Morgunblaðið - 08.12.2000, Side 73

Morgunblaðið - 08.12.2000, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Jónína Ingvadóttir, VISA íslandi, Kristinn A. Stefánsson og Stefán Stef- ánsson, Rauðará, Sigurvin Gunnarsson, Klúbbi matreiðslumeistara, og Svanhildur Konráðsdóttir, Reykjavík - menningarborg 2000. Rauðará veitingahús nóvembermánaðar í TILEFNI þess að Reykjavík er nienningarborg Evrópu árið 2000 hefur Klúbbur matreiðslumeistara í samvinnu við Reykjavík - menning- arborg Evrópu árið 2000 og VISA Island staðið fyrir vali á veitinga- húsi hvers mánaðar út árið 2000. Allir gestir veitingahúsa um land allt geta tekið þátt og velja sitt veit- ingahús mánaðarins með tilliti til gæða matar, þjónustu, umhverfis, verðlags og annars sem áhuga vek- ur. Gestir greiða atkvæði sitt á heimasíðu Klúbbs matreiðslumeist- ara, icelandic-chefs.is, eða senda svarseðil sem birtur er í Morgun- blaðinu í lok hvers mánaðar. I árs- Sjálfstæðisflokkurinn í suðurkjördæmi Fundur með sveitarstjórn- armönnum DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, halda fund með sjálfstæðis- mönnum í sveitarstjómum hins nýja suðurkjördæmis laugardaginn 9. desember kl. 12 á Hótel Selfossi. Þeir flytja ávörp um stöðu lands- mála og að því loknu munu fundar- menn skiptast á skoðunum og fjalla um sveitarstjórnarmál, samskipti við ríkisvaldið og annað sem á brennur. Reiknað er með sveitarstjórnar- mönnum allt austan frá Hornafírði og vestan úr Sandgerði. lok verður síðan valið veitingahús ársins 2000. Flest atkvæði í nóvember hlaut Rauðará og er því valið veitingahús nóvembermánaðar. Þau veitinga- hús sem hlutu næstflest atkvæði voru: Lækjarbrekka, Argentína og Humarhúsið. Dregið hefur verið úr nöfnum þeirra sem völdu veitingahús nóv- embermánaðar og hljóta eftirfar- andi þátttakendur málsverð fyrir tvo á Rauðará: Kristín Magnúsdótt- ir, Unufelli 23,111 Reykjavík, Kristján Sigurðsson, Austurberg 20, 111 Reykjavík og Páll Eiríks- son, Álftamýri 8,108 Reykjavík. AB-Mjöl sækir um starfsleyfi EFTIRFARANDI athugasemd hefur borist Morgunblaðinu vegna fréttar, sem birtist á þriðjudag: „I frétt um kjötmjöl í blaðinu [á þriðjudag] er sagt að rekstri kjöt- mjölsverksmiðju AB-Mjöls ehf. í Borgarnesi hafi verið hætt. Hið rétta er að reksturinn var stöðvaður í maí s.l. vegna athuga- semda við mengun frá verksmiðj- unni. Unnar hafa verið áætlanir um endurbætur á verksmiðjunni og sótt hefur verið um starfsleyfi fyr- ir hana. Vonast er til að reksturinn hefj- ist að nýju þegar nauðsynlegar endurbætur hafa verið fram- kvæmdar, enda er úrvinnsla á slát- urúrgangi nauðsynlegur þáttur í sorphirðu svæðisins.“ Námskeið um jólakvíða SR. SIGURÐUR Pálsson, sóknar- prestur í Hallgrímskirkju og Stefán Jóhannsson MA í fjölskylduráðgjöf bjóða upp á námskeið um kvíða, spennu og sektarkennd tengd jólum sem haldið verður í Hallgrímskirkju föstudagskvöldið 15. desember kl. 19 til 22. Námskeiðið fjallar um sjálfshjálp- arleiðir til að bregðast við þeim til- finningum sem upp koma við undir- búning jólahátíðar, segir í frétta- tilkynningu. Rætt verður um tilgang jólanna og hvernig við getum öll átt gleðilegjól. Skráning er á ráðgjafastofu Stef- áns Jóhannssonai'. -----*-+-*--- Hátíðarfundur Parkinson- samtakanna PARKINSON-samtökin á íslandi halda sinn árlega hátíðarfund laug- ardaginn 9. desember kl. 12 á hádegi í Kiwanishúsinu við Engjateig 11. Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku í síma samtakanna eða til Nínu, Jóns og Óskars. -----UH------ Sigurður sýnir málverk SIGURÐUR Hallmarsson heldur málverkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík, en hún verður opnuð í dag, föstudaginn 8. desember, og stendur til 17. sama mánaðai'. Sýningin verður opnuð kl. 17 í dag og er opin til kl. 21, en aðra sýningar- daga er opið frá kl. 13 til 19. ------------- Handverks- markaður í Garðatorgi HANDVERKSMARKAÐUR er haldinn í Garðatorgi, Garðabæ, hvern laugardag fram að jólum, og er markaðurinn opinn frá 10- 18. Þar er handverksfólk með sína muni til sýnis og sölu. Þar ber að líta góðar og ódýrar jólagjafir t.d. húfur á börn, merkt handklæði, myndir, trévörur, postulín, prjónavörur, leirmunir, skart- gripir, glervörur ásamt ýmsu öðru. Notíð þægindin Notaleg staeði í sex bílahúsum bíða þín í jólaumferðinni. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 78 * Dumb Dumber uideóspóla fylgir með Jgæz. ÉHk kg FERSKAR KJÖTVÖRUR tandonlamti & .„799.- donsK iitrarkæfa jsm 115 g 12ð 99 stk vaniilu • súkkulaði mjukis ÆQQs ulaði • pecant/karameHu kókos ísterta AIQ- 999> “TI Jólaávextir - mikið úrval hiariöiiiijn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.