Morgunblaðið - 22.11.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.2000, Blaðsíða 1
Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson eru umsjónarmenn þáttarins 70 mínútur á Popp Tíví POPR T V HIN KORNUNGA SJONVARPSSTOÐ POPP TÍVÍ SINNIR INNLENDRI DAGSKRÁRGERÐ AF KAPPI ER sjonvarpsmenn- ingin tók aö breið- ast út yfir jarö- kringluna og vinsældir fjölmiö- ilsins að aukast opnuöust nýjar leiöir til umsvifa hjá frammámönnum í geiranum. Hið heföbundna form sjónvarps- stöðva, risabákn sem leggja sig í líma við að sinna öllum þáttum menningarinnar, og það kannski með misjöfnum árangri, var ekk- ert endilega málið lengur. Grund- völlur fyrir sérhæfðar sjónvarps- stöðvar sem sinna einum málaflokki allan sólarhringinn varð bratt að staðreynd. Stöðvar eins og Discovery Channel, Eurosport og Cartoon Network ættu að vera fólki að góðu kunnar en svo eru líka til stöðvar sem taka þessa hug- myndafræði út í öfgar, t.a.m. sjónvarpsstöðin Manchester United, en engin verðlaun verða veitt þeim sem giskar J rétt á umfjöllunarefni I þeirrar stöðvar. Það þóttu tímamót í sögu sjónvarpsmenning- arinnar, og sumir vilja segja í vestrænni ► Eitthvað fyrir alla ÞAÐ hefur verið góó og gild hefð í gegnum árin hjá Ríkissjónvarpinu að bjóða upp á skemmtiþætti ætlaða fólki á öllum aldri og af hvers kyns toga, enda er þetta nú einu sinni sjónvarpsstöðin okkar. Hvað er in- dælla en að hjúfra sig upp að blá- skjánum á laugardagskvöldi í faðmi stórfjölskyldunnar með sælgæti og gos í fanginu? Skemmst er að minn- ast ægivinsælda Hemma Gunn hérí eina tíð, er hann lék sér m.a. aö því að láta heilu kauptúnin slökkva og kveikja stofuljósin sín. Leikkonan kunna, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, stýrirnú skemmtiþætt- inum Milli himins ogjaröarí Ríkissjón- varpinu en eins og nafnið gefur til kynna er efnisvalið vítt bæði og breitt. Dagskrárblaðið ræddi við Steinunni um þennan nýja starfsvettvang hennar. „Þetta er svona allt að koma," seg- irSteinunn, aðspurð hvemig þetta gangi nú hjá henni. „Ég hef aldrei komiö neitt að dagskrárgerö áður þannig að þetta er alveg ný reynsla fýrir mig og ég er svona smátt og smátt að læra ný vinnubrögó og reyna að botna í þessum miðli sem sjón- varpiö er." Steinunn segir enga sér- staka fyrirmynd vera að þættinum. „Mér var uppálagt af dagskrárstjóra að vera með þátt sem ætti að henta allri fjölskyldunni og það eru í sjálfu sér mjög víðtæk skilaboö en við höf- um reynt að miða við það að í hverjum þætti væri eitthvað fýrir alla ald- urshópa. Svo er auðvitað ótrúlegt framboð af tónlistarfólki og hæfileika- fólki alls kyns og við reynum að hafa svona sæmilega blöndu aftónlistog óvæntum uppákomum í þættinum." Steinunn segist hafa ákveðið fýrir löngu að taka sér smávegis frf úr leik- húsinu. „Síöan kom þetta tækifæri og ég ákvað að slá til og prófa þetta í einn vetur." Hún vill nú ekki meina að menntun hennar sem leikari nýtist henni sérstaklega í þessu verkefni. „Þama kem égfram í eigin persónu, hef ekkert til að fela mig á bak við. En starfsreynsla síöustu tíu ára kemur ör- ugglega að góðum notum." Aðspurð hvort einhverjir erlendir þættir séu hafðir aö viðmiöi svarar hún: „Nei, viö höfum ekki gert það. En eflaust er maður eitthvað smitaður af því sjón- varpsefni sem maöur hefur séð.“ Þættimireru á dagskrá á kjörtíma, á milli kl. 20 og 21 öll laugardagskvöld. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er umsjónarmaður Milli himins ogjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.