Morgunblaðið - 30.09.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.09.2000, Qupperneq 12
12 F LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÁLITSGERÐ AUÐLINDANEFNDAR 5.5 Blandaða leiðin frland, ftalía, Hong Kong og fleiri ríki hafa ákveðið að blanda saman kostum uppboðsleiðarinnar og samanburðar- leiðarinnar til þess að ná fram markmiðum sínum við út- hlutun útsendingarleyfa. Hægt er að hugsa sér margs konar útfærslur á þessu, en ekki verður frekar fjallað um það í þess- ari skýrslu. 5.6 Niðurstöður og tillögur Nefndin telur ljóst að rafsegulbylgjur tíl fjarskipta eru tak- mörkuð auðlind á sama hátt og aðrar auðlindir sem nefndin hefur fjallað um. Þó að rafsegulbylgjur til fjarskipta og tíðnisvið þeirra hafi ekki með formlegum hætti verið lýst eign þjóðarinnar hefur ríkið, hér sem annars staðar, tekið að sér stjórn á aðgengi að tíðnisviðinu í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Nefndin leggur til að greiðsla komi fyrir aðgang að rafsegul- bylgjum til fjarskipta rétt eins og öðrum þeim auðlindum > sem svipað háttar um. Erlendis hefur hingað til verið lítið um að rásir hafi verið boðnar upp eða seldar með öðrum hætti, nema í Banda- ríkjum Norður-Ameríku þar sem slíkt hefur tíðkast í áratugi. Breyting hefur orðið á þessu á síðustu misserum með nýrri kynslóð þráðlausra fjarskipta, hinni svokölluðu þriðju kyns- lóð farsíma. Aðgangur að tíðnirófinu, í formi tímabundinna leyfa til fjarskipta, hefur verið seldur, oft á einhvers konar uppboði, eða þá að svonefnd samanburðarleið hefur verið farin eða verið valin einhvers konar blanda af þessum tveim- ur aðferðum. Nefndin telur heppilegasta kostinn við úthlutun leyfa til fjarskipta á þriðju kynslóð farsíma vera annaðhvort hreina uppboðsleið eða aðrar hlutlægar aðferðir. Með því er best tekið tíllit til þess að um fáar rásir er að ræða, í mesta lagi fjórar. Aðalatriðið er að sömu almennu reglur gildi um þessa takmörkuðu auðlind og aðrar auðlindir sem nefndin hefur fjallað um. Mikilvægt er að tryggja samkeppni með dreifðri eignaraðild, en það yrði best gert með samráði við sam- * keppnisyfirvöld. Loks er á það að benda að núverandi fjarskiptarásir eru líka takmörkuð auðlind og það er því full ástæða til að athuga hvort ekki sé hægt að endurúthluta þeim með sama hætti. Reynslan annars staðar frá virðist staðfesta að veruleg verð- mæti séu fólgin í þeirri auðlind sem rafsegulbylgjur til fjar- skipta eru. 6. Umhverfisgæði Auk þeirra náttúruauðlinda sem teknar hafa verið til sér- stakrar skoðunar í fyrri köflum þessarar skýrslu - fiskistofna, vatnsafls og tíðnirófs fyrir rafsegulbylgjur - finnst í landinu mikill fjöldi annarra verðmætra náttúruauðlinda sem ýmist eru þegar nýttar eða líklegt er að nýttar verði í náinni framtíð. Þeirra á meðal má nefna jarðefni af ýmsu tagi (námur), jarð- hita, villt dýr og gróður, örverur auk þess fjölbreytta safns t náttúruauðlinda, sem einu nafni má kalla umhverfisgæði.1 2 Ekki er auðvelt að skilgreinanákvæmlega hvað í umhverf- isgæðum felst. Þó er ekki fjarri lagi að umhverfisgæði felist að verulegu marki í lítt snortinni eða ósnortinni náttúru.3 Sem dæmi um umhverfisgæði má nefna: 1. Hreint vatn 2. Hreint andrúmsloft 3. Land og landgæði 4. Landrými til ýmissa nota 5. Náttúruperlur 6. Landslag og fagurt útsýni 7. Lofthjúp jarðar 8. Kyrrð 9. Fámenni ^ 6.1 Gildi umhverfisgæða Ljóst er að gildi umhverfisgæða fyrir mannlega velferð er afar mikið. An umhverfisgæða væri t.a.m. ekki lífvænlegt á landinu. í þessum skilningi eru umhverfisgæðin í heild sinni mikilvægari en einstakar auðlindir eins og t.d. orkulindir og flskistofnar landsmanna. Það er vegna gildis umhverfisgæða sem þau verða verðmæt og fólk og fyrirtæki eru reiðubúin að greiða af hendi fjárhæðir - oft háar - til að njóta þeirra. Vegna eðlis umhverfisgæða mælist hagrænt gildi þeirra aðeins að takmörkuðu leyti í verðmiðum á markaðnum. Mörg um- hverfisgæði eru einfaldlega ekki til kaups og sölu. Ástæða er til að undirstrika það að þótt markaðsverð fyrir mörg um- hverfisgæði sé ekki fyrir hendi breytír það engu um verðmæti þeirra. Umhverfisgæði eru bæði notuð til neyslu og framleiðslu. Um gildi umhverfisgæða til neyslu þarf tæpast að fjölyrða. Það þekkja flestir af eigin reynslu. Þeim mun náttúrulegra, hreinna og ósnortnara sem umhverfið er, þeim mun meiri er vellíðan fólks og lífsfylling að öðru jöfnu. Dæmin sanna, að fólk er reiðubúið til að leggja mikið á sig og greiða háar fjár- hæðir tíl að njóta umhverfisgæða. Gildi umhverfisgæða í framleiðslunni er auðvitað afar mikið. Framleiðslustarfsemin notar hreint vatn og loft, land og landrými í ríkum mæli til að koma fyrir og reka fram- leiðslutæki, til hráefnisöflunar, til samgangna og tíl að koma frá sér úrgangsefnum (mengun). Ýmis framleiðslustarfsemi, s.s. ferðaiðnaður og ýmis listiðnaður (kvikmyndagerð o.fi.), byggist jafnframt í ríkum mæli á náttúruperlum, landslagi, útsýni, kyrrð og fámenni. Hér er um að ræða greinar sem eru efnahagslega mikilvægar og í örum vexti. 6.2 Nýting umhverfisgæða öll umhverfisgæði eru takmörkuð. Mörg þeirra rýrna jafn- framt við notkun. Vatn minnkar þegar af er tekið. Sama máli gegnir um magn eftirsóknarverðra lofttegunda í andrúms- loftínu. Landrými minnkar með fjölgun mannvirkja. Gæði vatns, lofts og lands minnka með notkun þeirra fyrir úrgangsefni, þ.e. mengun. Náttúruperlur eru rýrðar með ágangi, útsýni með mannfjölda, byggingum og landraski. Ef of margir ætla sér að njóta fámennis og kyrrðar rýma þessi gæði. Svona mættí lengi telja. Þar sem umhverfisgæði em verðmæt, takmörkuð og rýma við notkun skiptir miklu máli að nýta þau sem best. I því samhengi er vert að hafa eftirfarandi í huga: • Mörg umhverfisgæði em endurnýjanleg. Sum geta end- urnýjast tiltölulega fljótt (t.d. kyrrð, hreint vatn og and- rúmsloft). Önnur em mun síður endurnýjanleg (t.d. landgæði) eða ails ekki endurnýjanleg (t.d. náttúruperl- ur). • Mörg umhverfisgæði eru cilmenn í þeim skilningi að þau eru ekki í séreign og aðgangur að þeim er lítt eða ekki takmarkaður. Þetta á m.a. við um hreint loft, lofthjúp jarðar, fjölmargar náttúruperlur, útsýni o.fl. Ugglaust stafar þessi skipan að hluta til af því að þessi umhverfis- gæði hafa þann eiginleika almannagæða að torvelt er að takmarka aðgang að þeim. Ýmis umhverfisgæði, s.s. land, jarðnæði og náttúruperlur, geta hins vegar verið og em stundum í séreign. Reynslan sýnir að verðmætar náttúruauðlindir sem almenn- ingur hefur aðgang að em í mörgum tilvikum ofnýttar. Of- nýtingin kann jafnvel að vera svo mikil að endurnýjunarget- unni og tilveru náttúmauðlindanna sé ógnað. Þetta vandamál sem oft er kallað vandamál sameiginlegra auð- linda á auðvitað ekki síður við um umhverfisgæði en aðrar auðlindir. 6.3 Skynsamleg skipan á nýtingu umhverfisgæða Rétt eins og hvað aðrar náttúruauðlindir snertir eru eink- um tvær leiðir til að gera nýtíngu umhverfisgæða þjóðhags- lega hagkvæma: • Eignarréttarskipan í ýmsum myndum • Auðlindaskattar, þ.e. notkunargjöld og uppbætur Af ýmsum ástæðum er fyrri leiðin, þ.e. eignarréttarskipan, frá fræðilegu sjónarmiði jafnan vænlegri til árangurs en sú síðari. Gallinn er hins vegar sá að vegna eðlis margra um- hverfisgæða er oft á tíðum erfitt að skýrgreina og framfylgja nægilega góðum eignarrétti yfir viðkomandi auðlind. Miðað við núverandi tæknistig er því nægilega fullkomin eignar- réttarskipan iðulega ekki tíltæk.4 Því er oft árangursríkara að grípa til auðlindaskatta til að stuðla að skynsamlegri notkun umhverfisgæða. Frá sjónarmiði rfkisfjármála hafa auðlinda- skattar (stundum nefndir „grænir skattar" í þessu samhengi) þann kost að auka ríkistekjur með hagkvæmum hætti. Eignarréttarskipan getur verið með ýmsum hætti. Full- kominn séreignarréttur er líklegastur til að tryggja þjóðhags- lega bestu nýtingu þeirra umhverfisgæða sem eignarréttur- inn nær til. Því markmiði má einnig ná, a.m.k. að verulegu leyti, með óbeinum eignarrétti, svo sem með rétti til afnota og hagnýtingar, svo framarlega sem um er að ræða afnota- eða hagnýtingarrétt til lengri tíma. Við vissar aðstæður, eink- um þegar tiltekin almannagæði (þ.e. gæði, sem ekki er unnt eða ekki viðeigandi að selja á markaði) tengjast viðkomandi eign, getur verið réttlætanlegt að takmarka meðferð eignar með opinberum fyrirmælum. Dæmi um þetta geta t.d. verið skipulagsákvæði. Raunar er fátítt að séreignarréttur sé með öllu fullur og óskertur. Auðlindaskattar geta verið með ýmsum hætti líkt og eign- arréttur. Eigi þeir að tryggja hagkvæma notkun umhverfis- gæða verða þeir þó að vera tölulega réttir. Við vissar aðstæð- ur gæti verið skynsamlegt að beita eignarrétti og auðlindaskatti saman tíl að skapa hagkvæmni. Þegar nægi- lega tryggur eignarréttur er til staðar er auðlindaskatturinn ffemur notaður tíl að innheimta auðlindaarð en stjórna nýt- ingu auðlindarinnar. Það að beita þessum tveimur stjórnunarleiðum, eignar- réttarskipan eða auðlindasköttum, með hámarksárangri krefst yfirleitt útsjónarsemi og oft rannsókna að auki. Ljóst er að nefndin hefur ekki haft tök á að ráðast í skoðun af því tagi. Rétt er að ítreka að til þess að ákvarða fjárhæð eða hlutfall auðlindaskatts er að jafnaði nauðsynlegt að framkvæma yfir- gripsmikið mat á þeim verðmætum sem um er að tefla, ekki síst umhverfisverðmætum. Innan hagfræðinnar hafa verið þróaðar aðferðir til að framkvæma slíkt mat.5 Eignarréttar- skipan getur í vissum tilvikum sniðgengið þörfina til að framkvæma svona mat, einkum ef eignarrétturinn er nægi- lega fullkominn. Sé á hinn bóginn um að ræða einhvers kon- ar kvótakerfi getur verið nauðsynlegt að framkvæma þetta mat til að finna hagkvæmasta heildarkvótann. 6.4 Niðurstöður Enda þótt nokkuð hafi þokast í þá átt hér á landi á undan- fömum ámm að fella umhverfisgæði undir séreignarskipan, takmarka að þeim aðgang og innheimta gjald fyrir notkun þeirra er það enn svo að þorri umhverfisgæða er í ríkum mæli opinn fyrir öllum almenningi. Enn fremur bendir allt til þess að sum umhverfisgæði hér á landi séu enn ofnýtt (eða öllu heldur rangnýtt). Jafnframt má ætla að kostnaðurinn af þessari röngu nýtingu nemi verulegum fjárhæðum á hverju ári. Því er mikilvægt að leitast við með skipulegum hætti að beina nýtingu umhverfisgæða í hagkvæmnisátt með viðeig- andi notkun eignarréttarskipunar (þar sem henni verður við komið) og auðlindaskatta („grænna skatta") þar sem þeir henta betur. Niðurstaðan yrði í öllum tilfellum sú, þ.e. hvort sem beitt yrði eignarréttarskipan eða grænum sköttum, að auknar fjárhagsbyrðar yrðu lagðar á þá sem nýta umhverfis- gæði eða þeir fengju eftir atvikum greiddar uppbætur. Sam- kvæmt þessu skipulagi yrðu notendur umhverfisgæða, þeir sem menga, þeir sem reisa byggingar, ferðamenn o.s.frv. að bera það umhverfistjón (eða njóta ábatans) sem athafnir þeirra valda öðrum í samfélaginu. Þar með má vfst telja að nýting umhverfisgæða félli betur en ella að hagsmunum samfélagsins í heild. í reynd hefði þetta í för með sér að mun meira yrði um kvóta og mengunargjöld en nú er. Sú tilhögun kæmi að veru- legu leyti í stað ýmissa boða og banna sem nú tíðkast, en einnig til viðbótar slíkum fyrirmælum. Umhverfisgjöld vegna bygginga og hliðstæðra framkvæmda sem skaðleg umhverf- isáhrif hefðu yrðu væntanlega mun hærri en nú er. Þá kynni aðgangseyrir að verða innheimtur af fjölsóttum náttúrufýrir- bærum sem liggja undir skemmdum. 1. Reikningsár tveggja fyrirtækja er frá 1. september til 31. ágúst og því eru upplýsingar um þau ekki fyllilega sambærilegar við hin fyrirtækin. 2. Eins og síðar kemur í Ijós er í raun enginn eðlismunur á umhverfisgæðum og öðrum náttúruauðlindum. Vegna fjölbreytni hins fyrrnefnda er hins vegar hent- ugt að hafa um það eitt samheiti. 3. Síður en svo liggur fyrir að ósnortin náttúrufyrirbæri séu ávallt verðmæt. Dæmi um náttúrufyrirbæri sem betra gæti verið að vera án eru t.d. mannskaða- veður, ofanflóð, ókleifir fjallgarðar o.s.frv. 4. Hreint loft er oft tekið sem dæmi um umhverfisgæði sem erfitt er að skýr- greina eignarrétt yfir, enda loft á faraldsfæti og virðir engin landamæri. Hins vegar er iðulega unnt að skýrgreina eignarrétt sem fer nærri því að duga fyrir tiltekna notkun hreins lofts. T.a.m. hafa nú verið innleiddir kvótar íyrir brenn- isteinsmengun lofts í norðausturhéruðum Bandaríkjanna sem hafa að sögn gef- ið góða raun. 5. Þeirra á meðal má nefna skilyrt verðmætamat („contingent valuation“), ánægjuverð („hedonic prices“) og fleiri aðferðir til að meta umhverfisverðmæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.