Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 4
-f ItfémR FOLK Viggó Sigurðsson segir sína menn í Haukum klára í slaginn gegn Sandefjord íslenskur handbolti betri en sá norski Guðmundur Hilmarsson skrifar VIGGÓ Sigurðsson þjálfari ís- landsmeistara Hauka hefur leg- ið yfir myndbandi af leik Sande- fjord gegn Bodö en liðin áttust við í norsku úrvalsdeildinni fyrir skömmu. Haukarnir slógu sem kunnugt er Bodö út í þriðju um- lerð EHF-kepninnar í hand- knattleik í síðasta mánuði og mæta um helgina Sandefjord í fjórðu umferðinni. Fyrri leikur- inn fer fram að Ásvöllum á sunnudagskvöldið klukkan 20 og síðari leikurinn verður annan sunnudag i Sandefjord. Þessir ieikir leggjast alveg þokkalega í mig. Mér sýnist lið Sandefjord vera mjög öflugt og það er töluvert jafnara heldur en Bodö. Ég hef verið að skoða leik Sandefjord gegn Bodö sem ég fékk sendan frá Noregi. Þrátt fyrir að Sandefjord hafi aðeins unnið þennan leik á heimavelli með einu marki þá sá nokkurn getumun á lið- unum. Það eru góðar skyttur í liðinu og Daninn Kim G. Jacobsen gegnir mikilvægu hlutverki í liðinu,“ sagði Viggó. Viggó segir að aðalstyrkleiki Sandefjord séu hraðaupphlaupin. Hann segir að leikmenn liðsins séu mjög fljótir upp völlinn og það verði að stöðva þessi hröðu upphlaup þeirra í fæðingu. > Verðum að spila vel „Ég er alveg sannfærður um að við eigum ágæta möguleika á að slá Sandefjord út enda tel ég að íslensk- ur handbolti eigi að vera betri en sá norski. Við megum alls ekki ofmeta þetta lið og heldur ekki vanmeta það því við gerum okkur alveg grein fyr- ir því að liðið er öflugt og með tals- verða reynslu af svona leikjum. Við ourfum fyrst og fremst að hugsa um jkkar leik og spiia vel í báðum leikj- unum til að eiga möguleika á að komast áfram. Þar sem fyrri leikur- inn er á heimvelli er mjög mikilvægt að ná góðum úrslitum og fara þannig með gott veganesti til Noregs eftir viku. Lykilatriði í þessum leikjum ■'cerður vörnin og markvarslan. Ef þessir hlutir verða í lagi þá klárum við þetta verkefni.“ Haukar og Sandefjord eiga í það minnsta eitt sameiginlegt. Liðunum hefur gengið vel í deildarkeppninni og bæði tróna þau á toppnum. Hauk- arnir hafa hins vegar gengið í gegn- um smálægð. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni fyrir KA- mönnum á dögunum og léku frekar Ula í leiknum á eftir þegar þeir lögðu ÍBV á heimavelli. Á miðvikudag hit- uðu þeir svo upp fyrir Evrópuleikinn ^neð 18 marka sigri á Breiðabliki. Leiðin liggur upp á við „Við lékum illa í leikjunum gegn KÁ og ÍBV en ég held að leiðin liggi núna upp á við. Það kemur alltaf fyr- ir að menn eigi slaka leiki inn á milli en ég held samt að þarna hafí frekar spilað inn í andleg þreyta hjá mönn- p m. Mér sýnist að þeir séu búnir að Morgunblaðið/Bryryar Gauti Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, í kröppum dansi í Evrópuleik gegn Bodö á dögunum. hrista þetta af sér og mæti mjög ferskir í leikinn á sunnudaginn. Það er mikill metnaður hjá okkur að ná sem lengst í þessari keppni. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir strákana að fínna stuðning og ég skora á fólk að mæta á leikinn og standa með okkur í þessari baráttu," sagði Viggó. Allir leikmenn Hauka eru heilir og klárir í slaginn að sögn Viggós. Petr Baumrauk hefur náð sér af veikindum og nárameiðsli sem hafa hrjáð Halldór Ingólfsson eru á und- anhaldi. ■ PETER Taylor, knattspyrnustjóri Leicester, vill fá Jody Morris, leik- mann Chelsea, í staðinn fyrir Neil Lennon sem genginn er til liðs við Glasgow Celtic. Morris lék undir stjórn Taylors með enska 21 árs landsliðinu. ■ CHELSEA reyndi á síðustu stundu að krækja í Lennon og bauð honum 15 milljónir króna í mánaðar- laun. Lennon var hins vegar búinn að gera upp hug sinn um að fara til Celtic. ■ INTER Milano er tilbúið að bjóða Leeds hinn írska Robbie Keane að láni í vetur, í skiptum fyrir forkaupsrétt að Harry Kewell. David O’Leary, stjóri Leeds, hefur mikinn hug á að kaupa Keane frá Inter næsta sumar. • BRASILÍSKIR fjölmiðlar full- yrtu í gær að þeir vissu niðurstöðuna í kjöri FIFA á knattspyrnumanni aldarinnar, sem verður kunngjört á mánudagskvöld, og að þeirra maður, Pele, hefði orðið fyrir valinu. Áður hafði argentínskt blað lýst yfír því sama með Diego Maradona. ■ AÐ undanfömu hefur staðið yfír mikill metingur milli brasilískra og argentínskra fjölmiðla um hvort Pele eða Maradona ætti titilinn skil- ið. Brasilíumenn segja að Maradona hafi hvorki getað skallað boltann né sparkað með hægra fæti. Maradona hefur sjálfur tekið þátt í leiknum og segist eiga glæsilegan feril að baki á 12 árum í Evrópu, sem sé nokkuð sem Pele geti ekki státað af. ■ GVS Hiddink hefur verið ráðinn landsiiðsþjálfari Suður-Kóreu í knattspyrnu og mun hann stjóma liðinu í úrslitakeppni HM, sem Suð- ur-Kóreumenn halda ásamt Japön- um. Hiddink var þjálfari Hollend- inga á HM í Frakklandi 1998 og kom liðinu í undanúrslit. Það er takmark Hiddinks að koma Suður-Kóreu- mönnum í 16 liða úrslit keppninnar. ■ ARSENAL hefur augastað á sænska miðherjanum Zlatan Ibralii- movic. Hann er 19 ára og talinn framtíðarmiðherji sænska landsliðs- ins - hefur skorað tólf mörk fyrir Malmö FF í 26 leikjum - og á eftir þrjú ár af samningi sínum við ■ MERLÉNE Ottey, spretthlaup- ari frá Jamaíka, er ekki á þeim bux- unum að leggja keppnisskóna á hill- una eins og hún ætlaði sér. Nú hefur hún ákveðið að keppa a.m.k. í eitt ár til viðbótar meðal bestu spretthlaup- ara heims. Segist hún nú æfa æfa af miklum krafti í Ljúbliann í Slóveníu, en þar hefur hún búið undanfarin ár. ■ OTTEY verður 41 árs í maí og hefur unnið alls 35 verðlaunapeninga á stórmótum í frjálsíþróttum, þau síðustu í 4x100 m boðhlaupi á Ólymp- íuleikunum í Sydney. Reyndir kappar hjá Sandefjord EINN leikmaður frá Sandefjord var nú í vikunni valinn í norska landsliðshópinn í handknattleik sem leikur á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í janúar á næsta ári. Sá er Eivind Ellingsen, önnur af stórskyttum Sandefjord, en þessi 24 ára gamli leikmaður á 19 landsleiki að baki fyrir Noreg. Ellingsen heíur leikið stórt hlut- verk með liði Sandefjord í vetur og hefur jafnan verið með marka- hæstu leikmönnum liðsins. Þekktasti leikmað- ur Sandefjord er Daninn Kim G. Jacobsen. Hann er orðinn 35 ára gamall og býr yftr mikilli reynslu en hann hefur leikið með liðum í Dan- mörku, á Spáni og í Noregi og á að baki 110 landsleiki fyrir Dani. Annai’ Guðmundur Hilmarsson skrifar danskur landsliðsmaður er í herbúð- um Sandeíjord en það er Jan Kirke- gárd sem hefur leikið 19 landsleiki. Hann kom til liðs við Sandefjord fyrir þessa leiktíð frá nágrannaliðinu Run- ar. Erik Hucko er öflug skytta í liði Sandefjord sem Haukamir þurfa að hafa góðar gætur á. Hann er 25 ára gamall Slóvaki og hefur spilað 40 landsleiki fyrir þjóð sína. Lið Sandefjord er ekki á flæðiskeri statt hvað varðar markvörslu. 39 ára gamall markvörður Aðalmarkvörðm- liðsins er Mai’- inko Kurtovic, 39 ára gamall Króati sem er með sænskt ríkisfang. Kurtovic átti öðrum fremur stærstan þátt í að koma Sandefjord í fjórðu umferð EHF-keppninnar en hann kom í veg fyrir að Sandefjord tapaði með meiri mun en raun varð á gegn Banja Luka frá Bosníu í síðari leik lið- anna. Kurtovic til trausts og halds er einn efnilegasti markvörður Norð- manna um þessar mundir, Simen Hansen. Hann er 19 ára gamall og fékk eldskírn sína í vikunni þegar Sandefjord tryggði sér sæti í undan- úrslitum norsku bikarkeppninnar. Hansen tók stöðu Kurtovic í markinu vegna veikinda hans og gerði sér lítið fyrir og varði 20 skot. Eftir leikinn sagði Bárd Kristian Tonning þjálfari Sandefjord að hann ætti ekki við nein markvörsluvanda- mál að stríða fyrir Evrópuleikina gegn Haukum. Leikmannahópur Sandefjord er vel skipaður og Ijóst er að Haukanna bíð- ur mjög erfitt verkefni því Sandefjord er mun sterkari andstæðingur en Bodö sem Haukar máttu hafa sig alla við að slá út í þriðju umferð keppninn- ar. Sandefjord varð í öðru sæti á síð- ustu leiktíð en veturinn 1998-99 hampaði félagið meistaratitlinum og setti met með því að fá 44 stig. Þá hef- ur Sandefjord verið með á Evrópu- mótum í níu skipti á síðustu 10 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.