Morgunblaðið - 30.09.2000, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 30.09.2000, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 F 7 eða óafturkallanlegt forræði einstakra manna yfir þeim, eins og áður segir. Aflaheimildir eru þannig aðeins varanlegar í þeim skilningi að þær verða hvorki felldar niður né þeim breytt nema með lögum. í skjóli valdheimilda sinna getur Al- þingi því kveðið nánar á um réttinn til fiskveiða, bundið hann skilyrðum eða innheimt fyrir hann frekara fégjald en nú er gert vegna breyttra sjónarmiða um ráðstöfun þeirrar sameignar íslensku þjóðarinnar, sem nytjastofnar á íslands- miðum eru.“ Með skírskotun til þessa verður að telja að enginn vafi leiki lengur á því að unnt sé með lögum að afnema eða breyta núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi, þ.á m. að gefa veiðar frjálsar ef þær aðstæður sköpuðust að það þætti réttlætan- legt. Því er hins vegar látið ósvarað i fyrrgreindum dómi Hæstaréttar hvort það fengi staðist, í ljósi eignarréttarákvæð- is stjórnarskrárinnar, að svipta þá sem fengið hafa úthlutað veiðiheimildum að öllu leyti heimildum sínum fyrirvaralaust eða fyrirvaralítið og úthluta þeim til annarra. Með vísun til álitsgerðar þeirra Sigurðar Líndal og Þorgeirs Örlygssonar verður að telja vafasamt að slíkt yrði gert án þess að til bótaskyldu stofnaðist á grundvelli 1. mgr. 72. gr. stjórn- arskrárinnar, vegna þeirrar röskunar sem slík breyting gæti haft í för með sér á atvinnuréttindum þeirra sem fyrir eru í greininni. Að áliti Sigurðar og Þorgeirs væri á hinn bóginn ekkert því til fyrirstöðu að innkalla úthlutaðar veiðiheimildir í áföngum á lengra tímabili og endurúthluta þeim gegn gjaldi, tímabundið eftir atvikum, þar sem allir ættu jafnan rétt til að bjóða í þær. Erfitt sé að leggja nákvæmt mat á það hve mikið magn megi taka og á hve löngum tíma. Grundvall- arsjónarmið hljóti að vera það að þeir, sem hafa fengið út- hlutað veiðiheimildum í núverandi kerfi og öðlast hafa á þeim grundvelli atvinnuréttindi, fái sanngjarnan og hæfileg- an frest til að laga rekstur sinn að breyttu laga- og rekstrar- umhverfi. Með áður tilvitnuðum ummælum hefur Hæstiréttur tekið af öll tvímæli um það að leggja megi gjald á aflaheimildir án þess að til bótaskyldu stofnist. Sú niðurstaða er í samræmi við álitsgerð Sigurðar og Þorgeirs sem slá þó þann varnagla að ekki megi ganga svo nærri gjaldendum að jafnað verði til eignarnáms. Þeir telja enn fremur að ekkert sé því til fyrir- stöðu að binda það takmörkum í lögum, svo sem nú er gert í 11. gr. a í lögum nr. 38/1990, sbr. lög nr. 27/1998, hve stórri hlutdeild af heildarafla hver einstaklingur eða lögaðili geti ráðið yfir, að því tilskildu að gætt sé jafnræðis í því efni. 3.2.5 Tillaga um breytingu á lögum um stjóm fiskveiöa Með skírskotun til áðurgreindrar tillögu um það hvernig almennt skuli skipa eignarhaldi að náttúruauðlindum sem ekki eru háðar einkaeignarrétti, svo og til dóms Hæstaréttar 6. apríi 2000 í máli nr. 12/2000 og álitsgerðar Sigurðar Líndai og Þorgeirs örlygssonar, er lagt til að 1. og 2. mgr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða orðist svo: Nytjastofnar á íslandsmiðum eru þjóðareign. Markmið laganna er að stuðla að verndun og hagkvcemri nýtingu nytjastofnanna og tryggja með því trausta atvinnu oghyggð í landinu. Enn fremur er óhjákvæmilegt að kveða almennt á um heimild til úthlutunar veiðiheimilda í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða eins og gert er í núgildandi lögum. Nefndin gerir ekki ákveðna tillögu um það hvernig það ákvæði, þ.e. 3. mgr. 1. gr„ skuli hljóða, heldur setur fram eftirgreindar hugmyndir að orðalagi málsgreinarinnar í samræmi við hið nýja ákvæði sem lagt er til að tekið verði upp í VII. kafla stjórnarskrárinn- ar. Ef svonefnd fyrningarleið yrði fyrir valinu, sbr. kafla 3.3 hér á eftir, kæmi til greina að orða 3. mgr. 1. gr. svo: Úthluta má veiðiheimildum til einstaklinga oglögaðila gegn gjaldi að því tilskildu að þcer séu tímabundnar, svo sem nánar er kveðið á um i lögum þessum. Ef veiðigjaldsleið, sem svo hefur verið nefnd, yrði farin kæmi til álita að ákvæðið hljóðaði svo: Úthluta má veiðiheimildum til einstaklinga og lögaðila gegn gjaldi að því tilskildu að þeim verði ekki breytt nema með minnstfimm ára fyrirvara, svo sem nánar er kveðið á um í lögum þessum. Með þessu orðalagi er átt við lágmarksaðdraganda að breytingu á úthlutun aflaheimilda en orðalagið felur ekki í sér vísbendingu um það hvað teljist vera hæfilegur aðlögun- artími ef um víðtækar breytingar verður að ræða. Hvor leiðin sem farin yrði telur nefndin að huga þurfi frek- ar að orðalagi þessa ákvæðis með tilliti til þess hvernig fisk- veiðistjórnunarkerfið verður nánar útfært í endurskoðuðum lögum um stjórn fiskveiða. Þær hugmyndir sem settar eru fram fela í sér að réttur handhafa veiðiheimilda yrði styrktur frá því sem nú er og þar með eytt þeirri réttaróvissu sem ríkt hefur á þessu sviði. í samræmi við það sem fram kemur í hinu nýja stjórnarskrár- ákvæði nytu þær veiðiheimildir sem úthlutað yrði á grund- velli 3. mgr. 1. gr. laganna verndar á sama hátt og óbein eign- arréttindi, þ.á m. mættu handhafar þeirra veðsetja þær og framselja, nema reistar yrðu sérstakar skorður við því. Þetta verður að telja eðlilegt samfara því að tekið yrði upp auð- lindagjald fyrir nýtingu fiskistofnanna eins og lagt er til í þessari skýrslu. 3.3 Um gjaldtöku og varanleik aflaheimilda Núgildandi löggjöf um stjóm fiskveiða byggist á því annars vegar að fiskistofnarnir séu sameign þjóðarinnar, en hins vegar skuli úthluta útgerðaraðilum aflaihlutdeildum án tíma- takmarkana. Hér hefur mörgum virst vera um mótsögn að ræða, sem valdið hefur óánægju og gagnrýni af hálfu þeirra sem telja að með þessu hafi eignir þjóðarinnar verið afhentar ákveðnum aðilum án eðlilegs endurgjalds, en hins vegar skapað óvissu og deilur sem bitnað hefur á þeim sem þurfa að byggja rekstur sinn á umdeildum aflaheimildum. Nefndin telur að fyrsta skrefið til lausnar á þessum vanda sé að treysta betur lagalegan grundvöll þjóðareignar náttúru- auðlinda með því að setja skýrari reglur um það hvernig af- notarétti af þeim megi ráðstafa. Gerð er grein fyrir tillögum nefndarinnar í þessu efni að því er varðar nytjastofna á íslandsmiðum í kaflanum hér á undan, en í þeim felst að veiðiheimildum sé heimilt að úthluta gegn gjaldi. Rökrétt af- leiðing af þessu er sú að bein tengsl hljóti að vera á milli var- anleika og forms aflaheimilda annars vegar og greiðslu fyrir nýtingarréttinn hins vegar. Með því að komið hefur verið á veiðistjórnunarkerfi sem felst í framseljanlegum aflaheimildum hafa skapast forsend- ur fyrir sköpum nýrra verðmæta, svokallaðrar auðlindar- entu, sem stafar af því að með hagkvæmri nýtingu auð- iindarinnar er hægt að fá arð umfram það sem annar atvinnurekstur skilar. Hve mikill sá arður verður er þó m.a. háð því hve varanlegar og öruggar aflaheimildirnar eru. Það háa verð sem greitt er fyrir aflaheimildir hér á landi þrátt fyrir þá óvissu sem enn ríkir um varanleik þeirra bendir til að um einhvern auðlindaarð sé þegar að ræða, þótt ýmsir telji að verðlag á markaðnum ofmeti hann þegar á heildina er litið. Fram hafa komið tillögur um að skattleggja þennan arð sérstaklega, þar sem hann hafi orðið til vegna aðgerða ríkis- ins. Fyrir slíkri skattlagningu eru færð tvenns konar rök. í fyrsta lagi er höfðað til réttlætissjónarmiða um að allir eða samfélagið í heild eigi rétt á að njóta þeirra gæða sem þannig hafa orðið til, en ekki aðeins þeir sem stunduðu útgerð á til- teknum tíma. í öðru lagi er því haldið fram að hagkvæmt sé að skattleggja auðlindarentu í stað annarra skatta þar sem slík skattlagning sé hlutlaus og dragi ekki úr hvatningu til verðmætasköpunar eins og t.d. tekjuskattur geri. Andstaða við gjaldtöku hefur m.a. byggst á ótta við að hún yrði sjávarútveginum of þungbær, dragi úr fjárfestingu, ríði mörgum fyrirtækjum, einkum í dreifbýli, að fullu og stuðli að samþjöppun í greininni. Auk þess hefur verið bent á óskil- virkni ríkisins miðað við einkaaðila og skekkingaráhrif auð- lindagjalda. Einnig hefur verið á það bent að gjaldtaka gæti dregið úr hvatningu til nýsköpunar og góðrar umgengni um auðlindina og sé órétdát gagnvart þeim sem nýlega hafa fest kaup á kvóta. Eins og frtun kemur í kafla 2 hér að framan er nefndin þeirrar skoðunar að rétt sé að stefna að greiðslu fyrir af- notarétt af öllum auðlindum sem eru í eigu ríkis eða þjóðar af tvennum ástæðum: annars vegar til að greiða kostnað rík- isins af stjóm og eftirliti með viðkomandi auðlind, hins vegar til að tryggja þjóðinni í heild sýnilega hlutdeild í þeim um- framarði (auðlindarentu) sem nýting hennar skapar. Nefndin er þeirrar skoðunar, að greiðsla fyrir afnot af auð- lindinni geti stuðlað að því að sátt geti tekist um stjórn fisk- veiða, enda verði sú gjaldtaka ákveðin með hliðsjón af af- komuskilyrðum og uppbyggingu sjávarútvegsins og þeirri óvissu sem hann á við að búa, m.a. vegna ófyrirsjáanlegra breytinga á aflabrögðum og vegna alþjóðlegrar samkeppni, þ.á m. þau skilyrði sem sjávarútvegur annarra þjóða býr við. Til viðbótar slíkum rökum fýrir því að fara með gát í þessum efnum vísar nefndin til þess að í þingsályktun þeirri sem hún starfar eftir er beinlínis tekið fram „að um verði að ræða hóf- legt gjaid". Samhliða aukinni gjaldtöku af aflaheimildum eða öðrum verulegum breytingumr á fiskveiðistjómunarkerfinu er sanngjarnt að núverandi handhöfum aflahlutdeilda verði veittur aðlögunartími, bæði vegna íþyngjandi breytinga og með tilvísun til áunninna atvinnuréttinda. Lengd aðiögunar- tíma verður síðan að ákvarða með hliðsjón af því hvaða gjaldtökuleið er valin, hvaða áhrif gjaldtakan hefur á tekju- skiptingu innan greinarinnar og hve mikil gjaldtakan verður. Fleiri en ein leið koma vitaskuld til greina tii að ná þeim markmiðum sem hér hefur verið lýst. Fyrst er þá að nefna það álitamál hvort ástæða sé til að hafa gjaldtökuna tví- skipta, sérstakt kosmaðargjald og síðan gjald vegna afnota af auðlindinni. Efnislega skiptir það vafalaust litlu máli hvort gjaldtakan verður tvískipti eða í einu lagi, en líklega gæti ver- ið heppilegt að lagt verði á frekar lágt kosmaðargjald vegna eftirlits og beins kostnaðar við stjórnkerfi fiskveiða sem greitt verði við úthlutun aflamarks ár hvert, en stærsti hluti kostn- aðarins yrði greiddur ásamt gjaldi fyrir afnot af auðlindinni eins og síðar verður að vikið. í þessu sambandi má minna á að íslenskar útgerðir greiða þegar margvísleg gjöld sem ætlað er að standa straum af kosmaði við fiskveiðistjórnunarkerfið. Frá 1994 hafa verið greidd tvenns konar gjöld til Þróunarsjóðs; gjald á hverja brúttórúmlest skips og gjald af úthlutuðu aflamarki, og er áætlað að tekjur Þróunarsjóðs af þeim geti numið rúmum 600 milljónum kr. árið 2000. Þá er greitt gjald fyrir veiðileyfi og veiðieftirlitsgjald til Fiskistofú og eru tekjur af þessum gjöldum áætlaðar um 150 milljónir kr. Samtals er því gert ráð fyrir að útgerðimar muni greiða um 750 milljónir kr. í kostn- aðargjöld á árinu 2000. Áætlað hefur verið að árið 1996 hafi gjöld til Þróunarsjóðs og Fiskistofu numið um helmingi af áætluðum kostnaði við stjórnun fiskveiða á íslandi og þyrftu því gjöldin að hækka verulega til að þau stæðu undir öllum kostnaðinum. Aðrar leiðir en álagning kostnaðargjalds kæmu einnig til greina. T.d. mætti hugsa sér að ríkið seldi hluta af aflaheimildum hvers árs á markaði og notaði afrakst- urinn til að standa undir kostnaði við fiskveiðistjórnunina. Þá er einnig álitamál hvort greiða skuli kostnaðargjöldin ein og sér eða hvort þau væm hluti af almennu auðlindagjaldi. Varðandi greiðslu fyrir afnot auðlindarinnar hefur nefndin tekið tvær meginleiðir til skoðunar. Fyrri leiðin, sem hér verður nefnd fyrningarleið, byggist á því að allar aflahlut- deildir verði skertar árlega um fast hlutfall en síðan verði þær endurseldar á markaði (eða á uppboði). Síðari leiðin, nefnd veiðigjaldsleið, felst hins vegar í beinni gjaldtöku ásamt ákvæðum um að breytingar á aflahlutdeildum krefjist ákveð- ins lágmarks aðdragaenda. Hér á eftir fer lýsing á útfærslu hvorrar leiðarinnar fyrir sig. Tekið skal fram að einstakir nefndarmenn hafa mismunandi skoðanir á því hvora þess- ara leiða sé æskilegra að fara, þ.á m. hvernig orða skuli 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.