Morgunblaðið - 20.10.2000, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1
Guðmundur með
nýtt tilboð frá KR
GKKI er loku fyrir það skotið að knattspyrnu-
maðurinn Guðmundur Benediktsson geri nýjan
samning við KR-inga eftir allt saman. í vikunni
leit ekki út fyrir annað en að Guðmundur væri á
förum frá liðinu. KR-ingar buðu Guðmundi
tveggja ára samning, mjög sambærilegan og
hann hefur verið með en hann gerði gagntilboð
sem KR-ingar höfnuðu. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins viidi Guðmundur fá fjögurra
ára samning og umtalsverða hækkun á honum.
í gær fékk Guðmundur í hendumar nýtt tilboð
og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er
það á svipuðum forsendum og honum var boðið
á dögunum nema í þessu nýja tilboði gildir
samningurinn íþrjú ár með örlítið breyttum
áherslum.
KR-ingar hafa gefið Guðmundi frest til dags-
ins í dag að svara þessu nýja tilboði.
Jörundur
Áki áfram
með Blika
JÖRUNDUR Áki Sveinsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í
knattspyrnu, verður líkiega næsti landsliðsþjálfari kvenna i
knattspyrnu. Eggert Magnússon, formaður KSÍ hefur rætt við
hann og ætla þeir að hittast á ný
gengið frá ráðningu Jörundar Ák
Jörundur Áki sagði í samtali við
Morgunblaðið að ef af þessu
yrði þá væri ljóst að hann yrði
áfram með Blikastúlkur. „Ég veit
að einhverjir munu gagnrýna það
ef ég verð bæði landliðsþjálfari og
með Blikaliðið, en ég tel að þetta
fari ágætlega saman. Það eru ekki
það mörg verkefni sem kvenna-
landsliðið fær á ári að það trufli
næstu viku og líklega verður
a þá.
þjálfun félagsliðs verulega enda
hef ég verið það lengi viðloðandi
kvennaknattspyrnuna að ég veit
nokkuð um hvað þetta snýst. Ég
mun starfa við þetta af fullum heil-
indum og fagmennsku ef af ráðn-
ingu minni verður. Ég held að ef
eitthvað sé þá myndi þetta frekar
koma niður á Breiðabliki en lands-
liðinu,“ sagði Jörundur Áki.
Woods til
liðs við KR?
KR-INGAR eiga nú í viðræðum
við Bandaríkjamanninn John
Woods um að hann leiki með
liðinu í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik, en KR er eina liðið
sem ekki er með erlendan leik-
mann í liðinu og er án stiga.
fslandsmeistararnir eru
ekki sáttir við slaka byrjun í
deildinni þrátt fyrir góðan
árangur 1 haustmótunum og
ljóst er að Keith Vassel kemur
ekki. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hafa KR-ingar
heyrt í nokkrum erlendum
leikmönnum en Ingi Þór Stein-
þórsson, þjálfari KR, sagði í
samtali við Morgunblaðið í
gær að ekkert væri frágengið
varðandi erlendan leikmann.
„Við vitum að Woods er á
lausu og það eru líka nokkrir
aðrir. Ætlunin var að gefa
ungu strákunum færi á að
reyna sig undir körfunni fram
í nóvember. Það kemur hlé í
deildina um miðjan nóvember
og við stefnum að því að vera
búnir að fá erlendan leikmann
fyrir þann tíma,“ sagði Ingi
Þór.
Woods er ekki alls óþekktur
hér á landi því hann lék með
Tindastóli 1998-1999 og stóð
sig vel. Hann lék 21 leik með
liðinu og var inná í 38 mínútur
að meðaltali í leik. Hann gerði
641 stig eða 30,5 stig að með-
altali í leik og tók 14 fráköst
að meðaltali i Ieik.
Jónas úr Haukum í FH
JÓNAS Stefánsson markvörður,
sem leikið hefur með íslandsmeist-
urum Hauka í handknattleik, er
genginn til liðs við sitt gamla fé-
lag, FH. Jónas taldi sig eiga meiri
möguleika á að fá að spreyta sig
hjá FH-ingum enda eru tveir
sterkir markverðir fyrir hjá Hauk-
um, þeir Magnús Sigmundsson og
Bjarni Frostason.
Sinisa Mihajiovic á hér í höggi við Svíann Fredrik Ljungberg í leik Lazio og Arsenal,
UEFA tekur hartá kynþáttahatri
Knattspyrnusamband Evrópu
mun á næstu dögum skoða
nánar ásakanir Patricks Vieira,
leikmanns Arsenal, um að Sinisa
Mihajlovic, leikmaður Lazio, hafí
kallað sig öllum illum nöfnum í leik
liðanna á þriðjudaginn.
Vieira, sem er svartur á hörund,
sagði að Júgóslavinn hafi notað
hvert tækifæri fyrir, í og eftir leik-
inn til að kalla sig illum nöfnum sem
tengjast litarhætti hans. Undir orð
hans tóku aðrir leikmenn Arsenal
og svo virðist sem það hafí fyrst og
fremst verið Júgóslavinn Sinisa
Mihajlovic sem lét þessi fúkyrði
falla og hann hefur viðkurkennt það.
„Það er algengt að menn blóti
hver öðrum og kalli ýmsum nöfnum
á knattspyrnuvellinum. Það er
hvorki æskilegt né fallegt, en það
gerist, en þetta hefur ekkert með
kynþátt hans að gera. Hann kallaði
mig sígauna en ég kallaði hann ekki
svartan apa eins og hann hefur sagt.
Þetta er ekki kynþáttahatur, heldur
persónulegar deilur," sagði Júgó-
slavinn og bætti við að það sem væri
rangt í þessu máli væri að Vieira
hefði farið með það í fjölmiðlana.
Talsmaður UEFA sagði í gær að
sambandið myndi fara vel yfir
skýrslu dómara leiksins og eins eft-
irlitsmannsins og það yrði tekið hart
á því ef í ljós kæmu einhver merki
kynþáttahaturs, slíkt ætti ekki að
eiga sér stað á vellinum.
Vieira segist hafa rætt við nokkra
leikmenn Lazio eftir leikinn og þeir
hefðu sagt honum að taka ekki mark
á þessum orðum Mihajlovics því
hann væri svo heimskur. „Mér
finnst tími til kominn að eitthvað
verði gert í þessu, ég hef oft verið
kallaður ýmsum nöfnum í Englan'di
en það er þá fyrst og fremst vegna
þess að ég er Frakki, ekki vegna lit-
arháttar míns,“ sagði Vieira.
KNATTSPYRNAN Á ÍTALÍU: EINVÍGI RÓMARLIÐANNA? / C2, C3