Morgunblaðið - 07.11.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.2000, Blaðsíða 16
4t ftonwMrttt Dýri Guðmundsson var sigurvegari á haustmótinu í fimleikum Stefnir á háskólanám í Bandaríkjunum „MÉR gekk vel miðað við að vera ekki alveg í mínu besta formi en þetta mót er gott til að finna hvernig maður kemur undan sumri,“ sagði Dýri Krist- jánsson úr Gerplu, sem sigraði í karlaflokki á haustmóti Fim- leikasambands íslands í frjáls- um æfingum í Kaplakrika á laugardaginn. Sif Pálsdóttir úr Armanni var stigahæst í 13 til 14 ára kvennaflokki, Svava B. Örlygsdótt- ir í 12 ára og yngri stefán og Lilja Erlends- Stefánsson dóttir í 15 ára og skrifar eidri. Mótið, sem er það fyrsta í vetur var einnig síðasti möguleiki á að sanna sig og komast í íslenska hóp- inn er tekur þátt í Norður-Evrópu mótinu í Laugardalshöll 18. og 19. ' nóvember næstkomandi. Keppt var einum flokki hjá körlum, sem alls voru átta en hjá konum í 12 ára og yngri, 13-14 ára og 15 ára og eldri. Eftir harða keppni hjá körlunum sigraði Dýri með 45,850 stigum en fast á hæla honum kom nýbakaður Norðurlandameistari Viktor Krist- mannsson með 44 stig. Þrátt fyrir að Viktori tækist vel upp á boga- hestinum þar sem hann fékk 8,6 gekk honum ekki nógu vel þegar kom að svifránni því hann náði að- eins 4,65 stigum. Þar gekk hinsveg- ar Dýra allt í haginn og kórónaði hann æfínguna með því að fara þar heljarstökk aftur fyrir sig og grípa aftur í slána en það kallast „Kov- ach“ og í fyrsta sinn, sem það er gert hér á landi. „Þetta er ekki eitt af stærstu mótum ársins og gott til að setja saman æfingar og prófa nýja hluti,“ hélt Dýri áfram. „Ég held ótrauður áfram og gef ekkert eftir svo að yngri strákarnir vinna mig ekki auðveldlega. Ég æfi af fullum krafti og stefni á að fara í háskóla í Bandaríkjunum eftir ára- mót og æfa þar líka fimleika. Ég er að byggja mig upp núna.“ Sif, sem er' íslandsmeistari í frjálsum æfingum, keppir í fiokki 13 til 14 ára og var nokkuð örugg í sínum flokki þegar hún sigraði í stökki, á slá og gólfæfingum en gekk ekki sem best á tvíslá. Svava var nokkuð örugg í sínum flokki ‘með því að sigra á öllum áhöldum og sama gerði Lilja í flokki 15 ára og eldri. ■ Úrslit/B15 Morgunblaðið/Jim Smart Viktor Krístmannsson, Norðurlandameistari, á æfingu á hesti. Fimm íslendingar í hópi Stoke gegn Wrexham Stoke lyfti sér upp í 7. sæti ensku 2. deildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn með útisigri á Wrexham, 2:1. Fjórir Islendingar voru í byrjunarliðinu og komu mikið við sögu því Stefán Þ. Þórðarson lagði upp fyrsta markið fyrir Peter Thorne og skoraði síðan úr víta- spyrnu eftir að Bjarni Guðjónsson var felldur. Ríkharður Daðason átti nokkur hættuleg færi í sínum fyrsta deildaleik með Stoke. Brynjar Bjöm Gunnarsson lék í vörninni og fékk á sig vítaspyrnu seint í leiknum sem heimaliðið skoraði úr. Fimmti íslendingurinn í hópnum var Birkir Kristinsson, en hann var varamarkvörður eftir að hafa komið til félagsins sólarhring fyrir leikinn. „Fyrri hálfleikurinn var góður en liðið bakkaði of mikið í seinni hálf- leik og það munaði ekki miklu að Wrexham næði að jafna. Þeir lágu mjög á okkur og fengu ágæt færi,“ sagði Birkir við Morgunblaðið. Ríkharður fór af velli 20 mínútum fyrir leikslok skömmu á eftir Stef- áni. „Ég var orðinn þreyttur eftir 70 mínútur og fór því af velli. Ég æfði lítið í síðustu viku vegna flutningsins frá Noregi og leikurinn var erfiður. Það var meiri hraði í leiknum en ég er vanur frá Noregi en mér líst vel á þessa breytingu og þá stemmningu sem er í kringum leikina hér í Eng- landi," sagði Ríkharður Daðason. Hann leikur væntanlega sinn þriðja leik á sex dögum eftir komuna til Englands í kvöld þegar Stoke sækir Northampton heim í 2. deildinni en Northampton er stigi fyrir ofan Stoke í 6. sætinu. Guðjón Þórðarson sagði við The Sentinel í gær að hann væri kominn með besta sóknarparið í deildinni og átti við þá Thorne og Ríkharð. „Rík- harður þarf tíma til að aðlagast en byrjunin lofar góðu og það verður spennandi að fylgjast með því hvernig samvinna þeirra þróast,“ sagði Guðjón. 'f-'m É*1 Sigríður leggur skóna á hilluna SIGRÍÐUR Fanney Pálsdóttir, markvörður KR knattspyrnu og Iandsliðsmarkvörður íslands til margra ára hefur ákveðið að leggja skóna og hanskana á hill- una. „Ég held að þetta hafi verið rétti tíminn til að hætta enda varla annað hægt þar sem ég er að flytja með manninum minum til eyjunnar Jersey í Ermasundi þar sem hann hefur fengið vinnu,“ sagði Sigríður. KR-ingar munu þó ekki eiga í verulegum markmannsvandræð- um á komandi tímabili. Gréta Rún Árnadóttir, sem lék 4 deild- arleiki með þeim í sumar verður áfram með liðinu. En ertu endanlega hætt eða ætlar þú e.t.v. að æfa eitthvað úti? „Það eru bæði karla- og kvennalið þarna og Iiðin þaðan taka þátt í sérstökum eyjaleikum fámennra eyja eins og Jersey, Guernsey og Færeyja. Ég ætla ekki að draga fram hanskana aftur, til þess þyrfti ég að fara í enn eina speglun á hné en það hefur verið að valda mér vand- ræðum undanfarin ár,“ sagði Sigríður. 8MBMB8BMamæHWIHBM^H Falur í speglun FALUR Harðarson, leik- stjórnandi Keflvíkinga í körfuknattleik, verður frá keppni fram að ára- mótum. Hann hefur lítið leikið að undanförnu veg^na bólgu í hægra hné og nú er komið í ljós að liðþófi er rifinn og fer hann í speglun á morgun. „Ég verð ekkert með fyrr en eftir áramótin,“ sagði Falur í gær. ■ RAGNAR Óskarsson skoraði sex mörk fyrir Dunkcrque þegar lið hans tapaði, 30:25, fyrir meisturum Montpellier í frönsku deildarkeppn- inni í handknattleik á sunnudaginn. ■ GUNNAR Andrésson skoraði átta mörk fyrir Amicitia í góðum sigri á Winterthur, 28:20, í svissneska handboltanum um helgina. Gunnar hefur skorað 27 mörk í síðustu þrem- ur leikjum liðsins. ■ HEIÐAR Helguson lék allan leik- inn með Watford sem vann Grimsby, 4:0, og er áfram ósigrað á toppi ensku 1. deildarinnar í knattspyrnu. Heiðar var mjög atkvæðamikill í sóknarleik Watford en kom þó ekki við sögu í mörkunum fjórum. ■ GUÐNI Bergsson lék allan leikinn með Bolton sem gerði jafntefli, 1:1, við Birmingham á útivelli og þótti Guðni einn besti maður vallarins. ■ BJARKI Gunnlaugsson lék síð- ustu 11 mínúturnar með Preston sem tapaði, 3:1, fyrir Nottingham Forest. Aður en Bjarki kom inná höfðu tveir leikmanna Preston verið reknir af velli og á tímabili sauð upp úr og 19 leikmenn liðanna voru komnir í eina bendu þar sem pústrar gengu á milli manna. ■ OLAFUR Gottskálksson og fvar Ingimarsson voru sem fyrr með bestu mönnum Brentford sem gerði jafntefli, 1:1, við Cambridge á úti- velli í 2. deild. ■ FRIÐRIK Stefánsson skoraði sex stig og tók þrjú fráköst fyrir Lapp- eenrannan sem tapaði, 66:69, fyrir Pantterit í finnsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudaginn. Friðrik lék í 37 mínútur en þetta var 10. tap Lappeenrannan í jafnmörg- um leikjum á tímabilinu. ■ KRISTJÁN Örn Sigurðsson er í hópi þeirra leikmanna hjá Stoke sem Guðjón Þórðarson knattspyrnu- stjóri hefur tilkynnt að hann sé til- búinn til að leigja til annarra félaga til þess að þeir öðlist reynslu. Krist- ján er tvítugur og hefur verið hjá Stoke í þrjú ár en ekki fengið tæki- færi með aðalliðinu til þessa. Slóvenskur risi til KFI ALES Zivanovic, hávaxinn miðherji frá Slóveníu, gekk í gær til liðs við körfuknattleikslið KFÍ frá ísafirði. Zivanovic er 2,09 metrar á hæð og hefur leikið með háskólaliði Hawaii í tvö ár. ísfirðingar eru á botni úrvals- deildarinnar, hafa tapað öllum sjö leikjum sínum til þessa, en gera sér vonir um að Zivanovic eigi eftir að auka möguleika þeirra á að rétta sinn hlut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.