Morgunblaðið - 07.10.2000, Side 3

Morgunblaðið - 07.10.2000, Side 3
2 B LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 B 3 + ÚRSLIT KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Kristinn Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari lætur Heiðar Helguson leika á miðjunni gegn Tékkum en hann leikur venjulega í framlínunni. Ætlum að þjarma að Tékkum „Það versta sem ég geri sem þjálfari, er að sleppa að lesa upp nöfn leikmanna, þegar ég les upp nöfnin á byrjunarliði íslands,“ sagði Atli Eðvaldsson í viðtali við Sigmund Ó. Steinarsson í Prag, eftir að hann tilkynnti byrjunarliðið sem mætir Tékkum í Teplice. Atli gerði breytingar á liði sínu frá viðureign við Dani á Laugar- dalsvellinum. Hann segir lesendum Morgunblaðsins hvers vegna hann gerði breytingar á liði sínu. KNATTSPYRNA Tékkland - ísland 2:1 Evrópukeppni landsliða 21 árs og yngri, 3. riðill, Liberec í Tékklandi, fóstudaginn 6. október 2000. Mörk Tékka: Milan Baros 8., Páll Almars- son 26. (sjálfsmark). Mark íslands: Guðmundur Steinarsson 70. Lið íslands: Ómar Jóhannsson - Ami K. Gunnarsson, Guðmundur Viðar Mete, Reynir Leósson, Páll Almarsson - Bjami Guðjónsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Helgi Valur Daníelsson, Stefán Gíslason - Veigar Páll Gunnarsson, Guðmundur Stein- arsson (Þórarinn Kristjánsson 73.). Búlgaría - Malta....................2:0 Norður-írland - Danmörk.............0:3 Staðan: Búlgaría 2 2 0 0 3:0 6 Danmörk 2 1 1 0 3:0 4 Norður-írland.... 2 1 0 1 3:3 3 Tékkland 2 1 0 1 2:2 3 Island 2 0 1 1 1:2 1 Malta 2 0 0 2 0:5 0 Undankeppni HM 4. riðill: Makcdónía - A/erhaijan.........3:0 Georgi Hristov 35., 42., Arjend Bekiri 75. England l.deild: Gillingham - Bolton.................2:2 Huddersfield - Bamsley..............1:1 Tranmere - Bumley...................2:3 ■ Guðni Bergsson lék allan leikinn með Bolton sem missti niður 2:0 forskot. Fulham er með 27 stig á toppnum, Watford 25, Bolt- on 21 og Preston 18 stig. 2. deild: Bristol City - Bournemouth........3:3 Bury - Bristol Rovers..............1:0 Colchester-Walsall.................0:2 Wigan - Reading...................1:1 Wycombe - Notts County............3:1 ■ Sigurður Ragnar Eyjólfsson lék ekki með Walsall sem er efst með 26 stig. Bury er með 23 og Wycombe 21. Stoke er í 8. sæti með 16 stig og á tvo leiki til góða. 3. deild: Cheltenham - Carlisle.........1:0 Huil - Brighton...............0:2 Kidderminster - Rochdale......0:0 Shrewsbury - Exeter......... 2:0 York - Mansfieid..............2:1 HANDKNATTLEIKUR ÍR - Afturelding 29:28 íslandsmótið, 1. deild karla, íþróttahúsinu Austurbergi í Reykjavík, fóstudaginn 6. olctóber 2000. Gangur leiksins: 0:2, 4:4, 7:8, 7:11, 9:11, 10:12, 11:13, 13:16, 16:17, 18:18, 20:21, 21:21, 22:23, 23:24, 25:25, 26:25, 26:27, 27:28,29:28. Mörk ÍR: Erlendur Stefánsson 8/2, Ingi- mundur Ingimundarson 4, Þórir Sigmunds- son 4, Einar Hólmgeirsson 4, Bjami Fritz- son 4/2, Kári Guðmundsson 2, Níels Reynisson 2, Finnur Jóhannsson 1 Varin skot: Hrafn Margeirsson 7 (þar af 1 aftur til mótherja), Hallgrímur Jónasson 10/4 (þar af 3 aftur til mótheija) Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Aftureldingar: Páll Þórólfsson 11/6, Gintas Galkauskas 6, Gintaras Savukynas 5, Bjarid Sigurðsson 3, Hilmar Stefánsson 3/3. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 16/1 (þar af 5 aftur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Ddmarar: Bjami Viggósson og Valgeir Óm- arsson höfðu þokkaleg tök á fyrri hálfleik en réðu ekki við hraðan seinni hlutann. Áhorfendur: Um 300. KÖRFUKNATTLEIKUR Kjörísbikarinn 16-liða úrslit, fyrri leikir: ÍA - Njarðvík.................67:140 Erlendur Ottesen 13, Trausti Jónsson 12, Logi Gunnarsson 30, Sævar Garðarsson 21, Jes V. Hansen 20. Sijaraan - KR.................83:106 Örvar Kristjánsson 19, Shiran Þórisson 18, Sigurjón Lámsson 15, Ólafur J. Ormsson 36, Jón Amór Stefánssn 22, Arnar Kárason 18. KFÍ-ÞörAk......................86:83 Dwayne Fontana 29, Baldur Ingi Jónasson 13, Sveinn Blöndal 12 - Óðinn Ásgeirsson 21, Clifton Bush 19, Einar Öm Aðalsteins- son 14. Snæfell - Tindastöll..........53:124 George Bujukliev 15, Baldur Þorleifsson 10, Davíð Guðnason 10 - Kristinn Friðriksson 20, Shawn Myers 17, Adonis Pomonis 17. Þdr Þ. - Grindavík............89:125 Ganon Baker 36, Andrés M. Hreiðarsson 14, Agúst Öm Grétarsson 12 - Guðmundur Asgeirsson 20, Kim Lewis 17, Páll Axel Vil- bergsson 14. BLAK 1. deild karla: ÍS-KA..............................3:0 (25:18,26:24,25:18) l.deild kvenna: ÍS-KA..............................3:0 (28:26,25:22,25:20) ATLI Eðvaldsson gerði róttækar breytingar á landsliðinu frá leikn- um gegn Dönum á Laugardalsvellin- um á dögunum. Sigurður Óm Jónsson, hinn öflugi leikmaður úr KR og leik- maður ársins hjá Morgunblaðinu, tek- ur stöðu vinstri bakvarðar, sem Her- mann Hreiðarsson lék. Hermann er kominn sem vængmaður í stað Tryggva Guðmundssonar og Heiðar Helguson er kominn á hægri vænginn í stað Þórðar Guðjónssonar. Birkir Kristinsson stendur í markinu í stað- inn fyrir Áma Gaut Arason, sem er meiddur. Hver er ástæðan fyrir þess- um breytingum á milli leikja? Það er Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari, sem situr fyrir svörum, enda getur enginn annar en hann svarað spurningum um landsliðið. „Eins og við höfum séð Tékkana leika, hefur það ekki farið fram hjá neinum að þeir em með geysilega öfl- uga miðju. Þeir eru með hinn hávaxna Jan Koller í fremstu víglínu og þá em þeir með hinn fljóta Poborsky á hægri vængnum. Poborsky liggur alveg hægra megin - út við línu,“ sagði Atli og hækkaði róminn, var greinilega kominn vel inn í leikinn. „Svo hafa Tékkarnir verið að blása til sóknar vinstra megin - síðan hafa þeir verið að senda snögga bolta yflr á hægri vænginn á Poborsky, sem er alltaf á ferðinni og hleypur upp að endalínu til að gefa knöttinn fyrir markið. Við þurfum að stöðva þessar aðgerðir. Ég tel of miklu fórnað að láta hinn mikla kraft Hermanns liggja í bakvarðar- stöðunni á móti Poborsky. Hermann nýist okkur betur í slagsmálum inni á miðjunni og fyrir framan markið. Hermann er með geysilega yfirferð - sem má ekki hefta. Sigurður Öm er öflugur leikmaður og ég hef trú á því að hann geti fallið vel að Poborsky. Sigurðiu- er fljótur og líkamlega sterkur. Ég treysti því að hann leysi hlutverk sitt vel - stöðvi Poborsky, maður gegn manni. Þetta verkefni er áhugavert fyrir hann,“ sagði Atli og hvíslaði. Það var eins og hann væri að ræða málin úti í homi, en í miðjum salnum stæði Jozef Chovanec, lands- liðsþjálfari Tékka, ogværi með yfirlýs- ingar við tékkneska blaðamenn, hvem- ig hann hygðist tæta vörn íslendinga í sig. Atli heldur áfram og hvíslar: „Við þurfum sterka varnarlínu í þessum leik. Við vitum það að Hermann getur farið fram, hefur kraftinn til þess - og hann er alltaf tilbúinn að koma til baka. Hermann getur auk þess mætt Koller þegar hann kemur inn á miðj- una.“ Þú ætlar ekki að líma neinn leik- mann á Koller? „Nei. Það er afar erfitt að líma leik- mann á þennan stóra leikmann, sem er yfir tveir metrar. Við sáum það í Evrópukeppninni, að Hollendingurinn Jaap Stam var mjög nálægt honum. Koller var það klókur að hann sneri þennan sterka leikmann af sér. Hann er mjög skynsamur, stuttfættur með stóran búk. Við munum reyna að vinna verkefn- ið þannig þegar Koller er að fara í knöttinn, að mínir leikmenn tali saman og þeir eiga ekki að vera of nálægt honum. Ef þeir gera það - þá tekur Koller á þeim og snýr sér frá þeim. Hann hefur góða tækni til þess. Það verður hlutverk Péturs og Éyjólfs að hafa gætur á honum, en aðrir leikmenn falla inn fyrir aftan þá. Ef Koller snýr sér, þá eru menn fyrir framan hann. Éf hann gerir það ekki, þá verða Helgi Kolviðsson, Heiðar, Hermann og Rún- ar tilbúnir að ráðast til atlögu gegn honum. Það væri þá best í stöðunni, að Koller kæmi knettinum frá sér. Þegar háar sendingar koma fyrir markið - sendingar sem eru ætlaðar þessum stóra leikmanni (2,02 m), höf- um við sterka skallamenn til að glíma við hann í loftinu. Pétur fær það hlut- verk að fara upp, en Eyjólfur, Auðun og Sigurður Orn mynda varnarlínu fyrir aftan. Heiðar fær einnig það hlut- verk að vinna í loftinu, en hann er mjög sterkur skallamaður. Heiðar hefur áð- ur leikið undir minni stjóm í ung- mennalandsliðinu. Hann þekkir vel vinnu í háloftunum," sagði Atli ákveð- inn og var hættur að hvísla. Þú og strákarnir hafíð örugglega lært mikið af viðureigninni við Dani á Laugardalsvellinum ? „ Já. Við lærðum til dæmis, að vörnin datt of aftarlega og um leið miðjan. Þar af leiðandi voru Eiður Smári og Rík- harður aðeins tveir í fremstu víglínu. Þetta dæmi getur alltaf komið upp, en nú ætlum við okkur ekki að láta söguna endurtaka sig. Við teljum að Eiður Smári nýtist betur framarlega á miðj- unni og Ríkharður verði einn alveg fremst. Eiður fær það hlutverk að vinna fyrir aftan Rikka og jafnvel að detta inn á miðjuna. Ef til dæmis Heið- ar fer upp, þá mun Eiður fara inn á miðjuna eins og hann gerði með Chelsea í leiknum gegn Liverpool." Erf iðleikar á miðjunni í leikjunum gegn Svíum og Dönum kom í ljós að leikmenn íslands áttu í erfíðleikum meðaðstjórna leiknum frá miðjunni. Rúnar Kristinsson er eini leikmaðurinn af landsliðshópnum sem leikur sem miðvallarleikmaður með liði sínu. Hvað segir Atli við því - að vera með nær eingöngu varnar- og sóknar- leikmenn íliðinu? „Ég veit um þessa erfiðleika. Við er- um með lítinn, þröngan hóp atvinnu- manna. Það er ljóst að við verðum að reyna að koma Rúnari meira inn í leik- inn - hann má ekki týnast í varnar- hlutverki. Rúnar lenti í því bæði í leiknum gegn Svíum og Dönum að hann er of upptekinn að vinna með vörninni, að tækni hans með knöttinn nýttist ekki. Hann er að vinna meiri varnarvinnu þar sem við leikum með sóknarleikmenn á vængjunum. Við er- um oft og tíðum með fjóra leikmenn, sem eru að sækja. Með því að gera breytingar fyrir leikinn gegn Tékkum erum við að reyna að losa um Rúnar á miðjunni, þannig að hann geti einbeitt sér að stjórna leiknum. Við erum með sterka leikmenn við hlið hans, sem vinna vel og geta verið á fullri ferð all- an leikinn. Það eru þeir Helgi Kolviðs- son, Hermann og Heiðar. Þeir geta all- ir sótt þegar við á og unnið aftur þess á milli. Með þessu erum við að reyna að búa til rneiri styrk inni á miðjunni - í kringum Rúnar.“ Þú sagðir eitt sinn við mig í viðtali sem ég tók við þig í Þýskalandi á árum áður, er þú lékst með Dusseldorf, að það ætti að vera hlutverk Knatt- spyrnusambands íslands að koma ungum leikmönnum til útlanda, þar sem þeir fengju tækifæri til að leika sínar stöður og stöður sem myndu henta íslenska landsliðinu. Þurfíð þið, þú og KSI, ekki að vinna í málinu til að leysa miðvallarvandann? „Jú, það er rétt. Óskin var sú. Við verðum að finna lausn á þessu vanda- máli - búa til sterka liðsheild. Ég er ekki að segja að liðsheildin í dag sé ekki sterk, þvert á móti. Við þurfum alltaf að styrkja okkur og hugsa um framtíðina. Byggja upp stærri hóp til að velja úr fyrir ákveðin átök. Fyrir nokkrum árum áttum við til dæmis ekki nóg af sóknarleikmönnum. Nú er- um við með þrjá til fjóra sóknarleik- menn, sem eru að skora mikið með sín- um liðum í Noregi, Grikklandi og á Englandi og Spáni. Eiður Smári er að koma öflugur upp og sjáðu: Helgi Sig- urðsson er að skora fjögur mörk í tveimur landsleikjum - samt er hann ekki fyrsti maður inn í liðið. Hér er um að ræða að velja og hafna hverju sinni. Við eigum einnig stóran hóp af sterk- um varnarleikmönnum, en miðju- mennirnir eru ekki á hverju strái. Því miður - leikmenn sem geta bæði varist og sótt fram.“ Sérðu einhverja unga leikmenn sem geta tckiðþessa stöðu ílandsliðinu? „Já, ég hef séð marga unga leik- menn sem gætu fallið inn í púsluspilið. Ég get tekið einn leikmann sem dæmi, sem framtíðarmann á miðjunni. Það er Indriði Sigurðsson, sem er sterkur, hreyfanlegur og fer vel með knöttinn. Við þurfum að leita eftir leikmönnum, sem geta hentað okkur vel með því að leika ekki með fimm leikmenn í vörn, heldur fjóra leikmenn í vörn, fjóra á miðjunni og tvo frammi. Ef þetta fyrir- komuleg hentar okkur, þá eigum við að láta öll lið á íslandi í þriðja aldursflokki leika þessa leikaðferð, enga aðra. Með því hefjum við uppeldi og leit að leik- mönnum íþær stöður, sem henta okk- ur best. A íslandi er stór hópur af hæfileikaríkum strákum, sem við þurf- um að ala rétt upp. Nú er ég með lítinn hóp leikmanna, sem verða að vera það fjölhæfir að þeir geti tekið á þeim stöð- um sem ég óska eftir.“ Frábær stemmning Atli talar um lítinn hóp. Hann erhér í Tékklandi með leikmannahóp sem hefur lengi verið saman. Er stemmn- ingin ekkigóð innan hópsins? „Það er alltaf góð stemmning í landsliðshóp. Hér er aðeins spurning um einbeitingu leikmanna, að láta ekki neitt utanaðkomandi trufla sig. Við er- um að reyna að bæta stemmninguna inni á leikvellinum, að leikmenn sýni frumkvæði og vinni eftir því sem fyrir þá er lagt. Öll okkar leikkerfi byggjast upp á að auðvelda Jeikmönnum að vinna saman með og án bolta. Við Guð- mundur Hreiðarsson höfum kappkost- að að spyrja leikmenn hvort þeir telji að við séum að gera rétt. Það er svo leikmannanna að koma með ábending- ar. Ég hef sagt við leikmenn mína: við breytum öllu ef það er í ykkar þágu. Við getum ekki farið eftir óskum leik- manna, ef til dæmis einn eða tveir leik- menn fara sínar eigin leiðir á leikvelli - fara burtu frá liðsheildinni. Þegar við höfum ákveðið einhvern hlut, eiga leik- mennirnir að skila sínu hlutverki hundrað prósent.“ Tékkar eru sterkir Tékkar eru ánægðir með landslið sitt, sem er talið eitt það besta í heimi. Hvað segir Atli - hvernig telur hannað Tékkar mæti til leiks í Teplice? Risi til Isfirðinga? ÚRVALSDEILDARLIÐ KFÍ frá ísafírði er að reyna að fá til sín risavaxinn miðherja frá Bosnfu, Adnan Krupalya að nafni. Krupalija er 2,15 m hár og 25 ára gamall og lék á síðasta tíma- bili með Cenex Sarajevo í heimalandi sínu. Hann Iék með Rockford-háskóla í Bandaríkjunum í þrjú ár og skoraði þar 25 stig og tók 13 fráköst að meðaltali í leik. 1| Evrópukeppni r í borðtennis íslandsmeistarar Víkings— Linz (Austurríki) íslandsmeistarar Víkings 1. deild karla 2000 TBR-íþróttahúsið ídagkl. 16.00 Áfram Víkingur yfggj + Er Nedved kóngurinn? GEYSILEG uppsveifla hefur verið I knattspyrnu í Tékklandi á und- anförnum árum, eða síðan Tékkóslóvakía var öll og ríkið varð að Tékklandi og Slóvakíu. Margir snjallir knattspyrnumenn hafa komið fram á sjónasviðið í Tékklandi og það má segja að Tékkar hafa skotist upp á stjörnuhimininn er þeir léku til úrslita við Þjóð- verja í Evrópukeppni landsliða 1996 á Wembley, þar sem þeir töpuðu á gullmarki Oliver Bierhoff, 2:1. Þjálfarinn Jozef Chovan- ec, sem lætur lið sitt leika 3-5-2, hefur úr mörgum leikmönnum að velja. Fimmtán leikmenn í leikmannahóipi hans, sem mætir ís- lendingum, leika með erlendum liðum. SigmundurÓ. Steinarsson skrifar frá Prag Aðeins fimm leikmenn sem léku á Wembley eru nú í leikmanna- hópi Tékka og aðeins tveir Jeikmenn sem lögðu Island að velli 4. september 1996 hér í Tékklandi. Tveir afar öflugir leikmenn Tékka verða ekki með gegn Islendingum. Það eru Liverpool-leikmennirnir Vladimir Smicer og Patrick Berger. Þrátt fyrir það þurfa Tékkar ekki að örvænta _ þeir eru með valinn mann í hverju rúmi. Miðvallarleikmaðurinn Pavel Nedved er einn öflugasti leik- maður Tékka og sá leikmaður sem augu flestra beinast að. Hann er 28 ára og leikmaður með ítalska liðinu Lazio. Eftir Evrópukeppnina í Eng- landi kepptust lið um að fá hann til sín - Lazio hafði vinninginn og hefur hann verið lykilmaður liðsins síðan. „Þeir koma fullir sjálfstrausts, enda hafa þeir staðið sig vel á heimavelli - já, einnig á útivelli, á undanförnum ár- um. Tékkar geta verið ánægðir. Þeir hafa staðið sig vel og þeir eru með marga af bestu knattspyrnumönnum heims í sínum herbúðum. Það þarf ekki annað en að benda á miðvallar- leikmanninn Pavel Nedyed, sem leikur með Lazio á Ítalíu. Á ég að nefna fleiri?“ spurði Atli og sagði að það eina sem gæti orðið þeim að falli væri van- mat. „Auðvitað er það styrkur Tékka hvað þeir hafa úr mörgum leikmönn- um að spila. I Tékklandi búa tíu millj- ónir manna, á Islandi tvö hundruð og sjötíu þúsund. Ég hef heyrt hér van- mat - og það er af hinu góða. Pressan er á Tékkum, sem ætla sér ekkert annað en sigur. Við gefum ekk- ert eftir - við ætlum okkur að þjarma að Tékkum hér. Ekkert annað. Ef við höldum okkar línu og hún gengur upp, eins og til dæmis gegn Svíum, þá erum við engin lömb að leika við. Éf við ná- um að koma í veg fyrir varnarmistök og höldum aga inni á vellinum, erum við til alls líklegir. Þolinmæði þrautir vinnur allar!“ sagði Atli og var ákveð- inn á svip. Það komast ekki nema ellefu að Nedved skoraði til dæmis sigurmark Lazio gegn Real Mallorka, er Lazio tryggði sér sigur í Evrópukeppni bik- arhafa. Mikil bjartsýni er í Tékklandi fyrir leikinn gegn Islandi og er þegar upp- selt á leikinn, sem fer fram í Liberec - þar verða samankomnir 19 þús. áhorfendur. Fjölmiðlar í Tékklandi ræða um „léttan" leikþátt, en Chov- anec, þjálfari Tékka, er ekki sammála - í það mynsta opinberlega. Vanmat er alltaf það sem þjálfarar berjast við - að leikmenn þeirra séu ekki sjálf- umglaðir. „Það getur enginn bókað sigur fyr- irfram gegn Islandi. Leikmenn ís- lands hafa sýnt það á undanfömum árum, að það er erfitt að leika við þá - hvort það sé í Reykjavík, eða þá á úti- velli. Ég hef sagt mínum mönnum frá afrekum þeirra í Frakklandi, í Moskvu og jafnteflisleik þeirra gegn Ukraínu í Kiev. íslendingar eru bar- áttuglaðir og skipulagðir í leik sínum. Ef við náum að fagna sigri, þá þurfum við að hafa fyrir því,“ sagði Chovanec. Það má með sanni segja að margir leikmenn Tékka séu „góðkunningjar“ íslendinga, eða þeirra sem fylgjast með knattspymu í sjónvarpi og þá á Sýn, en leikur Tékklands og íslands verður sýndur á stöðinni í dag klukk- an þrjú að staðartíma, eða klukkan fimm hér í Tékklandi. Hver man ekki eftir tröllinu Jan Koller, sem er á hæð við körfuknatt- leiksmann - 2,02 m á hæð. Koller hrellti leikmenn Leifturs er hann lék með Anderlecht gegn þeim í fyrra. Þó að Koller sé stór, er hann liðugur eins og ballettdansari. Mai’gir töldu að Hermann Hreiðarsson fengi það hlutverk að líma sig á hann sem yfir- frakki hér, en Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari, ætlar ekki á láta einn ákveðinn leikmann hafa gætur á honum - það verður verkefni allra í vamarlínu Islands. Pétur Hafliði Marteinsson á að berjast við hann í loftinu og í þannig slag kallar Pétur Hafliði ekki allt ömmu sína, frekar en Marteinn Geirsson faðir hans, sem hefur mai’gar fjörurnar sopið. Ungui’ að áram klippti hann á sjálfan Johann Crayff, er íslendingar mættu Hol- lendingum. Hér á síðunni má sjá nafnalista Tékka. Já, tékkneska liðið er sterkt. Þeir sem sjá leikinn á Sýn eiga eftir að fylgjast spennth’ með viðureign Sigurðar Amar Jónssonar, sem fær það hlutverk að glíma við sjálfan Kar- el Poborsky, sem varð þjóðhetja Tékklands er hann skoraði afar glæsilegt mark gegn Portúgal í EM 1996, þegar hann sendi knöttinn yfir Vitor Bala og tryggði Tékkum sigur og rétt til að leika til úrslita við Þjóð- verja. Eftir þetta eina mark varð hinn síðhærði Poborsky heimsfrægur. Manchester United keypti sveininn, en hann náði ekki að festa rætur á Old Trafford - hélt með poka sinn til Portúgal, þar sem hann leikur með Benfica. Poborsky er sá leikmaður sem leggur upp flest mörk Tékka. Það er mikið á Sigurð Öm lagt - leikmann sem hefur aðeins leikið sex landsleiki. Atli segist treysta Sigurði Emi fullkomlega og þeir sem þekkja Sigurð Örn, vita að hann mun ekkert gefa eftir. Leikurinn hér í Tékklandi getur orðið tímamótaleikur fyrir ís- land - hann sker úr um það hvort ís- lenska landsliðið verður með í barátt- unni um rétt til að leika í heimsmeistarakeppninni í Japan og Suður-Kóreu 2002, eða hvort hér rennur upp kveðjustund í þeirri bar- áttu. Lið Tékka Markverðir: Ladislav Maier (Rapid Vin), Pavel Srnicek (Brescia). Varnarmenn: Milan Fuk- al (HSV), Jiri Novotny (Sparta Prag), Radek Latal (Schalke), Karel Rada (Slavia Prag), Tomas Repka (Fiorentina), Petr Vlcek (Standard Liege). Miðjumenn: Miroslav Baranek (Köln), Radek Bejbl (Lens), Pavel Horvath (Sporting Lissabon), Pavel Nedved (Lazio), Karel Pob- orsky (Benfica), Tomas Rosicky (Spai-ta Prag), Roman Tyce (1860 Miinchen). Sóknarmenn: Jan Koller (Anderlecht), Vratislav Lokvenc (Kaiserslautern), Rene Wagner (Rapid Vin). Sðgurður sér um Poborsky Það er takmark allra knattspyrnu- manna að leika fyrir hönd þjóðar sinn- ar á alþjóðlegum vettvangi. Margir góðir leikmenn sitja á bekknum í dag og horfa á félaga sína í baráttunni. Er ekki erfitt að tilkynna byrjunarlið? „Auðvitað skil ég leikmennina. Ég hefði ekki gerst knattspyrnumaður á sínum tíma, ef ég hefði ekki treyst mér til að leika. Menn með metnað eru allt- af sárir þegai’ gengið er fram hjá þeim. Menn mínir verða að hugsa um liðs- heildina og einnig - ef ég fæ tækifæri, þá tek ég það. Eg veit að það versta sem ég get gert leikmanni sem þjálf- ari, er að sleppa nafni hans þegar ég les upp byrjunarlið. Það er þannig að það era aðeins ellefu leikmenn í knatt- spyi-nuliði - ég vel þá ellefu sem ég treysti best fyrir hverju verkefni. Ann- ars væri ég ekki að velja þá,“ sagði Atli og það mátti sjá á svip hans, að það hafi ekki verið auðvelt verkefni að kalla átján leikmenn á fund og lesa upp ell- efu nöfn. „Því miður,“ vora lokaorð Atla í þessu viðtali. Sigurður Öm Jónsson fer beint í byrjunarlið íslands, sem mæth’ Tékkum í Liberec í dag. Það verður hans hlutverk að hafa gætur á útherj- anum hættulega, Karel Poborsky, leikmanni með Benfica. Hermann Hreiðarsson, sem hefur leikið stöðu vinstri bakvarðar, er á kantinum fyrir framan Sigurð Örn, sem leikur í stöðu hægri bakvarðar með KR. Heiðar Helguson tekur stöðu Þórðar Guðjónssonar hægra megin á miðjunni en annars er byrjunarliðið þannig skipað: Birkir Kristinsson, markvörður, Auðun Helgason, hægri bakvörður, og Sigurður Örn vinstra megin. Mið- verðir eru fyrirliðinn Eyjólfur Sven’- isson og Pétur Hafliði Marteinsson. Fyrir framan þá á miðjunni eru Helgi Kolviðsson og Rúnar Kristins- son leikstjórnandi. Heiðar Helguson er útherji hægra megin og Hermann leikur á vinstri kantinum. Fyrir framan miðjuna er Eiður Smári Guð- johnsen og í fremstu víglínu er Rík- harður Daðason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.