarðeigna utan þéttbýlis nú í eigu ríkisins og eru þær flestar leigðar til ábúðar en nánar er gerð grein fyrir lagagrundvelli eign- arhalds náttúruauðlinda síðar í þessari skýrslu. Hér verður ekki fjallað sérstaklega um lóðalönd innan þétt- býlis en stór hluti þeirra er í eigu sveitarfélaga. Samkvæmt gildandi lögum nær eignarréttur landeig- enda til hvers konar náttúruauðlinda, bæði undir jörðu og yfir, þ.á m. jarðefna, jarðhita, vatnsfalla og veiði spendýra og fugla. Um nýtingu þessara auðlinda hafa þó verið settar margvíslegar reglur sem takmarka nýtingar- rétt landeigenda. Þannig eru bæði námurekstur og orku- vinnsla háð leyfum og veiði einstakra tegunda spendýra og fugla er ýmist bundin af reglum eða bönnuð í vernd- arskyni. b. Náttúruauðlindir í þjóðareign Allt fram á miðja 20. öldina voru allar óbyggðir fslands annaðhvort taldar afréttarlönd eða almenningar og á sama hátt var hafið, utan netlaga, hafalmenningur. Með aukinni sókn í nýtingu auðlinda hálendisins og hafsins varð talið nauðsynlegt að tryggja að yfirráð og ráðstöfun hinna miklu náttúruauðlinda sem þessi svæði hafa að geyma væru ótvírætt í höndum ríkis eða þjóðar. Mikils- verðir áfangar í þeirri þróun, sem hófst með samþykkt laga um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, var lagasetning um stjórn flskveiða og þjóðlendur. Þjóð- areignir þessar eru að því leyti frábrugðnar jarðeignum ríkisins og öðrum eignum þess sem háðar eru einka- eignarrétti að um meðferð þeirra og ráðstöfun gilda ýmsar takmarkanir. Þannig er að verða til nýtt form eignarhalds á náttúruauðlindum þjóðarinnar sem nefndin telur mikilvægt að skilgreina með skýrum og samræmdum hætti eins og nánar er rakið síðar. 2. Náttúruauðlindir í þjóðarforsjá sem ekki eru undirorpn- ar eiginlegum eignarrétti Þrátt fyrir þróun í átt til víðtækara eignarhalds á auð- lindum eru mikilvægar náttúruauðlindir enn án nokkurs skilgreinds eignarréttar, svo sem hreint andrúmsloft og rafsegulbylgjur til fjarskipta. Með vaxandi iðnvæðingu og fólksfjölgun hefur þörfin á vernd og hagkvæmri nýt- ingu þessara og annarra hliðstæðra auðlinda orðið brýnni. Hafa því stjórnvöld einstakra ríkja gripið til margvíslegra aðgerða til að vernda þessar auðlindir og stjórna nýtingu þeirra, en í stað hefðbundins eignar- réttar byggjast slflcar aðgerðir á fullveldisrétti og Iögsögu einstakra ríkja, svo og þjóðréttarlegum skuldbindingum þeirra. Hugsanlegt væri að skilgreina það svo að þær auðlindir sem hvorki eru í einkaeign né þjóðareign séu í því sem kalla mætti þjóðarforsjá, og að samfélaginu í heild beri skylda til að vernda þær og tryggja að þær séu nýttar á hagkvæman hátt. Síðan getur einnig komið til greina að lýsa sumar þessar náttúruauðlinda, til dæmis rafsegul- bylgjur til ijarskipta, þjóðareign og skipuleggja nýtingu þeirra með svipuðum hætti. Þessu til viðbótar er rétt að minna á að margar náttúru- auðlindir, svo sem andrúmsloftið og mikilvægir þættir lífrfldsins, eru sameiginlegar mörgum þjóðum eða jafn- vel öllu mannkyninu. Samræmd alþjóðleg markmið um

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.