Morgunblaðið - 08.12.2000, Side 2

Morgunblaðið - 08.12.2000, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Landbúnaðarráðherra með nýtt frumvarp í smíðum um lax- og silungsveiði Akveðin svæði verði undanskilin öllu laxeldi Greiðslur fyrir laxeldi koma til greina hér, að mati ráðherra GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra er hrifínn af þeim áform- um Norðmanna að leggja til ákveðin landssvæði sem verði án laxeldis í sjó, til að vernda villta laxastofna. Frumvarp þessa efnis liggur fyrir norska þinginu. í sam- tali við Morgunblaðið sagðist Guðni vera með frumvarp í smíð- um um lax- og silungsveiði sem m.a. tæki á þessu. Þar yrðu sett skýr og afdráttarlaus lög um hvernig standa ætti að þessum málum. Hert væri á núgildandi lögum sem heimiluðu landbúnaðar- ráðherra að takmarka laxeldi á ákveðnum landssvæðum. Guðni sagði frumvarpið fara fyr- ir ríkisstjórn á næstu dögum en óljóst er hvort það verður að lög- um áður en farið verður að veita starfsleyfi fyrir þeim sjókvíaeldis- stöðvum sem áformaðar eru. Fjölmargir aðilar áforma víða sjókvíaeldi hér við land, t.d. á þremur stöðum á Austfjörðum, við Reykjanes, Snæfellsnes, á Vest- fjörðum og í Eyjafirði og Vest- mannaeyjum. Fjrrir landbúnaðar- ráðherra liggur að veita starfsleyfi fyrir þessar eldisstöðvar. Væntan- lega verður fyrst fjallað um stöð- ina í Mjóafirði á Austurlandi sem umhverfisráðherra úrskurðaði ný- lega að þyrfti ekki mat á umhverf- isáhrifum. Sú ákvörðun hefur reyndar verið kærð. Guðni sagði að við umfjöllun um þessar stöðvar væri mikilvægt að nýta sér þá reynslu sem Norð- menn hefðu öðlast í laxeldi, svo sömu mistökin yrðu ekki endur- tekin og í upphafi laxeldis hér á landi. Sjókvíaeldi takmörkuð auðlind Eins og kom fram í Morgunblað- inu í gær eru norsk stjórnvöld einnig að íhuga greiðslu fyrir leyfi ÓSLÓARTRÉÐ er nú komið á sinn stað á Austurvelli en auk þess sem tréð er stærsta jólatré Reykjavíkurborgar þykir flestum það vera ómissandi hluti af jóla- svip miðbæjarins. til sjóeldis á laxi. Aðspurður hvort greiðslur kæmu til greina hér á landi sagðist Guðni vera á því. „Við erum að feta okkur af stað á nýjan leik. Niðurstaða auðlinda- nefndar var sú að hér yrði sjókvía- eldi takmörkuð auðlind, ekki væri hægt að stunda hana á öllum stöð- um á Islandi. Samkvæmt þessari niðurstöðu hlýtur gjaldtaka að koma til greina. Hins vegar segi ég það hiklaust við þau fyrirtæki sem áforma laxeldi að auðvitað verði þau að greiða ákveðna þjón- ustu og kostnað sem þessu fylgir. Kannski er of fljótt hjá okkur að vera að tala um þetta sem stór- gróðaatvinnuveg. Framtíðin sker úr um hvort þetta gengur,“ sagði Guðni. Starfsmenn Reykjavíkurborgar röðuðu ljósum á greinar trésins í gær en á sunnudag verða ljósin tendruð við hátíðlega athöfn að vanda og á eftir munu jólasvein- arnir mæta á svæðið. Þorgerður Gunnars- dóttir þingmaður vill bjóða upp þriðju kynslóð farsímarása Skynsamur valkostur og sann- gjörn leið „UPPBOÐ á farsímarásum er [því] skynsamur valkostur og sanngjörn leið,“ skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins, í grein í blaðinu í dag þegar hún lýkur samanburði á þeim leiðum sem helst eru ræddar við úthlutun leyfa fyrir þriðju kyn- slóð farsímakerfa, UMTS-kerfisins svokallaða. Þingmaðurinn ber saman upp- boðs- og samanburðarleiðimar. Það atriði sem vegur þyngst í hennar huga sem rökstuðningur fyrir upp- boðsleiðinni er að þar er um að ræða hlutlausa leið við úthlutun takmark- aðra auðlinda þar sem reglumar eru fyrir fram ákveðnar, öllum kunnar og augljósar. Ekki sé líklegt að tor- tryggni gæti við úthlutun leyfanna ef uppboð er valið, hvorki meðal al- mennings eða farsímafyrirtækja. Telur hún að uppboðsaðferðin sé til þess fallin að vekja traust almenn- ings á framtíð þessara mikilvægu al- mannahagsmuna og frið um úthlut- un leyfa til þriðju kynslóðar farsíma. ■ Uppboðs- eða/62 ---------------- Rækjuverksmiðja NASCO í Bolungarvík Fallið frá kaupum FALLIÐ hefur verið frá kaupum AG-fjárfestingar ehf. á rækjuverk- smiðju NASCO ehf. í Bolungarvík, þar sem ekki náðust samningar við stærstu kröfuhafa. AG-fjárfesting ehf. var stofnað til að kaupa rækjuverksmiðjuna áður en NASCO óskaði eftir gjaldþrota- skiptum og tókust samningar með þeim fyrirvara um fjármögnun. Guð- mundur Kr. Eydal, annar eigenda AG-fjárfestingar ehf., segir að meðal annars hafi kröfur á verksmiðjuna reynst meiri en gert var ráð fyrir og því hafi ekki náðst samningar við stærstu kröfuhafa, Byggðastofnun og Sparisjóð Bolungarvíkur. Mikil vonbrigði Um 80 manns vinna að jafnaði í rækjuverksmiðjunni í Bolungarvík og segir Ólafur Kristjánsson bæjar- stjóri þessar málalyktir mikil von- brigði. Hann segir að bæjarstjórnin muni gera hvað hún geti til að starf- semi haldi áfram í rækjuverksmiðj- unni. „Það er erfitt fyrir Bolvíkinga að búa við að eigendaskipti verða á stærsta fyrirtæki staðarins á tveggja ára fresti og nánast óviðunandi," segir hann. Einstakt tíðarfar það sem af er vetri í syðstu sveitum landsins Enn hefur ekki snjóað í byggð EINSTAKT tíðarfar hefur verið í syðstu sveitum landsins í vetur. Ekki hefur snjóað í byggð í Mýr- dal þótt komið sé fram á jóla- föstu. Þá er lítið vatn í jökulán- um. „Það er afskaplega gott veður, frostlaust og stilla dag eftir dag,“ sagði Einar Þorsteinsson, fyrrverandi ráðunautur í Sól- heimahjáleigu í Mýrdal, í gær. Hann sagði að enn hefði ekki komið snjór í byggð í haust. „Okkur bregður mikið við því að um þetta leyti í fyrra vorum við í miðjum hörðum vetri,“ sagði Einar. Hann sagði að það væri mikils virði að fá svona tíðarfar, það hjálpaði gróðrinum, en sagði of snemmt að spá fyrir allan vet- urinn. íslensk veðrátta væri svo óskaplega breytileg. Græn strá eru farin að sjást stinga sér upp úr sinunni í Fagradal í Mýrdal, þar sem Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins, býr. Túnin farin að grænka „Hér er búin að vera algjör stilla í mánuð og maður sér að túnin hér heima við bæ eru farin að grænka,“ sagði séra Halldór Gunnarsson í Holti undir Eyja- fjöllum. Hann sagði einnig greinilegt að trén heima í garð- inum í Holti væru farin að taka við sér. Halldór sagði að það vekti athygli hvað lítið væri í án- um. Þannig gæti hann nánast gengið yfir Holtsána á spari- skónum. Jónas í Fagradal sagði einnig að óvenjulítið vatn væri í jökulánum í Mýrdal og í þeim væri sáralítið jökulvatn. Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnausum í Meðallandi hafði svipaða sögu að segja og þeir sem vestar búa, allt er marautt og fínt þótt komið sé nær jólum. Hann sagði að tíðarfarið hefði verið óvenjulega gott og mikill munur frá síðasta vetri. Tvisvar hefur hvítnað í rót í Meðallandi í vetur en tekið jafnóðum upp aft- ur. Nú eru byggðarfjöllin nálega auð og það er ekki fyrr en kem- ur hærra, upp í Fögrufjöll, að snjór sést í fjöllum. Vilhjálmur sagði að tíðarfarið í vetur væri svipað og það var best veturna fyrir 1940. Tíðarfarið léttir störfin hjá bændum og Vilhjálmur sagði að menn hefðu ekki verið farnir að taka fé á hús hér áður fyrr. Nú hefðu allir gert það. í Mýrdaln- um eru helst vandamál með að ná fénu heim, það sækir upp undir jökul á meðan veðrið helst svona gott. Sérblöð í dag / / BIOBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖOUM 70 þriggja stiga skot í Keflavík/B2 íslendingaliðin úr leik í UEFA-bikarnum/B4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.