Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 3
2 B LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 B 3 ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKIIR KA - Afturelding 25:24 KA-heimilið, Akureyri, íslandsmótið, 1. deild karla, Nissan-deild, fóstudaginn 27. október 2000. Gangur leiksins: 0:2,2:4,5:4,6:8,10:8,11:9, 13:9,16:12,20:17,23:19,24:23,25:23,25:24. Mörk KA: Heimir Öm Amason 6, Guðjón Valur Sigurðsson 6/2, Giedrius Csemiausk- as 5, Jónatan Magnússon 5, Andreas Stelm- okas 1, SævarÁmason 1, Hreinn Hauksson 1. Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 13 (þar af 5 aftur til mótheija), Hans Hreinsson 1/1. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sigurðsson 6/6, Gintaras Savukynas 5, Páll Þórólfsson 6/1, Gintas Galkauskas 4, Magnús Már Þórðarson 3, Hilmar Stefánsson 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 15 (þar af 6 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifs- son. Voru þokkalegir en mikið misræmi var í vítadómum þeirra. Áhorfendur: Um 450. Valur - Stjaman 24:19 Hlíðarendi, Reykjavík: Gang^ur leiksins: 4:0, 5:2, 6:3, 10:3, 10:5, 12:6, 14:6, 15:6, 17:8, 19:13, 20:15, 21:17, 23:17,24:28,24:19. Mörk Vals: Júlíus Jónasson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 5, Ingvar Sverrisson 4, Daniel Ragnarsson 3, Markús Máni Mik- aelsson 3/2, Valdimar Grímsson 2, Fannar Þorbjömsson 2. Varin skot: Róland Eradze 24 (þar af fóru átta aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Eduard Moskalenko 4, Magnús Sigurðsson 4/3, Hafsteinn Haf- steinsson 3, Björgvin Rúnarsson 3, Amar Pétursson 2, David Kekelija 2, Sigurður Viðarsson1. Varin skot: Birkir fvar Guðmundsson 14/2 (þar af fóru 4 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Valgeir Ómarsson og Bjami Viggósson voru góðir í heildina. Áhorfendur: Um 230. ÍBV-ÍR Frestað til kl. 14 í dag. FH-ÍR 25:12 Kaplakriki, Hafnarfirði, íslandsmótið, 1. deild kvenna, Nissan-deild, fóstudaginn 27. október 2000. Gangur Ieiksins: 6:0, 7:4, 9:4, 10:6, 13:7, 15:7,16:9,23:10,24:11,25:12. Mörk FH: Gunnur Sveinsdóttir 7, Hafdís Hinriksdóttir 5/2, Ragnhildur Guðmunds- dóttir 2, Harpa Vífilsdóttir 2, Dagný Skúla- dóttir 2, Hildur Pálsdóttir 1, Eva Albrecht- sen 1, Björk Ægisdóttir 1, Sigrún Gilsdóttir 1, Helga Jónsdóttir 1, Hildur Erlingsdóttir 1/1, Judit Rán Estergal 1/1. Varin skot: Jolanta Slapikiene 14/2, Kristín Guðjónsdóttir 6. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk ÍR: Heiða Guðmundsdóttir 5/4, Björg E. Jónsdóttir 3, Anna M. Sigurðardóttir 2, Linda Guttormsdóttir 1, Áslaug Þórsdóttir 1/1. Varin skot: Aldís Bjamadóttir 13/2, Helga D. Magnúsdóttir 1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Hörður Sigmarsson og Þórir Gíslason, mjög mistækir. Áhorfendur: Um 50. 2. deild karia Víkingur - Fylkir...............22:13 Mörk Vfldngs: Benedikt A. Jónsson 7, Sig- urður Bragason 5, Hjalti Gylfason 4, Hjalti Þór Pálmason 2, Brjánn Bjamason 1, Ingi- mundur Helgason 1, Atli F. Rúnarsson 1, Ólafur Eiríksson 1. Mörk Fylkis: Ingólfur Jóhannesson 4, Styrmir Sigurðarson 3, Óttar Kruger 2, El- ís Þór Sigurðsson 1, Siguijón Sigurðsson 1, Bjarki E. Kristjánsson 1, Kristinn Hreins- son 1. KÖRFUKNATTLEIKUR KFÍ - ÍS 55:60 íþróttahúsið ísafirði, íslandsmótið, 1. deild kvenna, föstudaginn 27. október 2000. Stig KFÍ: Jessica Gaspar 16, Anna Soffia Sigurlaugsdóttir 14, Stefanía Ásmunds- dóttir 14, Sólveig Gunnlaugsdóttir 9, Tinna B. Guðmundsdóttir 6, Helga S. Ingimars- dóttír 6. Stig ÍS: María Leifsdóttir 16, Stella R. Kristjánsdóttir 15, Hafdís Helgadóttir 12, Kristjana Magnúsdóttir 6, Lovísa Guðmundsdóttir 5, Jófríður Halldórsdóttir 4, Svana Bjamadóttir 2. ■ KFÍ var yfir lengst af, 29:25 í hálfleik, og það var aðeins undir lokin sem Stúdínur náðu að síga framúr og tryggja sér nauman sigur. Bikarkeppni karla 32-Iiða úrslit: Armann/Þróttur - Grindavík...48:109 KNATTSPYRNA England 1. deild: Preston - Bamsley..............1:2 Þýskaland Energie Cottbus - Bochum.......2:0 Toni Micevski 29., Vasile Miriuta 44. - 14.900. Holland AZ Alkmaar - Twente............5:0 Fortuna Sittard - Breda.i......1:2 Belgía Lierse - Moeskroen.............1:4 UM HELGINA HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: NISSAN-deildin 1. deild karla: Ásvellir: Haukar - HK..............16 Smárinn: Breiðablik-FH..........16.30 1. dcild kvenna: Framhús: Fram-Valur................17 Ásvellir: Haukar - Stjaman.........14 KA-heimili: KA/Þór - Grótta/KR.....17 Víkin: Víkingur-ÍBV................15 2. deild karla: Grafarvogur: Fjölnir-ÍRb...........14 Sunnudagur: NISSAN-deildin 1. deild karla: Seltjamames: Grótta/KR - Fram......20 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna: ísafjörður: KFÍ-ÍS.................13 KR-hús: KR-Grindavík...............16 Bikarkeppni karla, 32-liða úrslit: Dalvík: Dalvík - Hamar.............16 Digranes: HK-Stjaman...............16 Grafarvogur: Valur/Fjölnir - KR b..17 Grindavík: ÍG-ÞórÞ.................18 Grundarfjörður: Reynir H. - IR.....17 ísafjörður: KFÍ-Njarðvík...........15 Sandgerði: Reynir S. - Tindastóll..16 Selfoss: Selfoss - Snæfell.........16 Vestmannaeyjar: ÍV - KR............16 Sunnudagur: Bikarkeppni karla, 32-Iiða úrslit: Hagaskóli: Léttir - Smári Varmahlíð.13 Hagaskóli: Hrönn-ÞórA..............15 Hagaskóli: Öminn-IA................17 Kennarah.: fS - Haukar.............20 Smárinn: Breiðablik - Keflavík.....20 BORÐTENNIS Coca Cola-mótið í borðtennis fer fram í TBR-húsinu á morgun, sunnudag, kl. 11. ÍSHOKKÍ Bjöminn og Skautafélag Akureyrar mæt- ast í Skautahöllinni í Laugardal kl. 19 á ís- landsmótinu. BLAK Laugardagur: l.deildkvenna: KA-heimili: KA-Víkingur 15 Sunnudagur: KA-heimili: KA-Víkingur 14 Sterk vöm Vals GRIMMUR og agaður varnar- leikur Valsmanna sló Stjörnu- menn svo hressilega út af lag- inu þegar liðin mættust að Hlíðarenda í gærkvöldi að Garðbæingar skoruðu aðeins þrjú mörk fyrstu 23 mínúturn- ar. Það reyndist gestunum of stór biti að kyngja og Valur vann 24:19. Sem fyrr segir fór Valsvörnin á kostum til að byrja með og flest, sem slapp í gegnum hana, sá Róland Eradze Stefán markvörður um en Stefánsson hann atti stórleik og skrifar Júlíus Jónasson skoraði fjögur af sex fyrstu mörkum Vals með til- þrifum. Við bættist að Valsmenn fengu bónus því slöku skotin urðu líka að marki. Stjörnumenn voru ekki að leika mjög slaka vörn en lítið var um úrræði í sókninni svo að línumaðurinn Eduard Moskal- enko brá sér út á völl til að skora mörk. Heimamönnum reyndist erfitt að koma til síðari hálfleiks með níu marka forskot en gestirnir aftur á móti tóku vörnina af mun meiri festu. Það skilaði sér fljótlega en þeir hefðu mátt vera djarfari í sóknarleiknum. Þegar munurinn fór niður í fjögur mörk, 21:17, og sjö mínútur til leiksloka tóku Vals- menn aðeins við sér - nóg til að halda fengnum hlut. „Ég er ánægður með sigurinn en við hefðum samt getað gert betur í seinni hálfleik," sagði Júlíus fyrir- liði Vals eftir leikinn og var hógvær um sinn þátt. „Ég er bara einn hlekkur í keðjunni en við lögðum upp með að keyra mikið á þá fyrstu tuttugu mínúturnar, sem átti að skila okkur góðu forskoti. Það gekk heldur betur eftir en var fyrst og fremst vegna þess að við spiluðum virkilega góðan varnarleik og vor- um síðan með mann í markinu, sem tók það sem þurfti." Fyrirliðinn getur verið sáttur við sína drengi það sem af er móts. „Þetta er kannski betra en við áttum von á en við höfum unnið mjög vel síðan við duttum út fyrir úrslitakeppnina í fyrra. Höfum æft í allt sumar og það er að skila sér auk þess að við erum allir einu ári eldri og erum reynslunni ríkari, sérstaklega þess- ir yngri,“ bætti Júlíus við. Annað hljóð var í strokknum hjá Birki Ivari Guðmundssyni mark- verði Stjörnunnar. „Þetta var ótrú- lega slæmt hjá okkur, mjög stór hluti af liðinu kom einfaldlega ekki nógu vel undirbúinn í leikinn og til að takast á við jafn sterkt lið og Valur er,“ sagði Birkir ívar en hann sjálfur átti prýðisleik. Auðveldur FH sigur FH-stúlkur léku við hvurn sinn fingur þegar þær tóku á móti ÍR ( fyrsta leik 6. umferðar 1. deildar kvenna í gærkvöldi. FH sigraði örugglega í leiknum, 25:12, og sitja sem fyrr í 3. sæti deildarinn- ar en ÍR er enn á botninum án stiga. að fór ekki mikið fyrir gestristni FH-inga í upphafi leiks, en vöm þeirra með Jolöntu Slapikiene sem ^^1^^ besta mann, meinaði Ingibjörg ÍR aðgimgi að mark- Hinriksdóttir mu í 11 fyrstu sokn- skrifar um þeirra. A sama tíma skoraði FH 6 mörk, þar af þrjú úr hraðaupphlaup- um. En eftir að IR náði að brjóta ís- inn og skora sitt fyrsta mark á 13. mínútu, jafnaðist leikurinn nokkuð, ÍR-ingum óx ásmegin á sama tíma og FH-ingar slökuðu aðeins á, staðan í hálfleik var 13:7. Síðari hálfleikur var svipaður hin- um fyrri, FH hafði öll tök og jók við forskotið jafnt og þétt. Undir lokin varð það metnaðarmál hjá Magnúsi Teitssyni, þjálfara FH, að allir leik- menn hans skoruðu mark í leiknum og tókst það án þess þó að markverð- ir liðsins kæmust á blað. FH þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum, liðið lagði megináherslu á að hafa gaman af því að leika hand- knattleik og hver leikmaður lagði sitt af mörkum til að svo myndi verða. Jolanta Slapikiene markvörður og Gunnur Sveinsdóttir léku þeirra best. IR liðið á erfiðan vetur framundan en í liðinu leynast þónokkrir ágætir leikmenn sem gætu vaxið mjög þegar líður á og leikreynslan fer að skila sér. Meðal þeirra leikmanna er mark- vörður liðsins, Aldís Bjamadóttir sem átti góðan leik í gær og lék IR- inga best. Morgunblaðið/ Kristinn Hafsteinn Hafsteinsson Stjömumaður stöðvar hér Bjarka Sigurðsson, hornamann Vals, allharkalega á Hlíð- arenda í gærkvöld. Stjarnan átti hinsvegar enga möguleika á að stöðva Val sem vann auðveldan sigur. Heimir tryggði KA sigurinn KA-menn náðu að knýja fram sigur á Aftureldingu í Nissan-deiidinni í gærkvöldi, 25:24. Leikurinn var jafn framan af en í síðari hálfleik héldu KA-menn nokkuð öruggri forystu allt þar til í lokin. Þá söxuðu leikmenn Aftureldingar hratt á forskot heimamanna en það dugði þó ekki til því Heimir Örn Árnason náði að innsigla sigur KA12 sek- úndum fyrir leikslok. Afturelding tapaði sínum öðrum leik í röð með eins marks mun og liðið er nú töluvert frá sínu besta. Það sama gildir reyndar um KA-liðið en bæði eru þau um miðja deild með þrjá sigra og þrjú töp. að var mikið fjör í fyrri hálfleikn- um og tvísýnt allan tímann. Gestimir voru í forystuhlutverki fyrstu 20 mínútumar. Einar Bjarki Sigurðsson sígtryggsson var dijúgur á vítalín- skrifar unni og skoraði úr fjómm vítum af fimm. Dómararnir vom mjög iðnir við að dæma víti á harðskeytta KA-vörn- ina en hinum megin vom vítadómarn- ir sparaðir þrátt fyrir svipuð eða samskonar brot. Þeir bættu KA það þó upp með því að dæma raðning og leiktöf á Aftureldingu í staðinn. KA- menn náðu svo yfirhöndinni með góð- um leikkafla þar sem þeir skomðu fjögur mörk í röð. Staðan í leikhléinu var 11:9 og strax í upphafi seinni hálfleiks jók KA forystuna í fjögur mörk. Skiptust svo liðin á að skora og gekk leikmönnum Aftureldingar ekkert að minnka for- ystu KA-manna. Þeir náðu henni þó niður í tvö mörk um miðjan hálfleik- inn. I næstu sókn heimamanna fengu þeir tvö dauðafæri en Reynir Þór Reynisson varði frábærlega skot þeirra. Afturelding fékk hraðaupp- hlaup en Guðjón Valur Sigurðsson stal boltanum og kom forystu KA í þrjú mörk. KA-strákamir virtust loksins búnir að bjóta Mosfellinga á bak aftur. Þeir héldu ömggri marka forystu allt þar til þrjár mínútur vom eftir. Þá var staðan 24:20 en Jónatan Magnússon var nýfarinn útaf hjá KA vegna þriggja brottvísana. Við brotthvarf hans datt allur botn úr leik liðsins og leikmenn misstu boltann eins og byrjendur hvað eftir annað. Þetta nýttu Mosfellingar sér og skor- uðu þrjú mörk á örskotsstjundu. Mun- urinn var allt í einu kominn niður í eitt mark og mikil spenna var í húsinu. Heimamenn héldu í sína síðustu sókn er rúm mínúta var eftir. Þeir héngu á boltanum, fískuðu aukaköst og ógn- uðu lítið. Dómarar réttu upp höndina til að vara við leiktöf en þá reif Heimir Öm sig upp og þramaði knettinum í markið við ógurlegan fögnuð áhorf- enda. Þá lifðu 12 sekúndur en Mos- fellingar skomðu svo í blálokin. Sigur KA var nokkuð verðskuldað- ur en þeir hefðu þó getað lent í fram- lengingu og jafnvel tapað likt og gerð- ist gegn Fram um daginn. Jónatan og Heimir Örn vom gríðarlega öflugir jafnt í vöm sem sókn. Giedrius Csemiauskas, sem var arfaslakur í fyrstu leikjunum, kom mjög á óvart og átti stórgóðan dag og nýtti þröng færi sín frábærlega. Hörður Flóki varði vel framan af en náði ekki skoti síðasta kortérið. Aðrir leikmenn áttu ágætan dag. Leikmenn Aftureldingar stóðu sig ílestir ágætlega en enginn þeiira stóð upp úr. Bjarki hafði hægt um sig og Reynir Þór í markinu einn- ig. Hann átti þó fínan fyrri hálfleik en datt niður í þeim síðari. Stjömu- stúlkur í úrslit á EM SVEIT Stjörnunnar úr Garðabæ komst í gær í úrslit á Evrópumótinu í hópfim- leikum sem fram fer í Englandi. Stúlk- urnar náðu næstbesta árangri allra sveita í gær, hlutu 25,30 í einkunn, en norsk sveit frá Osló varð efst með 25,35. Stjömustúlkur fengu hæstu ein- kunn sem gefin var fyrir gólfæfingar þar sem þær fengu 9,00. Gerpla tók einnig þátt í mótinu en sveit félagsins komst ekki áfram, fékk 23,5 í einkunn. I fyrstu æfingunni, gólfæfingum, meiddist Eva Dögg Jónsdóttir, sleit lið- bönd, og gat ekki verið meira með og hafði það sín áhrif á einkunn iiðsins. Lothar Mattháus er hættur LOTHAR Matthaus, fyrmm fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu, til- kynnti í gær að ferli sínum væri lokið. Matthaus, sem er 39 ára og lék 150 landsleiki fyrir Þýskaland, sem er heimsmet, lék í ár með New York/New Jersey Metrostars í bandarísku at- vinnudeildinni en henni Iauk fyrir skömmu. Mattháus var fyrirliði Þjóð- verja þegar þeir urðu heimsmeistarar árið 1990 en hann varð Evrópumeistari með vestur-þýska Iandsliðinu 1980 og vann ijölda titla með félagsliðum sín- um. Lengst af spilaði hann með Bayern Miinchen en einnig með Bomssia Mönchengladbach og Inter Milano. Viggó Sigurðsson, þjálfari Islandsmeistara Hauka, um handknattleikinn á íslandi Margir strákar mjög efnilegir Morgunblaðið/Ásdís Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka. VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari ís- landsmeistara Hauka í hand- knattleik, sneri heim síðla sumars eftir fjögurra ára dvöl í Þýskalandi. Viggó þjálfaði þýska handknattleiksliðið Wuppertal í þrjú ár en var svo sagt upp. Viggó fór í málaferli við Wuppertal og vann sigur í því máli. Þegar niðurstaðan lá fyrir á þeim vígstöðvum réð hann sig sem þjálfari Hauka og tók hann við liðinu í sumar. Viggó er einn reyndasti hand- knattleiksþjálfari landsins en auk þess að þjálfa lið Wupper- tal og Hauka hefur hann þjálf- að lið FH og Stjörnunnar. Morgunblaðið hitti Viggó að máli í Portúgal á dögunum, fyrir Evrópuleikinn gegn Braga, ggpgm og spurði hann Guðmundur fyrst hvort hann Hilmarsson merkti einhverjar skrifar breytingar á handknattleiknum á Islandi frá því hann fór út til Þýskalands. „Mér fínnst vera mjög góð gróska í handboltanum. Aðstæður em orðnar mjög góðar enda er komið mikið af góðum íþróttahús- um. Ef maður ber það við Þýska- land þá er grunnurinn á íslandi miklu betri. Eg hef til dæmis feng- ið Þjóðverja í heimsókn og þeir hreinlega trúðu því ekki að aðstað- an væri svona góð. Það hefur verið staðið myndarlega að málum og þá sérstaklega á höfðuborgarsvæð- inu.“ Margir efnilegir leikmenn Finnst þér hafa orðið framfarir? „Ef maður horfir á landsliðið segði ég nei - en hvað félagsliðin varðar eru þau mjög ung og reynslulítil. Það er feikilega mikið af efnilegum leikmönnum og til að mynda eigum við mikið af örvhent- um Ieikmönnum sem hægt er að horfa á til framtíðar, á meðan Þjóðverjar sjá ekki eina örvhenta skyttu sem er að koma upp. Mér fínnst þróunin vera góð og mér sýnist að bestu boltamennirnir fari í handboltann. Það þykir mér mjög jákvætt.“ Hvernig metur þú stöðuna núna rétt í byrjun Islandsmótsins? „Mér finnst mótið vera að þróast eins og ég reiknaði með. Það eru átta lið í deildinni sem em tiltölu- lega jöfn að getu. Ég held samt að Haukar, Fram og Afturelding séu sterkustu liðin og þar á eftir koma lið eins og ÍBV, KA, Valur og FH. Ég get ekki kvartað yfir byrjun okkar á mótinu. Við mættum til leiks mjög vel undirbúnir og höfum æft vel. Eg er með breiðan og góð- an hóp og auðvitað er stefnan sú að gera góða hluti eins og í fyrra.“ Grátlegt að við höfum ekki verið með á Evrópumótunum Nú ákváðu Haukar að skera á hnútinn og senda lið í Evrópu- keppnina. Þrýstir þú á það? „Nei, það var algjörlega ákvörð- un stjórnarinnar sem ég studdi. Það var ekkert farið út í þetta nema að stuðningur frá bænum og styrktaraðilum væri tryggður og það var mjög vel staðið að því máli. Það er nauðsynlegt fyrir ís- lenskan handknattleik að taka þátt á Evrópumótunum og þetta skilar sér inn í landsliðið. Það er auðvitað grátlegt að við höfum ekki verið með undanfarin ár. Þegar ég var á fullu í þessu með Víkingi var Evrópukeppni á hverju ári og það var stór liður í hverju leikári." Fannst þér erfitt að taka við Haukaliðinu í sumar eftir að liðið varð íslandsmeistari á síðustu leik- tíð? „Nei, mér fannst það ekki og það hefur ekki truflað mig pers- ónulega. Ég er með miklu létta starfsumhverfi fyrir mig núna heldur en þegar ég tók við Hauk: unum í annarri deildinni um árið. í dag er Haukar best rekna handknattleiksdeildin að mínu mati og þess vegna er starfið hjá til dæmis Alexei Trufan, þjálfara Breiðabliks, miklu erfiðara en mitt. Ég er kominn með mikla reynslu í þjálfun. Það má segja að þjálf- arastarfið oft vanþakklátt. Þegar vel gengur þá er það leikmönnum að þakka en þegar illa gengur er það þjálfaranum að kenna.“ Landsliðið ekki einkamál landsliðsþjálfarans og HSÍ Ef við snúum okkar aðeins að landsliðinu. Hvernig líst þér á gang mála þar? „Það er erfitt að segja. Ég hef ekki séð nein plön og ég hef ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum í fimm ár - þó svo að ég hafi þjálfað nokkra af bestu leikmönnum ís- lenska landsliðsins. Ég segi ein- faldlega að með þeim aðferðum sem hingað til hefur verið beitt þá hefur ekki náðst árangur. Það er hins vegar ágætur efniviður fyrir hendi og ég held að það sé allt í lagi að yngja upp landsliðið og koma inn með unga og efnilega stráka sem eiga framtíðina fyrir sér. Vissulega þarf landsliðiðið nauðsynlega að fá sinn tíma, en ár- angur landsliðsins er ekki einka- mál landsliðsþjálfarans eða HSÍ. Þetta snýst um alla handknattleik- shreyfinguna.“ Eigum við einhverja möguleika gegn sterkustu þjóðum heims mið- að við það sem þú hefur séð í al- þjóðlegum handbolta? „Eins og staðan er í dag myndi ég telja að ísland væri þetta í kringum tíunda til tólfta sæti í heiminum. Landsliðið hefur dreg- ist aftur úr hvað getu varðar. Ég tel að það þurfí að stokka spilin upp og setja sér ný markmið og fara í nýjar aðferðir. Við þurfum að hugsa eins og atvinnumenn og koma helst upp atvinnumannahópi í landsliðinu sem er á launum. Það er nóg af mannskap hér heima sem hægt er að þjálfa upp,“ sagði Viggó. ■ HEIÐAR Helguson missir lík- lega sæti sitt í byrjunarliði Watford sem mætir Wolves í dag. Heiðar lék á hægri kantinum og var skipt út af fyrir Nordin Wooter í hálfleik þegar Watford vann Bolton í vik- unni og Wooter heldur væntanlega stöðunni. ■ RÍKHARÐUR Daðason og Alíð- un Helgason leika kveðjuleik sinn með Viking Stavanger á morgun þegar liðið mætir Odd Grenland í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar í knattspymu. Ríkharður fer til Stoke í næstu viku og Auðun til Lokeren. ■ JÚRGEN Röber framlengdi í gær samning sinn við þýska knatt- spymufélagið Herthu Berlín tii vorsins 2002. Röber tók við Herthu í desember 1995, nokkmm mánuð- um eftir að Eyjúlfur Sverrisson gekk til liðs við félagið sem þá var nýkomið upp í 2. deild. Hertha er nú í öðru sæti þýsku deildarinnar með jafnmörg stig og meistarar Bayem Miinchen. ■ KIEL, þýsku meistararnir í handknattleik, fengu í gær línu- manninn Mike Bezdicek á leigu frá Minden út þetta tímabil. Hann á að leysa af hólmi þýska landsliðsfyrir- liðann Klaus-Dieter Petersen sem var skorinn upp í vikunni og verður fjóra mánuði frá keppni. ■ BJARKI Gunnlaugsson og félag- ar í Preston töpuðu, 1:2, fyrir Barnsley í ensku 1. deildinni í knattspymu í gærkvöld. Bjarki kom inn á sem varamaður á 67,. mínútuog lagði upp eitt dauðafæri, og var síðan rétt búinn að jafna á lokasekúndunum en markvörður Barnsley varði glæsilega frá hon- um af markteig. ■ SWINDON, sem leikur í 2. deild ensku knattspyrnunnar, tilkynnti í gær að Colin Todd væri enn knatt- spyrnustjóri félagsins. Hann var ráðinn aðstoðarstjóri hjá Derby í vikunni en hjá Swindon telja menn að Todd sé samningsbundinn og vilja leita réttar síns. Honum hefur hinsvegar verið gefið nokkurra daga leyfi frá störfum hjá Swindon. Þjálfaranámskeið OLVMWUSmBAND 1c - almennur hluti ISWNDS íþrótta- og Ólympíusamband íslands stendur fyrir framhaldsnám- skeiði fyrir þjálfara helgina. 4,- 5. nóvember nk. Námskeiðið er framhald af þjálfaranámskeiði 1b - almennum hluta. Námskeiðið, sem er samræmt fyrir allar íþróttagreinar er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinend- um barna í íþróttum. Haldið verður áfram að fjalla um starfsemi líkamans og íþróttameiðsl. Farið verður yfir stefnu ÍSÍ í forvarnar- málum og einnig verður kynning á notkun tölvu- og upplýsinga- tækni við þjálfun. Þátttakandi verður að hafa lokið almennum hluta 1b til að komast á þetta námskeið. Nemandi sem lýkur þessu námskeiði ásamt því að Ijúka sérgreina- hluta þjálfarastigs 1c hlýtur réttindi sem þjálfari hjá börnum 12 ára og yngri. Námskeiðið verður haldið í íþróttamiðstöðinni Laugardal frá ki. 9.00-16.40 báða dagana. Skráning fer fram á skrifstofu ÍSÍ í síma 581 3377. Netfang: kjr@isisport.is Skráningu þarf að vera lokið fyrir miðvikudaginn á 1. nóvember nk. Verð 8.000 kr. Vakin er athygli á því að þetta námskeið verður haldið á Akureyri helgina 18.-19. nóvember nk. Nánari uppl. og skráning fyrir það námskeið á skrifstofu ÍSÍ á Akureyri, síma 460 1467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.