Morgunblaðið - 07.11.2000, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 B 5
ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
Einar Þorðvarðarson, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands íslands.
margra mati vai- leikinn betri hand-
knattleikur en oft áður. I framhaldi af
því var ákveðið að ráða landsliðsþjálf-
ara kvenna í fullt starf og um leið
reyna að fjölga verkefnum liðsins.
Einai- telur að þessi ráðning
landsliðsþjálfara kvenna hafi svo
sannarlega verið tímabær.
Kvennalandsliðið eflt
„Stjóm HSI ákvað að nýta þann
byr sem var að loknu síðasta keppn-
istbímabili til þess að efla kvenna-
landsliðið og fékk í því sambandi
mjög góða samstarfsaðila til liðs.
Fyrsta stóra verkefni landsliðsins er
leikir við Slóveníu í forkeppni að und-
ankeppni heimsmeistaramótsins.
Slóvenar ern með sterkt lið og var það
á meðal þátttakenda á HM í Noregi í
fyrra. Báðir leikimir verða hér heima
um næstu mánaðamót og era sann-
kölluð próf á hvar landsliðið stendur.
Takist landsliðinu að komast áfram
þarf það að taka þátt í tveimur leikj-
um til viðbótar í vor. Sigurliðið í þeim
leikjum kemst á HM næsta vetur.
Nú hefur verið tekið ákveðið skref
til þess að byggja upp kvennalands-
liðið. Jafnhliða þessu hefur lands-
liðsþjálfarinn verið með æfingar
tvisvar í viku í haust og vetur fyrir þá
leikmenn sem era hér heima. Hann
hefur einnig unnið með unglinga-
landsliðunum sem tóku þátt í for-
keppni EM og Norðurlandamóti.
Kvennalandsliðið var á dögunum í
æfinga- og keppnisferð í Noregi og
framundan eru tveir leikir ytra saut-
jánda og átjánda þessa mánaðar gegn
Sviss. Það er síðasti liðurinn í undir-
búningum vegna leikjanna við Slóv-
eníu.
Það er verið að bæta stöðu kvenna-
landsliðsins og það er virkilega
spennandi að sjá hverju það skilar á
næstu misseram og árum.“
/ fyrravetur var íslandsmótinu
breytt þannigað í staðfastra leikdaga
eins og áður var þá dreifast leikir
hverrar urnferðar á þrjá daga, til
dæmis. Þykir þér þessi breyting hafa
verið til góðs?
„Því er erfitt að svara. Ákvörðunin
var tekin í samráði við félögin. Samt
er reynt að stíla flestar umferðirnar
inn á helgar. Nú fengu félögin að
ákveða hvenær þau vilja leika heima-
leikina, enda er reynsla hjá þeim af
þvíhvenær þeirra stuðningsmenn
geta helst mætt á leiki. I vor þegar
búið er að reyna þetta í tvö keppnis-
tímabil er rétt að setjast niður og fara
yfir og meta hvemig til hefur tekist,
hvort halda eigi þessu áfram eða færa
til fyrra horfs.“
Hefur breyting skilað fleiri áhorf-
endum á leikina?
„Eg held að það hafi verið mjög
svipað. Hins vegai- virðast félögin
vera ánægð með breytinguna."
Aðeins að HSÍ aftur. Þykir þér um-
ræða um landsliðið hafa verið neik-
væðari en áður?
„Ég held að að einhverju leyti hafi
svo verið. Það er hins vegar stað-
reynd að þegar illa gengur er óhjá-
kvæmilegt að umræðan verði nei-
kvæð. Við Islendingar eram þannig
að við viljum ná árangri í því sem við
eram að fást við hverju sinni. Þessi
umræða er hluti af því. Mín skoðun er
sú að það megi gagnrýna landsliðið,
það á að stefna á að vera í fremstu röð
og menn eiga að hafa skoðanir. Ef við
þolum ekki gagnrýni eigum við ein-
faldlega að pakka saman.“
Hefur gagnrýnin orðið til þess að
erfíðara er að afía fjár?
„Það hefur ekki reynt á það svo
mark sé á takandi. Eflaust mun reyna
meira á það á næstu vikum þar sem
við eram með nokkra samninga lausa.
Mitt mat er að umræðan hafi ekki
skaðað okkur.“
HSÍ þarf að vera sýnilegra
Hefur HSÍ verið nógu duglegt við
að koma sínum sjónarmiðum á fram-
færi?
„Það er atriði sem við getum alveg
viðm-kennt að hefur ekki verið í nógu
góðu lagi. Ein ástæða þess er ef til vill
sú að starfsmenn sambandsins era fá-
ir og störfum hlaðnir við að halda sjó.
Síðan ég tók við í vor hefur mikill
tími farið í að skipuleggja starf okkar
og taka ákveðna stefnu. Núna þegar
undirbúningurinn fyrir HM er að
taka á sig mynd og síðustu
vináttulandsleikimir vora í höfn í síð-
ustu viku var fyrst tími til þess að
opna fyrir umræðu um þau verkefni
sem framundan era.
Þegar á heildina er litið með kynn-
ingarmálin er ljóst að það er atriði
sem við verðum og getum gert betui-
í. Við þurfum að koma okkur meira á
framfæri. Einn liðurinn í því er að
vera með í öllum stórmótum á hand-
knattleikssviðinu, heims- og Evrópu-
mótum og eins að stefna að Ólympíu-
leikum. Þetta á ekki aðeins við um
karlaliðið, heldur öll okkar landslið."
Það er greinilega mikið undir því
komið að landsliðið nái árangrí á HM?
„Á því leikur enginn vafi að það
skiptir HSÍ gríðarlegu máli að vel
gangi. Þorbjöm hefur tekið út rúm-
lega 30 manna hóp leikmanna sem
hann hefur í huga fyrir keppnina. Síð-
ustu viku hefur hann heimsótt æfing-
ar hjá félagsliðum og látið leikmenn
vita af því að þeir séu inni í þessum
hópi fyrir HM. Þá hefur hann farið til
Þýskalands til þess að hitta leikmenn
sem þar era og koma til greina.
Ég tel að þama sé á ferðinni mjög
sterkur hópur leikmanna. Á næstunni
er ætlunin sú að leikmenn gefi Þor-
birni svar um hvort þeir gefi kost á
sér eða ekki.
Þessi aðferð er notuð nú til þess að
leikmenn viti með góðum fyrirvara að
þeir komi til greina og geti um leið
gert ráðstafanir til þess að mæta
þeim kröfum sem til þeirra era gerð-
ar, keppt að því að komast í landslið-
ið.“
Teitur orð-
aðurvið AIK
TEITUR Þórðarson, þjálfari norska knattspyrnufélagsins
3 Brann, var í gær orðaður við stöðu þjálfara sænska úrvals-
deildarfélagsins AIK frá Stokkhólmi. Aftonbladetí Svíþjóð
taldi Teit einn af þeim sem kæmu til greina til að taka við af
Stuart Baxter, en hann sagði starfí sínu lausu eftir lokaum-
ferð sænsku úrvalsdeildarinnar um helgina. AIK hafnaði þar í
þriðja sæti eftir að hafa verið í baráttunni um meistaratitilinn
Ilengst af.
„Það væri afar spennandi verkefni að þjálfa AIK sem eitt
öflugasta félag á Norðurlöndum. En það er líka verulega
Iáhugavert að halda áfram hjá Brann,“ sagði Teitur við Nett-
avisen í gær. Undir hans sljórn náði Brann öðru sæti í norsku
úrvalsdeildinni í ár og tryggði sér sæti í forkeppni meistara-
deildar Evrópu.
.....111.............................
HM hef ur ekkert
að segja fyrir EM
Hvernig sem íslenska
karlalandsliðinu vegnar á
heimsmeistaramótinu í handknatt-
leik í Frakklandi í byrjun næsta
árs er ljóst að það verður að taka
þátt í undankeppni að næstu loka-
keppni Evrópumótsins sem fram
fer í Svíþjóð eftir rúmt ár. í úr-
slitakeppni EM í Svíþjóð taka tólf
þjóðir þátt. Fimm þær efstu á síð-
asta Evrópumóti sem haldið var í
Króatíu í janúar sl. hafa þegar
tryggt sér keppnisrétt í Svíþjóð.
Það eru Svíar, Rússar, Frakkar,
Spánverjar og Slóvenar, en hinar
sjö þjóðirnar vinna sér rétt með
því að taka þátt í tveimur leikjum,
heima og að heiman, í lok maí og
byrjun júní á næsta ári.
Ljóst er hverjar tólf af þessum
fjórtán þjóðum það eru sem bítast
um sætin sjö. Það eru auk íslands:
Króatía, Tékkland, Danmörk,
Ungverjaland, Þýskaland, Mak-
edónía, Noregur, Pólland, Portúg-
al, Úkraína og Júgóslavía. Tvær
þjóðir til viðbótar vinna sér keppn-
isrétt með því að taka þátt í sér-
stakri 19 þjóða forkeppni sem
fram fer strax eftir áramót.
Knattspyrnufélagið FRAM
Knattspyrnudeild FRAM -
Safamýri 26- 108 Reykjavík
Sími 553 5600 - fax 533 5610
Heimasíða http://www.fram.is
Tölvupóstur: grimur@fram.is
Æfingatímar og þjálfarar
3.flokkur karla (1985-1986)
Þjálfari: Lárus Grétarsson.
Mánudagar Fimmtudagur Laugardaagur 21:45-23:00 19:45-20:30 17:00-19:00 Laugardal Framhús Álftamýri
4.flokkur karla (1987-1988) Þjálfari: Lárus Grétarsson. Miðvikudagur Fimmtudagur Laugardagur 16:20-18:00 19:00-19:45 13:00-15:00 Laugardal Framhús Álftamýri
5.flokkur karla (1989-1990) Þjálfari: Stefán Aðalsteinsson. Fimmtudagur Föstudagur Sunnudagur 15:30-16:15 17:00-18:00 14:00-16:00 Framhús Laugardal Álftamýri
ó.flokkur karla (1991-1992) Þjálfari: Axel Gomez. Fimmtudagur Föstudagur Sunnudagur 16:15-17:00 16:00-17:00 12:00-14:00 Framhús Laugardal Álftamýri
7.flokkur karla (1993-199?)
Þjálfari: Theódór Sveinjónsson.
Fimmtudagur
Sunnudagur
3. flokkur kvenna (1986-1987)
Þjálfari: Hermann Valsson.
Þriðjudagur
Laugardagur
Sunnudagur
4. flokkur kvenna (1988-1989)
Þjálfari: Hermann Valsson.
Þriðjudagur
Laugardagur
Sunnudagur
5. flokkur kvenna (1990-1991)
Þjálfari: Axel Gomez.
Þriðjudagur
Sunnudagur
17:00-17:45
11:00-12:00
16:50-17:30
16:00-17:00
13:50-15:00
16:10-16:50
15:00-16:00
13:50-15:00
15:30-16:10
10:00-11:00
Framhús
Álftamýri
Álflamýri
Álftamýri
Laugardal
Álftamýri
Álflamýri
Laugardal
Álftamýri
Álftamýri
Yfirþjálfari: Lárus Grétarsson
Aöst.þjálfari: Magnús Jónasson
Markmannsþjálfari: Axel Gomez
Hlaupaþjálfari: Vilmundur Vilhjálmsson
Sjúkraþjálfari: Andrés Kristjánsson
Æfingar fara fram í Framhúsinn við Safamýri,
íþróttahúsi Álftamýraskóla og á gervigrasinu í Laugardal