Morgunblaðið - 30.09.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.09.2000, Qupperneq 8
8 F LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÁLITSGERÐ AUÐLINDANEFNDAR mgr. 1. gr. laga um stjóm fiskveiða. Nokkrir telja aðeins aðra leiðina ásættanlega. Einnig eru skiptar skoðanir um hversu hátt veiðigjald eða fyrningarhlutfall eigi að vera, enda hljóti það að lokum að ráðast af stjórnmálalegu mati, þar sem m.a. verði tekið tillit til afkomuskilyrða sjávarútvegsins. 3.3.1 Fyrningarleið Meginatriði þessarar leiðar er fólgið í því að allar aflahlut- deildir fyrnist um fastan hundraðshluta á ári - þ.e.a.s. gangi til ríkisins - en með því er komið á festu um varanleika hlut- deildanna um leið og umráðaréttur þjóðarinnar yfir auð- lindinni er skýrt skilgreindur. Með hinum tímabundna en skýra afnotarétti sem í þessu felst er greitt fyrir því að hand- hafar aflahlutdeilda geti farið með þær sem óbein eignar- réttindi, t.d. varðandi framsal og veðsetningu. Siðan er gert ráð fyrir þvf að fymdar aflahlutdeildir verði seldar jafnóðum aftur á markaði eða á uppboði. Með því fyr- irkomulagi að fýrningin sé fastur hundraðshluti allra afla- hlutdeilda á hverjum tíma verða þær einsleitar og því allar jafnverðmætar á markaði en það ætti að greiða mjög fýrir viðskiptum. Þegar hinar fyrndu aflahlutdeildir bætast við venjulegt framboð á hlutdeildum ár hvert má telja víst að um verði að ræða mjög virkan markað með aflahlutdeildir, sem mun auka sveigjanleika innan sjávarútvegsins og bæta að- gengi nýrra aðiía og vaxtarmöguleika hagkvæmustu fyrir- tækjanna. Ljóst er að áhrif þessa kerfís á afkomu og rekstur sjávar- útvegsins ræðst fýrst og fremst af þvf hve há fyrningarprós- entan er og þar með gildistími aflahlutdeildanna. Eftir að fyrningarhlutfallið hefur verið ákveðið fer söluverð aflahlut- deildanna og þar með sú greiðsla sem sjávarútvegurinn þarf að inna af hendi árlega eftir því sem markaðurinn ákveður. Verðið mun því ráðast af eigin mati sjávarútvegsins á þeim umframarði sem talinn er verða eftir í greininni í framtíð- inni. Jafnframt er líklegt að þetta verð geti orðið allbreytilegt eftir horfum um aflabrögð og markaðsverð afurða á hverjum tíma. Einnig gætu fyrirtæki frestað kaupum á aflaheimildum ef þau lenda í tímabundnum greiðsluvanda og bætt það upp síðar þegar betur áraði. 3.3.2 Veiðigjaldsleið Þessi leið byggist annars vegar á álagningu sérstaks gjalds á aflahlutdeildir sem skilgreint yrði sem endurgjald fyrir afnot auðlindarinnar, en hins vegar ákvæðum um lágmarksað- draganda að breytingum, en hvort tveggja staðfestir eignar- hald þjóðarinnar á fiskistofnunum. Loks þarf að setja sér- stakar reglur til að tryggja sveigjanleika í viðskiptum með aflahlutdeildir og aðgengi að greininni. Veiðigjaldið mætti annaðhvort skilgreina sem hlutfall af verðmæti landaðs afla eða sem tiltekna fjárhæð á hvert kg af úthlutuðu aflamarki. Þótt ákvörðun veiðigjaldsins hljóti að liggja hjá Alþingi, verður hún að byggjast á mati á því hvers virði aðgangur að auðlindinni er fyrir heildarafkomu sjávar- útvegsins. Hér getur þó aldrei orðið um annað en mat eða jafnvel ágiskun að ræða, þar sem auðlindarentan er í raun- inni óþekkt stærð, þótt markaðsverð á aflahlutdeiidum gefi nokkra vísbendingu. Mikilvægt er að upphæð eða hlutfall veiðigjaldsins af afla- verðmæti sé fastákveðið til nokkurra ára í senn svo að fyrir- tæki búi ekki við sífellda óvissu um greiðslubyrði sína. Lengri tími en 10 ár á milli þess að gjaldið sé endurskoðað er þó varla æskilegur þar sem aðstæður sjávarútvegsins eru sífellt að breytast. Einnig er á það að benda að nokkur sveigjanleiki felst í því að veiðigjaldið sé ákveðið sem hlutfall af verðmæti landaðs afla, svo að áhrif breytinga á aflamagni og afurða- verði koma þar fram. Sveigjanleika og aðgengi að greininni má samfara þessu leysa með því að taka upp þá reglu að allir handhafar afla- hlutdeilda skuli setja ákveðinn hundraðshluta aflahlutdeilda sinna árlega á opinberan markað þar sem þær verði seldar hæstbjóðanda. Söluandvirðið félli til handhafa hinna seldu aflahlutdeilda en þeim væri frjálst að kaupa á markaðnum meira eða minna en þeir selja. Þannig yrði tryggt lágmarks- framboð aflahlutdeilda á markaðnum sem bæði nýir aðilar og þeir sem eru að auka umsvif geta boðið í. 3.4 Gjaldtökuleiðir, tölulegur samanburður í kaflanum hér á undan er lýst tveimur leiðum til gjaldtöku af aflaheimildum. Önnur leiðin, sem nefnd hefur verið fyrn- ingarleið, felst í því að tiltekið hlutfall allra útistandandi afla- hlutdeilda er fyrnt árlega og látið renna til ríkisins sem ann- aðhvort selur heimildirnar á markaði eða á uppboði. Hin leiðin, nefnd veiðigjaldsleið, felst í álagningu gjalds á afla- heimildir, sem nemi ákveðnu hlutfalli af verðmæti landaðs afla. Verulegur munur er á þessum tveimur leiðum. Samkvæmt fyrningarleiðinni fara tekjur af endursölu aflaheimilda alfar- ið eftir markaðsverði þeirra sem ekki verður reiknað út fýrir fram þótt setja megi fram sennileg dæmi um þær, eins og gert er hér á eftir. Veiðigjald sem ákveðið væri sem hlutfall af verðmæti landaðs afla er hins vegar ekki háð jafnmikilli óv- issu, þótt aflaverðmæti sé allbreytilegt. Að öðru leyti eru áhrif gjaldtöku á efnahag og afkomu útgerðarfýrirtækja mjög svip- uð samkvæmt þessum leiðum. Gjaldtaka af aflaheimildum, hvort heldur er í formi hlut- fallslegra fyrninga, veiðigjalds eða með öðrum hætti, leiðir ætíð til þess að núvirt markaðsvirði aflaheimilda lækkar og þar með virði eigna útgerðarinnar. Af þessum sökum hafa þessi áhrif auðlindagjalds stundum verið nefnd auðsáhrif til aðgreiningar frá hinum beinu áhrifum sem felast í þeim auð- lindagjaldsgreiðslum sem inntar eru af hendi á hverju tfma- bili. Olíkt beinu gjöldunum koma auðsáhrifin fram jafnskjótt og auðlindagjaldið er lagt á og lækka virði aflaheimilda sem nemur núvirtu gjaldinu. Auðsáhrifin eru ætíð hærri en það auðlindagjald sem greitt er á sérhverju tímabili. Sá sem selur aflaheimildir eftir að gjaldið hefur verið lagt á verður þannig að taka á sig alla þá lækkun á virði heimildanna sem gjald- takan veldur, þ.e. öll auðsáhrifin. Kaupandinn fær aflaheim- ildirnar hins vegar á lægra verði en áður en verður þar á móti að greiða auðlindagjaldið á hverju tímabili. En álagning auð- Tafla 2. Áhrif mismunandi fyrningarhlutfalls á virði heildaraflahlutdeilda Fymingar- hlutfall í % Núvirt markaðsvirði varanlegra aflahlutdeilda fyrir gjald, milljarðar kr. Núvirt markaðsvirði varanlegra aflahlutdeilda eftir gjald, milljarðar kr. Lækkun virðis varanlegra aflahlutdeilda vegna gjalds, milljarðar kr. Auðsáhrif í % af virði varanlegra aflahlutdeilda fyrir gjald Árlegar gjaldtekjur, milljarðar kr. 0,1 290 285,9 4,1 1,4 0,3 0,5 290 270,7 19,3 6,7 1,4 0,7 290 263,6 26,4 9,1 1,8 1,0 290 253,8 36,3 12,5 2,5 2,0 290 225,6 64,4 22,2 4,5 3,0 290 203,0 87,0 30,0 6,1 4,0 290 184,5 105,5 36,4 7,4 5,0 290 169,2 120,8 41,7 8,5 6,0 290 156,2 133,8 46,2 9,4 7,0 290 145,0 145,0 50,0 10,2 8,0 290 135,3 154,7 53,3 10,8 9,0 290 126,9 163,1 56,3 11,4 10,0 290 119,4 170,6 58,8 11,9 20,0 290 75,2 214,8 74,1 15,0 Tafla 3. Samanburður á fyrningum og veiðigjaldi Árleg fyming í% Árlegar gjaldtekjur af fymingum í milljörðum kr. Samsvarandi veiðigjald í% Lækkun á markaðsvirði kvóta vegna gjaldtöku í% Lækkun á markaðsvirði kvóta vegna gjaldtöku í milljörðum kr. 0,1 0,3 0,5 1,4 4,1 0,5 1,4 2,3 6,7 19,3 0,7 1,8 • 3,-1 9,1 26,4 1,0 2,5 4,2 12,5 36,3 2,0 4,5 7,5 22,2 64,4 3,0 6,1 10,2 30,0 87,0 4,0 7,4 12,3 36,4 105,5 5,0 8,5 14,1 41,7 120,8 6,0 9,4 15,6 46,2 133,8 7,0 10,2 16,9 50,0 145,0 8,0 10,8 18,0 53,3 154,7 9,0 11,4 19,0 56,3 163,1 10,0 11,9 19,9 58,8 170,6 20,0 15,0 25,1 74,1 214,8 Tafla 4. Rekstraryfirlit fiskveiða 1997 og 1998 skv. útreikningum Þjóð- hagsstofnunar Fjárhæðir í milljónum kr. 1997 1998 Rekstrartekjur 58 308 61 617 Rekstrargjöld 49 290 51 449 Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 9 018 10 168 í % af rekstrartekjum 15,5 17,0 Afskriftir 6 896 7 038 Fjármagnsliðir 3311 5 130 Hagnaður af reglulegri starfsemi -1 189 -2 000 í % af rekstrartekjum -2,0 -3,2 dálki. Við útreikningana er gert ráð fyrir 7% ávöxtunarkröfu og litið svo á sem fyrningarnar verði við lýði um aldur og ævi. Eins og sjá má lækkar virði aflaheimildanna þegar fyrning- ar eru teknar upp og á full- komnum markaði munu þessi auðsáhrif koma fram um leið og gjaldið er lagt á. Hér er gert ráð fyrir að markaðurinn hafi verið í jafnvægi áður en gjald- inu var komið á og að ekki hafi verið uppi neinar væntingar um auðlindagjald. Verðmæti aflaheimildanna fýrir gjaldtöku hafi því miðast við að engin gjaldtaka ætti sér stað. Ekki er heldur reynt að meta hvort til- koma auðlindagjaldsins geti haft áhrif á hagkvæmni í grein- inni og virði aflahlutdeildanna þegar fram líða stundir. Ef gert er ráð fyrir að að nú- virði allra aflaheimilda sem af- lamarkskerfið nær til sé um 290 milljarðar kr., eins og athuganir nefndarinnar benda til að verið hafi um mitt ár 2000, mun verðmæti aflaheimildanna lækka um tæplega 1,5% ef fyrn- ingar eru 0,1%, 12,5% ef fyrn- ingar eru 1%, tæp 42% ef fýrn- ingar eru 5%, um nálega 59% ef fyrningarnar eru 10% og um 74% ef fyrningar eru 20% á ári. Virði heimildanna mun minnka um 4 milljarða kr. með tilkomu 0,1% fyrninga, 36 millj- arða ef fyrningar eru 1%, 121 milljarð ef fyrningarnar eru 5%, um 171 milljarð við 10% fýrn- ingar og 215 milljaðra kr. ef fyrningarnar eru 20%. Árlegar núvirtar tekjur af þessum fyrn- ingum gætu numið um 300 milljónum kr. við 0,1% fyrning- ar, 2,5 milljörðum við 1% fyrn- ingar, 8,5 milljörðum við 5% fyrningar, 12 milljörðum við 10% fyrningar og 15 milljörðum kr. við 20% fyrningar. í töflu 3 er sett fram dæmi um tölulegan samanburð leið- anna tveggja þar sem miðað er við að heildarvirði aflaheimilda fyrir gjaldtöku sé 290 milljarðar kr., verðmæti árlegs landaðs afla 60 milljarðar kr. og 7% ávöxtunarkröfu. Sem sjá má þyrfti veiðigjaldið að samsvara því að lagt væri 0,5% gjald á landaðan afla til að gefa af sér álíka miklar tekjur og 0,1% fyrningar. Veiðigjaldið þyrfti að vera 4,2% til að sam- svara 1% fymingum, 14,1% til að samsvara 5% fyrningum, 19,9% til að samsvara 10% fymingum og 25,1% til að gefa af sér jafn- miklar tekjur og 20% fyrningar. Áður en hægt verður að ákveða hversu hátt auðlinda- gjald skuli leggja á útgerðina er nauðsynlegt að fram fari ná- kvæm úttekt á rekstrarstöðu greinarinnar. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að í þings- ályktunartillögu þeirri sem nefndin hefur starfað eftir er tekið fram að gjaldtaka skuli vera hófleg. Vegna þess að öll gagna- vinnsla tekur tfma liggja ekki fyr- ir nýrri upplýsingar um afkomu fiskveiða í heild en ná til áranna lindagjalds getur einnig haft neikvæð áhrif án þess að við- skipti eigi sér stað með aflaheimildir. Þar sem virði útgerðar sem á aflaheimildir minnkar þegar auðlindagjald er lagt á, lækkar veðhæfi hennar og það getur leitt til óróa meðal lán- ardrottna. Þá rýrnar verðmæti hvers eignarhlutar í útgerð- inni og sú rýrnun getur skiljanlega haft áhrif á ljárhagsstöðu eigendanna. Tekið skal fram að hér er ekki tekið tillit til þess hvaða áhrif aðrar breytingar sem hugsanlega yrðu gerðar á lögum um stjórn fiskveiða samhliða því að auðlindagjald yrði tekið upp myndu hafa á markaðsverð á aflaheimildum Til að átta sig betur á þeim áhrifum sem álagning auð- lindagjalds hefur í för með sér er rétt að líta á töflu 2, sem sýnir hvaða áhrif það hefur á virði aflaheimilda þegar teknar eru upp hlutfallslegar fýrningar og heimildirnar seldar á uppboði. Fyrningarhlutfallið, sem er á bilinu 0,1-20%, er sýnt í fýrsta dálki, núvirði aflaheimilda fyrir álagningu í öðr- um dálki og núvirt markaðsvirði aflaheimildanna eftir gjald- töku í þeim þriðja. Auðsáhrifin, þ.e. sú lækkun virðis heild- araflamarks sem leiðir af gjaldtökunni, eru sýnd í fjórða og fimmta dálki og árlegar tekjur af gjaldinu eru sýndar í sjötta 1997 og 1998. Að mati Þjóðhags- stofnunar var hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði rúmir 9 milljarðar kr. árið 1997 en 10,5 milljarðar kr. árið eftir. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða telur stofnunin aftur á móti að nálega 1,2 milljarða kr. tap hafi verið á fiskveiðum árið 1997 og2,0 milljarða kr. tap 1998. Nýrri upplýsingar um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja má hins vegar fá um þau fyrirtæki sem eru á hlutabréfamarkaði. í árslok 1999 voru 17 sjávarútvegsfýrirtæki skráð á Verðbréfa- þingi fslands og voru þau öll nema eitt enn skráð á hluta- bréfamarkaði f september árið eftir. Þessi 16 fyrirtæki stunda bæði veiðar og vinnslu og að auki eiga sum þeirra hlutdeild í öðrum fyrirtækjum eða dótturfyrirtæki. Af þeim sökum er torvelt að átta sig á því hvernig útgerð fyrirtækjanna ein og sér gekk. Þess í stað er hér á eftir litið á afkomu fyrirtækjanna íheild. Samkvæmt ársreikningum ársins 1999 námu samanlagðar tekjur þessara fyrirtækja 47 milljörðum kr 1 en til saman- burðar má nefha að Þjóðhagsstoftiun áætlar að tekjur í sjáv- arútvegi hafi samtals numið um 156 milljörðum kr. árið 1998. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði hjá þessum 16 fyrir-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.