Morgunblaðið - 30.09.2000, Page 11

Morgunblaðið - 30.09.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ALITSGERÐ AUÐLINDANEFNDAR LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 F 11 Tafla 5. Úthlutanir rekstrarleyfa til fjarskipta í Evrópu Hki ; Úlhlutunaraðferð Fjöldi levfa M Austurríki Uppboð með tilteknum for- kröfum 4-6 Belgía Annaðhvort hreint uppboð eða blönduð aðferð 4 Bretland Uppboð, lauk 27. 4. 2000 5 Danmörk Uppboð Líklega 4 Finnland Samanburðarleið 4 Frakkland Samanburðarleið með föst- um kostnaði á hvert leyfi 4 Holland Uppboð 5, gilda til 2016 ísland Ekki ákveðið írland Blanda af samanburðarleið og uppboði 4, eitt frátekið fyrir nýliða Ítalía Blanda af samanburðarleið og uppboði, lágmarksupp- hæð 180 milljarðar króna 5 Lichtenstein Leyfi nú þegar veitt VIAG Intercom 1 Noregur Samanburður, Ieyfisgjald 164 milljónir kr. auk stofn- ^jalds 4 Pólland Oákveðið Líklega 3 Portúgal Samanburður, leyfisgjald ákveðið m.t.t. virðis tíðni- rófsins 4 Slóvenía Uppboð 3 Spánn Samanburður 4 Svíþjóð Samanburður þar sem stærð þjónustusvæðis er lagt til grundvallar 4 Sviss Uppboð með forkröfum 4, 10 aðilar hafa lagt fram tilboð Tékkland Samanburður, með leyfis- gjaldi sem byggist á kostn- aði ríkisins 3, veitt núverandi símafélögum Þýskaland Tveggja þrepa uppboð 4-6 sem framundan er á þessu sviði. Líklegt er að lokaáfangi þró- unarinnar verði einkavæðing raforkufyrirtækja, en með út- boði hlutafjár sköpuðust skilyrði til að fá greitt fullt markaðs- verð fyrir þau vatnsréttindi sem þessi fyrirtæki, ríki og sveitarfélög hafa sannanlega eignast. 4.6.4 Kostnaðargjöld Auk greiðslu fyrir nýtingu þess vatnsafls sem er í þjóðar- eign og greiðslu fyrir umhverflstjón er rétt að settar verði ákveðnar reglur er tryggi að ríkinu sé endurgreiddur sá kostnaður sem það hefur lagt fram vegna rannsókna og ann- arrar þjónustu sem koma virkjunaraðilum til góða. Slík kostnaðargjöld ættu þeir ekki síður að greiða sem nýta vatns- afl í einkaeign. 5. Rafsegulbylgjur til fjarskipta 5.1 Inngangur Rafsegulbylgjur er sá miðill sem þráðlaus fjarskipti byggj- ast á. Þráðlaus ijarskipti hafa þróast ört hin síðari ár eins og vaxandi fjöldi útvarps- og sjónvarpsstöðva og mikil farsíma- notkun ber vitni um. Tíðniróf rafsegulbylgna sem nothæfar eru til fjarskipta, s.k. radíóú'ðniróf (radio spectrum), er tak- markað en lægsta tíðni sem radíóloftnet geta geislað er 10 KHz en sú hæsta er 3.000 GHz. Truflun getur orðið ef tvær sendingar eru samtímis á svipaðri tíðni og því er nauðsynlegt að takmarka aðgang að tíðnirófinu með einhverjum hætti. Fjarskipti nýta þannig takmarkaða náttúruauðlind, þ.e. rafsegulbylgjur til fjarskipta, en notkun þeirra er þó háð tæknistigi hvers tíma. Sömu almennu lögmál hljóta því að gilda um þær og aðrar náttúruauðlindir sem takmarka þarf aðgengi að, svo sem flskistofna, námur og vatnsafl. Sömu al- mennu reglur ættu að gilda um gjaldtöku fyrir nýtingu á raf- segulbylgjum til Ijarskipta og á öðrum auðlindum sem nefndin hefur fjallað um. Aðgangi að tfðniróflnu til þráðlausra útsendinga hefur ver- ið stjórnað í Evrópu síðastliðin tuttugu til þrjátíu ár og enn lengur í Norður Ameríku. Það var þó ekki fyrr en með nýju útvarpslögunum 1985 sem byrjað var að úthluta útsending- artíðnum á íslandi. Mikil breyting varð á þráðlausum fjar- skiptum við tiikomu laganna og ber mikill fjöldi útvarps- og sjónvarpsstöðva þess vitni. Nú í dag er fjöldi leyfa til út- sendinga og ijarskipta takmarkaður og því má segja að nú þegar sé rafsegulsviðið takmörkuð auðlind. Tilkoma nýrrar tækni í fjarskiptum gefur tækifæri til þess að nota nýjar leiðir við leyfisveitingu, leiðir sem hafa verið farnar víða um heim. Þeim leiðum er lýst hér á eftir. Rafsegulbylgjur til fjarskipta eru ekki taldar meðal þjóðar- eigna í venjulegum skilningi þess orðs þótt reglur séu í gildi um úthlutun á bylgjulengdum til ákveðinna nota. Fjölmargar þjóðir eru að móta eða hafa þegar mótað stefnu sína um út- hlutun aðgengis að tíðniróflnu, sérstaklega vegna hinnar svokölluðu þriðju kynslóðar farsímakerfa (á ensku er þetta nefnt 3G International Mobile Telecommunications-2000 networks). Þriðja kynslóð farsímakerfa felur í sér mjög aukna möguleika til gagnaflutninga. Þannig er ekki einungis hægt að flytja hljóð, símbréf og gögn heldur líka gagnvirka margm- iðlunargagnagrunna. Það kerfi sem verður notað í Evrópu, þ.m.t. á íslandi, kallast á ensku UMTS eða Universal Mobile Telecommunication System. 5.2 Úthlutun leyfa Misjafnt er hvernig úthlutun á sér stað en í öllum tilvikum hafa ríkisstjórnir tekið ábyrgð á stjórnun aðgengis með ein- um eða öðrum hætti og í öllum tilfellum er tekið gjald fyrir. Alþjóðafjarskiptasambandið telur að um það bil 100 leyfum fyrir þriðju kynslóðar kerfí verði úthlutað á næstu 18 mánuð- um og að slík kerfi verði víða komin í notkun árið 2002. Al- mennt skiptast úthlutunaraðferðir í tvennt, annars vegar í einhvers konar uppboð, meðal annars í Bretlandi og Þýska- landi, sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum, en einn- ig í Hollandi, Danmörku, Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja- Sjálandi, hins vegar svokallaða fegurðarsamkeppni (á ensku nefnt beauty contest) eða samanburðarleið, m.a. í Suður- Kóreu, Tékklandi, Finnlandi, Frakklandi, Noregi, Svíþjóð, Portúgal og á Spáni. Með samanburðarleið er átt við að aðrar ástæður en hvað menn vilja greiða fyrir leyfi ráði leyfisveit- ingu. Þessar aðstæður geta lotið að útbreiðslu kerfisins á ein- hverjum ákveðnum tímapunkti, forvali umsækjenda, tækni- legri getu og þekkingu o.fl. Þess ber að geta að uppboðum fylgja venjulega einhverjar slíkar kröfur. Nokkur ríld hafa svo ákveðið að úthluta með samblandi af uppboði og saman- burðarleið, þ.m.t. frland. Það er sama hver af þessum leiðum er farin, alltaf er um verulegt leyfisgjald að ræða, þótt það sé hærra við uppboð eins og að er stefnt í þeirri leið. Með gjald- töku vinnst þrennt, í fýrsta lagi er aðgangur takmarkaður með því að hafa háan verðmiða á leyfunum, sbr. ftalíu og Bretland, í öðru lagi gefur gjaldið verulegar tekjur í ríkissjóð og getur hugsanlega komið í stað annarra óhagkvæmari gjalda og í þriðja lagi eru með gjaldtöku tryggðar ákveðnar leikreglur við úthlutun leyfa. Gildistími núverandi rekstrarleyfa í fjarskiptaþjónustu á íslandi er tíu ár frá útgáfudegi. Framsal er óheimilt og einnig má afturkalla leyfi ef mikilvægar forsendur breytast, þetta á til dæmis við alþjóðlegar samþykktir sem fsland er aðili að. Erlendis er allur gangur á því hvort tímamörk séu á núver- andi leyfum til fjarskipta og hvort framsal þeirra sé leyft, en almennt má segja að þau leyfi sem nú er verið að veita til fjarskipta með þriðju kynslóð farsíma séu takmörkuð við fimmtán til tuttugu ár og eftir það renni þau aftur til ríkisins. Rikið áskilur sér síðan rétt til endurúthlutunar ef þurfa þykir, en hugsanlegt er að tækniframfarir geri slíkt óþarft. Rétt er að skýra nánar þetta mismunandi fyrirkomulag leyfisveitinga með dæmum. Annars vegar er því lýst hvernig Holland hyggist haga leyfisveitingu sinni með uppboði og hvernig til tókst með uppboðsfyrirkomulag í Bretlandi. Hins vegar er því lýst hvernig Svíar muni haga og hvernig Finnar höguðu leyfisveitingum sínum en þeir notuðu svokallaða „fegurðarsamkeppni" eða samanburðarleið. 5.3 Uppboðsleiðin Með uppboði ætti að vera tryggt að þeir aðilar sem hljóta leyfi greiði samfélaginu fyrir þá takmörkuðu auðlind sem raf- segulbylgjur til fjarskipta eru. Mörg ríki hafa þvf ákveðið að fara uppboðsleiðina við úthlutun leyfa. Margar útfærslur eru á uppboðsleiðinni og eru þær mjög misjafnar, allt frá venju- legu útboði að margþrepa uppboði með fjölmörgum skilyrð- um. Hollendingar hafa ákveðið að halda uppboð um leyfi til UMTS-fjarskipta. Stefnu þeirra má skipta í sex liði: 1) Fimm leyfum verður úthlutað. 2) Leyfum verður úthlutað með uppboði ef umsækjendur eru fieiri en leyfin. 3) Engar sér- stakar forkröfur eru gerðar til tilboðsgjafa. 4) Hámarksfjöldi leyfa til einstakra aðila er eitt. 5) Leyfi verða veitt til fimmtán ára. 6) Uppboðið hófst í júlí 2000. Ýmis önnur sértæk skilyrði eru í útboði Hollendinga. Með- al annars skal kerfið að lágmarki ná til allra þéttbýlisstaða með meira en 25.000 íbúa, allra helstu vega og hraðbrauta, lestarleiða og skipskurða og áa. Þetta þýðir u.þ.b. 60% út- breiðslu miðað við höfðatölu og henni verður að ná fyrir 1. janúar 2007. Tekið skal tillit til þess að um nýja tækni er að ræða og miðast kröfurnar fyrstu árin við það. Eftir að leyfið rennur út, þ.e. eftir fimmtán ár, rennur það aftur til ríkisins sem býður það upp að nýju. Þekktasta dæmið um uppboðsleiðina er uppboð Breta á fimm UMTS-rásum sem lauk í byrjun árs 2000. Alls urðu umferðirnar í uppboðinu 150 og félögin fimm greiddu frá fjórum og upp í 700 milljarða kr. fyrir leyfin, samtals 2.600 milljarða kr., sem var langt fyrir ofan þá upphæð sem vænt- ingar stóðu til. Þeir fimm aðilar sem hrejtptu leyfin eru TIW, Vodafone, BT3G, One2one og Orange. Atta aðrir aðilar tóku þátt í uppboðinu en heltust úr lestinni. Leyfin eru veitt til 20 ára og skilyrði er að 80% Breta njóti þjónustunnar fyrir 31. desember 2007. Markmið bresku ríkisstjórnarinnar með uppboði var að hámarka efnahagslegan hagnað neytenda, iðnaðarins og skattgreiðenda af leyfisveitingum og þjónustunni. Þá voru einnig ákvæði í uppboðinu sem leyfishafar verða að uppfylla, svo sem fyrrgreind útbreiðsla kerfisins. Ákveðið var að hafa fjölþrepa uppboð með svokölluðu „ratcheting reserve pricing" sem koma á í veg fyrir mikinn mun á því verði sem núverandi fyrirtæki í greininni og nýlið- ar greiða. Þannig er hægt að ná fram ýmsum markmiðum með uppboðsleiðinni, en hafa ber í huga að slík markmið geta minnkað hagkvæmni hennar. 5.4 Samanburðarleiðin („fegurðarsamkeppni") Við samanburð er nauðsynlegt að tilboðin séu borin sam- an eftir skýrum reglum og ströng skilyrði sett. Samanburðar- reglurnar geta þó verið umdeildar. Hægt er að setja ströng skilyrði og reglur og tryggja þannig til dæmis útbreiðslu kerf- isins og hafa sumar þjóðir álcveðið að láta aðra þætti en fjár- hagslegan styrk ráða því hverjir fái leyfi. Svíar og Finnar eru í þeim hópi. Þeir ákváðu að úthluta leyfum eftir því hvernig umsækjendur standist fýrir fram ákveðnar hæfniskröfur. f þeim tiívikum sem samanburðarleið hefur verið farin er leyf- isgjaldið ýmist umtalsvert, t.d. á ftalíu þar sem það er 2,5 milljarðar evra eða óverulegt eins og í Noregi þar sem það er 18 milljónir norskar kr. á ári og í Svíþjóð þar sem það er 0,15% af árlegri veltu. fslensk fjarskiptafyrirtæki greiða nú 0,25% af árlegri veltu til Póst- og ijarskiptastofnunar vegna núverandi farsímaleyfa. Samanburðarleiðin hefur ýmsa ókosti sem geta vegið þungt þegar ákveðið er hvora leiðina eigi að fara. Það getur til dæmis verið tímafrekt að meta hæfni umsækjenda og hætta er á því að ferlið sé ekki nægilega skýrt og opið. Nokkrar um- ræður hafa orðið um hvort hátt uppboðsverð fari beint út í verðlagið en um það virðast mjög skiptar skoðanir. Finnar voru fýrstir Evrópuþjóða til þess að úthluta leyfum til UMTS-fjarskipta. Leyfisveitingar voru gerðar opinberar þann 18. mars 2000. Fjögur leyfi voru veitt til jafn margra finnskra fýrirtækja, Radiolinja, Sonera, Telia Mobile og Suomen Kolmegee. Leyfum var úthlutað eftir hæfni umsækj- enda miðað við íýrir fram ákveðnar kröfur um fjárhagslega stöðu, tæknilega getu og samkeppnisforskot. Svíar hófu útboð sitt 14. apríl 2000 og því mun ljúka að öllu óbreyttu 30. nóvember sama ár. Svíar settu ýmis skilyrði fyrir útboðið, þar með talið: 1) Kerfin verða að vera hæf til reiki- samskipta innan Evrópu allrar. 2) Mest verða gefin út fjögur leyfi, þar af tvö til aðila sem nú þegar reka GSM-kerfi. 3) Sýnt sé fram á fjárhagslegan styrk. 4) Sýnt sé fram á tæknilega getu umsækjenda til að reisa UMTS-kerfi. 5) Sýnt sé fram á skynsamlega rekstraráætlun. 6) Sýnt sé fram á nægilega tækni- og markaðsþekkingu fýrirtækisins. Ef umsækjendur uppfylla ekki eitt eða fleiri þessara skilyrða þá eru þeir þar með útilokaðir. Kröfur eru einnig gerðar um útbreiðslu þjón- ustunnar á landsvísu, en þær eru ekki tilgreint nánar í út- boðsgögnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.