Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 4
mm IÞRMnR FOLK ■ Ll/ÍS Figo, portúgalski leikmað- urinn sem leikui- með Real Madrid og dýrasti leikmaður heims, var val- inn knattspyrnumaður ársins af les- endum World Soccer tímaritsins. Zinedine Zidane hjá Juventus varð annar í kjörinu og Andriy Shevch- enko hjá AC Milan þriðji. ■ FRANSKA landsliðið vai- valið lið ársins og þar á eftir kom lið Kamer- ún. Besti þjálfari ársins var valinn Dino Zoff fyrir að koma ítalska landsliðinu í úrslit Evrópukeppn- innar. ■ LEIKMENN ítalska liðsins Brescia voru í fangelsi í gær. Þeim var ekki stungið inn heldur fóru þeir í heimsókn í fangelsið til að létta lund fanganna. Það tókst bærilega en menn voru þó súrir yfir því að Roberto Baggio, fyrrum fyr- irliði landsliðsins, var heima með flensu. ■ NORSKU meistararnir í Rosen- borg gengu í gær frá kaupum á markverðinum Espen Johnsen sem leikið hefur með Start í norsku úr- valsdeildinni. Rosenborg greiddi 58 milljónir fyrir Johnsen sem kemur til með að keppa við Árna Gaut Arason um markvarðarstöðuna hjá félaginu á næstu leiktíð. ■ KARL Malone, leikmaður Utah Jazz, skoraði 31 stig gegn Toronto Raptors í vikunni og varð þar með annar stigahæsti leikmaður NBA- deildarinnar frá upphafi. ■ JOHN Stockton var að sjálfsögðu sá sem gaf stoðsendinguna á Mal- one þegar hann skoraði körfuna sem skaut honum upp fyrir Wilt Chamberlain. ■ MALONE, sem er 37 ára gamall, hefur nú skorað 31.443 stig á ferlin- um en efstur á listanum og 6.944 stigum á undan Malone er Kareem Abdul-Jabbar. ■ DON Nelson, þjálfari Dallas Mav- ericks, tilkynnti leikmönnum liðsins að hann hefði greinst með krabba- mein í blöðruhálskirtli en hygðist samt sem áður þjálfa liðið út keppn- istímabilið. ■ AÐEINS þrír þjálfarar hafa unn- ið fleiri leiki í NBA-deildinni en Nel- son sem hefur stjórnað NBA-liðum til sigurs í 937 leikjum og 758 leikj- um hafa liðin hans tapað til þessa. Jamison og Bryant1 með 51 stig hvor ANTAWN Jamison, leikmað- ur Golden State Warriors, skoraði 51 stig í annað skipt- ið á fjórum dögum þegar lið hans skellti meisturum Los Angeles Lakers, 125:122, í framlengdum leik í NBA- deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt. Ekki nóg með það, heldur skoraði Kobe Bryant 51 stig fy rir Lakers í lciknum sem þróaðist upp í einvígi þeirra tveggja. Þetta er í fyrsta skipti í 38 ár sem tveir leikmenn skora 50 stig í sama leiknum í NBA-deildinni. Síð- ' ■er d- filt i; I i 5an !, ’ Reuters Frakkinn Emmanuel Petit sem leikur með Barceiona á hér í höggi við Gert Verheyen. Stuðningsmenn spænska liðsins púuðu á leik- menn sína eftir 1:1 -jafntef lið, en liðið komst þó áfram. íslendingaliðin eru bæði úr leik EVRÓPUDRAUMUR Rosenborgar, sem Árni Gautur Arason leikur með og Herthu Berlín, sem Eyjólfur Sverrisson leikur með, er úti. Árni Gautur og félagar töpuðu 3:1 á heimavelli fyrir Alaves frá Spáni en liðin gerðu 1:1 jafntefli í fyrri leiknum. Eyjólfur og félagar heim- sóttu Inter eftir markalaust jafntefli heima f fyrri leiknum og stóðu vei að vígi, hvort lið hafði gert eitt mark, allt þar til þrjár mínútur voru til leiksloka að varamaðurinn Hakan Sukur gerði annað mark heimamanna og tryggði sæti í fjórðu umferð UEFA bikarnum. Leikmenn Rosenborgar hófu leik- inn betur en gerðu sjálfsmark á 18. mínútu og eftir það lögðu Spán- verjarnir mikla áherslu á vörnina og náðu Norðmenn ekki að skapa sér nægilega hættuleg mai’ktækifæri. Alaves, sem er í fimmta sæti spænsku deildarinnar, gerði annað mark á 37. mínútu er varnarmönn- um Rosenborgar urðu á mistök og skpruðu framhjá Árna Gauti. í síðari hálfleik kom markahæsti maður spænsku deildarinnar inn á og hann hafði aðeins verið með í leiknum í þrjár mínútur þegar hann var búinn að skora, komst einn á -móti Áma Gauti og skoraði framhjá honum. „Ég er mjög vonsvikinn. Vömin hjá okkur var mjög léleg í kvöld,“ sagði Nils Ame Eggen þjálfari Ros- enborgar eftir leikinn. Heimamenn Mílanó fengu óska- byrjun, Christian Vieri kom boltan- um á hinn léttfætta Alvaro Recoba frá Úrúgvæ á 6. mínútu og hann átti ekki í erfiðleikum með að skora. Hann var reyndar nærri því að koma Inter í 2:0 skömmu síðar, en gott skot hans fór rétt framhjá marki Herthu. Eftir hlé voru það leikmenn Herthu sem vom mun ákveðnari og ætluðu þeir sér greinilega að komast áfram. Liðið sótti nokkuð og Rene Tretschok jafnaði á 56. mínútu, fékk boltann frá Eyjólfi. Gestirnir réðu gangi mála á miðj- unni þar sem Eyjólfur átti mjög góð- an leik og allt stefndi í frækinn ár- angur, en Sukur gerði út um vonir þýska liðsins. Þremur mínútum fyrir leikslok fékk hann langa sendingu fram miðjuna, varnarmaður virtist geta skallað frá en tókst það ekki og Sukur komst einn á móti Gabor Kiraly markverði og skoraði. Liverpool tók á móti gríska liðinu Olympiakos en liðin skildu jöfn 2:2 í fyrri leiknum. Heimamenn unnu með marki frá Emile Heskey í fyrri hálfleik og Nick Bamby í þeim síð- ari. Síðara markið var skemmtilegt, Barnby komst upp undir endamörk vinsti-a megin og skaut föstu skoti í stöngina nær, þaðan fór boltinn í stöngina fjær og í netið. Grikkirnir áttu ekki mörg mark- tækifæri en áttu þó að fá vítaspyrnu undur lok leiksins þegar Sander Westerveld, markvörður Liverpool felldi Predrag Djordjevic. En ekkert var dæmt og heimamenn fögnuðu sigri. Stuðningsmenn spænska stórliðs- ins Barcelona bauluðu á sitt lið þrátt fyrir að liðið kæmist áfram í 16 liða úrslit keppninnar. Club Brugge frá Belgíu undir stjóm norska þjálfar- ans Trond Sollieds lék einum færri síðustu 22 mínútur leiksins og Riv- aldo skoraði eina mark heimamanna úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Gert Varheyen jafnaði leikinn íyrir Brugge tíu mínútum síðar en það dugði ekki til þar sem Barcelona vann fyrri leik liðana með tveimur mörkum gegn einu. Mark frá Aldair gaf leikmönnum Roma frá Ítalíu aukinn kraft gegn þýska liðinu Hamburger. Brasilíski varnarmaðurinn skoraði glæsilegt mark eftir hornspyrnu á 29. mínútu og ítalski landsliðsmaðurinn Marco Delvecchio skoraði annað mark Roma á 58. mínútu og tveimur mín- útum síðar bætti Walter Samuel þriðja markinu við og Hamburger tapaði þar með sjötta leik sínum 1 röð Fyrri leik Real Vallecano frá Spáni og Lokomotiv Moskva lauk með markalausu jafntefli í Moskvu en Spánverjarnir nýttu sér vel ein- beitingai'leysi gestanna á útivelli. Á þriggja mínútna kafla í seinni hálf- leik skoruðu þeir Bolic og Alcazar fyrir heimaliðið og það urðu lokatöl- ur leiksins. Ellert eftirlitsmaður UEFAíVigo Ellert B. Schram var eftirlitsmað- ur UEFA á leik spænska liðsins Celta Vigo og Shakhtar Donetsk frá Úkraínu en lengi vel var allt útlit fyr- ir að leikurinn færi ekki fram vegna mikilla rigninga í Vigo. Markalaust varð í íyrri leik liðanna og eina mark leiksins á Spáni skoraði Catanha á 28. mínútu. Celta Vigo hefur ekki tapað á heimavelli í Evrópukeppni í tvö ár en Valery Karpin var nálægt því að jafna fyrir Donetsk á 68. mín- útu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.