Morgunblaðið - 08.12.2000, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
2000
3N*qgtitiWbifcife
■ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER
BLAÐ
Aron skoraði
sjö mörk
ARON Kristjánsson átti stórleik í vörn og
sókn og skoraði 7 mörk þegar lið hans,
Skjern, sigraði Otterup, 33:22, í dönsku úr-
valsdeildinni í handknattleik í fyrrakvöld.
Daði Hafþórsson fékk lítið að spreyta sig
með Skjern í leiknum og skoraði ekki mark.
Skjern er nú í 5. sæti deildarinnar með 15
stig eftir 13 leiki en FIF er sem fyrr í fyrsta
sæti með 21 stig eftir 12 leiki. Þetta var síð-
asti leikur Skjern í deildinni á þessu ári en
á laugardaginn taka þeir á móti júgóslav-
neska liðinu RK Sintelon í Evrópukeppni
bikarhafa og spila siðan í Júgóslavíu viku
síðar. Dómarar í leiknum á laugardaginn
verða þeir Ólafur Haraldsson og Guðjón
Sigurðsson.
Reuters
Nicky Barnby gerði fallegt mark þegar Liverpool vann Olympiakos 2:0 og tryggði sér rétt tii að keppa í 4. umferð UEFA-bikarsins.
Holland
landslið
ársins
í knatt-
spymu
ALÞJÓÐA knattspyrnusamband-
ið, FIFA, hefur valið hollenska
landsliðið besta landslið ársins
2000. Holland hafði betur gegn
Hondúras en mikill uppgangur
hefur verið hjá landsliði Hondúr-
as á undanförnum misserum.
Hollendingar töpuðu aðeins
einum leik af þeim fjórtán sem
þeir léku á árinu en þeir urðu að
láta í minni pokann fyrir Portú-
gölum í undankeppni heimsmeist-
aramótsins í október siðastliðn-
um. I Evrópukeppni landsliða í
sumar voru Hollendingar slegnir
út í undanúrslitum af Itölum en
úrslitin í þeim leik réðust í víta-
spyrnukeppni eftir að staðan var
jöfn eftir venjulegan leiktíma og
framlengingu.
Landslið Brasih'u var valið
besta liðið á árunum 1994-1999
og Nígería fyrir mestar framfarir
á árinu en Nígeríumenn hækkuðu
um þrjátíu sæti á styrkleikalista
FIFA.
Þá voru útnefnd landslið ársins
í öllum heimsálfum. f Asíu varð
Japan fyrir valinu, í S-Amerfku
hlaut Kólumbía titilinn, í Afríku
var það Nígería, í Mið-Amerfku
Hondúras, Ást.ralía hreppti út-
nefninguna í eyjaálfu og í Evrópu
varð Iiolland fyrir valinu.
Ellert B. Schram segir samþykkt UMFÍ vera samkvæmt samþykkt ungmennafélaga á íþróttaþingi
Farið eftir ósk ungmennafélaga
„VIÐ fórum fram á viðræður við UMFÍ eins og fulltrúar ungmennafé-
laganna óskuðu eftir og samþykktu á síðasta íþróttaþingi. Það
hefði því verið eins og blaut tuska framan í þessa félaga okkar ef
UMFÍ hefði hafnað ósk okkar um viðræður,“ sagði Ellert B. Schram,
forseti ÍSÍ, aðspurður um viðbrögð hans við ákvörðun UMFÍ um að
verða við beiðni ÍSÍ um viðræður um sameiningu þessara tveggja
íþróttahreyfinga í eina.
Iskýrslu ráðgjafafyrirtækisins
Deloitte og Touche sem lögð
var fram á dögunum kemur fram
að verulegur sparnaður getur orð-
ið af sameiningu íþrótta- og ól-
ympíusambands Islands og Ung-
mennafélags íslands í eina íþrótta-
hreyfingu.
Þórir Jónsson sagði í samtali við
Morgunblaðið að loknum stjórnar-
fundi UMFÍ í fyrrakvöld, að það
væri sjálfsögð kurteisi að verða við
þessari ósk um viðræður. „Þar
verður fyrst og fremst rætt um
efni skýrslunnar en það er ekki
þar með sagt að sameiningarferlið
fari af stað þó af þessum fundi
verði.“
Ellert þykir svar UMFÍ ekki
vera óskýrt og segir. „Eitthvað er
svar UMFÍ í loðnari kantinum en
við ætlum að tala saman og það
skiptir mestu máli í augnablikinu,“
segir Ellert.
„Ef menn bera heildarhagsmuni
fyrir brjósti, get ég ekki annað en
haft trú á öðru en menn tali saman
á málefnalegan og jákvæðan hátt.
Við hjá ÍSÍ munum halda áfram
að kynna skýrsluna og málið í
heild úti í hreyfingunni. Og á
endanum verður það grasrótin,
fólkið sjálft í hreyfingunni, sem á
síðasta orðið,“ sajgði Ellert B.
Schram, forseti ISI. Hann sagðist
ekki vita hvenær af fundi geti orð-
ið og reiknaði með því að athuga
það um leið og hann komi heim frá
Spáni þar sem hann var staddur í
gær.
Á MORGUN
Viðtal við Ellert B. Schram um sameiningu ÍSÍ og UMFÍ
og afreksmannastefnu í íþróttum
MANCHESTER UNITED RÍKASTA KNATTSPYRNUFÉLAG HEIMS / B3