Morgunblaðið - 07.11.2000, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 B 3
ÍÞRÓTTIR
Rúnar og Auð-
un léku vel
með Lokeren
Auðun Helgason, Rúnar Krist-
insson og Arnar Grétarsson
voru allir í byrjunarliði Lokeren,
sem sigraði 2.
Kristján deildarliðið Bergen,
Bernburg 2:1, í belgísku bik-
skrifarfrá arkeppninni. Ai-nar
Viðarsson var á
varamannabekknum en kom inn á
í seinni hálfleik. Lokeren lenti
undir gegn 2. deildarliðinu en náði
að tryggja sér sigur í seinni hálf-
leik með tveimur mörkum.
Rúnar og Auðun léku allan leik-
inn og léku vel. Rúnar var at-
kvæðamikill í spilinu og átti tvö
hörkuskot að marki Bergen. Arnar
Grétarsson var tekinn af leikvelli í
síðari hálfleik og kom Arnar Við-
arsson í hans stað.
„Báðir leikmenninir sem ég setti
inn á í seinni hálfleik, Arnar
Viðarsson og Kimoto, voru góðir.
Þeir lögðu sig 100% fram. Rúnar
er mjög góður knattspyrnumaður
og sýndi það strax að hann á eftir
að gera góða hluti fyrir Lokeren.
Auðun lék varnarleikinn vel og er
sterkur varnarmaður," sagði
Leekens, yfirþjálfari Lokeren, við
Morgunblaðið eftir leikinn.
Ekki var hægt að sjá í leiknum
að Rúnar hefði aðeins komið á eina
æfingu hjá Lokeren.
„I raun þekkti ég aðeins Auðun,
Ai-nar Grétars og Arnar Viðars og
ég var búinn að ná nafninu á fyrir-
liðanum. Þetta var jú erfitt en ég
var að spila nýja stöðu. Við spiluð-
um 4-3-3 í fyrri hálfleik og ég var
mun framar á miðjuni en vanalega.
Ég átti frekar erfitt með að finna
svæði sem ég hefði getað fengið
boltann í. Við áttum í raun ekki að
ligja undir í hálfleik þar sem við
vorum búnir að fá nokkur góð færi
en þeir í raun bara eitt. Ég var
orðinn mjög þreyttur undir lok
leiksins en ég reyndi bara að
keyra mig út. Það var mikilvægt
að ná sigri eftir þetta mikla tap
sem liðið lenti í í síðustu viku. Það
vantaði að ná sjálfstraustinu upp
aftur fyrir næsta leik,“ sagði Rún-
ar í samtali við Morgunblaðið eftir
leikinn. Hann fór aftur til Noregs í
gær en kemur alkominn til Loker-
en í dag.
Morgunblaðið/íris Björk Eysteinsdóttir
Ólafur Gottskálksson í eldhúsinu, að laga kaffi.
Sem dæmi eru 24 lið í ensku deOd-
inni meðan það eru aðeins 10 í þeirri
skosku. Því er leikin tvöföld umferð
í Englandi en fjórföld í Skotlandi.
„Enska 2. deildin er aðeins lakari
tæknilega en hraðinn er ekkert
síðri. Það er meiri spenna í Skot-
landi, meira í húfi. Svo er hitt annað
mál að þessi deild er ekkert síður
erílð. Hlutfallslega séð er mun erfið-
ara að komast upp úr deildinni hér.
Alagið hér er mikið meira því það
eru fleiri leikir. Þetta eru um 60
leikir hjá okkur á 40 vikum,“ sagði
Ólafur sem kann vel við spennuna
sem fylgir knattspymunni. „Það er
fylgst mikið með þessari deild.“
Ölafur er vanur mikilli samkeppni
um stöður og þegar hann kom til
Brentford voru fimm markverðir
hjá liðinu. „Nú er einn úr sögunni
vegna meiðsla og þarf sennilega að
hætta að leika fótbolta. Aðalmark-
vörðurinn frá því í fyrra var settur á
lán þannig að núna erum við þrír
eftir, ég og tveir ungir markmenn.
Meðan ég stend mig eins og ég er að
gera núna þá er markvarðarstaðan
mín, en það er aldrei langt í að mað-
ur geti misst hana ef maður slakar á
þannig að það er alltaf samkeppni
og hún er bara af hinu góða,“ sagði
Ólafur sem hefur stundað íþróttir
frá því hann var polli. „Maður er
orðinn háður spennunni og því sem
fylgir fótboltanum. Ég hef alveg
gríðarlega gaman af þessu og það
vantar ekki neistann til að drífa mig
áfram. Ég held að þetta sé kannski
meira með okkur Islendinga en aðra
- við erum keppnisfólk og viljum ná
árangri og gefumst ekki upp. Auð-
vitað koma tímar þar sem hlutimir
ganga ekki alveg eins og skyldi og
þá getur verið erfitt en það er þá
sem reynir á að vera sterkur og
komast yfir það.“
Ólafi og fjölskyldu líkar vel í
London og ekki er verra að Ivar
Ingimai’sson og kærastan hans búa í
næsta nágrenni. „Það var virkilega
gott að hafa Ivar og kom sér mjög
vel fyrir okkur. Þegar maður kemur
á nýjan stað þá er gott að fá ráð-
leggingar og leiðbeiningar hjá þeim
sem fyrir eru og við emm náttúr-
lega í stöðugu sambandi," sagði Ól-
afur.
Ætlar að halda áfram
eins lengi og unnt er
Ólafur nýtur þess enn að leika
knattspymu og meðan svo er er
hann ákveðinn í að halda áfram. „Ég
ætla mér að spila eins lengi og heils-
an leyfir. Ef ég slepp við meiðsli sé
ég ekkert því tU fyrirstöðu að ég
geti spilað leikandi til fertugs. Svo
veltur þetta allt á genginu á þessum
tíma. Eg ætla að minnsta kosti ekki
að hætta það snemma að ég sjái eft-
ir því, það er alveg ljóst,“ sagði Ólaf-
ur sem nýtir frítíma sinn vel í nám.
„Þegar maður er búinn að vera
svona lengi í fótboltanum er ekkert
skrítið að maður vilji eitthvað velt-
ast í þessu eftir að maður hættir að
spUa. Ég er búinn að taka þjálfa-
rastig í Skotlandi. Hvort ég bæti við
þá menntun veit ég ekki, en ég get
gert það hér í Englandi. Hvort ég
myndi stefna að þjálfun eða mark-
mannsþjálfun kemur bara í ljós,“
sagði Olafur sem einnig stefnir á að
hefja nám í markaðsfræðum í nán-
ustu framtíð.
Les Morgunblaðið
daglega
Þrátt fyrir að Ólafi líki vel á Bret-
landseyjum leitar hugurinn heim
um síðir. „Við erum íslendingar og
enginn breytir því. Þótt það sé
margt jákvætt og gott við að vera
hérna úti þá á maður náttúrulega
sína ættingja og vini að mestu leyti
heima. Þar er allt svo lítið og þægi-
legt og maður kann best við sig í
þannig umhverfi. Við það að búa er-
lendis lærir maður betur að meta
hreina loftið á klakanum. Ég geri
ekki ráð fyrir öðru en að við komum
heim þegar ferlinum lýkur. Við fór-
um ávallt heim á sumrin og eyðum
um nokkrum vikum með fjölskyldu
og vinum.“
Ólafur hefur lítið getað séð af ís-
lenska fótboltanum undanfarin ár
en fylgist grannt með í gegnum fjöl-
miðla og vini. „Ég les Moggann á
Netinu á hverjum degi og það held-
ur mér við. Ég reikna með að bolt-
inn hafi breyst gríðarlega mikið á
þessum fjórum árum sem ég hef
verið fjarri. KR er búið að vera ís-
landsmeistari tvisvar sinnum og það
er kannski stærsta breytingin á ís-
lenskum fótbolta og meiriháttar
góður árangur hjá þeim. Ég hvet
alla sem langar að fai-a í atvinnu-
mennsku að taka það mjög alvar-
lega og undirbúa sig virkilega vel
andlega og líkamlega," sagði Olafur.
„Aðalmálið er
að æfa vel 09
vera stöðugt
í toppformi
andlega og
líkamlega og
taka einn leik
fýrir i einu
og vona
það besta,“
Þolinmæði
að koma alltaf þau tímamót í
flokkaíþróttum, að kyn-
slóðaskipti verða. Stokka verður
upp, eldri og reyndari leikmenn
víkja fyrir þeim yngri. Ekki er
það alltaf vegna þess að reyndir
íþróttamenn séu orðnir
of gamlir - þeir verði að
hætta. Nei, oft er það á
þann veg að margir
reyndari leikmennirnir
eru komnir að krossgöt-
um, að þeir ákveða að
draga sig í hlé. Þjálfarar
vakna því oft upp við að
þeir þurfa að breyta, yngja lið
sín upp og byrja að byggja upp
kjarna sem þeir geta treyst á í
framtíðinni. Það er gangur lífs-
ins í flokkaíþróttum, sem og öðr-
um störfum í þjóðfélaginu.
Friðrik Ingi Rúnarsson,
margreyndur þjálfari félagsliða
og núverandi þjálfari landsliðs-
ins, stendur nú á ákveðnum
tímamótum. Síðast liðið sumar
gáfu margir reyndir landsliðs-
menn ekki kost á sér í landsliðið
sem tók þátt í Norðurlandamót-
inu í Keflavík, þar sem þeir
völdu frekar að vera í faðmi fjöl-
skyldunnai- yfir sumartímann,
eftir langan og erfiðan vetur,
þegar æft var á hverju kvöldi og
leikið um helgar.
Friðrik Ingi var ekki ánægð-
ur, en hann varð að sætta sig við
að menn voru ekki lengur tilbún-
ir að leggja eins hart að sér fyrir
landsliðið og áður.
Hann kallaði bá til liðs við sig
unga leikmenn og þá tók ung-
mennalið íslands þátt i NM og
stóð sig vel. Fyrir stuttu valdi
Friðrik Ingi hóp leikmanna fyrir
erfiða evrópuleiki - margir
reyndir leikmenn voru ekki í
hópnum. Friðrik Ingi hafði tekið
þá ákvörðun að nú væri kominn
tími til að byggja upp nýtt
landslið - hann valdi hóp ungra
leikmanna sem voru tilbúnir að
leggja allt í sölurnar til að halda
merki íslands á lofti. Fyiir helgi
skar Friðrik Ingi hópinn, sem
leikur þrjá Evrópuleiki á átta
dögum, niður í sextán leikmenn.
Fimm nýliðar eru í hópnum, auk
margra leikmanna sem hafa ekki
mikla reynslu í landsliðsbún-
ingnum.
Það er greinilegt að Friðrik
Ingi hefur séð, að nú er lag - að
ýta bátnum úr vör með nýrri
áhöfn. Strákarnir hans leika þrjá
leiki á næstu dögum og síðan tvo
aðra leiki eftir áramót. Fljótlega
eftir það hefst ný Evrópukeppni
og þegar út í hana verður farið
stendur Friðrik Ingi við stýri
ineð unga leikmenn, reynslunni
ríkari - leikmenn sem hafa att
kappi við Úkraínumenn, Belga,
Slóvaka, Makedóníumenn og
Portúgala. Auðvitað getur róð-
urinn verið erfiður í upphafi, en
þó á móti blásí og gefi ú bátinn
má ekki leggja árar i bát.
Það er ákveðin áhætta sem
þjálfarar taka þegar þeir gera
miklar breytingar. Vonandi nær
Friðrik Ingi settu marki - að
byggja upp öflugt landslið. Það
tekur tíma. Hann gerir sér fylli-
lega grein fyrir því að mikil
vinna er framundan, sem kallar
aðeins á eitt - Þolinmæði!
Friðrik er heppinn, því að tvö
sl. keppnistímabil hefur stór
hópur góðra ungra leikmanna
stigið fram í sviðsljósið. Það eru
strákar sem horfa lengra en að
leika í íslensku úrvalsdeildinni -
þeir ætla sér að víkka sjóndeild-
arhringinn, komast í víking og
herja með erlendum félagsliðum,
eins og margir íslenskir körfu-
knattleiksmenn hafa gert á und-
anförnum árum. Ef þeir ná tak-
mai’ki sínu á það eftir að gera
Friðriki Inga auðveldara við
stýrið á siglingunni.
Sigmundur Ó. Steinarsson
Tímamót hjá Friðriki
Ingaog körfu-
knattleikslandsliðinu