Morgunblaðið - 04.11.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.11.2000, Qupperneq 1
 2000 ■ LAUGARDAGUR 4. NOVEMBER BLAÐ Sigurður á leið til Harelbeke SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson, leikmaður enska 2. deildarliðsins Walsall, skrifar að öllum lfldnd- um undir þriggja ára samning við belgíska úr- valsdeildarliðið Harelbeke um helgina. Sigurður er nú staddur í Belgíu og hefur náð samkomu- lagi við liðið og eiga félögin tvö aðeins eftir að ganga frá samningsatriðum sín á milli. Fyrr í haust strönduðu samningaviðræður félagana vegna tregðu Walsall til að leigja Sigurð. „Ég er rnjög ánægður með samninginn og vona bara að samkomulag náist milli belgíska liðsins og Walsall,“ sagði Sigurður við Morgun- blaðið. Herelbeke er i' 16. sæti deildarinnar af 18 lið- um. Liðinu hefUr gengið illa að skora mörk og hefur aðeins skorað 15 í 11 leikjum og vonast til að Sigurður bæti úr því. Auk hans fékk liðið að láni varnarmann frá Brasilíu út túnabilið. J 1 Birgir Leifur komst áfram BIRGIR Leifur Hafþórsson tryggði sér í gær sæti á lokaúrtökumóti að evrópsku mótaröðinni í golfí. Birg- ir lék lokahringinn á Peralada- vellinum á Spáni á 70 höggum og samtals á 280 höggum sem er 8 undir pari vallarins. Birgir Leifur endaði í 11. sæti af 76 keppendum en Ólafur Már Sigurðsson varð í 72. sæti eða 4 yfír pari eftir 72 holur en 30 efstu komust áfram. „Ég er auðvitað mjög sáttur við að vera kominn í lokamótið. Áætl- unin sem ég hafði sett upp fyrir mótið gekk að mestu upp, sex fyrstu holurnar á fyrsta degi voru erfiðastar en átta undir pari á 72 holum er nokkuð nálægt því sem ég stefndi að. Það verður gott að koma heim til Islands, hitta fjölskylduna hugsa og um aðra hluti en golf fram að lokamótinu sem hefst 17. nóvem- ber. Ætli ég verði ekki mest að leika við soninn og heimsækja Gauta Grétarsson sjúkraþjálfara, en hann mun leiðbeina mér hvernig best sé að haga undirbúningnum að næsta stóra verkefni," sagði Birgir Leifur í samtali við Morgunblaðið í gær. Lokaúrtökumótið verður haldið á San Roque og Sotogrande á Suður- Spáni 17.-22. nóvember. AIls verða 168 kylfingar á loka- mótinu, níutíu keppendur sem kom- ust áfram úr öðru stigi og í hóp þeirra bætast 78 neðstu kylfingarn- ir af evrópumótaröðinni sem leika um þau lausu sæti sem í boði eru á evrópumótaröðinni. w Morgunblaðið/Kristinn A bekk með lærímeistaranum Hjálmar Vilhjálmsson hefur sýnt á sér nýjar hliðar síðan að hann hóf að leika með Framliðinu í handknattleik. „Mér finnst ég hafa tekið framförum hjá Fram og í raun held ég að það sé óhætt að segja að Anatoli [Fedioukine] þjálfari hafi breytt öllum til betri vegar. Ég finn með sjálfan mig að ég hef verið að læra hluti hjá honum sem maður sér núna að ég hefði auðvitað átt að vera búinn að læra fyrir löngu. Hann er mjög fær þjálfari," segir Hjálmar, sem er hér á bekknum með Fedioukine. Sá viðtal við Hjálmar/B2. Breytingar á sleggjunni? ALÞJÓÐA fijálsíþróttasambandið, IAAF, hefur nú til athugunar að breyta áhaldinu sem notað er við sleggjukast karla. Athugunin fer m.a. fram vegna þess að á þessu ári hafa tveir íþróttamenn og einn vall- arstarfsmaður látist eftir að hafa orðið fyrir sleggju á mótum.Verði sleggjunni breytt verður það gert í þeim tilgangi að stytta köstin þann- ig að fækka megi slysum, auka ör- yggi keppenda og starfsmanna á völlum. Meðal þeirra aðgerða sem hugs- anlega verður gripið til er að stytta vírinn í sleggjunni og létta sleggj- una sjálfa, eða kúluna sem vírinn er festur við. Reiknað er með að tillögur að nýrri sleggju verði lagðar fram snemma á næsta ári og þá taki IAAF afstöðu til breytinganna. Heimsmetið í sleggjukasti er 86,74 metrar og það á Rússinn Júrí Sedykh. Alls hefur sleggjunni verið kastað þrjátíu sinnum yfir 84 metra, en besti árangur þessa árs er 82,58. Atli fer með nær óbreytt lið til Póllands ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu leikur vináttuleik við Pólverja í Varsjá miðviku- daginn 15. nóvember og verð- ur það þriðji landsleikur þjóð- anna í knattspyrnu karla. Atli Eðvaldsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að endanlegur landsliðshópur lægi ekki fyrir enn þó svo nokkur mynd væri komin á hann. „Ég á ekki von á að það verði miklar breytingar á hópnum frá síðustu leikjum. Þetta er alþjóðlegur leikdagur og því margir landsleikir víða í Evrópu og félagslið láta leikmenn sína yfir- leitt lausa á slíkum dögum. Við eig- um þó eftir að fá staðfestingu um nokkra leikmenn frá liðum þeirra," sagði Atli. Hann sagði Pólverja vera að byggja upp mjög öflugt lið og að það væri því kærkomið tækifæri að fá að reyna sig á móti þeim. „Pól- verjar hafa staðið sig mjög vel að undanfömu og það er því gott tækifæri fyrir okkur að fá leik við þá á þeirra heimavelli," sagði Atli. Pólverjar voru í 6. riðli undan- keppni Évrópukeppninnar ásamt Svíum, Englendingum, Búlgörum og Lúxemborg. Pólveijar urðu þar í þriðja sæti á eftir Svíum og Eng- lendingum með jafn mörg stig og Englendingar sem komust áfram á betri árangri innbyrðis, unnu Pól- verja 3:1 í Bretlandi en gerðu markalaust jafntefli í Varsjá. Island og Pólland hafa tvívegis mæst í landsleik karla í knatt- spyrnu, hér heima 6. september 1978 og í Krakow 10. október 1979. Báðir leikirnir voru í Evrópu- keppninni og töpuðust 2:0. Atli lék báða leikina og Ásgeir Sigurvins- son, sem er með Atla á bekknum, lék leikinn í Póllandi. PETER TAYLOR HEFUR GEFIÐ ARNARI GUNNLAUGSSYNISJÁLFSTRAUST/B4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.