Morgunblaðið - 08.12.2000, Síða 67

Morgunblaðið - 08.12.2000, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 6^ UMRÆÐAN ÞEGAR fólk veltir því fyrir sér hvaða at- vinnugrein sé mikil- væg'ust fyrir íslenska þjóðarbúið, þá kemur sj ávarútvegurinn sennilega fyrst upp í hugann. Sjávarútveg- urinn er að sönnu gríðarlega mikilvæg- ur, enda stendur hann undir 43 prósentum af þeim tekjum sem við öflum okkur á erlend- um mörkuðum. Sann- leikurinn er hins veg- ar sá að allar atvinnugreinarnar eru líklega jafn mikilvæg- ar, enda eru þær allar háðar hver annarri og því ekki auðvelt að gera upp á milli þeirra. Rauði þráðurinn í atvinnulífínu er hins vegar verslun í víðasta skilningi þess orðs enda er versl- unin tækið sem gerir viðskipti möguleg. Frystu þorskflökin sem koma upp úr frystitogurunum væru til dæmis lítils virði, ef ekki væri búið að koma upp öflugu sölu- og dreifingarkerfi fyrir sjávar- afurðir okkar á erlendum mörkuð- um. Verslunin samstillir þannig ólíka þætti hagkerfisins og tryggir samspil atvinnugreinanna til hags- bóta fyrir alla. Verslunin tengir Verslunarstarfsemin tengir framleiðendur við kaupendur. Hún er þannig boðberi markaðarins og færir framleiðendum skilaboð neytenda um vöruþörf, vöruverð og þjónustu. Án þessara skilaboða gæti farið fyrir framleiðendum eins og ríkisreknu fyrirtækjunum í kommúnistaríkjunum sálugu, sem lentu stundum í því að framleiða vöru samkvæmt áætl- unum, án þess að hafa nokkra hugmynd um raunverulegar þarfir neytenda. Umfangsmesta atvinnugreinin En hvað er verslun? I víðasta skilningi orðsins, er verslun öll sú starfsemi sem mið- ar að því að selja eða kaupa vörur sem aðrir hafa framleitt. Til við- bótar þessu, þjónar verslunin öðrum at- vinnugreinum með margvíslegum hætti. Verslunin selur vélar og tæki til iðnaðar, veiðarfæri til sjávarút- vegsins, hráefni til iðnaðar, pappír til dagblaða og tímarita, bygging- Atvinnugreinar Rauði þráðurinn í at- vinnulífínu er verslun í víðasta skilningi þess orðs, segir Stefán S. Guðjónsson, enda er verslunin tækið sem gerir viðskipti möguleg. arefni til verktaka og skrifstofu- tæki til banka og tryggingarfélaga, svo ekki sé minnst á daglegar neysluvörur til almennings. Versl- unin snertir því flest svið mannlífs- ins og nær öll okkar taka þátt í henni daglega. Umsvif verslunar í formi vöru- veltu eru meiri en í nokkurri ann- arri atvinnugrein. Heildarvelta í verslun var um 403 milljarðar króna á síðasta ári. Á sama tíma velti iðnaðurinn 231 milljarði og fiskveiðar og vinnsla 150 milljörð- um. Um 22 þúsund manns starfa við verslun á íslandi eða fleiri en í nokkurri annarri atvinnugrein. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkis- skattstjóra greiðir verslunin mest allra atvinnugreina í skatta. Framlag til ferðaþj ónustunnar Verslunin er einnig ríkur þáttur í þeirri þjónustu sem veitt er er- lendum ferðamönnum hér á landi. Nýlega var greint frá niðurstöðum samantektar á verslun erlendra ferðamanna sem leiddi í ljós að hún hefur aukist um nær fjórðung á þessu ári, mest í innfluttri vöru og merkjavöru. Samkvæmt tölum um endurgreiddan virðisaukaskatt má gera ráð fyrir að þessi hópur versli fyrir allt að tvo og hálfan milljarð hér á landi árlega. Inn- kaup erlendra gesta eru þannig að skapa um tvö hundruð ársverk í verslun hér á landi. Niðurstöður þessarar saman- tektar vekja óneitanlega upp þá spurningu hvers vegna Islendingar leggi það á sig að ferðast til ann- arra landa til innkaupa. Sam- kvæmt neyslu- og lífsháttakönnun Gallup fór rúmlega þriðjungur Is- lendinga í verslunarferðir til út- landa á síðasta ári og áætlað er að við höfum eytt um fimm milljörð- um króna í þeim ferðum. Á sama tíma eru erlendir ferðamenn í æ ríkari mæli að kaupa hér á landi sérvöru og merkjavöru sem er fyllilega samkeppnishæf í verði. Það er vissulega skemmtilegt að ferðast til annarra landa og kynn- ast framandi menningu og þjóðlífi. Með aukinni samkeppnishæfni ís- lenskra verslana er hins vegar orð- inn hreinn óþarfi að taka inn- kaupatöskurnar með í ferðina. Höfundur er frumkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar. Islensk verslun íþjóðarþágu Stefán S. Guðjónsson iginleiki t kvenna Estée Lauder útsölustaðir: Clara Kringlunni, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Hamraborg, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Setbergi, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Grafarvogi, Hagkaup Smáranum, Lyf og heilsa, Austurstræti, Sara Bankastræti, Apótek Keflavíkur, Hjá Maríu, Hafnarstræti, Akureyri. Hjá Maríu, Glerártorgi, Akureyri. Nýi ilmurinn frá Estée Lauder INTUITÍON ESTEE LAUDER RCD1350 HITACHI AKAI GRUnDIG UNITED TENSíll HITACHI KGL5TEE harman kardon ÍIBL Wm\ A • / , -/ýi UGI1Í = yy ' - ' Á. RCD1365 immmm æk # r'J lEMO RR300 ■ uHiMHUit imJAylOIHi: Higtxii. Snáitrgl HeHKbnglaiL InmliŒi lUai táuresi mnui: Hliinsii tatsi. Wtlii ImHm lnpnsi tlóisMlii. Htllissaii Mt Wortestn Mlt VtSTIMH: toltljj SnwHslitfc taismsi. PóHisffl. Issliti UUBUIt: If StiwlKWí BóSiawik. B HkMÉR tnaMaiii. Ð Hónvetiiiniffl Blöniltiósi SlaflfirflitfltliiB. Ssuiliikifiki. DefcsrL Qahrft. tiósiisliiffl Akwtffl ÐbmI Biistvft. tírS. Bulsílitln. AUBIIBUIO. B Hértisbffl liHssióflim. VtnliiiÉ VL tssktiiiissltð lí'jplitl Vaimatitfli. B lAóflHilliogA Vtimaliiii. B BtraJsteis. Styfiislirfii. IunHsrtir. SttBsfliti B FAskrúðsfiartar. fAsBiðsisjii. lASt Mmtlifði. SHDHBIAltl: tskttgnssaVsIzó Bl HntswHi % BtsltH Htlli IA. Sellissl lís Miksbili. Iiints. Vumiii. tEVUAIiS: Sumitli ItlML Rslbnm. EtinótriL MligwrinisL Srj. laflwstBsur, tuli. Uulli HrMití
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.