Morgunblaðið - 07.10.2000, Qupperneq 4
/ÞRDntR
Hertha
vill halda
Eyjólfi
EYJÓLFUR Sverrisson, fyrirliði
íslenska landsliðsins í knattspyrnu,
sem hefur hugsað sér til heimferð-
ar, er enn óákveðinn hvað hann ger-
ir. Hann hefur að undanförnu verið
orðaður við nokkur íslensk lið, með-
al annars Keflavík, KR og Fylki.
„Það er rétt að nokkur félög á Is-
landi hafa haft samband við mig og
boðið mér starf þjálfara. Eg hef ýtt
öllum þeim vangaveltum til hliðar.
Það er enn óljóst hvað ég geri þegar
samningur minn rennur út við
Herthu í vor. Á meðan ég er leik-
maður Berlínarliðsins og samnings-
bundinn því, vil ég ekki fara að festa
mig á öðrum stað. Það kemur í ljós í
vor hvað ég geri,“ sagði Eyjólfur, en
það er vitað að Hertha Berlin vill
gera nýjan samning við Eyjólf.
Morgiinblaðið/Kristinn
Eyjólfur Sverrisson mun væntanlega hafa nóg að gera í dag, en Tryggvi Guðmundsson
verður á varamannabekknum.
ÍR-ingar seigir
EINAR Hólmgeirsson tryggði ÍR-ingum bæði stigin gegn Aftureld-
ingu á lokasekúndu annarrar framlengingar liðanna, þegar hann
skoraði 29. mark ÍR úr þröngri stöðu í stöngina og inn. Lokatölur
urðu 29:28 í Austurbergi í gærkvöld.
Fátt benti til annars lengi vel en að
gestirnir færu með öll stigin.
Heimamenn voru ekki sannfærandi,
'1vor^’ í yörn né sókn
F . og Afturelding virtist
Eiðsson alltaf líklegt til að
skrífar sigla framúr. Hall-
grímur Jónasson fór í
mark ÍR um miðjan síðari hálfleik og
færði IR trúna með því að verja þrjú
vítaköst á fimm mínútna tímabili. IR
þurfti að tryggja sér tvær framleng-
ingar með jöfnunarmarki en þraut-
seigjan var þess virði þegar upp var
staðið.
Það var ekki spurt að því í Breið-
holtinu hvort liðið væri betra á papp-
írunum. ÍR-ingar þurftu að hafa
miklu meira fyrir hlutunum. Sóknar-
leikur liðsins var mjög hægfara fram-
an af og illa gekk að finna glufur í há-
vaxinni vörn Aftureldingar. Hinir
ungu leikmenn liðsins uxu í takt við
spennuna í leiknum. Hallgrímur
markvörður og örvhenta skyttan Erl-
endur Stefánsson voru liðinu mjög
mikilvægir á lokakaflanum. Erlendur
skoraði mikilvæg mörk þegar flest
sund virtist lokuð.
Gintas var mjög atkvæðamikill hjá
Aftureldingu, en reyndist full eigin-
gjam í síðari hálfleiknum og sóknar-
leikur þeirra rauðklæddu leið fyrir
það. Varnarleikur Aftureldingar var
sterkur, en IR-ingar höfðu þolinmæði
til að bíða eftir góðum fæi-um. Aftur-
elding hafði ekki slíka þolinmæði og
það kann að hafa kostað liðið tvö stig.
Naumt tap
í Liberec
TÉKKAR sigruðu íslendinga,
2:1, í kaflaskiptum leik í
Evrópukeppni 21-árs landsliða
í knattspyrnu sem fram fór í
ausandi rigningu í tékkneska
bænum Liberec í gær.
Tékkar höfðu talsverða yfir-
burði í fyrri hálfleik og náðu
forystunni eftir aðeins átta mínút-
ur með marki frá Milan Baros. Á
26. mínútu varð Eyjamaðurinn
Páll Almarsson fyrir því að skora
sjálfsmark og staðan var 2:0 í hálf-
leik.
íslenska liðið ógnaði tékkneska
markinu sjaldan fyrir hlé, helst
með skotum úr aukaspyrnum en
mikil breyting til hins betra varð í
síðari hálfleik enda töldu íslenskir
áhorfendur að það stefndi í óefni,
slíkir voru yfirburðir Tékka í fyrri
hálfleik.
ísland komst mun betur inn í
leikinn eftir hlé, lék vel á köflum
og náði að minnka muninn á 70.
mínútu með marki Keflvíkingsins
Guðmundar Steinarssonar. Hann
var síðan nærri því að jafna
skömmu síðar en það tókst ekki og
það vantaði herslumuninn nokkr-
um sinnum því íslenska liðið lék
vel og hefði með smá heppni getað
jafnað.
Tvíbur-
amir eru
mættir
TVEIR gamalkunnir refir
og landsliðsmenn á árum
áður eru mættir til Tékk-
lands til að fylgjast með
landsliðinu. Það eru „tví-
buramir" Ríkharður Jóns-
son frá Akranesi, afi Rík-
harðs Daðasonar, og
Guðmundur Óskarsson
sjávarréttasali, sem er
þekktur undir nafninu
Gúbbi í Sæbjörgu. Ríkharð-
ur og Guðmundur léku
saman með Fram á sínum
tíma og báðir eru þeir mikl-
ir Arsenal-aðdáendur. Það
eru ófáar ferðimar sem
þeir félagar hafa farið sam-
an til útlanda til að fylgjast
með landsliðinu i leik.
TVyggir Schumacher
sér meistaratitilinn?
MÖGULEIKAR eru á því að Michael Schumacher verði heims-
meistari ökuþóra í Formúlu-1 á morgun, sunnudag, en þá fer
næstsíðasta mót ársins fram, Japanskappaksturinn.
Yrði það í fyrsta sinn frá 1979
eða í 21 ár að ökuþór hjá Ferr-
ari hampaði titlinum. Segist
Schumacher munu freista þess af
fremsta megni að standa sig þann-
ig að ekki þurfi að bíða iokamóts-
ins í Malasíu eftir tvær vikur til að
fá niðurstöðu i keppnina.
Staðan í stigakeppni ökuþóra er
sú að Schumacher hefur 88 stig en
Mika Hákkinen 80. Úr þessu koma
einungis þeir tveir til greina sem
heimsmeistarar. Schumacher verð-
ur heimsmeistari vinni hann kapp-
aksturinn á morgun og einnig fái
hann a.m.k. tveimur stigum meira
en Hakkinen verði hann í einhveij-
um öðrum sætum en því fyrsta.
Á brattann er að sækja fyrir
Hákkincn en hann þarf helst að
vinna eða a.m.k. að vera á undan
Schumacher i mark á morgun til að
lifa enn í voninni fram í síðasta
mót. Kveðst hann mæta bjartsýnn
til leiks á morgun en hann vonast
til að vinna ökuþóratitilinn þriðja
árið í röð en það hefur einungis
einum ökuþór tekist áður; Arg-
entínumanninum Juan Manuel
Fangio á sjötta áratugnum.
Vinni Hákkinen í Suzuka og
verði Schumacher í öðru sæti
dygði þeim síðamefnda að verða í
öðru sæti í Malasíu til að hreppa
titilinn. Verði hann hins vegar
þriðji á morgun og Hákkinen fyrst,-
ur yrði sá síðamefndi heimsmeist-
ari með sigri í Malasíu einnig, al-
veg óháð því í hvaða sæti
Schumacher yrði þar. Myndi róður
Hákkinens fyrir lokamótið verða
léttari ef Schumacher yrði aftar.
Kappaksturinn í fyrramálið hefst
árla eða klukkan 5:30 að íslenskum
tíma en sýnt verður beint frá hon-
um í ríkissjónvarpinu.
■ ANDREAS Brehme var í gær
ráðinn þjálfari þýska knattspyrnu-
félagsins Kaiserslautern, í stað
Ottos Rehhagels sem hætti störf-
um um síðustu helgi. Brehme lék í
samtals 10 ár með Kaiserslautern
og hann tryggði Þjóðverjum
heimsmeistaratitilinn árið 1990
með úrslitamarki í vítaspyrnuk-
eppni gegn Argentínu.
■ LAS Pa/mas, félag Þórðar Guð-
jónssonar á Spáni, hefur krafist
skaðabóta frá Oktay Derelioglu,
tyrkneska landsliðsmanninum, en
hann yfírgaf félagið í síðustu viku
eftir átök við enska miðjumanninn
Vinnie Samways á æfingu. Oktay
gekk til liðs við Las Palmas fyrir i
þetta tímabil en segist ekki vilja
halda áfram að spila með félaginu.
■ JOHN Toshack var í gær ráðinn
þjálfari franska knattspyrnufélags-
ins St. Etienne. Toshack, sem er 52
ára og lék lengi með Liverpool og
velska landsliðinu, hefur verið í fríi
síðan honum var sagt upp störfum
hjá Real Madrid í nóvember.
■ MAREL Jóhann Baldvinsson lék
ekki með 21-árs landsliði fslands
gegn Tékkum í gær. Hann meidd-
ist á æfingu fyrir leikinn í fyrradag
og í upphituninni kom í ljós að hann
gæti ekki spilað. Guðmundur
Steinarsson úr Keflavík tók stöðu
Marels í framlínunni.
■ JÓN ARNÓR Stefánsson, körfu-
knattleiksmaður úr KR, skoraði 22
stig í fyrri hálfleiknum þegar lið
hans vann Stjörnuna í deildabikar-
num í gærkvöld. Hann lét þar við
sitja og skoraði ekki í þeim síðari.
■ DAVID Beckham leikur með
Englendingum gegn Þjóðverjum í
undankeppni HM í dag en hann
hefur lítið æft vegna meiðsla í vik-
unni. Steven Gerrard getur hins-
vegar ekki spilað vegna meiðsla.
UM HELGINA
HANDKNATTLEIKUR
LA UGARDAGUR:
1. deild karla:
Ásgarður, Stjaman - Haukar.......16
Hlíðarendi, Valur - ÍBV..........16
Digranes, HK - Fram...........16.30
Smárinn, Breiðablik - KA......16.30
1. deild kvenna:
Hlíðarendi, Valur - Stjarnan.....14
Seltjamarnes, Grótta/KR - f R.16.30
Víkin, Víkingur - KA/Þór......16.30
SUNNUDAGUR:
1. deild karla:
Kaplakriki, FH - Grótta/KR.......20
KÖRFUKNATTLEIKUR
LAUGARDAGUR:
Kjörísbikarinn, siðari leikir:
f safjörður, Þór Ak. - KFÍ.......14
Hveragerði, Hamar - Skallagrímur.16
Keflavík, Keflavík - í R.........16
Ásvellir, Haukar - Valur.........17
1. deild karla:
Vestmannaey., ÍV - Ármann/Þróttur .15.45
SUNNUDAGUR:
Meistarakeppni kvenna:
Keflavík, Keflavík - ÍS............20
Kjörísbikarinn, síðari leikir:
Njarðvík, Njarðvík - f A...........16
Sauðárkrókur, Tindastóll - Snæfell.16
Grindavík, Grindavík - Þór Þorl....20
KR-hús, KR - Stjarnan..............20
BLAK
LA UGARDAGUR:
1. deild kvenna:
Hagaskóli, f S - KA.............15.15
1. deild karla:
Hagaskóli, ÍS - KA.................14
SUNNUDAGUR:
1. deild kvenna:
Víkin, Víkingur - Þróttur..........14
BORÐTENNIS
í dag leikur Víkingur við austurríska liðið
Linz í Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn
verður í TBR-húsinu og hefst klukkan 16. í
liði Víkings eru Adam Harðarson, Guð-
mundur E. Stephensen, Markús Amason
og Sigurður Jónsson en þjálfari liðsins er
Hu Dao Ben.