Morgunblaðið - 08.12.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.12.2000, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hleðslutæki fyrir rafgeyma brann til ösku í íbúð í Snægili Rey ksky nj ar inn sannaði gildi sitt Morgunblaðið/Kristján Hleðslutækið sem brann, handónýtt í geymsluglugganum í Snægili. Hjálpræðisherinn á Akureyri Fataúthlut- un og fjár- hagsaðstoð HJÁLPRÆÐISHERINN á Akur- eyri mun sem endranær leitast við að aðstoða þá sem hjálpar eru þurfi fyrir þessi jól, en fram kem- ur í tilkynningu frá Hjálpræðis- hernum að þó umræður séu um aukna velmegun í landinu búi margir við bág kjör. Hjálpræðisherinn verður með innsöfnun fyrir þessi jól og verð- ur úthlutað úr þeim sjóði til þeirra sem hjálpar eru þurfi. Tekið er við umsóknum frá kl. 19 til 20 frá og með næsta mánu- degi, 11. desember og allt fram til jóla. Áætlað er að úthluta um 20. desember næstkomandi. Hjálpræðisherinn reiðir nú sem áður á örlæti almennings og munu Jólapottar standa í göngu- götunni í Hafnarstræti og á Gler- ártorgi þar sem fólk getur komið framlögum si'num til skila. Hjálp- ræðisherinn hefur einnig úthlutað fatnaði til þeirra sem á þurfa að halda og er þar um að ræða end- urgjaldslausa úthlutun. Tekið er á móti fatnaði í húsnæði Hjálp- ræðishersins á Hvannavöllum 10. Aðsendar greinar á Netinu vg> mbl.is _A.LLTAf= eiTTH\SAÐ HÝTl- LITLU munaði að illa færi þegar hleðslutæki fyrir rafgeyma brann til ösku í geymslu í fjölbýlishúsi við Snægil á Akureyri. Hjónin Einar Muller og Leónóra Muller vöknuðu upp við það að reykskynjari fór í gang í íbúðinni en þá hafði reykur náð að komast inn í íbúðina. Geymslan er inn af forstofu en lok- að var inn í sjálfa íbúðina. „Eg hljóp strax fram í geymslu þegar ég vaknaði við reykskynjar- ann og þá tók veggur á móti mér, en það bjargaði miklu að glugginn var lokaður, þannig að ekkert súr- efni var í geymslunni," sagði Einar. Öllu jöfnu hafa þau gluggann opinn en lokuðu honum af einhverjum ástæðum í fyrrakvöld. Slökkvilið Akureyrar kom á vettvang laust fyrir kl. 02 í fyrrinótt og var íbúðin þá reykhreinsuð. Laufabrauðið og smákökurnar urðu reyknum að bráð Einar sagði að þetta væri í annað sinn sem hann notaði umrætt hleðslutæki, „þannig að þetta er bara drasl, handónýtt". Skemmdir urðu að sögn þeirra Einars og Leónóru sem betur fer ekki miklar. Eitthvað af heimilistækjum, saumavél, hrærivél og fíeira skemmdust og þá er hætt við að laufabrauðið og smákökurnar sem búið var að baka fyrir jólin séu ekki upp á það besta. „Ég bakaði fjórar sortir í gærkvöld (fyrra- kvöld),“ sagði Leónóra. Einar var líka nýbúinn að þrífa íbúðina fyrir jólin, en þau hjón þurfa greinilega að taka til hendinni við það verk- efni á nýjan leik. „Ætli megi ekki segja að þetta sé ótrúlega vel sloppið og það er fyrst og fremst því að þakka að við vöknuðum tím- anlega við reykskynjarann," sagði Einar. Reyksky nj arinn sannaði gildi sitt Jón Knútsen, varðstjóri hjá Slökkvilið Akureyrar, sagði að reykskynjarinn hefði sannað gildi sitt og vildi hann brýna fyrir fólki að setja slíkan búnað upp í íbúðum sínum. Skynjarinn þyrfti að vera á réttum stöðum í íbúðinni og þá væri vitanlega nauðsynlegt að í honum væru nýjar rafhlöður. Hann sagði starfsmenn eldvarnareftirlits fúsa að gefa fólki góð ráð um stað- setningu þeirra sem og hvaða teg- undir hentuðu best. Um er að ræða tvær tegundir, þeir venjulegu er svonefndir jón- ískir skynjarar en þeir þefa uppi heitan reyk og þá eru til svokallað- ir „optískir“ skynjarar, en þeir skynja til að mynda þegar rafleiðsl- ur bráðna og henta því vel í ungl- ingaherbergi þar sem jafnan eru tæki af margvíslegum toga, tölvur, sjónvörp og hljómflutningstæki. Andi lið- innajóla í Laufási JÓLAANNIR verða í gamla bænum í Laufási næstkomandi laugardag, 9. desember frá kl. 13.30 til 15.30. Þar verður unn- in ull í band, baldýrað, laufa- brauð skorið, hangiket soðið og margt fleira. Til þess að létta starf og lund mun sönghópur- inn Ómur syngja gömlu jólalög- in. Konumar í Ómi munu einnig syngja með gestum og jóla- sveinar líta auðvitað við. Allir eru velkomnir að fylgjast með vinnunni og bragða á bakstr- inum. Dagskráin hefst með bamastund í Laufáskirkju. Laura Ashley- verslun opnuð OPNUÐ hefúr verið Laura Ashley- verslun í húsnæði Kaupfélags Ey- firðinga, Hafnarstræti 91 á Akur- eyri. Þar er boðið upp á fatnað, veggfóð- ur> gluggatjaldaefni, lampa og ýmsa gjafavöru. Verslun sem þessi hefur verið rekin í Reykjavflt til fjölda ára og er til húsa á Laugavegi 99. Á myndinni er Inga Einarsdóttir í nýrri verslun siimi á Akureyri. Kraftaverkakarl! Mæðginin María í Amaro og Skarphéðinn Birkisson segja frá lífsbaráttu hans Sambýliskonur Í67ár Kristfn Ólafsdóttlr og Jóhanna Jónsdóttfr Ástin sigrar attt Bergiínd Gylfadöttir ÁSKRIFTAR- OG AUGLÝSINGASÍMI 461 2515 Morgunblaðið/Kristján Slökun! Slökunarolía, vöðvaolía, unaðsolía, ástareldur. 20% kynningarafsláttur! Kynning í Heilsubúðinni, Reykjarvíkurvegi 62, Hafnarfirði, föstudaginn 8. desember kl. 14-17. &hrity' erbs tuíMúru/yjar tttft/rúoúrar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.