Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ^ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 B 3 ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR KÖRFUKNATTLEIKUR KÖRFUKNATTLEIKUR ÍR - Valur/Fjölnir 74:70 Seljaskóli, Reykjavík, úrvalsdeild karla, Epsondeildin, 5. umferð, fimmtudaginn 26. október 2000. Gangur lciksins: 5:0, 8:8, 15:10, 17:18, 19:21, 23:23, 23:29, 40:31, 43:37, 47:37, 47:43, 49:47, 56:47, 56:57, 61:60, 63:64, 67:64,71:66,71:70,74:70. Stig ÍR: Cedrick Holmes 26, Eiríkur Ön- undarson 14, Hreggviður Magnússon 12, Sigurður Þorvaldsson 8, Asgeir Bachmann 7, Guðni Einarsson 6. Fráköst: 24 í vöm - 4 í sókn Stig Vals/Fjölnis: Brynjar Karl Sigurðsson 21, Herbert Amarson 16, Bjarki Gústafs- son 10, Guðmundur Bjömsson 8, Delawn Grandison 7, Sigurður Bjömsson 4, Kjart- an O. Sigurðsson 2, Hjörtur Hjartarson 2. Fráköst: 22 í vöm - 4 (sókn. Viilur: í R17 - Valur/Fjölnir 17 Dómarar: Leifur Garðarsson og Rúnar Gíslason, fínn dagur hjá þeim. Áhorfendur: Rétt um 100. Skallagrímur - KR 74:75 Borgarnes: Gangur leiksins: 2:4, 5:10, 13:!5, 18:15, 20:22, 24:27, 24:31, 27:33, 31:37, 38:42, 42:45, 44:51, 51:51, 56:56, 62:61, 64:63, 71:68,73:71,74:75. Stig Skailagríms: Warren Peebles 21, Eu- geni Tomiloski 16, Alexander Ermolinskíj 12, Ari Gunnarsson 11, Sigmar Egilsson 8, Pálmi Sævarsson 4, Hafþór Gunnarsson 2. Fráköst: 21 í vöm -12 í sókn Stig KR: Jón Amór Stefánsson 16, Ólafur Ormsson 16, Amar Kárason 13, Jeremy Eaton 9, Magni Hafsteinsson 7, Jónatan Bow 4, Tómas Hermannsson 4, Ólafur Æg- isson 4, Guðmundur Magnússon 2. Fráköst: 22 í vöm -10 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Einarsson. Áhorfcndur: Ríflega 100. Hamar - Grindavík 86:82 Hveragerði: Gangur Ieiksins: 0:2, 2:4, 6:7, 8:12, 12:19, 19:21, 25:21, 28:21, 30:23, 30:27, 39:30, 39:37, 41:39, 45:46, 48:46, 48:48, 51:51, 56:58, 59:58, 61:61, 66:63, 66:66, 66:69, 72:71,76:76,83:80,83:82,84:82,86:82. Stig Hamars: Chris Dade 30, Gunnlaugur Erlendsson 15, Pétur Ingvarsson 12, Skarphéðinn Ingason 11, Ægir Jónsson 7, Hjalti Pálsson 5, Svavar Pálsson 2. Fráköst: 23 í vöm -13 í sókn Stig Grindavíkur: Kim Lewis 14, Páll Axel Vilbergsson 14, Guðlaugur Eyjólfsson 13, Kristján Guðlaugsson 12, Dagur Þórðarson 11, Pétur R. Guðmundsson 10, Eientínus Margeirsson 7. Fráköst: 22 í vöm -18 í sókn. Villur: Hamar 22 - Grindavík 18. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Björgvin Rúnarsson. Áhorfendur: 270. KFÍ - Haukar 82:88 Isafjörður: Gangur leiksins: 0:6, 13:8, 19:18, 23:31. 29:39, 43:42, 46:46, 61:63, 67:67. 73:77, 77:84,82:88. FJöldl leikja U T Skor Stlg Keflavík 5 5 0 456:383 10 Haukar 5 4 1 448:405 8 UMFN 5 3 2 461:439 6 Þór A. 5 3 2 434:414 6 Grindavík 5 3 2 420:403 6 Tindastóll 5 3 2 416:401 6 Hamar 5 3 2 398:416 6 ÍR 5 2 3 415:416 4 Skallagr. 5 2 3 374:422 4 Valur 5 1 4 371:393 2 KR 5 1 4 373:411 2 KFÍ 5 0 5 404:467 0 Stig KFÍ: Dwayne Fontana 35, Hrafn Kristjánsson 14, Sveinn Blöndal 14, Baldur Jónasson 9, Gestur Már Sævarsson 8, Ingi Freyr Vilhjálmsson 2. Fráköst: 31 í vöm -11 í sókn Stig Hauka: Rick Mickens 25, Bragi Magn- ússon 17, Lýður Vignisson 15, Jón Amar Ingvarsson 14, Marel Guðlaugsson 10, Þröstur Kristinsson 4, Eyjólfur Jónsson 2. Fráköst: 28 í vöm -12 í sókn. Villur: KFÍ 20 - Haukar 17. Dómarar: Heigi Bragason og Kristinn Al- bertsson. Áhorfendur: 150. Þór Ak. - Njarðvfk 90:104 Akureyri: Gangur leiksins: 0:5, 13:9, 25:20, 33:27, 37:27, 46:36, 50:40, 54:44, 59:51, 64:54, 71:63, 71:69, 73:72, 75:78, 80:81, 80:88, 85:90,87:12,90:104. Stig Þórs: Óðinn Ásgeirsson 30, Clifton Bush 17, Einar Ö. Aðalsteinsson 15, Einar H. Davlðsson 9, Hafsteinn Lúðvíksson 8, Konráð Óskarsson 5, Hermann Daði Her- mannsson 4, Magnús Helgason 2. Fráköst: 20 í vörn -11 í sókn. Stig Njarðvíkur: Brenton Birmingham 39, Teitur Öriygsson 15, Logi Gunnarsson 14, Halldór Karlsson 14, Ragnar Ragnarsson 8, Sævar Garðarsson 6, Jes V. Hansen 4, Asgeir Guðbjartsson 2, Friðrik Ragnars- son 2. Fráköst: 24 í vöm - 5 í sókn. ViIIur: Þór 21 - Njarðvík 22. Dómarar: Eggert Aðalsteinsson og Erling- ur Snær Erlingsson. Áhorfendur: Um 100. Kef lavík - Tindastóll 81:78 Keflavfk: Gangur leiksins: 0:2, 5:2, 12:10, 20:10, 20:17, 24:24, 24:26, 34:28, 39:32, 41:34, 41:40, 43:40, 43:42, 47:42, 49:48, 55:48, 55:54, 60:54, 68:56, 68:64, 71:64, 71:70, 73:74,75:74,75:76,79:76,79:78,81:78. Stig Keflvíkinga: Calvin Davis 18, Magnús Þór Gunnarsson 15, Gunnar Einarsson 14, Jón Nordai Hafsteinsson 10, Hjörtur Harð- arson 9, Guðjón Skúlason 6, Sæmundur Jón Oddsson 6, Falur Harðarson 3. Fráköst: 23 í vöm - 22 í sókn. Stig Tindastóis: Shawn Myers 26, Kristinn Friðriksson 16, Adonis Pomones 14, Svavar A. Birgisson 10, Miehail Antropov 7, Lárus D. Pálsson 3, Ómar Ö. Sigmarsson 2. Fráköst: 22 í vöm -16 í sókn. Villur: Keflavík 19 - Tindastóll 17. Dómarar: Jón Bender og Rögnvaldur Hreiðarsson vom ekki góðir. Áhorfendur: Um 210. KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn 2. umferð, fyrri leikir: Lilleström - Alaves.............1:3 Hertha Berlin - Amiea Wronki....3:1 Inter Milano - Vitesse Amhem....0:0 Rauða stjaman - Celta Vigo......1:0 OFI Krít - Slavia Prag..........2:2 AEK - Herfölge..................5:0 Basel - Feyenoord...............1:2 Halmstad -1860 Munchen..........3:2 Parma - Dinamo Zagreb...........2:0 Espanyol - Graz AK..............4:0 Liverpool - Slovan Liberec......1:0 Lausanne - Ajax.................1:0 Wisla Krakow- Porto.............0:0 Tirol Innsbruck - Stuttgart.....1:0 Rayo Vallecano - Viborg.........1:0 Nantes - MTK Búdapest...........3:1 Boavista - Roma.................0:1 Bordeaux - Celtic...............1:1 Lokomotiv Moskva - Inter Bratislava... 1.0 Club Brugge - St Gallen.........2:1 HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Kiel - Wallau-Massenheim......26:28 ■ Wallau náði Magdeburg að stigum á toppnum með 16 stig. Flensburg er með 13, Kiel 12 og Gummersbach 12. Man.Utd-Liverpool Man.Utd klúbburinn á íslandi og Úrval Útsýn bjóða upp á ferð á leik Man.Utd. og Liverpool 15.-17. des. nk. Beint leiguflug á Manchester, gist í miðborginni. Verð: 43.900 fyrir klúbbmeðlimi í Man.Utd. klúbbnum. Annars verð: 49.900. Innifalið í verði: flug, skattar, gisting í tvær nætur með morgunverði, rútur til og frá flugvelli og miði á leikinn. Sala á miðum United klúbbsins fer fram í símatíma laugardaginn 4. nóvember milli kl. 10.00 og 11.30 í símum 585-4114 og 585-4115. __ _ QATLAS/® EUROCARD. 4 4 URVAL-UTSYN Nánari upplýsingar veitir Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn síma 585-4000. Sveiflur í Breiðholti ÍR-INGAR höfðu betur f nágrannaslag liðanna í austurhluta höf- uðborgarinnar í gærkvöld, lögðu Val/Fjölni úr Grafarvogi 74:70 í spennandi leik í Seljaskólanum í Breiðholti. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn, höfðu hvort um sig unnið í einum leik og bar leikurinn þess merki að liðin væru nokkuð jöfn að getu. Geir komst ekki í úrslit GEIR Sverrisson hafnaði í 9. sæti í undanrásum í 200 metra hlaupi á Ólympíu- móti fatlaðra í Sydney í gær á tímanum 23,50 sek- úndum og komst ekki í úrslit. Gunnar Örn Ólafsson keppti í 200 metra skrið- sundi og synti vegalengd- ina á 2.22,01 og komst ekki áfram úr riðlinum. Pálmar Guðmundsson keppti einnig í sundi í gær, synti 100 metra skriðsund á 2.23,45 og varð ítíunda sæti, komst ekki áfram. Morgunblaðið/Knstinn Calvin Davis átti góðan leik gegn Tindastóli en hér liggur hann f gólfinu eftir að hafa tekið frákast. Jón Nordal Haf steinsson f élagi hans stendur yf ir honum og Lárus Dagur Pálsson Tindastólsmaður er ekki langt undan. Einvfgi og tilþrif í naum- um sigri Keflvíkinga „MAÐUR verður að láta Ijós sitt skína því það er mikil samkeppni um stöður í liðinu og engum tíma má sóa,“ sagði Sæmundur Jón Oddsson, sem skoraði sfðustu sex stig Keflvíkinga og tryggði þeim 81:78-sigur á Tindastóli er liðin mættust í Keflavík í gærkvöldi. Það mátti ekki tæpara standa því gestirnir að norðan sýndu mikla bar- áttu og höfðu forystu um hrfð í lokin. Leikurinn var hin mesta skemmtun og mikið einvígi Bandaríkjamannanna í hvoru liði, sem sýndu mikil tilþrif og vörðu mörg skot. Keflvíkingar eru því enn ósigraðir í deildinni. Leikurinn hófst með mikilli þriggja stiga skotkeppni þar sem hvoru liði tókst að gera þrjár slíkar í fyrsta leik- skrifar miklum látum, ætl- uðu greinilega að hafa tök á leiknum og dæmdu sam- kvæmt því að körfuknattleikur sé íþrótt án snertingar. Þeir slökuðu þó sem betur fór aðeins á klónni er á leið og áttu ágætan dag. Staðan var jöfn eftir fyrsta leik- hluta, 23:23, en gestimir gerðu fyrstu 6 stigin í þeim næsta. Þegar staðan var 25:31 skipti Pétur Guðmundsson, IKVOLP HANDKNATTLEIKUR Nissan-deildin 1. deild karla: KA-heimili: KA - Afturelding.......20 Hlíðarendi: Valur - Stjaman........20 Vestmannaey.: ÍBV - IR.............20 1. deild kvenna: Kaplakriki: FH-ÍR..................20 2. deild karla: Víkin: Víkingur - Fylkir...........20 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: fsafjörður: KFÍ-ÍS.................20 Bikarkeppni karla: Laugardalsh.: Arm/Þróttur - Grindavík20 BLAK 1. deild karla: Neskaupstaður: Þróttur N. - ÍS....19.30 1. deild kvenna: Neskaupstaður: Þróttur N. - ÍS....20.45 þjálfari Vals/Fjölnis tveimur leik- mönnum út af og þar á meðal Guð- mundi Björnssyni leikstjórnanda, sem tók stöðu Drazen Jozie sem var meiddur. Við leikstjórninni tók 19 ára piltur, Gylfi Geirsson, og náði hann ekki að stjóma sókninni nægi- lega vel auk þess sem leikmenn hittu illa þótt þeir fengju góð færi. Þetta nýttu heimamenn sér til fulls og gerðu 15 stig í röð, komust í 40:31 en gestunum tókst að klóra í bakk- ann fyrir hlé, 47:43. f upphafi síðari hálfleiks var mun- urinn kominn niður í tvö stig, 49:47, en þá gerði Cedrick Holmes 7 stig í röð fyrir ÍR og því næst gerðu gest- irnir 10 stig í röð og jöfnuðu, 57:57. Þegar 2,50 mín. vora til leiksloka var staðan 71:70 og þrátt fyrir að hvort lið tæki eitt leikhlé það sem eft- ir lifði leiks gekk brösuglega að hitta körfuna, Eiríkur Önundarson kom ÍR í 73:70 er 2,21 var eftir og gestirn- ir vora bæði óheppnir og klaufar að ná ekki að laga stöðuna. Baráttan var í algleymingi og það var Hreggviður Magnússon, sem hafði verið mjög ör- uggur í vítaskotum, sem gerði síðasta stigið, úr víti. Holmes var sterkur hjá ÍR svo og þeir Eiríkur og Hreggviður og As- geir Bachmann byrjaði mjög vel. Hjá Val/Fjölni var Brynjar Karl Sigurðsson ágætur en reyndi of mik- ið á eigin spýtur á köflum. Hann er þó baráttujaxl sem drífur liðið áfram. Herbert átti góða spretti og eins Bjarki Gústafsson og Sigurður Ottó Björnsson sem lék ágætlega í vörn- inni. Heimamenn vom helst til værakær- ir til að byrja með en samt nógu góðir til að ná tíu stiga forystu eftir þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma. Stefánsson Bandaríkjamennirnir í skrifar hvoru liði, Keflvíking- urinn Calvin Davis og Shawn Myers frá Tindastóli, voru í miklum ham og röðuðu niður stigum á milli þess sem þeir vörðu skot af mikl- um móð - stundum hvor hjá öðrum við mikinn fögnuð áhorfenda. Það tók Tindastólsmenn nokkrar mínútur að komast í gang en þeir sýndu þá mik- inn styrk með því að vinna upp forskot toppliðsins þótt herslumuninn vantaði á að þeim tækist að jafna. Varnarleikur Keflvíkinga var allt annar og betri eftir hlé, enda ekki vanþörf á. En þó að þeir tækju varn- arleikinn alvarlega dugði það ekki til að stinga gestina af því þeir lögðu enn harðar að sér, sérstaklega þegar þeim tókst að vinna upp tólf stiga forskot Keflvíkinga og komast loks yfir, 73:74, þegar rétt rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá höfðu Keflvíkingar glutrað boltanum þrjár sóknir í röð, ýmist með því að taka of mörg skref, fá dæmdan á sig ruðning eða hitta ekki úr vítaskotum. Það færðist held- ur betur fjör í leikinn í lokin en Tinda- stólsmenn voru fuilfljótfærir í sókn- inni og lukkudísirnar voru þeim ekki hliðhollar þegar kom að skotum. „Það mátti alveg búast við að þetta yrði jafn leikur því liðin eru áþekk og helmingslíkur á að við ynnum en við höfðum það af í lokin,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn. „Þeir spiluðu góða vörn allan leikinn en við ekki fyrr en í síðari hálfleik." Calvin Davis lék á als oddi, sérstak- lega í byrjun, en eins og aðrir leik- menn leyfði hann sér að slaka aðeins á þess á milli. Vörn Keflvíkinga var ekki alveg á tánum í byrjun en þeim mun betri eftir hlé þó að það dygði ekki til að gera út um leikinn þá. Jón Nordal Hafsteinsson, Gunnar Einarsson og Sæmundur Jón, sem er að stíga upp úr langvinnum meiðslum, áttu góða spretti. Falur Harðarson náði aðeins að eins þriggja stiga körfu í upphafí leiks en meiddist og kom ekki meira við sögu. „Við lentum tólf stigum undir en komum okkur aftur inn í leikinn og áttum góðan möguleika á að vinna en sigurinn lenti ekki okkar megin,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn. „Svo rúlluðu tvö skot upp úr körfunni hjá okkur og við vorum óheppnir með skotin í lokin og því miður lenti sigurinn þeirra megin.“ Shawn Myers var lengi vel allt í öllu hjá Tindastóli, Adonis Pom- ones var einnig atkvæðamikill en minna sást til Michails Antropovs, sem náði sér aldrei á strik. Kristinn Friðriksson var einnig góður. Sigurinn var innan seilingar og hefði verið sanngjörn uppskera fyrir alla barátt- una í vörn og sókn en gegn liði eins og Keflavík má ekki leyfa sér neitt óða- got - sérstaklega ekki á lokasprettin- um þegar taugar eru þandar til hins ýtrasta. Tímamótasig- ur hjá Hamrí HAMAR í Hveragerði vann í gærkvöld mikinn baráttusigur, 86:82, á Grindvíkingum. Leikurinn var mjög jafn allan tímann og það var ekki fyrren á æsispennandi lokamínútunum sem sigurinn réðst. Bæði lið hefðu getað tryggt sér sigurinn en heimamenn héldu haus og unnu góðan sigur á Grindavík, sem jafnframt var þeirra fyrsti sigur á Suðurnesjaliði í efstu deild. í fyrra þegar þessi lið áttust við f efstu deild í fyrsta leik tapaði Hamar með um 60 stiga mun. Það á ekki að vera auðvelt að koma hingað að spila og fara heim með sigur en þetta er kannski ekki óvinnandi vígi ennþá. Hamar átti Valberg Sóðan leik °g éS Set skrífar ekki verið annað en ánægður með mitt lið. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem við vinnum Suðurnesjalið og í fyrsta leik í fyrra töpuðum við með 60 stiga mun þannig að við sýnum greinilega framfarir og erum að bæta leik okkar, sagði Pétur Ing- varsson, spilandi þjálfari Hamars, eftir leikinn. Leikurinn byrjaði strax mjög fjörlega og komst Grindavík í 7 stiga mun í fyrsta leikhluta. Hins- vegar náðu Hamrarnir að jafna og átti þar mikinn hlut Gunnlaugur Erlendsson sem í þessum leikhluta setti niður þrjár þriggja stiga körf- ur í röð. Eftir fyrsta leikhluta hafði Hamar yfir, 28:21. Annar leikhluti var 'frekar tíð- indalítill og börðust Grindvíkingar við að jafna leikinn. Kim Lewis og Guðlaugur Eyjólfsson hjá Grinda- vík gerðu góða hluti fyrir sitt lið en hjá Hamri var það Pétur Ingvars- son sem stöðvaði sóknartilburði Grindvíkinga og var sem klettur í vörninni. Staðan í hálfleik var 41:39, fyrir Hamar. Strax í upphafi þriðja leikhluta fór rafmagnið af bænum sem og nærliggjandi sveitarfélögum um leið og Sigmundur Herbertsson dómari dæmdi villu á Hamar. Töldu menn að þetta væri teikn um rangan dóm, en við látum það liggja á milli hluta. Komst raf- magnið aftur á eftir 10 mín. og leikurinn fór aftur af stað. I þess- um leikhluta náði Grindavík að jafna og komast yfir, heimamenn áttu þá í talsverðum vandræðum og fundu leikmenn sig engan veg- inn. Menn börðust um hvern ein- asta bolta en oft hljóp þeim of mik- ið kapp í kinn. í hálfleik var aðeins eins stigs munur á liðunum, 59:58 fyrir Hamar. Liðin voru jöfn á öllum stigum strax frá upphafi fjórða leikhluta og það voru aðeins tvær sekúndur eftir þegar Ijóst var hvorum megin sigurinn lenti eftir að Chris Dade setti niður tvö vítaskot og kom muninum í fjögur stig. Það má segja að Cris Dade og Pétur Ing- varsson hafi átt þennan leikhluta en þeir tryggðu Hamri sigurinn. Á æsispennandi lokamínútunum setti Pétur niður 7 stig og Chris 14, þar af tvær þriggja stiga körfur og fimm víti. Kim Lewis og Kristján Guðlaugsson voru þeir einu sem eitthvað kvað að í liði Grindavíkur en Guðlaugur gerði þrjár þriggja stiga körfur í þessum leikhluta og alls átti hann fjórar í leiknum. „Menn voru bara ekki tilbúnir í þennan leik, það þýðir ekki að vera með hæfileikaríkt lið þegar það sýnir svo ekki hæfileikana. Síðan héldum við að björninn væri unn- inn þegar við komumst yfir og gerðumst kærulausir. Hamar er mjög erfitt lið heim að sækja og við getum sjálfum okkur um kennt hvernig fór,“ sagði Einar Einars- son, þjálfari Grindavíkur. KR vann en Skallagrím- ur kærir ÍSLANDSMEISTARAR KR unnu loksins sinn fyrsta leik á tíma- bilinu í gærkvöld þegar þeir lögðu Skallagrím í Borgarnesi, 75:74. Reyndar hafa Skallagrlmsmenn kært leikinn þar sem vafi leikur á því hvort nýr leikmaður KR-inga, Jeremy Eaton, sé löglegur og hafi tilskilin leyfi vegna þess að hann er nýkominn til landsins. Leikurinn var gífurlega spenn- andi því þótt KR-ingar hefðu forskot fóru þeir aldrei langt fram úr Skallagrími, enda fór svo eftir hálfleik að Skalla- grímur jafnaði og fór yfir, þó aldrei meira en 3 stig. Það var síðan á lokasprettinum sem KR-ingar tryggðu sér sigurinn úr vítaskoti. Besti leikmaður Skallagríms var Evgengi Tomilosky sem þrátt fyrir bakmeiðsl stóð sig framúrskarandi vel og skoraði 16 stig í leiknum. Warren Peebles átti þó flest stig Skallagríms eða 21. Ólafur Ormsson og Jón A. Stef- ánsson skoruðu 16 stig hvor fyrir KR og stóð Jón sig sérstaklega vel í seinni hálfleik. Mikil og góð stemmning skapaðist í íþróttamið- stöðinni í Borgarnesi og voru grunnskólanemar úr Borgarnesi og Varmalandi boðsgestir á leikn- um. Þeir ásamt öðrum heima- mönnum hvöttu sína menn áfram og var ekki laust við að menn væru taugatrekktir undir lokin. Sögulegur sigur Hauka á ísafirði Haukar hafa í gegnum tíðina ekki sótt gull í greipar ísfirð- inga vestra. Þar varð breyting á í gær, því þeir mörðu Halldór sigur á heimamönn- Bjarkason um, 82:88, í miklum skrifar baráttuleik, og fögnuðu þar með sínum fyrsta sigri á KFÍ í íþrótta- húsinu á Torfnesi. Það var ekki að sjá á leik lið- anna að þar mættust næstefsta lið deildarinnar og það neðsta, því heimamenn áttu í fullu tré við gestina úr Hafnarfirði og börðust eins og ljón og áttu alla möguleika á að knýja fram sinn fyrsta sigur á leiktíðinni. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Haukar fram úr heimamönn- um með góðum leikkafla og náðu á tímabili tíu stiga forskoti, en Is- firðingar hristu af sér slenið og jöfnuðu fyrir hlé. Jafnræði var svo með liðunum ; þriðja leikhluta, en í upphafi þess fjórða náðu Haukar níu stiga for- ystu sem heimamönnum tókst þrátt fyrir góðan vilja ekki að brúa og þurfa því enn að doka eftir sín- um fyrsta sigri í deildinni í ár. Agaður og hreyfanlegur sóknar- leikur leikmanna Ivars Ásgríms- sonar skilaði þeim tveimur stigum. Að sama skapi urðu nokkur ótíma- bær skot á slæmum tíma heima- mönnum að falli, og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. Breiddin var áberandi hjá Haukunum, en í lokiií tóku gömlu brýniri Marel, Jón Arnar og Bragi af skarið. Hjá KFÍ voru það Hrafn og Fontana sem stóðu upp úr, og auk þess ber að minnast á ungu leik- mennina og þá helst Gest Sævars- son, sem átti góða innkomu. Þrátt fyrir tapið var baráttugleðin var vissulega fyrir hendi, og með áframhaldandi vinnu og eljusemi er engin ástæða til þess að leik- menn KFÍ geti ekki rétt úr kútn- um. Birmingham tók af skarið ÞÓRSARAR tóku á móti Njarðvíkingum í gær og voru mun betri en gestirnirfyrstu þrjá ieikhlutana. Þá tók Brenton Birmingham til sinna ráða svo um munaði og eflaust hafði reynslan líka sitt að segja þegar Njarðvikingar skelltu hinu unga liði Þórs á lokasprettin um og tryggðu sér öruggan sigur, 104:90. Stefán Þór Sæmundsson skrífar ■ Það var rétt í blábyrjun sem gestirnir höfðu forystu en síð- an blésu Þórsarar til sóknar með Óðin Ásgeirsson í fararbroddi. Heimamenn kom- ust í 33:27 eftir fyrsta leikhlutann og náðu svo tíu stiga forskoti, 37:27. Þór hélt þessu forskoti og var staðan 54:44 í leikhléi. Þá höfðu Njarðvíkingar misst Jes Hansen meiddan út af. Njarðvíkingar léku grimma vörn í þriðja leikhlutanum og þeim tókst smám saman að 1 minnka muninn undir lok hans. Brenton Birmingham hitti nánast hvar og hvenær sem honum datt í hug að hleypa af og fyrir lokaátökin höfðu Þórsarar aðeins eins stigs forskot, 73:72. Brenton hélt síðan upptekn- um hætti en Þórsarar voru farnir að lýjast og hittnin hrapaði niður úr öllu valdi. Ekki bættu varn- armistök og klaufaleg brot úr skák og Njarðvíkingar nýttu vítaskotin vel síðustu mínúturnar og tryggðu sér öruggan sigur sem fyrr segir. Brenton Birmingham átti stór- leik í liði Njarðvíkur og skoraði 39’ stig. Segja má að leikur hans hafi bjargað liðinu frá tapi. Logi Gunn- arsson var líka sterkur og þeir Halldór Karlsson og Teitur Ör- lygsson átttu góða spretti. Vörnin small saman í síðasta leikhlutanum með mikilli hvatningu frá vara- mannabekknum. í liði Þórs hélt Óðinn Ásgeirsson haus allan tím- ann og skoraði 30 stig. Clifton Bush var sterkur í fráköstunum en hefði mátt reyna meira í sókninni. Einar Hólm Davíðsson lék stórvel framan af en dalaði svo hratt enda- mæddi mikið á honum þar sem Sigurður Sigurðsson var meiddur. Einar Örn Aðalsteinsson var líka góður framan af en fleiri hefðu þurft að hrökkva í gang til að draga vagninn. Ekki gekk það upp að þessu sinni og því urðu Þórsarar að játa sig sigraða eftir hetjulega baráttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.