Morgunblaðið - 30.09.2000, Side 9

Morgunblaðið - 30.09.2000, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ALITSGERÐ AUÐLINDANEFNDAR LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 F 9 tækjum nam 7,7 milljörðum kr., en hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta 1,4 milljörðum kr. Veltufé frá rekstri var samtals 5,3 milljarðar kr. Flest stærstu útgerðarfyrirtæki landsins eru nú skráð á hlutabréfamarkaði og ætía má að í þessum hópi séu einnig þau fyrirtæki sem mestum hagnaði skila. Ef gert er ráð fyrir að hagnaður allra annarra sjávar- útvegsfyrirtækja sé jafnmikill og þeirra sem eru á Verðbréfa- þingi má áætía að heildarhagnaður fyrir afskriftir og íjár- magnsliði hafi numið um 15,5 miiljörðum kr. og að hagnaður af reglulegri starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja fyrir skatta hafi verið um 3,0 milljörðum kr. árið 1999. Að mati Þjóðhags- stofnunar svaraði verðmæti varanlegra rekstrarfjármuna í sjávarútvegi til nálega 125 milljarða kr. í árslok 1998. Hagnað- ur fyrir afskriftir og fjármagnsliði gæti því hafa verið um 12,4% af verðmæti rekstrarfjármuna í árslok 1999 ef gert er ráð fyrir að fjármagnsstofninn hafi haldist lítt breyttur. Af þessu og mati Þjóðhagsstofnunar á afkomu í fiskveiðum árin 1997 og 1998 má ráða að svigrúm fyrirtækja til að standa undir fjárfestingum, arðgreiðslum til hluthafa og auknum álögum hafi verið lítið. 3.5 Aðrir þættir stjdrnkerfis fiskveiða 3.5.1 Framsal oghandhöfn kvóta Þær tillögur sem hér hafa verið settar ffam um sölu eða gjaldtöku af aflaheimildum eru byggðar á þeirri forsendu að stjórnkerfl fiskveiða geti skilað verulegum árangri tíl hagræð- ingar og aukinnar arðsemi í sjávarútvegi. Hver sá árangur verður er að flestra dómi öðru fremur háður tvennu: annars vegar varanleika og öryggi aflahlutdeilda og hins vegar frjálsu framsali aflaheimilda. Nokkrar hömlur hafa verið settar á framsal aflaheimilda en ekki liggja fyrir nægilegar kannanir til að áhrif þeirra verði metin af neinu öryggi og er mikilvægt að úr því verði bætt. Veiðiréttindi hafa ætíð verið bundin við skip og því eðlilegt að úthlutun aflaheimilda byggðist í upphafi á sögulegri afla- reynslu með einhverjum hætti. Þær hugmyndir komu þó fljótíega fram að úthluta bæri vinnslustöðvum nokkrum hluta aflaheimildanna til að auka öryggi í rekstri þeirra. Einnig hefur verið lagt til að tengja aflaheimildir að hluta við einstakar byggðir. Nefndin telur að varlega þurfi að fara í breytingar af þessu tagi þar sem þær muni líklega draga úr öryggi afnotaréttarins sem er undirstaða hagkvæmni í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja. Auk þess er erfitt að skilgreina vinnslufyrirtæki með nægilega skýrum hætti til að byggja á því sérstaka úthlutun. Telji menn óeðlilega mismunun fólgna í því að tengja kvótaeign alfarið við skip telur nefndin eina rökrétta svarið felast í því að heimila öllum að eiga aflahlutdeildir þótt þær verði að sjálfsögðu aðeins nýttar af skipum. Hefur sú leið reyndar þegar verið farin á Nýja-Sjálandi, að því er virðist með góðum árangri. Ekki telur nefndin þó tímabært að stíga slíkt skref hér á landi en æskilegt væri að taka það til ræki- legrar skoðunar og umræðu. 3.5.2 DreifÖ eignaraðild Fljótíega eftir að aflahlutdeildarkerfið var orðið fast í sessi fóru margir að hafa áhyggjur af samþjöppun aflaheimilda á fáar hendur og leiddi þetta til lagasetningar er setti hámark á kvótaeign einstakra eða skyldra aðila. Þessar aðgerðir byggð- ust á þeirri skoðun að kvótakerfið væri aðalorsök samþjöpp- unar í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og að í henni væri fólgin hætta á byggðaröskun og yfirdrottnun fárra aðila. Fyrir þess- um fullyrðingum eru þó ekki óyggjandi rök. Allt bendir til þess að tækniþróunin og gjörbreytt skilyrði á fjármagnsmarkaði séu meginorsakir þeirra breytínga sem átt hafa sér stað í skipulagi sjávarútvegsfyrirtækja að undanfömu en ekki kvótakerfið. Einnig verður að líta til þess að öll stærstu sjávarútvegsfyrirtækin em nú almenningshJutafélög og ijöldi hluthafa og dreifing eignaraðildar innan þeirra skiptir ekki minna máli en stærð fyrirtækjanna ef markmiðið er að sem flestir landsmenn hafl hagsmuni af nýtingu þessarar auðlindar. Varðandi framtíðarstefnu f þessum málum verður ætíð að hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er í harðri samkeppni á erlendum mörkuðum og stærstu fyrirtækin í greininni em fjarri því að vera stór á alþjóðlegan mælikvarða. 3.5.3 Tvö stjórnkerfi í reynd em nú tvö stjómkerfi í gildi í sjávarútvegi. Auk al- menna kerfisins er sérstakt blandað kerfi fyrir krókabáta þar sem ýmist er miðað við aflamark eða sóknardaga. Nefndin telur ekki forsendur til að sameina þessi tvö kerfi, m.a. vegna þess stuðnings sem krókabátakerfið nýtur út frá byggðasjón- armiðum. Hins vegar er æskilegt að bæði kerfin séu byggð á sömu meginreglum, þ.e.a.s. framseljanlegum aflahlutdeild- um. Það er þvf iagt til að allir krókabátar verði settir á afla- markskerfi og að aflahlutdeildir verði framseljanlegar innan þess, en framsal milli kerfanna verði óheimilt. Hlutdeild krókabáta í heildarafla hefur vaxið mjög síðustu tvo áratugi. Einnig telur nefndin ástæðu til að athuga hvort ekki sé rétt að rýmka þær reglur um stærðarmörk, sem nú eru í gildi um krókabáta. 3.5.4 Ráðstöfun veiðigjalds eða tekna afsölu aflahlutdeilda Meðal helstu raka sem færð hafa verið fyrir því að greiðsla komi fyrir nýtingu fiskistofnanna er að með þeim hættí megi tryggja að allur almenningur fái beina hlutdeild í þeim um- framarði sem aflahlutdeildarkerfið skapar forsendur fyrir. Nefndin telur sanngirnisrök einnig mæla með því að þau byggðarlög þar sem sjávarútvegur er og hefur verið megin- undirstaða atvinnu njóti þessa arðs í ríkara mæli en aðrir. Nefndin leggur því til að tekjum af veiðigjaldi eða sölu afla- hluta verði þannig skipt að helmingur þeirra gangi til byggð- arlaga í hlutfalli við vægi sjávarútvegs á hverju svæði og verði þá t.d. miðað við afla þeirra skipa sem skráð eru á svæðinu undanfarin fimm ár. Hinn helmingurinn komi öllum al- menningi til góða, t.d. í gegnum skattalækkanir. Enn fremur skal vísað til þeirrar hugmyndar um stofnun sjóðs sem í renni tekjur af öllum auðlindum í þjóðareign, sem greint er frá á bls. 34. 3.5.5 Skattareglur Skattaleg meðferð á aflaheimildum var framan af sú að keyptar heimildir voru taldar fyrnanlegar eignir en því var breytt árið 1998, þar sem hér væri um að ræða eignir sem ekki rýrna við notkun. Verði sú tillaga nefndarinnar sem nefnd er fyrningarleið tekin upp og aflaheimildir seldar með þeim skilmála að þær fyrnist um ákveðinn hundraðshluta á ári, virðist eðlilegt að skattaleg fyming slíkra aflaheimilda verði leyfð þar sem þær munu eftir það rýrna með fyrirsjáan- legum hætti. Sé hins vegar farin svonefnd veiðigjaldsleið er eðlilegt að líta á veiðigjaldið sem leigugjald fyrir afnot auðlindarinnar og það eigi því að teljast til rekstrarkostnaðar sem komi til frádráttar frá skattskyldum tekjum. 3.5.6 Hagnaður afsölu aflaheimilda ogskatt- lagninghans Markaðsverð aflahlutdeilda hefur farið hækkandi allt frá því að núgildandi lög um stjórn fiskveiða voru sett. Einstakl- ingai' sem hafa selt aflahlutdeildir sem úthlutað hafði verið til þeirra án greiðslu, en ekki keypt aðrar í staðinn, hafa því hagnast verulega, jafhvel þótt þeir hafi greitt fullan tekjuskatt af ágóðanum. Hjá þessari skattíagningu komast hins vegar þeir sem eru óbeint eigendur aflahlutdeilda sem hluthafar í útgerðarfyrirtækjum. Þegar þeir selja hlutabréf með hagnaði, sem að einhverju leyti er tilkominn vegna hækkaðs verðs aflahlutdeildum, geta þeir ffestað og þar með komist hjá skattíagningu um sinn með því að kaupa hlutabréf í öðrum hlutafélögum sem hvorki þurfa að vera tengd útgerð né skrá- sett hér á landi. Noti þeir sér ekki þann kost greiða þeir að- eins fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum, nema hann fari yfir 3 milljónir kr. á ári hjá einstaklingi. Allt hefur þetta sætt margvíslegri gagnrýni og hafa sumir viljað koma í veg fyrir allan ágóða af kvótaviðskiptum með því að taka fyrir framsal á aflaheimildum en aðrir hafa lagt til að skattar á ágóða af kvótasölu verði hækkaðir verulega. Nefndin mælir eindregið gegn því að við þessu sé brugðist með því að takmarka framsal á kvóta, þar sem flutningur á aflahlutdeildum til þeirra fyrirtækja sem best geta nýtt þær er ein helsta leiðin til aukinnar hagkvæmni í sjávarútvegi. Á hinn bóginn hefur nefndin kannað, m.a. með viðræðum við ríkisskattstjóra og löggilta endurskoðendur, hvort mögu- legt sé og skynsamlegt að setja skorður við frestun á skatt- lagningu hagnaðar af sölu hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækj- um, t.d. með því að heimila hana því aðeins að keypt séu hlutabréf í öðrum sams konar fyrirtækjum. Slíkt mundi ekki aðeins mismuna hluthöfum eftir atvinnugreinum heldur kynni það jafnframt að hamla því að áhættufjármagn í at- vinnurekstri leitaði þangað sem mest hagnaðarvon væri hverju sinni. Þá yrði sérregla sem þessi erfið f framkvæmd, t.d. þegar skera þyrfti úr um hvaða fyrirtæki teldust sjávar- útvegsfyrirtæki og hver ekki. Af þessum sökum mælir nefnd- in ekki með breytingu af þessu tagi en bendir á að auð- lindagjald það sem hún gerir tillögu um mun með tímanum koma að vissu leyti í stað sérstaks skatts á hagnað af kvóta- sölu. Það álitaefni sem hér er fjallað um snýr í raun og veru að því hvort ástæða sé til að breyta gildandi reglum um skatt- lagningu söluhagnaðar af hlutabréfum og um leið af at- vinnurekstri í eigu einstaklinga. Ein leið sem til álita kæmi í því sambandi er að afnema fyrrgreinda heimild um að fresta skattlagningu vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa. Þó þyrfti að hyggja vel að því hvaða afleiðingar sú aðgerð hefði á við- skiptalífið. Jafnframt kæmi til greina að gera alla einstaklinga jafna gagnvart skattlagningu hagnaðar af sölu á fyrirtæki í at- vinnurekstri eða hluta hans. Eins og áður er lýst greiðir ein- staklingur í sjálfstæðum atvinnurekstri tekjuskatt en eigandi hlutabréfa greiðir fjármagnstekjuskatt af slíkum hagnaði nema hann fari fram úr tiltekinni fjárhæð á ári. Nefndin vek- ur hér með athygli á álitaefni þessu en tekur enga afstöðu til þess. 3.5.7 Brottkast Brottkast afla hefur ætfð tíðkast við flestar ef ekki allar fisk- veiðar og ólíklegt er að nokkurn tíma verði algjörlega hægt að koma í veg fyrir að einhverjum fiski verði hent. Margar ástæður kunna að vera fyrir brottkastí. Afli af öðr- um tegundum slæðist oft með þegar tilteknar veiðar eru stundaðar og sá fiskur kann að vera of verðlítill til að svari kostnaði að landa honum eða vinna um borð. Þá skemmist fiskur stundum við veiðarnar og er ónýtanlegur. Enn fremur veiðist stundum fiskur sem er of smár til að vinnsla á honum sé talin borga sig. Loks getur verið að sá fiskur sem veiðist sé ekki af „réttri“ stærð og henti illa fyrir þá vinnslu sem fyrir- huguð er. I frjálsum fiskveiðum og sóknarkerfi gildir að eingöngu sá fiskur er hirtur sem hægt er að selja við hærra verði en sem nemur löndunarkostnaði að frádregnum kostnaðinum við sjálft brottkastið. í aflamarkskerfi verður aftur á mótí að miða þennan nettókostnað við það verð sem hægt væri að leigja kvótann á. f þeim tilvikum þar sem leiguverð kvótans er hærra en nettókostnaðurinn er því líklegt að aflamarkskerfið ýti undir brottkast. Á móti kemur að í aflamarkskerfi er meiri hvati fyrir sjómenn til að koma með góðan og verðmætan afla að landi. Því er líklegra að útgerðir noti þau veiðarfæri sem minnka líkur á að verðlítíll fiskur veiðist og veiði á svæð- um þar sem lfklegra er að verðmeiri fiskur haldi sig. Að auki hvetur aflamarkskerfi með varanlegum aflahlutdeildum tíl meiri umhyggju fyrir auðlindinni. Líklegt er einnig að með tilkomu aflamarkskerfis skapist útgerðum ráðrúm til að sinna veiðum á verðminni tegundum sem hugsanlega hefði verið hent þegar veiðar voru frjálsar eða sóknarstýring til staðar. Fyrir fram er því örðugt að segja til um hvort brottkast á fiski við veiðarnar sé meira eða minni f aflamarkskerfi með varanlegum aflahlutdeildum en í frjálsum fiskveiðum eða veiðum þar sem annars konar stjórnun er beitt. Hins vegar hvetur aflamarkskerfið til veiða á verðmætari fiski og eykur þannig gæði sjávarfangsins. Hérlendis hafa nokkrar rannsóknir farið fram á umfangi brottkasts hjá íslenskum fiskiskipum. Þær rannsóknir sýna ekki með óyggjandi hætti að brottkast sé meira hjá skipum af einni tegund en annarri, t.d. að togarar fleygi meira af afla sfnum en minni skip og bátar. Rannsóknirnar hafa ekki held- ur sýnt hvaða áhrif tilkoma aflamarkskerfisins hafi haft á brottkastið. Þá hefur heldur ekki verið kannað hvort kvóta- litíar útgerðir séu líklegri til að henda fiski en þær sem ráða yfir meiri kvóta. Að mati nefndarinnar er brýnt að brottkast íslenskra fiskis- kipa verði kannað miklu rækilegar en gert hefur verið til þessa og leitað leiða til að draga úr óhagkvæmu brottkasti. Nefndin telur að kanna eigi hvernig hægt sé að hvetja út- gerðir til að koma með allan nýtanlegan afla að landi. Þetta er best gert með því að beita hagrænum aðgerðum og með því að umbuna útgerðum fyrir rétta breytni. 3.5.8Áhrifveiðarfæra á umhverfið Mikið hefur verið fjallað um áhrif veiðarfæra á umhverfið sfðustu misseri, en þessi umræða er fjarri því að vera ný á fs- landi. Rétt er að taka fram að kvótakerfið sem slíkt er ekki réttur vettvangur til takmarkana á veiðarfærum, til þess eru önnur fiskveiðistjórnunartæki heppilegri og hafa þau verið notuð allengi við ísland. Þar er t.d. um að ræða ákvæði um möskvastærð og annan búnað veiðarfæra og lokanir svæða tíl lengri eða skemmri tíma. Áhrif veiðarfæra á umhverfi og lífríki geta verið ýmiss kon- ar. Val veiðarfæra eða skortur á vali er það sem oftast er rætt um. Hæfni veiðarfæra til þess að veiða það sem að er stefnt ræður því hversu mikill aukaafli kemur með afla og er þetta vandamál í mörgum veiðum. Víða um heim er hlutfall auka- afla af heildarafla í rækjuveiði 500% eða meira. Eitt af því sem hefur verið talið kvótakerfi tíl tekna er að það ýti undir tækni- framfarir. Hver sem hvatinn er hefur tækni við veiðar tekið stökkbreytingum síðustu áratugi en að vissu leyti hafa veið- arfæri setið eftir í þeirri þróun. Þó hafa komið fram nýjungar sem auka valhæfni veiðarfæra, t.d. ferningsmöskvi (square mesh) sem helst betur opinn en tígulmöskvi þegar veiðar- færið fyllist af fiski og heldur þannig hæfninni til að velja æskilega stærð af fiski mun betur. Einnig hafa ýmsar gerðir af gluggum og veiðiskiljum haft veruleg áhrif á magn smáfisks og annars aukaafla í rækjuveiðum og einnig val á þeim teg- undum sem sótt er í, t.d. ýsu og ufsa fram yfir þorsk eða öf- ugt. Framfarir hafa orðið í línuveiðum með beitingarvélum og þróun í beitu og önglum. Má þar til dæmis nefna að svo kallaður hringkrókur jók afla á veiðitíma um helming í lúðu- veiðum við Alaska. Svipuð aukning hefúr orðið í öðrum línu- veiðum annars staðar í heiminum. Veiðarfæri geta líka haft áhrif á búsvæði á botni og hefur sérstaklega mikið verið rætt um áhrif togveiða á hafsbotninn. Þarna getur verið um að ræða kóralsvæði sem finnast á nokkru dýpi á norðurslóðum, hraunbreiður og rif sem eru kjöruppvaxtarsvæði og búsvæði fjölmargra tegunda. Einnig hefur verið talað um að togveiðarfæri hafi áhrif á Iffrfld á mjúkum botni og að Iífríkið verði fyrir stöðugum truflunum vegna ágangs veiða. Rannsóknir hafa verið gerðar á fsiandi á áhrifum botn- vörpu á mjúkan botn sem svipar til rannsókna sem hafa ver- ið gerðar undanfarin ár, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Almennt hafa þessar rannsóknir sýnt fram á nokkur áhrif botnvörpu á vistkerfi mjúks botns og sums staðar hefur verið sýnt fram á verulega tegundafækkun í kjölfar óhóflegs ágangs. íslenska rannsóknin hefur ekki sýnt fram á neinar slfkar breytingar, en taka verður fram að hún fór fram á dýpi og svæði þar sem áhrif ölduróts er viðvarandi og tegunda- samsetning búsvæðisins ber þess merki. Það er því ekki við breytingu á því að búast við veiðar með botnvörpu. Nefndin telur nauðsynlegt að auka verulega rannsóknir á valhæfni veiðarfæra og leiðum til að draga úr óæskilegum afla. Einnig þarf að auka rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á búsvæði og lífríki á sjávarbotni við ísland. 4. Nýtingvatns- orku, greinargerð og tillögur Raforkuframleiðsla f vatnsaflsvirkjunum er gott dæmi um atvinnustarfsemi sem nýtir endurnýjanlega náttúruauðlind, orku fallvatnanna, til að framleiða vöru, í þessu tilfelli raf- orku. Orkuffamleiðslan felst f því að byggðar eru virkjanir á heppilegum stöðum og vatnsorka notuð til að snúa hverflum er mynda rafmagn sem síðan er dreift til neytenda. Fjöldi þeirra er stundað geta raforkuframleiðslu með þessu móti er alla jafna takmarkaður við íjölda góðra virkjunarstaða þar eð yfirleitt er eingöngu hægt að koma við einni virkjun á hverj- um stað. Þótt tæknilega séð mætti ef tíl vill reisa fleiri virkjan- ir á sama stað er trúlegt að arðsemi sérhverrar þeirra yrði þá of lítil. Að þessu leyti svipar raforkuframleiðslu í vatns- aflsvirkjunum til annarra atvinnugreina sem byggja á notkun takmarkaðra auðlinda. Hins vegar geta margar virkjanir nýtt sama vatnsfallið eins og t.d. er raunin í Tungnaá og Þjórsá. 4.1 Sögulegt yfirlit Rafljós voru fyrst tendruð á íslandi 1899 og fimm árum síð- ar var fyrsta rafstöðin tekin í notkun þegar Hamarskotslækur í Hafnarfirði var virkjaður með 9 kW rafstöð. Árið 1909 var stofnuð fyrsta bæjarrafveita landsins í Hafnarfirði og f kjöl- farið fylgdu fleiri sveitarfélög. Stórum áfanga í raforkuvæð- ingu landsins var náð árið 1921 með virkjun Elliðaánna og á fjórða áratugnum var ráðist í virkjun Sogsins við Ljósafoss og Laxár f Þingeyjarsýslu. Búrfellsvirkjun var síðan tekin í notk- un 1969, en þá tvöfaldaðist raforkuvinnsla landsmanna. Á síðustu áratugum hefúr áfram verið unnið að virkjunarfram- kvæmdum í uppsveitum Suðurlands og í Blöndu og nú

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.